Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1978 Föstudagur 20. janúar 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9 f Gamli og nýi timinn. Hér má greinilega sjá þær miklu breytingar sem, oröiö hafa á skföaútbúnaöinum gegnum tiöina. Eldri myndin er tekin á tsafiröi sennilega i kringum 1936,en sú nýrri er tekin f fyrra. SKÍÐAFERÐIR — Allir þeir sem hafa fengiö skíðadelluna/ eins og oft er komist aö orði, vita hvaö þaö getur veriö hressandi og endurnærandi, aö maður tali nú ekki um skemmtilegt, að bregða sér á skíði í góðu veðri. Margir verða svo gagn- teknir af þessari skemmtan að þeir nota hverja stund sem gefst til þess að njóta hennar. Fjallalcftið hreint og tært er á við margar vítaminsprautur, og hæfileg áreynsla í heilnæmu lofti hlýtur að vera ákaflega heilsu- samleg, ekki síst fyrir kyrrsetufólk. Á siðustu 10 árum, eða svo, má segja að hafi oröið alger bylting hvað snertir aðstöðu til skíðaiðkunar á íslandi. Víða um landið hefur veriö komið upp mjög góðri aðstöðu fyrir skíðafólk,og skiöaíþróttin er nú orðin almenningsiþrótt til heilsubótar fyrir fjölmarga, og sífellt fjölgar þeim sem nota frí- stundir sínar á veturna til þess að fara á skíði. Nú þegar sól er farin að hækka á lofti og daginn tekur að lengja er einmitt kominn tími fyrir skíðaferðirnar.- Þar sem snjór er nægur eru margir eflaust búnir að dusta rykið af „græjunum" og fara á skiði. Eins og áöur segir er viöa um landiö búiö aö koma upp hinni ágætustu aöstööu fyrir skiöa- menn. Einn stærsti þátturinn i þeirri uppbyggingu eru lyfturnar. Þaö hefur einhvern veginn veriö svo aö mun fleiri viröast hafa haft áhuga á að reyna sig á svigskið- um en I göngu, og fyrir þá hefur orðiö alger bylting meö tilkomu skiöalyftna. Nú þarf ekki lengur aö verja svo og svo löngum tima i aö ganga upp brekkurnar til aö renna sér niöur. Þaö tekur ekki nokkrastundaðkomastupp ihin- ar ágætustu brekkur meö lyftun- um. Þjálfunarmöguleikar i aö skiöa hafa margfaldast, þar sem hægt er að fara miklu fleiri feröir yfir daginn, ogorkan fer ekki i aö ganga upp. Og auövitaö koma lyfturnar göngufólkinu lika aö gagni, t.d. meö þvi aö auövelda mönnum að komast fyrirhafnar- litiö á hin fjölbreyttustu göngu- svæöi, og nú virðist gangan eiga stööugt vaxandi vinsældum aö fagna. Sumirviljameina.aöþvier oft haldið fram, aö meö tilkomu skiöalyftnanna sé búið aö vera meö alla áreynslu og likams- þjálfun viö skiöaiðkun. Fólk þurfi ekki lengur aö hafa neitt fyrir þessu, þaö láti draga sig upp eöa fer ja á annan máta og svo sé bara aö renna sér tiltölulega átakalitiö niöur. En þaö vita allir sem reynt hafa aö þaö er ekkert bara aö renna sér niöur. Slikt getur kost- aö heilmikil átök og haft i för meö sér alveg ljómandi þjálfun fyrir skrokkinn. Það er i raun hverjum og einum i sjálfsvald sett hversu mikið hannreynir á sig viö þaö aö skiöa. En hvaö um þaö, údveran er öllum holl. Við leituðum til nokkurra