Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1978 Hvað er Landssamband iðnaðarmanna? Landssamband iðnaðar- manna var stofnað 1932. Tilgangur þess frá upphafi hefur verið að ef la islensk- an iðnað/ vera málsvari ís- lenskrar iðnaðarstarfsemi og iðnaðarmanna út á við og inn á við og hafa á hendi forustuum félagslegt sam- starf meðal iðnaðarmanna og iðnfyrirtækja. Landssamband iðnaðarmanna sameinar félög einstaklinga og fyrirtækja, sem vinna að fram- gangi hagsmunamála hinna lög- giltu iðngreina i einum heildar- samtökum og stefnir aö þvi, að ÖU slik félagssamtök sameinist undir merki heildarsamtakanna. I Landssambandinu eru 26 meistarafélög með 1541 einstak- lingi, 5 félög iðnfyrirtækja meö 253 fyrirtækjum og 7 blönduö iðnaðarmannafélög með 975 ein- staklingum. 011 iönfyrirtæki og iðnmeistarar í Landssambandi iðnaðarmanna skulu vera aöilar að sérfélögum eða i samböndum i Landssambandinu fyrir þá iðn- grein, sem þeir starfa i. Þó getur Iðnþing samþ. undanþágu frá þessari reglu og veitt einstökum iðnfyrirtækjum beina aðild aö Landssambandinu. Þannigeru nú 3 fyrirtæki beinir aðilar. Þegar allt er talið eru þvi 2516 einstak- lingar og 253 fyrirtæki i Lands- sambandinu. Einstaklingarnir hafa flestir með höndum sjálf- stæðan iðnrekstur eða eru stjórn- endur og/eða meðeigendur starf- andi iðnfyrirtækja. Landssamband iðnaðarmanna eru hagsmunasamtök aðila i ýmsum greinum iðnaðar, bygg- ingar-, framleiðslu- og þjónustu- iðnaðar. Þessar greinar eiga mörg sameiginieg hagsmunamál og sérhagsmunamál, sem snerta ytriaðbúnað þeirra og lffsskilyrði i islensku þjóðfélagi og efnahags- lifi. Landssambandið fylgist með þeim málefnum, sem Alþingi, rikisstjórn og aörir aðilar fjalla um og berst fyrir þvi að réttur iðnmeistara og iðnfyrirtækja sé Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna. ekki fyrir borð borinn, hvorki af löggjafarþingi þjóðarinnar, framkvæmdavaldinu né öörum. Landssambandið er hagsmuna- aðili i viðri merkingu, þar sem það vinnur fyrst og fremst að málefnum, sem varða hagsmuni margra iðngreina. Jafnframt þvi sem Landssambandið gerir kröf- ur um umbætur i aöstöðumálum iðnfyrirtækjanna er það reiðubúiö að veita opinberum aðilum ráð- leggingar og ábendingar um hverskonar málefni, er snerta iðnaðinn. Landssamband iðnaðarmanna eru samtök atvinnurekenda en þau taka ekki þátt i kjarasamn- ingum. Það eru aðildarfélögin sjálf, sem hafa þennan málaflokk á sinni könnu. Kjaramál eru eini málaflokkurinn, er varðar at- vinnurekstur, sem Landssam- bandið lætur sig ekki skipta. Landssamband iðnaðarmanna beinir ekki spjótum sinum ein- ungis út á við i kröfugerð og ábendingum um bættan aðbúnað fyrir iðnfyrirtækin. Eitt megin markmið samtakanna er að beita sér fyrir umbótum innan iðnaðar- ins sjálfs með ráðgjöf og fræðslu, sem miðar að hagræðingu og lag- færingum innan einstakra fyr- irtækja og i heilum iðngreinum. Iönþing hefur æðsta vald i öll- um málefnum Landssambands- ins og kemur saman annað hvort ár. Formenn allra aðildarfélag- anna eru sjálfkjörnir á þingiö, en að öðru leyti kjósa félögin fulltrúa á þingið eftir ákveðnum reglum. Fulltrúar félaganna á Iðnþingi eru um 130. Þá hafa nokkrir aðil- ar rétt til þingsetu með tillögurétt og málfrelsl, auk þess sem fram- kvæmdastjórn Landssambands- ins getur veitt samskonar rétt- indi. Kjörgengir á Iðnþing eru ail- ir einstaklingar, sem hafa full fulltrúarréttindi i sambands- félögunum. Ennfremur fram- kvæmdastjórar og prókúruhafar iðnfyrirtækja, þótt þeir hafi ekki iðnréttindi. Framkvæmdastjórn Lands- sambands iðnaðarmanna fer með mál sambandsins milli iðn- þinga og kemur fram fyrir hönd þess út á við og inn á við. Fram- kvæmdastjórnin er skipuð 9 mönnum, forseta og varaforseta kosnum á Iðnþingi og 7 mönnum að auki, tilnefndum af eftirtöld- um aðilum, einum frá hverjum: Meistarasambandi bygginga- manna, Sambandi málm- og skipasmiðja, Félagssamtökum húsgagnaiðnaðarins, Félagssam- VidÉangseftii Landssam- bands iðnaðarmanna Ráðgjafarstarfsemi, námskeiðahald, samskipti við aðildarfélögin 1. Veita félagsmönnum aðildar- félaganna upplýsingar um þá tækniaðstoð, fræðslu og ráðgjöf, sem þeim stendur til boða og gefa ráðleggingar um hagkvæma nýt- ingu slíkra möguleika. 