Þjóðviljinn - 19.01.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. Janúar 1978 Viðtal: eös Myndir: eik Þessa mynd tók Olafur Jensson af þátttakendum á alþjóðlegri ráðstefnu um erfðafræði, sem haldin var á Hótel Bifröst I Borgarfirði I september 1971. A myndinni eru, frá vinstri: Magnús Magnússon prófessor, Tómas Helgason prófessor, L.L. Cavalli-Sforza prófessor frá Bandarikjunum, Sigurður Sigurðsson þáv. landlæknir, dr. Sturla Friðriksson, dr. Al- freð Árnason, dr. Howard B. Newcombe frá Kanada, Haila Hauksdóttir meinatæknir, C.D. Darlington, prófessor frá Englandi, James V. Neei, prófessor frá Bandaríkjunum, ólafur Bjarnason prófessor, A. Mourant, Henry Harris prófessor frá Englandi, Oddný Vilhjálmsdóttir ritari, V.A. McKusick próf. frá Bandarikjunum og J.H. Edwards prófessor frá EngJ. GIGT, SYKURSYKI OG HÚÐSRIKDÖMAR — Hvert var upphafið að stofn- un Erföafræðinefndar? — Prófessor Niels Dungal var frumkvöðull að stofhun nefndar- innar, en hann haföi áður rann- sakað ákveðna kvilla sem lágu hér i ættum. Dungal viðraði þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og fyrir framtakssemi hans voru lögð drög aö þessari nefnd. Hún var sett á laggirnar árið 1964 og naut styrks frá Kjarnorkunefnd Bandarikjanna, sem jafnframt stóð fyrir fjárveitingum til erföa- fræðirannsókna i Hirosima, þar sem Bandarikjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju I lok heims- styrjaldarinnar siðari. Hlutverk Kjarnorkunefndar Bandarikj- anna var að styrkja starfsemi, sem metur afleiöingar af notkun geislavirkna efna, bæði i striöi og friði. Nú á siðari árum hefur nefndin t.d. styrkt rannsóknir i sambandi við raforkuver og ýms- an iðnaö. — Hvert er hlutverk Erfða- fræðinefndar og hverjir eiga sæti i henni? — Nefndin var tvö ár i burðar- liðnum, ef svo má segja, en skipu- lag hennar var staðfest meö sér- stakri reglugerð frá Háskóla ís- lands, sem tók gildi 9. júni 1966. Nefndin heyrir undir háskólaráð. Starfsemi nefndarinnar feist i' þvi að veita forstöðu og skipuleggja erfðafræðilegar rannsóknir við Háskólann, eftír þvi sem fé fæst til. Nefiidina skipuðu upphaflega sex menn, en nefndarmenn eru nú fimm. Formaður nefndarinnar, er Tómas Helgason prófessor. Auk hans eru i nefndinni dr. Sturla Friöriksson, sem jafn- framt er framkvæmdast jóri nefiidarinnar, Magnús Magnús- son prófessor, Olafur Bjarnason prófessor og ólafur Jensson, sem er ritari nefndarinnar. Tölvuskrá aftur til 1910 — Hvert hefur verið stærsta verkefni Erföafræðinefndar? — Meginverkefni nefndarinnar er aö byggja upp tölvuskrá, sem tekur miö af þjóðskránni, en tölvuskráir jafnframt þá, sem látnir voru fyrir þann tima, er nú- verandi tölvuskráning þjóðskrár- innar var tekin upp (1953-4). Markmiöið meðþessu er að útbúa skrá, sem nýtileg yrði fyrir erfða- fræðirannsóknir. Takmarkiö er að koma upp meginskrá, sem eru meöal sjúkdóma sem geta gengið í erföir undirskrár gætu siðan tengst við, t.d. skrár um sjúkdóma og erða- eiginleika. En þó að hugmyndin sé góð, þá er þetta ekki auðvelt i framkvæmd, þvi aö allskonar vanhöld eru á þeim upplýsingum, sem tölvuskráin byggist á. 1 fyrstu atrennu átti tölvuskráin að ná til allra íslendinga sem á lifi voru árið 1910, og siðan aftur i timann eftir þvi sem möguleikar væru á, samkvæmt kirkjubókum og öðrum gögnum. En eins og er, er skráin nú orðin fullkomin aftur tíl 1910. Þrjú meginviðfangsefni — Hver eru helstu viðfangs- efni, sem rannsökuö hafa veriö á vegum nefndarinnar? — Meginviöfangsefni rann- sókna hafa veriö: 1) Blóöflokka- rannsóknir á lslandi, þar sem nefndin hefur hagnýtt sér sam- vinnu við Blóðbankann. 2) Litn- ingarannsóknir. Fyrsta litninga- rannsóknastofa á tslandi var stofnuð i húsi Blóðbankans, er litningarannsóknir á vegum Erföafræðinefndar og Rann- sóknastofu Háskólans I meina- og sýklafræði hófust i september 1976. 