for- svarsmanna skiöaiþróttarinnar og skiöaiökunar almennt og röbb- uöum við þá um aöstööuna og áhuga almennings á þessari heill- andi og skemmtilegu iþrótt og fri- stundaiökun. Það hefur orðið bylting Hákon Ölafsson er formaöur Skiöasambands tslands, og viö spuröum hann hvernig honum fyndist aöstaöan til skiöaiökunar almennings vera. — Hún hefur fariö stórum batn- andisiðustuárin ,ogþaö hefur átt sér stað mikil uppbygging f þeim efnum, sagöi hann. Þaö'má raun- ar segja að aðstaðan sé viöa aö miklu leyti oröin góö og hún fer ört batnandi. Enhvaö um áhuga almennings á þvi aö stunda skiöi, fer hann stöðugt vaxandi? — Þaö er óhætt aö segja aö á siðustu 5-10 árum hafi orðið alger bylting bæöi hvaö snertir áhuga og aöstööu. Ahugi fólksins er alveg i samræmi viö aöstööuna. Viltu þá meina aö hin bætta að- staða sé beinlinis orsök aukins áhuga? Fyrir alla fjölskylduna — Ætli þaö sé ekki bara öfugt, aö almennur áhugi á skiöaiþrótt- inni hafi orðið til þess aö þrýsta á um bætta aðstööu. Fólki hefur á undanförnum árum oröiö æ betur ljóst að kyrrseta er ekki holl, og aö einhver hreyfing er hverjum manni nauðsynleg. Og þaö er i sjálfu sér ekkert skrýtiö þó skiöa- feröir veröi fyrir valinu hjá fjölmörgum, þegar þeir fara aö hugsa sér til hreyfings. Þetta er svo heillandi „sport” og tilvalib fyrir alla fjölskylduna. Er þetta dýrt „sport”? — Góöur útbúnaður er mjög dýr, sérstaklega i sambandi viö alpagreinarnar t.d. svig. Gönguútbúnaöurinn er mun ódýr- ari og áhugi fyrir skiöagöngu er vaxandi. Það hefur allt of lengi verið látið sitja á hakanum aö koma upp góöri aöstööu fyrir gönguna, og hyggst Skiöasam- bandiö leggja meiri áherslu á þaö I náinni framtið. Er eitthvaö sem þér finnst vanta varöandi aöstööuna hér sunnanlands? Fleiri lyftur og göngu- brautir — Já, I Bláfjöllum er t.d. geta lyftnanna.eins og er, of litil. Þeg- ar margt er um manninn þar upp- frá verður oft æöi iöng biö eftir aö komast aö I lyftunum, og þaö leiö- ist fólki skiljanlega. Þetta stend- ur reyndar til bóta og er fyrirhug- að, fyrir næsta vetur, aö setja upp stólalyftu sem kemur til meö aö ná frá botni og þvi sem næst upp á topp. Meö þvi veröur unnt að tengja saman þrjú skiðasvæði i Bláfjöllunum og dreifa fólkinu meira en nú er unnt. Hvaö gönguna snertir vantar tilfinnanlega merktar og upplýst- ar göngubrautir og mun Bláfjalianefnd hafa á áætlun sinni aö bæta þar um. En svona aö lokum, hvaö er aö frétta af skiöalandsliöinu okkar? Frá Akureyri. Haldiö þiö aö þaö sé ekki notalegt aö láta flytja sig svona upp? i Hliöarfjalli er hiö ákjósanlegasta skiöaland, brekkur og göngu- land viö allra hæfi. Þaö er um aö gera aö byrja nógu snemma, ef maöur ætlar aö veröa góöur skiöamaöur. (Ljósm.: ÍEJ) Skiðalandsliðið æfir i Mið-Evrópu — Þaö eru fjórir skiöamenn héöan I þjálfun niðri I Mið-Evrópu, fyrir heimsmeistar- amótiö I alpagreinum, sem verö- ur haldið f Þýskalandi dagana 20. janúar — 