Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. jandar 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9 Ólafur Jensson yfirlæknir. r Spjallað við Olaf Jensson og dr. Alfreð Árnason um starf Etfðafræðinefndar Dr. Alfreö Arnason IfffræAingur. Hvað er Erfðafræðinefnd og hvernig starfar hún? Hvaða niðurstöður hafa fengist af erfðafræðirannsókn- um hér á iandi? I þeim f róma tilgangi að leita svara við þessum spurningum lögðum við leið okkar i Blóðbank- ann og hittum þar að máli Ólaf Jensson yfirlækni, en hann er ritari Erfðafræðinefndar Háskólans og hefur setið í nefndinni frá 1972 og starfað á vegum hennar frá 1969, og dr. Alfreð Árnason líffræðing, sem var starfs- maður nefndarinnar um þriggja ára skeið og hefur starfað mikið að erfðafræðirannsóknum. Þarna fer rafdráttur fram. Hin ýmsu prótinafbrigði eru skilin að I rafsviði, vegna mismunandi hleðslu. fæst nú niöurstaöa I langflestum málum meö þvf aö beita nýju greiningarkerfi, þar sem notaöir eru fleiri greiningarþættir en áö- ur tíökaöist. Þetta starf undan- farinna ára, sem unniö hefur ver- iö á vegum Erföafræöinefndar Háskólans og þeirra stofnana sem húnhefurhaftsamvinnu viö, hérlendis og erlendis, hefur kom- iö erföafræöirannsóknum hér á landiá nýjan grundvöll. Þessinýi grundvöllur er fólginn i þvi, ab nú er komin betri skráning, betri starfskraftar og betri tækni. Gigt og sykursýki geta gengið i erfðir — Ganga margir sjúkdómar i erföir? — A allra síöustu árum hefur mönnum oröiö þaö ljóst, aö breytileiki á sjúkdómatíöni er á mjög mörgum sviöum nátengdur erföagerðmanna.Skýrt dæmi um erfðaþætti sem hafa áhrif á sjúk- dómatiöni eru vissar tegundir gigtar, og fleiri dæmi mætti nefna, t.d. húösjúkdóma og melt- ingarsjúkdóma, sem áöur voru taldir ótengdir erföafræðilegum þáttum. Erföasjúkdómar geta veriö meö ýmsu móti. t fyrsta lagi eru erfðasjúkdómar, sem lúta erföalögmálum Mendels og ganga í ættir. 1 ööru lagi eru erföaþættir, sem hafa áhrif á sjúkdómatiðnina og sjúkleika- stig. 1 fyrra tilfellinu er sjálfur sjúkdómurinn erföamarkiö, en i siðara tilfellinu er um aö ræöa sjúkdóma sem leggjast misjafn- lega þungt á fólk eftir samrööun erföaþátta, t.d. sykursýki. — Hverjir eru heistu þættir erfðafræöirannsóknanna nú? — A seinni árum hafa blób- flokkanir á fólki veriö ýtarlegri en áöur og meiri rannsóknir hafa fariö fram á mótefnaþáttum, sbr. Rhesus-varnir, sem eru meiri- háttar starfsþáttur i Blóöbankan- um og eru inntar af hendi til aö koma i' veg fyrir gulueitrun hjá nýfæddum börnum. Jafnframt er i gangi rannsókn á erföaafbrigö- um i rauöum blóökornum, sem leiða til gulu og stundum gulueitr- unar. En blóöflokkarannsóknirn- ar halda áfram sinu gildi, bæöi vegna rannsókna á heilbrigöu fólki og sjúklingum. Blóöflokk- arnir eru meðal þeirra erföa- marka, sem hafa verið lengst og einna mest notuð. Vefjaflokkarannsóknir Af nýrri þáttum rannsókna sem stofnaö hefur verið til á sl. tveim- ur árum má nefna vefjaflokka- rannsóknir. Astæöanfyrir þvi, aö vefjaflokkar eru svo heppilegir til erföafræðirannsókna, er marg- breytileiki þeirra, og nýverið hef- ur komið i ljós, aö hann speglast i hinum ýmsusjúkdómum. Þvi eru þaö nú aöalverkefni okkar aö kanna erfðagerð Islendinga, einkum I fjölskyldum og fylgni sjúkdóma viö hana. Vefjaflokk- arnir eru í nánu sambandi viö varnir likamans gegn umhverfis- áhrifum (sýklum og veirum), og ef til villstafar þessi fylgni af þvi. Skipulögð starfsemi I vefja- flokkarannsóknum miöast viö samvinnu sérfræöinga i ákveðn- um sjúkdómaflokkum, m.a. gigt- arsjúkdómum og sykursýki. Þetta eru stærstu viöfangsefnin eins og er. Þriöji hópur erföamarka, sem