Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1978 Prag- áfram Hugsjónir vorsins lifa Tíu árum eftir hernám erlendra herja telur stjórn Tékkóslóvaíu enn óhjákvæmilegt að viðhalda harðstjórn. Það sýnir kraftinn í hugsjónum Vorsins í Prag. Þetta segir Frantisek Kriegel meðal annars í þessu viðtali við spænska blaðið Mundo Obrero, sem gef ið er út á vegum Kommúnistaf lokksins á Spáni. Hér birtist viðtalið nokk- uð stytt. Helstu leiðtogar Tékkóslóvakiu 1968 i fararbroddi 1. mai — göngu það ár. t fremstu röð eru (taliö frá vinstri): Ludvik Svoboda, Alexander Dubcek og Frantisek Kriegel. A borðanum stendur: ,,An lýðræðis eru framfarir ekki mögulegar.” MUNDO OBRERO: Vorinu I Prag iauk á sorglegan hátt með ihlutun erlendra herja. En það fól engu að siður i sér skref fram á við fyrir sóslalisma og lýðræði og leiddi til þess að ýmiskonar fólk og sósialistar með ýmiskonar skoðanir nálguöust hverjir aðra. Það sem gerðist i Tékkóslóvakiu timabilið frá janúar til ágúst 1968 varð örvun til endurnýjunar marxiskrar kenningar. Hvað þýðingu álitiö þér að tékkneska tilraunin vorið 1968 hafi i sögu sósialismans? Frantisek Kriegel: Fyrst vil ég fara nokkrum orðum um það er þér kallið „sorgleg endalok”. Rétt væri að taka þannig til orða ef hernaðarihlutunin hefði i raun gert úr af viö „Vorið I Prag” ef „Pragvorið” hefði ekki skilið eft- ir nein spor og hefði ekki lengur nein áhrif á fólk hér i landi (i Tékkóslóvakiu )eða erlendis. Endurnýjunarhreyfingin i Tékkóslóvakiu 1968 var stöðvuö með hrottalegri hernaðarihlutun, sem var brot á gildandi banda- lagssamkomulagi og öörum al- þjóðlegum samningum. Hreyf- ingin 1968 naut stuðnings og sam- þykkis yfirgnæfandi meirihluta almennings. Margir tékkó- slóvaskir þegnar fundu að það var þörf fyrir grundvallarbreyt- ingar. Það átti við um efnahags- mál, stjórnarskrá og sambandið milli þjóða Tékkóslóvakiu. í þvi fólst einnig að þeir, sem vinna að framleiðslunni, skyldu taka þátt i stjórnfyrirtækjanna, svo og kröf- ur um tryggingu fyrir almennum borgararéttindum og mannrétt- indum, auk annars. Þetta og annað, sem lá Pragvorinu til grundvallar, hefur ekki horfið, það er ennþá til I vit- und fólksins. Fólk ber hörkuna og kúgunina, sem það nú reynir, saman við það andrúmsloft, sem rikjandi var vakningarmánuðina 1968. Þótt tiu ár séu liðin frá þvl að erlendir herir hernámu landið, telur stjórnin ennþá nauðsynlegt að viðhalda harðstjórn. Það sýnir i verki hvilikt gildi Pragvorið hafði og kraftinn i hugmyndum þess. Það sem gerðist i Tékkó- slóvakiu 1968 var siöur en svo ein- angraður þáttur i sögunni. Þaö var merki þess aö valdakerfi það, sem byggist á miöstýrðu skrifræði, er i kreppu, kannski al- varlegasta merkið um það. Við verðum að muna að á undan þvi, sem gerðist i Tékkóslóvakiu frá janúar til ágúst 1968, hafði farið röö annarra atburða. Af þeim má sem helsta nefna útilokun Júgóslaviu (úr Komintern, þegar deilur Júgóslaviu og Sovétrikj- anna blossuöu upp), atburðina i Póllandi og Ungverjalandi 1956, vandræðin i samskiptunum við kinverska alþýöulýðveidið kring- um 1960, réttarfarsbrotin á sjötta áratugnum og þjáningar margra saklausra fórnarlamba af þeim orsökum og afhjúpanirnar á tutt- ugasta ftokksþingi Kommúnista- flokks Sovétrikjanna 1956. Þessi upptalning