Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 1
Seinni umræður um fjárhagsáætlun
Þorri byrjar í dag
fram á nótt
Á fundi borgarstjórnar I gær
átti aö taka ákvöröun um nýtt
miöbæjarskipulag, sem meöal
annars fól i sér niöurrif a 11-
margra gamalla timburhúsa viö
Haliærisplaniö — Aöaltorg. t
upphafi fundarins kom fram til-
laga um aö fresta afgreiöslu
málsins til næsta fundar eftir
hálfan mánuö, og var hún
samþykkt meö atkvæöum allra
borgarfulltrúa. Þaö þótti tiöind-
um sæta aö á áheyrendapöllum,
þar sem venjulega eru aöeins
blaöamenn, var I gær fjöldi fólks,
og sumt meö spjöld meö áletrun-
um gegn fyrirhuguðu niðurrifi I
miöbænum.
Sundlaugarmálið
A borgarstjórnarfúndinum var
siðan hefist handa við seinni um-
ræðu um fjárhagsáætlun borgar-
innar, og fór atkvæðagreiðsla
fram seint i nótt. Meöal annars
átti aö greiða atkvæði um tillögur
fulltrúa Alþýðubandalagsins og
Björgvins Guömundssonar um 20
miljón króna framlag til sund-
laugabyggingar við Grensásdeild
Borgarspitalans. Alþingi hefur
áður lagt fram sömu upphæð með
þvi skilyrði aö mótframlag komi
frá borginni.
1 gær var einnig samþykkt eftir
talsverðar deilur sem staðið hafa
um hrið að stofna dagspitala —
göngudeild — fyrir aldraða i
Hafnarbúðum. Kristján
Benediktsson og Albert
Guðmundsson voru á móti þess-
ari afgreiðslu og vildu þeir hafa i
Hafnarbúðum langlegudeild fyrir
aldraða.
Atvinnumálin til borgar-
ráðs
Af borgarstjórnarfundinum i
gær er það einnig að frétta aö öll-
um tillögum um atvinnumál —
frá borgarstjóra, Alþýðuflokkn-
um og Alþýðubandalaginu — var
visað til borgarráðs og seinni um-
ræðu um málin i borgarstjórn.
— A.I. — ekh.
Samkvæmt gamla mánaöatal-
inu byrjar Þorri I dag 20. janúar,
sá grimmi kaldi mánuöur, sem
flestir kviöu sem mest fyrir hér
fyrrum, þegar fóik átti meira
undir veöráttunni en nú er á öld
tækninnar. Nú til dags gleöjast
menn gjarnan á Þorra,og sá siöur
hefur veriö uppvakinn aö gera sér
veislur, þar sem snæddur er mat-
ur búinn til meö elstu aöferöum
okkar tslendinga viö aö varö-
veita mat, aöferöum sem vel
dugöu áður en frystikistur komu
til sögunnar.
En jafnvel á öld tækninnar,
þurfa menn hér norður við
Dumbshaf að taka tillit til veöurs-
ins, og ekki þarf sjálfsagt mikið
útaf að bera til þess aö gamla
máltækið að „þreyja Þorrann og
Góuna” geti átt við.
Margar visur hafa hagyrö-
ingar látið fjúka um Þorrann og
eru sumar hverjar landsfrægar.
Við skulum láta eina góöa Þorra-
visu fylgja með; hún er eftir þann
snjalla hagyrðing Pál Bergþórs-
son veðurfræðing:
Gnistir storöir, grös og dýr,
grimmdar oröin þylur,
drýgir morð og frá þeim flýr
fólsku noröan bylur.
Þaö er ekki oft sem borgarbúar flykk jast á áheyrendapalla I fundarsal borgarstjórnar. t gær var fulisuipaö
á pöllunum;fór fólkiö aö tinast burt eftir aö borgarstjórnarmeirihlutinn haföi heykst á aö afgreiöa nýja
miðbæjarskipulagið meö hraöi.
íslenskur fiskur á Bandaríkjamarkaði
Fjölmenni á áheyrendapöllum á borgarstjórnarfundi
Niðurrifínu frestað
UOWIUINN
Föstudagur 20. janúar 1978—43. árg. 16. tbl.
Salan 51 miljarður 1977
Nýlega hefur komið fram i fréttum, að á siðasta
ári seldu hin islensku fyrirtæki i Bandarikjunum
fisk fyrir um 237 miljónir dollara, eða um 51 miljarð
islenskra króna.
Þessi velta fyrirtækjanna tveggja nemur fullum
helming af veltu rikissjóðs okkar sama ár, en hér er
um að ræða annars vegar Coldwater, dótturfyrir-
tæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og svo Ice-
land Product, dótturfyrirtæki SIS.
Þrem árum fy rr seldu þessi fyrirtæki fyrir 24 — 25
miljarða islenskra króna, og hefur þvi heildarsölu-
verðmætið meira en tvöfaldast á þremur árum, og á
siðasta ári fékkst 26 — 27 miljörðum króna meira
fyrir fiskinn, sem fór á Bandarikjamarkað, heldur
en 1974. Er þá mælt i dollurum og i báðum tilvikum
miðað við núverandi gengi krónunnar.
Hér er um risaupphæðir að
ræða, sem sést best á þvi, að mis-
munurinn á söluverðmætinu 1974
og 1977 samsvarar um 600 þúsund
krónum á hverja einustu fimm
manna fjölskyldu á íslandi. Svo
gffurleg hefur hækkunin verið, og
hér er ekki um neina marklausa
krónutöluhækkun að ræða, heldur
hækkun i dollurum, sem flokka
má til raunverulegra verðmæta.
Mest stafar þessi hækkun af
hækkun söluverðs á hverja ein-
ingu, en einnig er um nokkra
magnaukningú að ræða.
Það er furðulegt til þess að
hugsa, að þrátt fyrir þessa gifur-
legu hækkun heildarsöluverð-
mætis á aðalútflutningsmarkaði
okkar, þá skuli laun fólksins, sem
hér vinnur við framleiðsluna hafa
verið alls ekkert hærri 1977 en
1974, jafnvel heldur lægri, eins og
opinberar skýrslur sýna.
Þess vegna er spurt: Hvað varð
um allt þetta fjármagn?
Um þessi mál er fjallað i leið-
ara Þjóðviljans i dag, og þar er
borin fram krafa um opinbera
skýrslu.
Hér kemur tafla um söluaukn-
inguna á árunum 1974 —1977. Hún
er svona samkvæmt upplýsingum
fyrirtækjanna sjálfra:
Iceland Product (SIS) Coldwater (SH)
1974 ............. 36,7 miljón dollarar 77-78 miljón dollarar
1975 .............. 34,0miljóndollarar um lOOmiljónir dollara
1976 ............. 48,5 miljón dollarar um 145miljónir dollara
1977 ............. 61,7 miljón dollarar um 175miljónir dollara
Sjá nánar leiðara — siöu 4
Hækkun sölutekna frá
1974-1977 er 123 mil’ónir
dollara eöa yfir 26 milj-
arðar kr.á ársgrundvelli
Hvað varð
miljarðana
um
26?
VL-ingar neita að leggja fram tölvugögnin. $já baksíðu