fengist er viö i auknum mæli, eru prótinþættir ( eggjahvitueindir) sem lúta erföalögmálum, og margir þeirra hafa hlutverki aö gegna viö sjúkdómsvarnir. — Hefur Erföafræðinefnd notið aöstobar erlendra ráögjafa? — Já,nefndinhefur frá upphafi haft erlenda ráðgjafa, þá J. H. Edwards, prófessor við lækna- deild háskólans i Birmingham og dr. Howard B. Newcombe, tölfræöing frá Kanada. — Hefur þessi starfsemi mætt skilningi af hálfu heilbrigöisyfir- valda? — Já, vaxandi skilningur heil- brigöisyfirvalda á gildi þessarar starfsemi hefur birst i þvi, aö skilyrði starseminnar hafa veriö talsvert bætt hvaö snertir starfs- krafta, áhöld og húsnæöi. Þess ber einnig að geta, aö starfsem- inni hefur aö verulegum hluta verið haidiö uppi meö styrkveit- ingum erlendis frá, t.d. frá Kjarnorkunefnd Bandarlkjanna, Sviþjóö, Danmörku, Noregi og Bretlandi. Einnig hefur starfsem- in notið styrkja frá Visindasjóöi tslands hvað eftir annaö, og frá Vísindasjóði Landspitalans. —eös Að draga i dilka eftir erfðamörkum 1 grein sinni, „Nokkur orð um erfðamörk”, sem fyrst var birt I Tímariti meinatækna, segir Alfreð Arnason liffræðingur m.a. i inngangi: „Auðkenni þau sem erfast eftir þekktum leiöum eru kölluð erfða- mörk.Mörk þessi eru af ýmsum gerðum, en öll eiga þau það sameiginlegt aö vera ákveðin af genasamstæbum á ákveðnum stöðum á litningum. Það er DNA litninganna, sem erföum ræöur samkvæmt sinni niturbasa röb. Breytt röö þeirra á einum stað þýðir breytt erfðamark frá þeirri samstæöu. Flest þeirra erföamarka, sem notuð eru i nútima erfðafræði eru polypeptiöeöa prótin, oft meb hvatavirkni. Þau eru ýmist fengin úr vökvum likamans eöa frumum. Aðferö sú, sem flest erfðamörk hefur afhjúpað, er raf- dráttur á viðkomandi prótinum. Hin ýmsu prótinaafbrigði, ákveöin á sama stað á litningi, eru skilin að i rafsviði, vegna mismunandi hleöslu. Þau eru siðan lituð með viðeigandi lit. Ekki er vel séð af öllum, að menn rjúki á þá og skeri úr þeim bita hér og þar af einskærri for- vitni. Þvi veröa flestir þeir, sem hafa áhuga á að draga menn i dilka eftir erfðamörkum, að láta sér nægja blóö og munnvatn. Blóð er það sem flestir nota. Eftir viðeigandi meöferö fáum viö úr blóði: 1. blóðvökva, 2. rauð blóö- korn, 3. hvit blóökorn, 4. blóð- flögur.” Sjúkdómar og erfðamörk 1 kaflanum „Sjúkdómar og erfðamörk” segir höfundur greinarinnar m.a.: „Nú á siöari árum... hafa menn hrifist af þeirri hugmynd aö nota tengsl milli erfðamarka og sjúk- dóma viö greiningu og sjúkdóms- varnir. Þaö er augljóst aö erfba- mark sem tengt er sjúkdómi auðveldar að draga sauðina frá höfrunum. Akveðipn hópur sem hefur þá gerð, sem ekki fylgir sjúkdómnum útilokast strax, meö hinum má fylgjast betur. I sumum tilvikum má greina slik erföamörk hjá fóstri i móöur- kviöi, t.d. litninga- og prótin- mörk, og hindra aö þaö fæbist. Höfundur þessarar greinar hefur ásamt samstarfsmönnum sinum fengist viö aö gera slikar athuganir. Þr rannsóknir, sem mest tengsl hafa sýnt eru vissir gigtarsjúkdómar og ákveðin HLA mörk.” (HLA mörk eru erfða- mörk flokkuð eftir ákveðnu kerfi, HLA-flokkun er ööru nafni nefnd vefjaflokkun). Erfðamarkaskrá 1 lokaorðum greinarinnar segir Alfreð Arnason: „Þab er skoðun höfundar aö stefna beri aö þvi aö leita aö sem flestum erfða- mörkum i ættum, þar sem grunur leikur á ættgengum kvillum Ef tengsl finnast milii erföamarks og sjúkdóms er mögulegt aö gripa fyrr inn I rás viðburða en hingað til hefur veriö hægt. Meö slika erfðamarkaskrá gæti ráögjafi um erfðir orðið aö gagni fyrir viðkomandi einstaklinga og mannfólkiö i heild.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.