er langt i frá tæmandi. En þetta hefur knúð fólk i stóru kommúnistaflokkun- um i kapitaliska heiminum til þess að lgrunda hverskonar sósialismier fyrir hendi i sósial- iskum rikjum og að setja spurn- ingarmerki við allt, sem sett er fram sem hið eina rétta fyrir all- an heimskommúnismann. Athug- anir Togliattis (fyrrum leiðtoga italskra kommúnista) á valda- kerfinu hafa gegnt miklu hlut- verki fyrir alla þessa gagnrýni og myndun nýrra hugtaka. Flestir kommúnistar af kynslóð eftir- striðsáranna hafafaUist áaðþörf var á þeim breytingum, sem hóf- ust 1968. MO: Tilraunin 1968 sýnir fyrst og fremst að það er greinilegt samband milU lýðræðis, frelsis i stjórnmálum og sósialisma. Flokkar E vrópukom múnista hafa siðustu árin reynt að útfærá þessa kenningu i framkvæmd stefnu sinnar. Þeir vitna oft til Pragvorsins. Frantlsek Kriegel var læknir að starfi. 1968 átti hann sæti i stjórn- málanefnd Kommúnistaflokksins i Tékkóslóvakiu og gegndi fleiri mikiivægum embættum i stjórn- artið Dubceks. Hann býr nú i Prag með fjölskyldu sinni, ein- angraöur að mestu. Hvaö álitið þér um sambandið milli lýðræðis og sósialistna? KriegeUSú kenningað lýðræöi, frelsi í stjórnmálum og sósialismi séu eining er'rétt. Það er lika rétt aö enginn sósialismi getur þrifist án lýðræðis. Hingaö tU hefur enginn flokkur, sem haft hefur algert pólitisk vald i einhverju riki, fuUkomlega útfært meginreglur borgaralegs lýðræðis i veruleikanum. Við vitum að voldug stéttaöfl eru að verki á bak viö framhlið stofn- ana borgaralegs lýöræöis. Frelsi borgaralegs lýðræðis getur að- eins notið sin fullkomlega i sósiallsku kerfi. 1 þvi kerfi mun þaðfrelsi ekki einungis verða lát- ið njóta sin, heldur verður þaö lif- rænt I óumræðUega stærra um- fangi en til þessa hefur þekkst, fyrst og fremst með þvi að maöurinn sjálfur, samborgarinn, hinn skapandi einstaklingur fær möguleika á að hagnýta gáfur sinar, metnað og getu i fram- leiðslunni, Ustinni, menningunni, I stjórn rikisins, i samfélaginu, á vinnustaðnum og i öllu opinberu lifi. Nýjum og betri samböndum miUi manna verður komið á. Hver maður verður að gera sér ljóst aö hann sem samborgari getur látið vilja sinn i ljós, uppá- stungur sinar og gagnrýni bæöi beint og óbeint, að hann hefur rétt til þessaðaukafrelsisitt, rétt til að sameinast öðrum, að lögin tryggja honum samborgaraleg réttindi og mannréttindi. Mikið af mannlegu og sam- borgaralegu frumkvæði fer for- görðum þegar einokunarvald og skrifræðisvél þess er yfir hinum almenna þegni og tekur einræðis- T kenndar ákvaröanir um hann, án hlutdeUdar hans og oft gegn hon- um. Hin formlegu fuUtrúaþing tjá ekki vUja samborgarans, heldur hins drottnandi miðstjórnar- valds. MO: Einkennandi fyrir hið nú-' verandi póUtlska ástand er að framleiðslutækin og allt stjórn- málalifið verður stöðugt alþjóð- legra. Jafnframt vaxa kröfur um að þjóðir séu óháðar. Nokkur dæmi og sérstaklega atburðirnir I Tékkóslóvakiu 1968 sýna að jafn- vel sósialísk riki geta gripið til ofbeldis og haft að engu kröfur rikis um að vera óháð. Hvaða þýðingu álitiö þér að kröfurnar um þjóðlegt sjálfstæöi hafi? Kriegel: Tækniframfarirnar knýja riki heims tU þess að ein- beita hagnýtingu á auðUndum sinum og orku og hafa um þetta náið samráö til þess aö fúUnægja