2. Upplýsa um stjórnunar- vandamál og önnur vandamál iðnfyrirtækja, með fræöslufund- um, (námskeiðum), fyrirlestr- um, timaritsgreinum og annari uppiýsingadreifingu og þannig vekja skilning hjá félagsmönnum aðildarfélaganna á nútima stjórnunaraðgerðum og hvetja þá til að afla sér aukinnar þekking- ar. 3. Taka þátt i og standa fyrir hagræöingarverkef num fyrir fyrirtækjahópa svo og öðrum þró- unarverkefnum til hagsbóta fyrir iðnaðinn. 4. Fylgjast með þróun verk- og tækriimenntunar i landinu, ásamt breytingum á lögum um tækni- stofnanir iðnaðarins. 5. Auka tengslin milli Lands- sambandsinsog aöildarfélaganna og félagsmanna þeirra. Útgáfustarfsemi 1. Tímarit iðnaðarmanna. 2. Fréttabréf Landssambands iðnaðarmanna. 3. Samband viö fjölmiðla og sérrit. — Almenn áróðursstarfsemi. 4. títgáfa bæklinga eða sérrita fyrir að- ildarfélögin. 5. Erindrekstur. 6. Iðnkynningar. Almenn skrifstofustörf 1. Fjárreiður og bókhald. 2. Félagatal. 3. Vélritun og sima- varsla. 4. Otseld þjónusta. (Al- mennur lifeyrissjóður iðnaðar- manna. Húsfélag iftnaðarins). 5. Otseld þjónusta til aðildarfélaga. Frá lönþingi tökum rafverktaka og útvarps- virkjameistara, Iðnaðarmanna- félögunum, öðrum félögum og einstökum fyrirtækjum I Lands- sambandi iðnaðarmanna, Sam- bandsstjórn. Framkvæmda- stjórnin kemur að jafnaði saman aðra hvora viku. Sambandsstjórn Landssam- bandsins er skipuö framkvæmda- stjórn og 20 fulltrúum að auki. Eru 10 kosnir af iðnþingi en 10 til- nefndir af sömu aðilum og til- nefna i framkvæmdastjórn. Sam- bandsstjórn er framkvæmda- stjórn til ráðuneytis um þau mál, sem fyrir hana eru lögð og skal hún koma saman eigi sjaldnar en tvisvar á ári. —mhg Áhrif Landssam- bandsins stofnanir Landssamband iðnaðar- manna hefur með aðild að stjórnum og ráðum áhrif á: 1. Iðnþróunarráð og stjórn Iön- þróunarstofnunar íslands. 2. Iðnlánasjóö. 3. útflutningsmiðstöð iönaðar- ins. 4. Iðnfræðsluráð. 5. ltannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, stjórn og ráðgjafanefnd. 6. Kannsóknarstofnun iðnaðar- ins, ráðgjafanefnd. 7. Tækniskóla islands. 8. Vörusýningarnefnd. 9. Stjórn Norræna iðnráðsins (NHR). 10. Norræna byggingadaginn, (NBD). Að auki fjölda annara nefnda og ráða tengdum málefnum iðnðarins. Þá annast sambandið á ýmsar margskonar milligöngu fyrir félagsmenn gagnvart opinber- um aðilum. —mhg Umsjón með bókhaldi og fjárreið- um aðildarfélaga. Söfnun og úrvinnsla á upplýsingum um atvinnu og efnahagsmál 1. Fylgjast með þróuninni i þeim efnahags- og atvinnumál- um, sem hafa þýðingu fýrir iðnaðinn og sýna fram á þýðingu innlends iðnaðar fyrir hagvöxt og þjóðarhag. 2. Fylgjast með þróuninni á hlutföllum milli verksmiðju- iðnaðar, þjónustuiðnaðar og byggingariðnaðar og sýna fram á að greinarnar séu hver annari háðar innbyrðis og vinni saman til heilla fyrir þróun iðnaðarins i heild. 3. Að framkvæma sérstakar iðngreinaathuganir i þeim til- gangi að meta þróunarmöguleika einstakra iðngreina og benda á og gera tillögur um úrræði og að- ferðir við að aðlagast þróuninni. 4. Að koma á framfæri tillögum og umsögnum um iðnlöggjöfina og aðra löggjöf svo og aðra þætti, sem áhrif hafa á hagkvæma þró- un iðnaðarins, til gagns jafnt fyrir einstök fyrirtæki og þjóðfélagið i heild. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.