6. febrúar. Steinunn Sæmundsdóttir er eina konan i hópnum og æfir hún meö norska landsliöinu. Þeir Siguröur Jóns- son og Hafþór Júliusson frá Isa- firöi ásamt Hauki Jóhannssyni frá Akureyri æfa hins vegar meö sænska landsliðinu. Þaö er keppt i hverri viku og nýlega varð Hauk- ur i 24. sæti af 120 keppendum sem tóku þátt i þvi móti. Heimsmeistaramótiö i göngu verður i Finnlandi dagana 16. — 27. febrúar og var ætlunin aö við sendum tvo menn þangað, þá Magnús Eiriksson Siglufiröi og Halldór Matthiasson Reykjavik. En Magnús varö fyrir þvi óláni aö fótbrotna svo aö Halldor verður einn, en hann er nú einnig viö æf- ingar i Miö-Evrópu. Akureyri: Þeir fara i „Fjallið” Akureyri hefur löngum veriö tengd skiðaiþróttinni og þaöan hafa komið margir góöir skiöa- menn. Þareins og annars staðar, þar sem möguleiki er á þvi aö stundaskiði, er áhugi almennings á Iþróttinni mjög mikill. Þeir eru ófáir sem skreppa I „Fjallið” i fristundum sinum, en „Fjalliö” er aö sjálfsögðu Hliöarfjall, þar sem Akureyringar hafa sitt skiöaland. I Fjallinu er ein stólalyfta, ein svoköllum T-lyfta og tvær tog- brautir. Stólalyftan var sett upp haustiö 1967 og var fyrsta meiri háttar skiöalyftan hérlendis. Sklðabrekkur eru þarna við allra hæfi, allar upplýstar þannig að fara má á skiöi jafnt aö kvöldi til ’sem degi. Nægur snjór siðan i desember Hörður Sverrisson, starfsmað- ur i' Fjallinu, sagöi aö hjá þeim væri nógur snjór og aö svo væri búiö aö vera i tvo mánuöi. Viö opnuðum lyfturnar fyrst i desember og höföum þá aöeins opiöum helgar, sagöi hann. Eftir áramótin hefur veriö opið dag- lega frá kl. 1-7, ep toglyfturnar hafa verið opnar til kl. 10 á kvöld- in. Margir koma aftur og aftur Um næstu mánaðamót verður svo væntanlega allt komiö I fullan gang hjá okkur og þá veröa lyft- urnar opnar frá kl. 10 á morgnana tilkl. 10 á kvöldin á hverjum degi. Þá förum viö llka aö taka á móti dvalargestum, en þaö færist stöö- ugt i vöxt aö f jölskyidur, hópar og einstaklingar utan af landi komi hingaö til að vera á skiöum. Og sumir koma aftur og aftur, ár eft- ir ár. Skólaferðalög, skíða- leiga og kennsla 1 hótelinu eru 11 2ja manna herbergi og svefnpokapláss fyrir 70 — 80 manns. Töluvert er lika um að hingaö sé komiö 1 skóla- feröalög, og hérna geta menn fengiö leigð skibi og annaö sem til þarf. Viö erum meö útbúnaö til leigu fyrir 20 — 30 manns, og kennslu á hverjum degi. Troðarinn fækkar slys- um 1 ein fjögur ár erum viö búnir að vera meö snjótroöara hér til mikilla þæginda og bóta. Slikt tæki gefur manni möguleika á aö gera gott skiðafæri úr flestri færð og einnig er greinilega merkjan- leg fækkun á slysum siöan troðar- inn kom i gagnið. Þaö er allt ann- að 13 að hafa hann, sagöi Hörður. Akureyringarnir eru nú farnir aö undirbúa sig fyrir skiðalands- mótiö i ár, af fullum krafti, og til liös við sig hafa þeir fengiö Magnús Guðmundsson, sem bú- settur er i Bandarikjunum og er mörgum