sameiginlegum hagsmunum. Við sjáum hvernig sjónarmið, sem taka til alls heimsins, sækja smámsaman fram, en þaö þýðir ekki að menn falli frá séreinkenn- um þjóða, menningu og hags- munum. Það þýðir ekki að totið skuli hagsmunum einhverskonar miðstýrös valds. Sósialiska kerfið sprettur af rótum hvers lands um sig, i samhengi við þá þróun, sem á sér stað I þjóöfélaginu og fram- leiðslutækjum þess. Sósialisma cr ekki hægt að flytja inn. Ekki er heldur hægt að afhenda hann sem gjöf. MO: Við höfum oft heyrt sagt að þeir, sem stóöu að Pragvorinu og hugmyndum þess, séu framtíö sósialismans persónugerð. Þér eruö einn af þeim. Hvernig Htið þér á þesskonar ummæli og hvaða augum litið þér á stjórn- málaþróunina I yöar landi? Kriegel: Tékkóslóvakia býr i dag við hörkulega kúgunarstjórn. Stjórnarvöld hafa gert tugþús- undir manna að einskonar úr- hrökum og þetta fólk eralgerlega háð geðþótta yfirvalda. Það fær ekki að halda störfum sfnum, börn þess fá ekki að ganga i skóla og eru útilokuö frá menntun. Jafnvel venslamenn þess eru hindraðir i þvi aö fá aö vinna fyrir sér. Feröaskilriki þessa fólks eru gerö upptæk, það verður fyrir áreitni og sætir lögregluyfir- heyrslum. Það fær yfirhöfuð ekki að starfa aö menningarlifi og i skólum. Þetta er hiö venjulega ástand i Tékkóslóvakíu I dag. En fólk lætur ekki bugast, það sýnir Mannréttindaávarp-77 og sam- staöan og stuöningurinn, sem kom i ljós I þvi sambandi. Fólk veit að kröfur þess eru réttmætar og það sýnir hugrekki með and- stöðu sinni við kúgunina. MO: Hvernig litiö þér á alþjóð- legu slökunarpóUtlkina, tilraun- irnar til þess aö tryggja friö i Evrópu og binda endi á skiptingu álfunnar okkar I tvær heildir, andvigar hvor annarri? Er það jákvætt fyrir þróun lýöræðis og sósialisma? Eða er hægt að greina þessi markmið frá barátt- unni fyrir þvl að gera réttindi hins almenna borgara og mann- réttindi að veruleika? Kriegel: Ef lýöræöi og sósial- ismi eiga að veröa aö veruleika, verður einnig aö framfylgja al- mennum borgararéttindum og mannréttindum i raun. Þjóðfélag án lýðræðis getur ekki talist „sósialiskt.” Spennuslökun á al- þjóðavettvangi er nauðsynleg. Hernaðartæknin er komin það langt á veg aö hver hugsanlegur árekstur mundi hafa i för með sér hroðalegar ófarir fyrir alla hlut- aðeigandi. Vitneskjan um þetta hefur vak- iö þá hugmynd að vinna verði að þvi að leysa upp hernaðarblakk- irnar, stöðva aukningu útgjalda til vígbúnaðar og stefna að af- vopnun. Meö þvi móti myndi vera hægt að beita möguleikum á sviði efnahagsmála, tækni og þekking- ar, sem nú eru hagnýttir til vig- búnaðar, á óviðjafnanlega skyn- samlegri hátt til lausnar erfiðustu vandamálunum, sem mannkynið gU'mir nú við: að sjá þvi fyrir matvælum, offjölgunarvanda- málinu, umhverfisvandamálinu og mörgum vandamálum öðrum. MO: Hvað gæti almcnningur I Evrópu og heiminum gert til þess að styðja baráttuna fyrir lýðræði, sósialisma og virðingu fyrir mannréttindum I Tékkóslóvakíu? Kriegel: Ég hygg að mikilvæg- ast af öllu sé að kommúnista- og sósialistaflokkar Vestur-Evrópu og aðrar framsæknarhreyfingar i þeim löndum eflist. Við erum þakklátir fyrir og metum mikils þá samúð og þá samstöðu, sem við höfum orðiö aðnjótandi. Við vitum að kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu og önnur framsækin öflþar starfa við mjög flókin skilyröi, sem ekki auðvelda starf þeirra. Þaö er jafn mikilvægt að þið mótmælið kúgunaraögerðunum gegn þeim, sem krefjast þess aö Tékkóslóvakia virði þær ákvarðanir, sem landið hefur samþykkt með aöild að alþjóðleg- um samningum og að þið krefjist þess að mannréttindi og almenn borgararéttindi séu virt yfirhöf- uð. Allt þetta er óaðgreinanlegt frá hugtakinu „sóaliskt lýðræði.” Það er lika til hjálpar aö menn haldi áfram að sýna þvi áhuga, sem kemur fyrir einstaklinga og hópa i Tékkóslóvakiu, haldi áfram að útvega okkur bækur, timarit, o.s.frv.- MO: Við berum virðingu fyrir yður og höfum aðdáun á yður. Þessegna leggjum við hér fram persónulega spurningu. Hvernig er aðstaða yðar persónulega? Hvaða möguleika hafið þér á þvi að fygjast með alþjóðlegu þróun- inni og þeim umræöum, sem nú eiga sér stað innan sósialiskra hreyfinga? Kriegel: Mér hefur i mörg ár verið meinað að starfa sem lækn- ir. Við höfum bókstaflega sagt enga möguleika á að ná i bækur, timarit og dagblöð, sem gefin eru út af sumum vesturevrópsku kom múnistaflokkunum — og þeim mikilvægustu þeirra. Sendi vinir minir mér eitthvað lesefni, fæ ég það ekki. Bréf ber- ast slitrótt, sum komast aldrei til min og önnur ekki fyrr en mörg- um mánuðum eftir að þau eru póstlögð. Ég fæ ekki að hafa sima, ég fæ ekki að ferðast, þar eð yfirvöldin hafa tekið af mér vegabréfið. 1 næstum heilt ár hafa tveir lögreglu- menn stöðugt verið fyrir utan ibúð mina til þess að sjá hverjir heimsækja mig og skrá hjá sér hverjir þeir eru. Þeir skrifa hjá sér hvenær gesturinn kemur og fer. Þar til alveg ný- ’ega var meira að segja bill með þremur borgaralega klæddum lögreglumönnum stöðugt fýrir framan húsið, þar sem ég bý. Þeir fylgdust með hverju minu skrefi, eltu mig jafnvel þegar ég fór til innkaupa eða á hljómleika. Ef égdokaöi við og talaði við ein- hvern, var athugað hver viömæl- andinn var og hann ljósmyndað- ur. Þessar „lýðræöislegu” að- stæður gera mér m jög erfitt fyrir um að fylgjast kerfisbundiö með hinni „alþjóölegu þróun og þeim umræðum, sem nú eiga sér stað innan sósialiskra hreyfinga.” ® ÚTBOÐf Tilboð óskast I eftirfarandi fyrir Vélamiðstöð Reykjavlk- urborgar. 1) Sláttuvélar. 2) Dráttarvél eða tæki. (Jtboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, R. Tilboðin verða opnuð á sama staö, þriðjudaginn 14. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 í! AUGLÝSING um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation. J.E. Fogarty-stofnunin I Bandarlkjunum býður fram styrki handa erlendum vlsindamönnum til rannsókna- starfa viö vlsindastofnanir I Bandarlkjunum. Styrkir þessir eru boönir fram á aiþjóöavettvangi til rannsókna á sviöi læknisfræöi eða skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eöa 1 árs og nemur allt að $13000 á ári. Til þcss að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækj- endur að leggja fram rannsóknaáætlun I samráöi viö stofnun þá I Bandarikjunum sem þeir hyggjast starfa við. Umsóknareyðublöö og nánari upplýsingar um styrki þessa fást I menntamálaráðuneytinu. Umsóknir þurfa aö hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 10. mars n.k. Menntamálaráöuneytiö, 17. janúar 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.