Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1978
Fundur i miðstjórn Alþýðubandalagsins
Fundur verður haldinn i mið-
stjórn Alþýðubandalagsins dag-
ana 27. og 28. janúar og hefst kl.
20.30 þann 27. janúar að Grettis-
götu 3 Reykjavik.
Dagskrá:
1. Nefndakjör
2. Hvernig á að ráöast gegn verð-
bólgunni?
(Framsögumaður: Lúðvik
Jósepsson)
3. Kosningaundirbúningur
(Framsögum aður: ólafur
Ragnar Grimsson)
4. önnur mál
Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu
Fimmtudaginn 26. janúar
heldur Alþýðubandalagið i
Kjósarsýslu umræðufund að Hlé-
garði i Mosfellssveit um stöðuna i
efnahagsmálum og verkefni
sósialista.
Fundurinn hefst klukkan 20:30.
Framsögumenn á fundinum
verða Kjartan ólafsson, ritstjóri
og Asgeir Danielsson, hag-
fræðingur.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórn Alþýðubandaiagsins i
Kjósarsýslu.
Alþýðubandalagið á Suðurlandi
Skemmtikvöld.
Alþýðubandalagið á Suðurlandi heldur skemmti-
kvöld i Selfossbiói laugardagskvöldið 21. Bestu
fáanleg skemmtiatriði og öndvegis dansmúsik
Fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Skemmtinefndin
BLAÐBERAR
óskast 1 eftirtalin hverfi:
V esturborg:
Hjarðarhaga
Kvisthaga
Háskólahverfi
Austurborg:
Sogamýri
Seltjarnarnes:
Lambastaðahverfi
Melabraut
Afleysingar:
Efri-Laugaveg
Kópavogur:
Traðir
Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i
þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða-
birgða i nokkrar vikur.
ÞJÓÐVILJINN
Vinsamlegast hafið samband við af-
greiðsluna, Siðumúla 6. — Sími 81333.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveitutenging-
ar.
Sími 36929 (milli kl.
12 og 1 og ettir kl. 7 á
^kvöldin)
Auglýsiö í
Þjódviljanum
Gísli Gudmundsson sendir
Tíðindi frá Suðureyri
Nýlega birtust hér hjá Land-
pósti aflafréttir frá Suðureyri,
sendar blaðinu af Gisla Guð-
mundssyni. En Gisli átti meira i
pokahorninu og nú ræðir hann
um hitaveituna þeirra á Suður-
eyri.
Sennilega hafa menn heyrt
talað um hitaveitu Suöureyrar
við Súgandafjörð. Það var bor-
að hér eftir heitu vatni haustið
1975. Sú borun reyndist mjög já-
kvæð. Snemma sumars 1976 var
svo byrjað hér i þorpinu að
koma fyrir dreifikerfi. Og eftir
13 mánuði, eða nánar til tekið
27. júlí 1977, var fyrsta húsið
tengt við veituna. Að sjálfsögðu
var það húsið, sem oddvitinn
okkar býr i.
Samkvæmt heimildum frá nú-
verandi sveitarstjóra, Kristjáni
Pálssyni, var um siðustu ára-
mót búið að tengja 85 hús. Þar i
er kirkja, barnaskóli, Póstur og
simi, Verbúðin gamla, tvær
verslanir og eitthvað fleira. Um
100 íbúðarhús eru hér á Suður-
eyri í dag.
Ellefu ibúðarhús munu enn
nota rafhitun og álika mörg eru
oliukynt. Fiskiðjan Freyja hf. er
ekki orðin þess aðnjótandi að
nota vatnið.
Minútuliterinn var i upphafi
seldur á kr. 2410.- en hækkar nú
bráðlega um 25% og fer þá i kr.
3013.-. Sennilega hækka hemla-
gjöldin lika. Þau eru nú kr. 300.-,
á mánuði. Heimtaugagjöld
hækkuðu 15.. des. um 26.19%.
Fastagjald á heimæð meö hemil,
þrýstijafnara og slaufuloka, var
i upphafi kr. 97 þús. á eldri hús
frá 0 upp i 300 rúmm. Nýbygg-
ingar kr. 221.500.- og að auki á
báöa flokka kr. 167 á rúmm.
frá 300 að 1000 og kr. 112.- yfir
1000 rúmm.
Ekki er hægt að fá upplýst
hvað hitaveitan kostar þegar
þetta er skrifað, 6. jan. En
skuldir hennar nú um áramót
voru 148 milj. Þær voru um ára-
• mótin 1976 og 1977 121 milj. kr.
Samkvæmt frumáætlun, sem
gerð var haustið 1975, af verk-
fræðiskrifstofu Guðmundar G.
Þórarinssonar, var reiknað með
að veitan mundi kosta, algjör-
lega klár haustið 1977, 158 milj.