sklöamanninum kunnur, til þess að þjálfa alla keppendur i öllum aldursflokkum. ísafjörður: „Paradís skíðamanna” A Isafiröi hefur lengi veriö tölu- verður áhugi á skiöaiþróttinni enda skíðaland Isfiröinga, Selja- landsdalurinn, oft nefnt „Paradis siúöamanna”. Þar eru brekkur og gönguland viö allra hæfi i fögru umhverfi. Ariö 1968 var byggö skiðalyfta á Dalnum, eins og Isfiröingar kalla Seljalands- dalinn dags daglega, og upp frá þvi hefur áhugi almennings á skiöaiökun fariö ört vaxandi á Isafiröi og 1 nágrenni hans. Þar eru nú tvær sklöalyftur sem geta flutt þá sem þaö vilja svo gott sem upp á topp. Vantar snjó „Þaö er nú varla kominn nógur snjór hjá okkur ennþá”, sagöi Guömundur Sveinsson á ísafiröi, þegar undirrituö spuröi hann skiðafrétta. Onnur lyftan er reyndar komin i gang og hin aö verða tilbúin, en á henni var verið að gera breytingar og koma fyrir sjálfvirkum ræsara. Hún veröur væntanlega opnuð núum helgina, þ.e.a.s. ef snjórinn verður nógur. Viö fengum troöara I fyrra og er þaö mikill munur i alla staði. Bæði hefur slysum fækkað og svo er þaö llka mikið atriöi fyrir göngufólk aö fá alltaf troöna skiöaslóö, en á troðaranum er sérstakur troöari til þess aö troöa slikar brautir. Kennsla seinna i vetur Seinna i vetur veröur skiða- kennsla á Dalnum og einnig verö- ur skólunum gert kledt aö fara i skiðaferðir meö nemendur og dvelja i Skiðaskálanum. Ekki hefur verib um neinar skipulagð- ar skiöaferðir til Isafjarðar aö ræöa þar sem aðstaðan til aö taka á móti dvalargestum er ekki nógu góð enn þá. Reykjavík og nágrenni: Bláfjaliafólkvangur Eitt vinsælasta sklöasvæöiö i nágrenni Reykjavikur nú er Bláfjallasvæöiö, en þar er bæöi fyrirtaks skiöaland og skemmti- legt umhverfi. Þaö var um pásk- ana 1973 sem vegurinn upp i Bláfjöll var fyrst opnaöur. Þá var búiö aö koma þar upp einhverjum skiöalyftum og var strax mikill straumur af fóiki þangaö. Arib eftir var svo lagt rafmagn á staö- inn og þá voru settar upp fastar lyftur. Þaö eru Reykjavik og sveitar- félögin i kringum Reykjavik ásamt Keflavik og Selvogi sem hafa sameiningu um aö mynda þarna svonefndan Bláfjallafólk- vang. Þessir aðilar sjá um rdcst- urinn þar auk þess sem skiöa- deildir iþróttafélaganna Fram, Armanns og Breiöabliks hafa aö- stöðu á svæðinu. Opið daglega Um Helgina 7. — 8. janúar var opnað i Bláfjöllunum og er það töluvert mikiö fyrr en sl. vetur. Þá var ekki kominn nægur snjór fyrr en eftir miöjan febrúar. Alla virka daga er opið i Bláfjöilum frá kl. 1-7. Auk þess er opiö á þriöjudögum og miövikudögum frákl. 