Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1978 Borgin Framhald af 2 siöu b. Kannaö veröi meö hvaöa hætti unnt eraö koma hreinlegum at- vinnurekstri inn í núverandi skipulag „svefnhverfanna”. c. Sérstaklega veröi kannaöir möguleikar á byggingu iðn- garöa í ibúöahverfum þannig aö borgin geti sjálf haft fullt eftirlit með þvi að atvinnu- starfsemin hafi ekki óæskileg áhrif á ibúöabyggöina. Jafn réttur allra borgarbúa Borgarstjórn Reykjavikur leggur áherslu á jafnan atvinnu- rétt aUra borgarbúa og þvi einnig þess fjölmenna hóps vinnufærra einstaklinga sem vegna aldurs eða fötlunar af einhverju tagi stendur höllum fæti i samkeppn- inni á vinnumarkaðinum. a. Stuöningur borgarinnar við iðnað og aðra atvinnustarfsemi verði háður þeirri kvöð að fyrirtækin ráði til sin tiltekið hlutfall af fóUci með skerta vinnugetu. b. AtvinnuhUsnæði sem borgin byggir til leigu, verði hannað með þeim hætti, að hindrunar- laust megi ferðast um það i hjólastól. c. Borgin hefji rekstur verndaös vinnustaðar, áeigin vegum eöa i samvinnu við áhugafélög, þar sem sá hópur fatlaðra, sem ekki megnar að taka þátt i hin- um almenna vinnumarkaöi, geti átt athvarf. d. Borgarstjórn brýnir fyrir stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar að halda i heiöri á- kvæði laga nr. 27 1970, um rétt fatlaðra. Aætlun til fjögurra ára Samhliða þvi sem atvinnu- málanefnd vinnur að gerð 4 ára áætlunar um atvinnuuppbygg- ingu i Reykjavik telur borgar- stjórn, að hún verði þegar i stað að: a. Leita samstarfs við riki og ná- grannabyggðir um samræmda atvinnumálastefnu. b. Tryggja næg verkefni fyrir þá hópa skólafólks sem koma á vinnumarkað i vor. c. Hraða framkvæmdum viö upp- byggingu BÚR. d. Hefja í samvinnu við Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og Háskóla Islands rannsóknir á hagnýtingu fiskúrgangs. e. HefjaundirbUningaðbyggingu skipaverkstöövar i Reykjavik. f. Beina viðskiptum borgarinnar og fyrirtækja hennar aö inn- lendum iðnaðarvörum. g. Hraða undirbUningi nýrra iðnaðarlóða, þannig að ekkert fyrirtæki þurfi að yfirgefa Reykjavík vegna lóðaskorts. h. Hefja undirbúning og hönnun iðngarða. i. Koma á fót matvælafram- leiðslu i ylræktarverum. Til beinna framkvæmda á ofan- töldum verkefnum samþykkir borgarstjórn sérstakt framlag til atvinnumálanefndar kr. 80 milj. Lögbrot Framhald af 1 lagi, og ný kort eru einnig i smíö- um hjá Landmælingum rfkisins. Þegar þau gögn eru tilbúin mun skipulagsstjórn fjalla um skipu- lagið i heild og ráöherra siðan staðfesta það. Staöfesting ráðherra á aðal- skipulagi hefur lagagildi, sagöi Zophanias, og það skipulag sem nú er i gildi i Reykjavik er frá ár- inu 1968. Nýtingarhlutföll og fleira i fyr- irhuguðu skipulagi við Aðalstræti brýtur i bága við það skipulag, og þvi er ekki að minu mati unnt að hefja þar framkvæmdir án þess að skipulagsstjórn samþykki þaö. Zophanias sagöi ennfremur, að ef breyta ætti samþykktu skipu- lagi, bæri borgaryfirvöldum að auglýsa breytinguna opinberlega i 6 vikur, þannig að allur almenn- ingur ætti aðgang að og geti komið með athugasemdir, telji menn rétt sinn fyrir borð borinn. Þá ber borgaryfirvöldum aö fjalla um athugasemdirnar, og fyrr -telst skipulagið ekki sam- þykkt. — AI. Alþýöubandalagið i Kjósarsýslu Fimmtudaginn 26. janúar heldur Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu umræðufund að Hlé- garöi i Mosfellssveit um stöðuna i efnahagsmálum og verkefni sósialista. Fundurinn hefst klukkan 20:30. Framsögumenn á fundinum verða Kjartan Ólafsson, ritstjóri og Asgeir Danielsson, hag- fræðingur. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Alþýöubandalagsins 1 Kjósarsýslu. Fundur i miðstjórn Alþýðubandalagsins Fundur verður haldinn f mið- stjórn Alþýðubandalagsins dag- ana 27. og 28. janúar og hefst kl. 20.30 þann 27. janúar að Grettis- götu 3 Reykjavík. Dagskrá: 1. Nefndakjör 2. Hvernig á aö ráðast gegn verð- bólgunni? (Framsögumaður: Lúðvik Jósepsson) Alþýðubandalagið á Suðurlandi Skemmtikvöld. Alþýðubandalagið á Suðurlandi heldur skemmti- kvöld i Selfossbiói laugardagskvöldið 21. Bestu fáanleg skemmtiatriði og öndvegis dansmúsik Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Skemmtinefndin Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Almennur félagsfundur Alþýöubandalagið á Suðurnesjum efnir til almenns félagsfundar fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.30 i Vélstjórasalnum. Dagskrá: I. Inntaka nýrra félaga. 2. Rætt um stjórnmálaviðhorfiö og komandi kosningar. 3. önnur mál. Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. Mætið vel og stundvislega. — Stjórnin. 3. Kosningaundirbúningur ( Framsögum aður : óiafur Ragnar Grimsson) 4. önnur mál Afmœliskveðja Sigurður Stefánsson áttræöur 80. ára er f dag Siguröur Stefánsson verkamaöur Nesvegi 7, Grundarfirði. Sigurður er fæddur að Efri-hlfð I Helgafellssveit. En þegar hann er á þriðja ári fer hann til ömmu sinnar aö Akurtröðum i Eyr- arsveit og þar elst hann upp. Snemma fer hann að stunda algeng störf og 14 ára gamall er hann orðinn fullgildur háseti á áraskipi, siðan liggur leiðin á skútur, þaðan á vélbáta, 1947 fer hann að starfa hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar og starfar þar óslitið til ársins 1975. En þá verður hann að hætta vegna þess að sjónin hefur bilað. Að öðru leyti er ekki hægt að sjá á honum að hann eigi 80 ár að baki, enda verið hraustmenni i þess orös fyllstu merkingu. Siguröur er stálminnugur og kann þau ógrynni af visum og kvæðum að leitun mun vera að öðru eins. A sinn gamla vinnustaö kemur Sigurður daglega og fylgist vel meöhinum daglegu störfum og er þá hinn hressasti. Vinir og kunningjar Sigurðar óska honum alis hins besta á þessum merku timamótum. Frestíð málinu eða viö kærum! 1 gær gerðust þau tiöindi að eigendur lóðanna Aðalstrætis 8, 10, 12, 14 og 16 sendu borgarstjórn Reykjavikur bréf, þar sem farið er fram á skilyrðislausa frestun á afgreiðslu tillögu að skipulagi fyrir Aðalstræti austanvert, cn eins og fram hefur komið tekur borgarstjórn afstöðu til tillög- unnar i kvöld. Borgarstjóri veitti bréfinu við- töku, en i þvi segir: „Við undirrituð eigendur lóðanna nr. 8, 10, 12, 14 og 16 við Aðalstræti snúum okkur hér með til háttvirtrar borgarstjórnar með eftirgreint mál. Fyrir nokkru fréttum við á skotspónum að verið væri að undirbúa gjörbyltingu á skipulagi á svæði austan við Aðalstræti andspænis lóðum okkar. Gjör- bylting þess mun þýða það að margfalt byggingarmagn á að leyfa á svæðinu austan við Aðalstræti. A sama tima lætur umhverfis- málanefnd eða Arbæjarsafn gera mikla könnun á Grjótaþorpi, sem snertir okkur mjög verulega. Þar á nefnilega ekki að auka bygg- ingarmagnið, heldur búa til eins konar fornminjasafn aðallega á okkar kostnað. Okkur þykir vænt um Grjótaþorpið og viljum gjarn- an eiga þátt i þvi að viðhalda þvi, en það er ekki hægt að ætlast til þess, að t.d. eigendur Aðalstrætis 9 eigi margfaldan rétt á við okk- ur, en við höfum sannfrétt, að einn þeirra hafi tekið að sér ein- hvers konar framkvæmdastjórn i þessu máli. Ekki vitum við i hvaða umboði hann hefur talað. Við teljum það alveg óhæf vinnubrögð, að mál sem þetta sé meðhöndlað i pukri eins og við teljum að gert hafi verið. Við okk- ur hefur ekkert verið talað og erum við þó vissulega hagsmuna- aðilar. Undirrituð fengu i gær fundar- gerðir