271 þús. kr. Var þá reiknaö meö
tveimur borholum en það er nú
aðeins ein. Sömuleiðis var
reiknaður með i áætluninni jöfn-
unartankur, 500 tonna. Hann er
ekki fæddur enn og er það mjög
bagalegt þegar rafmagn fer af,
sem oft kemur fyrir.
Samkvæmt þessum tveim lið-
um er öryggi ábótavant. Vatnið
er um 60 gráðu heitt þegar þaö
kemur i húsin. Ofnar eru þar af
leiðandi of litlir i mörgum hús-
um og hefur þvi orðið að fjölga
þeim eða stækka. Það kostar jú
mikiö fé. Samkvæmt 9. grein
laga veitunnar ber hún enga á-
byrgð á tjóni, er leiöa kann af
rekstrartruflunum er verða á
henni vegna frosta rafmagns-
bilunar eða annarra óviðráðan-
legra atvika. (Hún borgar
sennilega ekki útför þeirra, sem
kunna að drepast úr kulda af
þeim sökum).
Sumir telja sig hagnast á
varmahituninni miðað við oliu-
kyndingu. Aðrir tapa. Það er
hábölvað að þurfa að greiða
sama mánaðargjald vetur,
sumar, vor og haust. Oliu-
styrkur var afnuminn hér i
þorpinu 1. júli I sumar. Þeim,
sem hita hús sin enn upp með
oliu, t.d. of litlir ofnar, finnst
það ósanngjarnt, sem eðlilegt
er. Það kemur oft fyrir, að raf-
magn að vestan, frá Mjólkár-
virkjun, fer áf. Helst er það i
misindisveðrum. Um leið slær
rofinn út i dæluhúsinu og verður
þá maður sá, sem hefur yfir-
umsjón með heita vatninu, að
rjúka af stað inneftir, hvort
heldur er nótt eða dagur. Stund-
um oft á sólarhring. Vegalengd-
in er um 4 km og oft ekki fær
bilum, vegna snjóa. Þessar raf-
magnstruflanir valda glundroða
i húsahituninni, af þvi það
vantar jöfnunartankinn.
Suðureyrarhreppur telur sig
enn hafa öll yfirráð yfir hita-
veitunni. Þeir hafa enn ekki
samið við Orkubú Vestfjarða.
1 haust var byrjað að byggja
hér sambýlishús, svokallað
kjarnahús. Upphaflega var
reiknað með 7 ibúðum en verða
nú gerðar 8. Þetta eru 4 ibúðir
100 ferm og 50 ferm hver.
Samkvæmt fréttum i-Vestfirsku
fréttablaði siðla sumars á fyrra
ári var sagt, að húsið mundi
kosta 118,5milj. Ekki er hægt að
segja hvort sú tala stenst
endanlega, þvi eins og sjá má og
heyra er ofboðsleg verðbólga á
öllum sviðum.
Verktaki er byggingafélagið
Brún hf. Yfirsmiður heitir Árni
Jóhannsson. Húsinu á að skila 1.
des. 1979, þá að öllu leyti full-
kláruðu. Verkin við bygginguna
eru ekki boöin út.
Svokölluð Eyrargata var
steypt i haust. Vegalengdin er
410 m, breidd frá 6,5 m í 8 m. Má
þvi reikna með t.m. meðaltali
eða 2870 ferm. Heildar-
kostnaður varð um 22 milj. kr.
þar er innifalin trygging á heitu
vatni i húsin meðfram götunni,
niðurföll og þessháttar. Verkið
er unnið á vegum þess sama
Árna og hefur umsjón með
kjarnahúsinu en verkstjórn
annaðist Guðjón Samúelsson,
verkfræðingur, lærðúr í Austur-
Þýskalandi. Það er álit allra hér
að verk þetta sé fágætlega vel af
hendi leyst.
Gisli Guðmundsson
Mjólkurfraiiileidslaii’77
Samkvæmt heimildum frá
Upplýsingaþjónustu landbúnað-
arins mun heildarmagn innveg-
innar mjólkur á árinu 1977 hafa
verið um 119 milj. kg. en árið
1976 var það 112 milj. kg. Nokk-
ur samdráttur hefur orðið á sölu
mjólkur eða um tæp 4% frá
fyrra ári. Sala á undanrennu
hefur aftur á móti aukist um
130%.
Birgðir af smjöri voru 81%
meiri 1. des. i ár en I fyrra og
voru um 1100 lestir i árslok.
Smjörsala hefur minnkað um
tæp 20% á árinu.
Ánægjuleg þróun hefur aftur á
móti orðið i neyslu og sölu osta.
Aukning á árinu varð rétt um
10% miðað við árið 1976. Mánað-
arsala á ostum er nú um 120
lestir. I ár hafa verið fluttar út
827 lestir af ostum en i fyrra
nam útflutningurinn 314 lestum.
(Heimild: Uppl.þjón. landb.).
— mhg.
VOf
Umsjón: Magnús H. Glslason
J