1-10 ákvöldin, ogum helg- ar er opiö frá kl. 10-6. Skálafell, Hamragil, Hveradalir En það eru fleiri skiöasvæði i nágrenni Reykjavikur en Bláfjöll. Til dæmis er mjög vin- sælt aö fara i Skálafell, en þar er Skiðadeild KR meö aöstöðu. Svo eru IR-ingar búnir aö koma upp ágætis aðstööu i Hamragili, sem er neðan viö Hengilinn. Þar eru komnar lyftur upp á hæstu toppa en snjórinn er þar heldur óstöö- ugur, og svo er lika hægt aö fara i Hveradali. Kristján Pétursson, deildarstjóri, var aö skoöa skiöaútbúnaö I útilífi þegar okkur bar þar aö. Hann sagöist fara oft á sklöi og nú væri hann aö hugsa um aö endurnýja útbúnaöinn eitthvaö. Er skiðamennskan dýrt ,,sport”? Hvaöætliþaökostisvoaökoma sér upp góöum skiðaútbúnaði? Viö leituöum til nokkurra versl- ana i Reykjavik, sem hafa skiöa- vörur til sölu, til þessaö afla upp- lýsinga um kostnaöinn viö þokka- legan útbúnab. Verslanirnar sem viö leituöum til voru Skátabúöin, Vesturröst, Domus, Sportval og Ctilif. Börn Niðurstaöa okkar var sú aö fyr- ir börn kostaöi þaö allra nauösyn- iegasta varðandi svigútbúnaö, skiöi, bindingar skór og stafir allt frá 15 — 16 þúsund krónum upp i 40 — 50 þúsund. Hafa ber \ huga ab allra dýrasti útbúnaöurinn i öllum fiokkum má segja ab sé keppnisútbúnaöur. Góöan útbún- aö fyrir börn má sennilega fá fyr- ir svona 25 — 35 þúsund krónur. Þá má reikna meö aö skíöin kosti 15 — 20 þúsund, skórnir 6 — 9 þús- und, bindingar6— lOogstafir um 2 þúsund krónur. Unglingar Fyrir unglinga má reikna meö aöfá góöan útbúnaö fyrir 45 — 60 þúsund krónur, og allt upp i 90 þúsund. Skiðin kosta svona 20 — 30 þúsund, skórnir 10 — 15 þús- und, bindingar 6—10 þúsund og stafir 1300 til 3000 krónur. Fullorðnir Fyrir fulioröna kosta góö skiöi 25 — 40 þúsund krónur, skór 10 — 25 þúsund, bindingar 9—25 þús- und og stafir 3.500 — 5.000 krónur. Sem sagt allt heila klabbið kostar 50 — 100 þúsund. Þaö má meö nokkurri vissu áætla að unnt sé aö fá mjög góöan útbúnaö fyrir full- oröna fyrir 60 — 70 þúsund. Fyrir göngufólk Þá er þaö gönguútbúnaöurinn. Hann er mun ódýrari en svig- skiðin og tilheyrandi og er hægt aö fá ágætis göngubúnað fyrir 26 — 35-40 þúsund krónur. Skiðin kosta allt frá 13 þúsundum upp i 35 þúsund, og eru ágætis skiöi i veröflokknum 20 — 25 þúsund krónur. Skórnir kosta 5—10 þús- und, bindingar frá rúmum tveim þús. I 4.000 og stafir u.þ.b. 2—4 þúsund. Litlu börnin lika Fyrir smábörn má fá ansi skemmtileg piastskiöi meö riffl- um neöan á þannig aö þau renna ekki aftur á bak. Þessi skibi eru venjulega ásamt bindingum og stöfum ipakkningu og kosta 11 — 13 þúsund krónur. En auðvitað málika fá ódýrariskiði fyrir þau. Ýmislegt fleira má tina til i sambandi viö skiöaútbúnaö en þetta mun þó vera hiö allra nauð- synlegasta. Til dæmisgetur veriö afskaplegagottaö eiga skiöagler- augu, bæði i slæmu skyggni og mikilli birtu. Þau fást bæöi á börn og fulloröna. Barnagleraugun kosta rúmar 500 krónur en full- oröinsgleraugun kosta 2 — 3 þús- und krónur. Dæmi svo hver fyrir sig hvort honum finnst skiöasportiö dýrt. Anægjan sem fæst út Ur þvi verö- ur aldrei mæld I peningum og ein- hvern vegin n vill þa ö veröa svo aö þeir sem á annað borö fara aö stunda skiöin veröa alveg gagn- teknir af þessari tómstundaibju. —IGG. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.