skipulagsnefndar, sem er dagsettar 26.7. og 19.12. s.l. ár. Úr seinni fundargerðinni er sagt, að talað hafi verið við eigendur lóða og aðra hagsmunaaðila. Þetta er algerlega rangt. Við okkur hefur ekkert verið talað. Við höfum ekki haft neitt tæki- færi til að sjá greinargerðir, sem um er talað i fundargerðinni og ekki heldur uppdrætti. Þá þykir okkur ótrúlegt, að umhverfis- málanefnd, sem tók að sér Grjótaþorpið, hafi lagt blessun sina yfir þetta. Aðalatriðið af okkar hálfu á þessu stigi er að málinu verði skilyrðislaust frestað i borgar- stjórn, þannig að okkur gefist tækifæri til að athuga máliö i góðu tómi. Ef borgarstjórn vill ekki láta okkur njóta jafnréttis við aðra „hagsmunaaðila” eins og kallað er i skipulagsnefnd, þá hljótum viö að leita réttar okkar með þvi að kæra þessa málsmeðferð til félagsmálaráðuneytisins eða leita til dómstólanna, ef á þarf að halda. Við vonum, að til þessa þurfi ekki að koma og borgarstjórn skjóti þessari tillögu á frest, ef hún þá ekki fellir hana. Málsmeðferð hefur verið mjög tillitslaus gagnvart okkur, og samþykkt tillögunnar væri auk þess brot á aðalskipulagi Reykja- vikur eins og kemur fram i fundargerð skipulagsnefndar 26. júli s.l.” Undir bréfið rita Valdimar Þórðarson og börn hans, Þorkell, Sigriður og Sigurður. —AI LEIKFÉLAG REYKIAVtKUR “ " SAUMASTOFAN i kvöld. Uppselt. Þriðjudag kl. 20.30 SKALD-RÓSA Föstudag Uppselt. Sunnudag. Uppselt. SKJALDHAMRAR Laugardag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30 — Simi 1-66-20 BLESSAÐ BARNALAN Miðnætursýningar i Austur- bæjarbió Laugardag kl. 23.30 Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16-21 simi 11384. Hallærisplan Framhald af bls. 5 ræða hús Páls. Arni Óla telur að á þvi húsi hafi Jörundur hunda- dagakonungur einmitt dregið að húni i fyrsta skipti fána sinn, þrjá flatta þorska á bláum feldi árið 1809. Var þá lýst yfir sjálfstæði Islands og er það mikil saga og merk sem kunnugt er. Tillaga sú sem nú liggur fyrir borgarstjórn eða afgreiðsla sú sem henni er ætlað að fá er i raun móðgun við þá sem barist hafa ötullega fyrir að ekki sé hreyft við gömlum húsum án þess að kannað sé vandlega varðveislu- gildi þeirra. Hvergi örlar á þvi mér vitanlega, að sá kostur hafi verið kannaður að reisa stórhýsi á framangreindum stað án þess að rifa gömlu húsin. Væri slikt þó sjálfsagt til athugunar og saman- burðar. Hér þarf frekari ihugun og gát, enda bágt aö sjá að af- greiða þurfi máliö á næstu mán- uðum. Borgarstjórn gerði vel i að fresta afgreiðslu og kynna málið betur. Opinberar umræður þurfa að fara fram um rök með og móti varðveislu. ^ Iielgi Þorláksson. Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á f kvöldin) Er sjonvarpið bilað? Skjárínn Spnvarpsverkstói Bergstaáasírfflíi 38 simi 2-1940 Talnabrengl Talnabrengl urðu I baksiðufrétt Þjóðviljans I gær þar sem rætt var við Sverri Kristinsson, sölu- stjóra i Eignamiðluninni, um verö á ibúðarhúsnæöi I höfuð- borginni. Þar sem rætt var um verð á þriggja herbergja ibúðum féll niður heii setning. Réttar eru upplýsingarnar þannig: ... mun verð á góðri 3ja herbergja ibúð vera 9—11 miljónir, útborgun 6,5 -7 miljónir. Þá misritaðist og setning með verði 4ra herbergja ibúða. Réttar eru upplýsingarnar: Verð 11 — 13,5 miljónir, Utborgun 7,5 — 9 miljónir. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum ritvillum. HELLUVER Milliveggjaplötur, 5 og 7 centimetra. Simi 33 5 45 Húsnæði óskast Ung kona sem leikur i Sinfóniuhljómsveit Islands óskar eftir 2-3 herbergja ibúð til leigu. Ibúðin þarf ekki að losna á næst- unni. Nánari upplýsingar i sima 51505.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.