3) t ágúst 1972 var stofn- að til rannsókna á systkinabörn- um, þ.e. rannsóknir á hjónum sem eru systkinabörn og börnum þeirra. Hér hefur verið um að ræða meiriháttar samvinnu nokkurra rannsóknastofnana, i Arósum, Kaupmannahöfn, Amsterdam, London Birmingham og viðar. Niðurstöð- ur þessara rannsókna hafa verið að koma fram að undanfórnu og hafa þær verið kynntar á ýmsum stöðum, bæði i ritgerðum og á ráðstefnum. Litningarannsóknirnar hafa nú fengið samastaö hjá Rannsókna- stofu Háskólans við Barónsstig undir stjórn Ölafs Bjarnasonar prófessors, og hafa þær frá upp- hafi haft gildi bæði til sjúkdóms- greininga og visindarannsókna i heilbrigðiskerfinu. Blóðflokka- og vefjaflokka- rannsóknir og rannsóknir á erfða- þáttum i öðrum hlutum blóðs eru i kjölfar þessa starfs unnar á veg- um Blóðbankans og eru tengdar þjónustustarfsemi hans, t.d. rannsóknir i erfðamörkum og rétt- arlæknisfræði. I Blóöbankanum hefur verið stofnaö til sérstakr- ar erfðarannsóknadeildar, til að geta sinnt þessum viðfangsefnum á skipulegan hátt. Skýrtdæmium tengsl erfðarannsóknadeildar Blóðbankans við aðrar deildir heilbrigöiskerfisins eru vefja- flokkarannsóknir i sambandi viö gigtarsjúkdóma og nýrnaflutn- inga, og svo réttarlæknisfræöin. Þegar faðerni barns er umdeilt, Einn mikilvœgasti þáttur litningarannsókna Litningarannsóknir á vegum Erfðafræöinefndar Háskólans og Rannsóknastofu Háskólans I meina- og sýklafræði hófust I septembermánuði 1967. Hér birt- ist útdráttur úr yfirliti, sem nær yfir upphaf þessarar starfsemi til ársloka 1975. Megin viðfangsefni Megin viðfangsefni litninga- rannsóknanna hafa verið: 1) Að ákvarða litningagerð þeirra einstaklinga með Downs- sjúkdóm, sem fyrir voru i landinu og upplýsingar fengust um. 2) Að ákvarða litningagerð allra þeirra barna, sem fæddust með lýti eða vanskapnaði, sem álitið var að gætu stafað af litningagöllum. 3) Að rannsaka einstaklinga vegna gruns um litningagalla samkvæmt beiðni lækna utan og innan sjúkrahúsa og hæla. Meginhluta fyrsta verkefna- þáttar var aö mestu lokið á fyrstu þremur árum starfseminnar. Hinum tveim siðari þáttum hefur verið sinnt allt starfstimabilið og þeir hafa aukist jafnt og þétt eftir þvi sem læknar kynntust þessari starfsemi betur. Það voru einkum barnalæknar og kvensjúkdóma- læknar, sem færðu sér þessar rannsóknir i nyt, svo sem vænta mátti. Samhliða þessum verkefnum var verulegum tima varið til að framkvæma itarlegar fjölskyldu- rannsóknir, þegar niðurstöður bentu til arfgengra litningagalla. Að slikum rannsóknum hefur verið unnið i samvinnu við er- lenda aðila. Niöurstöður og ályktanir I niðurstöðum litningarann- sóknanna kemur fram, að heild- artala frumuræktana var 932. Hjá 663 einstaklingum var litninga- gerðin dæmd eðlileg, en 152 ein- staklingar voru greindir með litningagerð, sem svaraði til Downssjúkdóms. Sérstaka þýðingu hefur vit- neskja, sem aflað hefur verið um arfbera litningagalla. Slikir gallar hjá foreldri geta leitt til alvarlegra litningagalla hjá afkvæmi þess. Þótt náttúran sjálf taki i flestum tilvikum ómakið af læknum, þar eð gallinn sjálfur veldur fósturdauða mjög snemma á meðgöngutima, er nú hægt, þegar sérsakar ástæður eru til, að afla sýnis og greina litningagerð fósturs innan 15-17 vikna með frumuræktun úr leg- vökva. Þetta gerir mögulegt að framkvæma fóstureyðingu i tima, ef litningarannsókn leiðir i ljós litningagalla, sem öruggt má telja að valdi vanskapnaði afkvæmisins. Til slikra rann- sókna hefur verið gripið i nokkr- um tilvikum á undanförnum árum. Greining á litningagerð fóstra með ræktun fruma I legvökva má óhikað 4elja einn mikilvægasta þátt litningarannsókna, enda hefur verið lagt i mikinn kostnað og rannsóknir á siðari árum til að gera þessa aðferð sem hættu- minnsta fyrir móður og fóstur. Að sjálfsögðu hefur verið að þvi keppt, að hægt væri að gera slika könnunarrannsókn hjá sem flest- um konum, þar sem auknar likur eru á að fóstrið beri i sér litninga- galla, sem valdi vansköpun. Þetta á sérstaklega við um konur, sem ganga með barn á siðustu árum frjósemistimans. Það má telja víst að ekki hafi komið til skila nema litill hluti þeirra kynlitningagalla, sem eru fyrir hendi hjá íslendingum, i þeim efniviði sem hér er sagt frá. Tiðni þessara galla hefur fundist hærri i báðum kynjum en tiðni Downsjúkdóms, t.d. i Banda- rikjunum. Til að ljósi verði varpað á tiðni og þýðingu kynlitningagalla er þvi þörf mun meiri rannsókna hérlendis.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.