Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 7
Kimmtudagur 19. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ja — velkomið það bál, velkominn veri sá brandur! I Við þurfum ekki frið kirkjugarðsins til að efla okkur til starfa. Bak við þetta býr fáveldissjónarmiði — einstakir leiðtogar hafi vit fyrir fjöldanum. Örn ólafsson: Nauðsyn sósíalskrar fræöslu Um daginn las ég grein eftir Geir Vilhjálmsson, frambjóö- anda i prófkjöri Framsóknar- flokksins. Geiri ofbjóöa glæpahneigð, verðbólga og önn- ur sjúkdómseinkenni islensks þjóðfélags. Hann vill stöðva dansinn i kringum gullkálfinn með þvi að beina augum manna að öðrum og meiri verðmætum. f grundvallaratriðum er þetta vist hið sama og kristnar kirkj- ur, spiritistar, guðspekingar o.fl. reyna, með litlum árangri. Það er nefnilega eðlilegt að menn dansi i kringum gullkálf- inn þegar þeir sannreyna dag- lega að hann er hið æðsta mátt- arvald: í auðvaldsþjóðfélagi keppa menn eftir auði, það er bara skynsamlegt, þvi þar er hann augljóslega hin æðstu verðmæti. Þvi verður ekki breytt nema með þvi að afnema auðvaldsskipulagið. Þá kemur nú til kasta Teits og Siggu, þ.e. sósialista, að sann- færa alþýðu manna um i fyrsta lagi nauðsyn þess að bylta þjóö- félaginu og i öðru lagi að sýna henni fram á hvernig á að fara að þvi — með þvi að leiða baráttu hennar sjálfrar gegn auðvaldsskipulaginu. Þetta er auðvitað meira mál en svo að ég geri þvi nokkur skil hér. Leiðir kommúnista til fjöldans eru margvislegar, fer það eftir þvi til hvaða hóps á að ná, hver á við hverju sinni, til að vinna fólk inn i raðir sósialista. Þær raðir verða ansi sundurleitar -og ótraustar nema pólitisk viðhorf séu mjög rædd i þeim. 1 borgaralegu þjóðfélagi leiðir af sjálfu sér að hugmyndaheim- ur alls þorra manna er borgara- legur. Þeir geta verið óánægöir með ástandið, en markmið þeirra og óánægja er borgara- leg. Eins er með skýringar þeirra á þvi hvað sé að, allt mót- ast þetta af þvi að þeir búa i auðvaldsþjóðfélagi. óánægja með ástandið, gagnrýni á það, leiðir ekki til neins ein sér, ég visa bara á kjallaragreinar Dagblaðsins þvi til staðfesting- ar. Sumir telja að umræður séu allra meina bót, aðalatriðiö sé að fólk ræöi málin, þá muni það finna lausn á vanda sinum. En það skiptir öllu máli frá hvaða sjónarmiði málin eru rædd. Frá upphafi mannlegs máls hefur fólk rætt sameiginleg vandamál sin — án þess að það hafi endi- lega örvað það til átaka — oft mikli fremur fengið fólk til að sætta sig við ástandið. Allt mega þetta virðast sjálf- sagðir hlutir lesendum Þjóðvilj- ans. En þá er að draga ályktan- ir. Þær eru einkum aö engin sósiölsk hreyfing ris undir nafni nema hún vinni skipulega að þvi að losa alþýðu manna undan borgaralegu hugmyndakerfi og koma henni til sósialsks hugs- unarháttar. Til þess þarf a.m.k. þetta þrennt: a) Fræðslu um islenska auð- valdskerfið, gerð þess, tengsl við alþjóðlegt auðvald og hvern- ig það mótar daglegt lif fólks og hugsunarhátt þess. b) fræðslu um ástand og horfur i heimsmálunum, auðvaldið viða um lönd, baráttu gegn þvi og sósialskar hreyfingar. c) Nám i marxisma. Fyrstu tveimur liðum sinnir m.a. Þjóðviljinn, slitrótt að visu og ófullkomið, eins og von er til um dagblað. Mér finnst að hann mætti taka islenska þjóðfélagið miklu betur fyrir, en til þess þarf rannsóknir og þetta þarf einkum að gera á námskeiðum sósialskra hreyfinga. Námskeið Þegar úttekt á auðvaldsþjóð- félaginu vantar, verður brota- kennd og sundurlaus þjóöfél- agsgagnrýni helst grundvöllur smáborgaralegra úrræða i stil Vilmundar & Co., úrræða sem ganga ekki út fyrir kerfið. Sósiölsk hreyfing sem tekur starf sitt alvarlega, veröur þvi að gera úttekt á islenska auð- valdskerfinu, og sú úttekt verð- ur að rista dýpra en i Stefnuskrá Alþýðubandalagsins, sú lýsing er til annara hluta ætluð. Þessi nauðsyn er nefnd á bls. 120 i téðri Stefnuskrá. Leshringi um íslenska auð- valdskerfið liggur sérlega beint við að halda á vegum verkalýðshreyfingarinnar, þótt þeir þurfi að verða viðar. Ég beini þessu. einkum að MFA sem hefur vist haldið velheppn- uð námskeið um ýmis réttinda- mál verkalýös. MFA þarf ekki að vera pólitiskt ábyrgt fyrir efni leshringja. Leshringir um heimsmálin ættu að höfða til vinstra fólks almennt, jafnvel fólks sem ekki telur sig pólitiskt, en á móti eymd og misrétti i heiminum. E.t.v. á þetta einkum við um ungt fólk, sem er að leita skiln- ings á heiminum. Þarna þarf að halda m.a. leshringi um heims- valdastefnuna og um einstök svæði, svo sem Afriku, S- Ameriku og SA-Asiu, Slika leshringi vill a.m.k. Baráttu- hreyfing gegn heims- valdastefnu (stofnuð upp úr Vietnamnefndinni) halda, það starf er raunar þegar hafiö. Marxisminn Ætla mætti að islenskir marxistar sæju þá augljósu nauösyn sem þeim er á að við- halda sjálfum sér sem hópi, efla þann hóp og treysta. Það segir m.a. i Stefnuskrá Alþýöubanda- lagsins, bls. 122. Þeir þurfa að fá þann hóp sem stendur þeim næst til að hefja nám i undir- stöðuatriðum marxismans. Ekki vantar áhugann, þaö sýndi fundaröð Alþýöubandalagsins i fyrra. Ekki voru nema þrir fundir um marxismann, en þá var troðfullur salur og miklar umræður. En það fer afar litið fyrir framkvæmdum á þessu sviði og mótbárur heyri ég miklar, þegar þetta ber á góma. Ég tel hér þær helstu: 1. Nokkrir segja: Leshringur i marxisma getur orðið leið til að koma sér hjá að ræða nærtæk- ustu vandamál og að marka stefnu við þær aðstæður sem nú eru — þá er öllu þægilegra að ræða afstrakt fræði. En það liggur alveg beint við, er ræddar eru kenningar marxismans um t.d. stéttir, rikisvald, efnahagskerfi, að taka dæmi úr islenskum sam- tima. Úr þvi verður vissulega engin greining á islenska auð- valdsrikinu, en það hindrar hana á engan hátt, ætti þvert á móti að verða vekjandi. 2. Heyrst hefur: Marxisminn hefur þróast svo mikið undan- farin tiu ár, aö við verðum fyrst að gera úttekt á þeirri þróun, áður en við getum farið að fræða fólk um marxisma. En þetta sýnir algert skiln- ingsleysi á þvi sem um er að ræða. Það er að tala til fólks sem veit litiö um marxisma nema slitrur héðan og þaðan, meira eða minna i bland við borgaralegar hugmyndir, leiöa þetta fólk til skilnings á undir- stöðuatriðum marxisma, svo það geti lesið sjálft áfram, kynnt sér meira, orðið dómbært á hinar ýmsu kenningar sem eru á Hugi — m.a. til að það geti sinnt þvi sem „hefur verið að gerast i marxisma undanfarin tiu ár”. Sjálfsagt erum við öll meira eða minna haldin borg- aralegum hugmyndum, þá er að berjast gegn þeim. 3. Sumir segja: Að kynna sér marxisma, það gerir bara hver fyrir sig. Ekki veit ég af hverju —■ að vísu er allt nám einstaklings- bundin tileinkun, en hitt er margsannað að i námi reynist best aö ræða skilning sinn við aöra sem eru að nema það sama, það glæðir jafnan áhuga og skilning hvers og eins. Enda veitir mönnum ekki af leiðbeiningum um á hverju sé best að byrja — er þeir standa frammi fyrir 41 binda ritsafni Marx og Engels, 55 binda rit- safni Lenins, o.s.frv., o.s.frv. 4. Enn segja nokkrir: Það vantar bara svo marga marxiska texta á islensku. Þeir mættu gjarnan vera fleiri, en þetta er engin fyrir- staða náms i grundvallaratrið- um. I Úrvalsritum Marx og Engels eru stutt, auðskilin rit, sem þeir félagar skrifuðu ein- mitt i þessu skyni. Ég nefni sem dæmi: Laun, verð gróði, Launavinna og auðmagn — um efnahags- kerfi auðvalds. Atjándi brumaire Lúðviks Bónaparte — um stéttaátök. Borgara- styrjöldin i Frakklandi og Gagnrýni á Gothastefnuskrána — um stéttir og rikisvald, Þró- un sósialismans... Ludwig Feuerbach... — um heimspeki marxismans, Bréf af Annén- koffs — stutt heildaryfirlit marxismans. Auðvitað blandast þetta á ýmsa lund saman og á islensku vantar m.a. rit þeirra félaga um skipulagningu verkalýðsins til baráttu, það væru helst rit þeirra gegn Bakúnin (1872-4). En einmitt á þvi sviði hefur mikil reynsla safnast siðan, á is lensku höfum við þó alténd rit Lenins: Hvað ber að gera, Vinstri róttækni, og Maós i 3. bindi ritgerða hans, þar er fjallað um hvernig á að virkja fjöldann. Efnahagskerfi heimsauðvaidsins hefur breyst afgerandi siðan þeir Marx og Engels fjölluðu um það, en Heimsvaldastefnan eftir Lenin stenst enn, þetta er i meginatr- iðum sama kerfi og 1917. Ég er ekki að segja að menn viti allt um marxisma og pólitik ef þeir bara lesi þessi rit, en hitt itreka ég að þetta er undir- • staðan, auðfengin og aðgengi- leg. Mér finnst þvi ofangreind- ar mótbárur haldlitlar, enda grunar mig aö þær séu oft und- anbrögö ein og vifilengjur. Heyrt hefi ég þá skýringu að menn fælist leshringjahald i marxisma af ótta við aö allt fari i bál og brand milli sósialista þegar þeir ættu aö koma sér nið- ur á hvaö séu grundvallaratriöi marxismans. Ja — velkomið þaö bál, vel- kominn veri sá brandur! Við þurfum ekki frið kirkjugarðsins til að efla okkur til starfa. Bak við þetta býr fáveldissjónarmiö. einstakir leiðtogar hafi vit fyrir fjöldanum. Þaö er endur- skoðunarstefna, ósamrýmanleg sósialisma. Til að halda uppi öflugri sósialskri baráttu á ýmsum sviðum þarf marga, sjálfstæða sósialista. Hvarvetna þarf að berjast gegn borgara- legum hugmyndum, þess vegna þarf hvarvetna fólk i baráttu, sem kann skil i marxisma. Þeg- ar slikt fólk fer að tengja saman reynslu sina, risa áreiðanlega magnaðar deilur. Og þaö er gott. 1 slikum deilum skýrast hugmyndir og þróast áfram. Það er söguleg reynsla, ekki veit ég neitt marxiskt rit, sem ekki er deilurit. Það er lýöræðiskrafa að sem flestir veröi dómbærir um kenn- ingar sósialista. Alþýðan á aö gera byltinguna, fjöldinn en ekki bara flokkur sem fjöldinn fylgir, flokkur sem fáein fræða- ljós leiöa gjörsamlega. Þvi þarf alþýðan að læra aö beita marx- ismanum, þótt hún þurfi for- ystuflokk. Þetta gerði KSML mörgum ljóst upp úr 1971. Vissulega þarf ekki að búast viö þvi aö meirihluti alþýðu veröi marxistar meðan auðvalds- skipulagið stendur, en á hinn bóginn er að það stendur þangað til mikill hluti hennar er oröinn það. — Innan sviga verð ég að segja, að ég er dálitið hissa á Dagnýju Kristjánsdóttur (i rit- dómi um Karlmenn tima e. Egil Egílsson, Þjv. 15/12 ’77, bls. 8) að taka það sem árás á marxisma/sósialisma, er Egill' sýndi fram á ófullkomleika sósialsks fræðaþuls, sem um- gengst konur sem óæðri verur. Hverjir eru þreyttari á svona mönnum en einmitt sósialistar? Fræðimönnum sem eru sital- andi, siskrifandi, en kunna ekki að vélrita, þvi siður að þeir megi vera að þvi að fjörita af- urðirnar eða dreifa þeim. Það skulu „þeir ókláru” gera. Aftur má þakka KSML fyrir að hafa gert þessa villumenn hlægilega. Ef nú einhverjir eru andvigir námsstarfi i marxisma vegna þess að þeir óttast að starf þeirra eigin hreyfingar veröi léttvægt fundið i ljósi þess, þá skora ég á þá og aðra að gera sér ljóst að'þeir eru þá bara kratar, andmarxistar raunveru- lega fyigismenn auðvaldskerf- isins, hvaða játningar sem þeir svo gera með vörunum. Það er engin afsökun til fyrir að halda þessu starfi ekki uppi. Ég tel æskilegt að það yrði á vegum Alþýðubandalagsins, þvi þannig næði það til flestra. Inn- an þess eru margir sem hafa ærna kunnáttu til að annast það, utan þess margir fúsir að leggja fram krafta sina til þessa. En takist þetta ekki þar, verður að finna aðrar leiðir. Þetta þrenns konar nám — nám i marxisma, nám um is- lenska auðvaldskerfið, nám um heimsvaldastefnuna og barátt- una gegn henni — er forsenda baráttu fyrir sósialisma á ís- landi. Verði þessu sinnt, eflist baráttan hvarvetna, kvenna- barátta, verkalýðsbarátta, námsmanna o.fl. 15/1 ’78 Gunnar Guðmundsson: Glennur og gjaldeyrir Lönguin hefur verið vitað, að fleiri kunna að berja sér en bú- menn. Og um langt skcið hefur þjóðin hlustað á eymdarsöng og volæði útgerðarmanna, iðnrek- enda og heildsala. Hér tekur þó steininn úr, þegar oliusalar bætast i hina friðu fylk- ingu, sem hefur uppi vol og vil, sýknt og hcilagt, þvi að vitað er, að sú „stétt” hefur grætt riflega um áratuga skeið, enda hefur olia verið verðlögð á þann undarlega máta, sem lýst var að nokkru á siðasta aðalfundi LÍÚ. Föstudaginn 9. des. sl. koma svo tveir talsmenn oliufélaganna fram á ritvöllinn i Morgun- b]aðinu. Annar þeirra, önundur Asgeirsson, kveðst hafa stjórnað umræðum á „þingi” Verslunar- ráðsins, en hinn, Þorvarður Eliasson, mun vera fram- kvæmdastjóri þess. Málflutningi önundar verða ekki gerð nein sérstök skil að sinni, en einungis vakin athygli á þvi, að hann segir fjárlagafrumvarpið fyrir 1978 hafa „hækkað um átta miljarða króna vegna smá glennu, sem opinberir starfsmenn gerðu nýlega”. Gjafir eru okkur gefnar, launa- mönnum i landinu. Héttmætar launahækkanir eru skirðar „glennur” af umboðsaðila British Petroleum Company Limited, og erum við litlir menn ef við launum engu, svo vitnað sé i orðalag Njáluhöfundar. Þessa kveðju oliusalans fáum við i jóla- gjöf frá manni, sem talinn er i hópi hinna auðugustu i landinu, enda þarfnast sá að likindum engrar „glennu” nú um hátiðarnar inn i Laugarásinn. Hinn greinarhöfundurinn, sem áður var minnst á, gerir að umtalsefni i grein sinni nokkur bjargráð þjóðar einnar austur við Miðjarðarhaf, en þar er verð- bólga viðfangsefni stjórnvalda, eins og viðar. Er fyrrnefndur greinarhöfundur mjög hrifinn af þessum bjargráðum, og telur þau tilvalin handa okkur hér við Ishafið. Tvö þessara snjallræða standa hiið við hlið i greininni, og eru svohljóðandi: „Sérstök verðhækkun varð á bensini”. „Almenn sakaruppgjöf verður veitt þeim, sem átt hafa erlendan (svo) gjaldeyri erlendis” (svo). Það er nú svo, og svo er nú það, var einu sinni sagt. Þar við mætti bæta: Vitið þér enn, eða hvað? Gunnar Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.