Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 sjónvarp kl. 21.55: Einn frægasti „vestrinn” Bíómynd sjónvarpsins I kvöld er „High Noon” eöa Háski á há- degi, eins og hún er nefnd i is- lenskri þýöingu Jóns Thors Har- aldssonar. Mynd þessi er einn hinna „klassisku” vestra. Hún gerist á nokkrum klukkustund- um, meöan lögreglustjórinn i bænum leitar i örvæntingu sinni stuönings gegn flokki hefndar- þyrstra Utlaga, sem eru á leiö til bæjarins. Aö ráöum klippara myndarinnar var tekin mynd af klukku og hún siöan klippt inn i myndina af og til, til aö auka á spennuna, en atburöarrásin þótti nokkuö hæg I upphaflegri gerö myndarinnar. Þetta þótti takast vel og m.a. fyrir þetta er myndin fræg i kvikmyndasög- unni. Tónlistin i myndinni er eftir Dimitri Tiomkin og varö titil- lagiö mjög þekkt á slnum tima. „High Noon” er geröáriö 1952, á timum ofsóknaræöis McCarthy- „Vorflugan og silungurinn” nefnist bresk fræöslumynd um lifriki árinnar, sem sýnd veröur i kvöld kl. 20.30. Myndin er að nokkru leyti tekin neðan vatnsborðs og lýsir hún lifnaðarháttum silungsins, og fleiri dýr koma við sögu. Gary Cooper og Grace Kelly f hiutverkum sinum i „High Noon”. Bakviö þau er klukkan fræga og er oröin tólf, þannig aö framundan er hápunktur myndarinnar. ismans, og Carl Foreman, sem skrifaöi handritið, varð eitt fjöl- margra fórnarlamba þeirra gaidraofsókna. Hann lenti á svörtum lista og varð aö starfa utan Bandarikjanna um tima. Leikstjórinn, Fred Zinneman, varö fyrst verulega þekktur fyr- ir þessa mynd. Aöaihlutverkin leika Cary Cooper og Grace Kelly. —eös 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og• forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guöriöur Guöbjörns- dóttir lýkur lestri sögunnar Gosa eftir Carlo Collodi i þýöingu Glsla Asmundsson- ar (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Þaö er svo margt kl. 10.25: Einar Sturluson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Tékkneska filharmonlu- sveitin leikur „öö Hússíta”, forleik op. 67 eftir Dvorák: Karel Ancerl stj. / Alicia de Larrocha og Fllhamoníu- sveit Lundúna leika Fanta- slu fyrir planó og hljómsveit op. 111 eftir Fauré: Rafael Fruhbeck de Burgos stj. / Sinfóniuhljómsveit Lund- úna leikur Sinfónlu nr. 2 eft- ir William Walton: André Previn stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „A skönsunum” eftir Pál Hall- björnsson Höfundur les (17) . 15.00 Miödegistónleikar Sin- fónluhljómsveit útvarpsins I Baden-Baden leikur Sin- fóniu I d-moll eftir Anton Bruckner: Lucas Vis stjórn- ar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Hottabych” eftir I.azar Lagln.Oddný Thorsteinsson lýkur lestri þýöingar sinnar (18) . 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viöfangsefni þjóöfélags- fræöaDr. Svanur Kristjáns- son lektor flytur erindi um rannsóknir á islenzkum st jórnmálaflokkum. 20.00 Beethoventónleikar finnska útvarpsins i september s.l. a. „Promet- heus”, forleikur op. 43. b. Planókonsert nr. 5 I Es-dúr op. 73. Emil Gilels leikur meö Fílharmonlusveitinni I Helsinki: Paavo Berglund stjórnar. 20.50 Gestagluggi Hulda Val- týsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Kórsöngur.Hoilenski út- varpskórinn syngur lög eftir Brahms, Hauptmann, Gade o.fl. Stjórnendur: Anton Krelage og Franz Muller. 22.05 Kvöldsagan: „Sagan af Dibs litla” eftir Virginlu M. Alexine Þórir S. Gúöbergs- son les þýöingu sína (2). 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Afangar Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guöni Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Vorflugan og silungurinn Bresk fræöslumynd um llfriki árinnar. Myndin er aö nokkru leyti tekin neöan vatnsborös og lýsir lifn- aöarháttum silungsins, óg fleiri dýr koma við sögu. Þýöandi og þulur Guöbjörn Björgólfsson. 20.55 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar maöur Helgi E. Helgason. 21.55 Háski á hádegi (High Noon) Einn frægasti „vestri allra tima, geröur áriö 1952. Leikstjóri Fred Zinnemann. Aöalhlutverk Gary Cooper og Grace Kelly. Myndin gerist i smábænum Hedley- ville áriö 1870. Lögreglu- stjórinn er nýkvæntur og ætlar aö halda á brott ásamt brúöi sinni. Þá berast hon- um þau boö, aö misindis- maöurinn Frank Miller, sem þykist eiga lögreglu- stjóra grátt aö gjalda, sé laus úr fangelsi og væntan- legur til bæjarins meö hádegislestinni. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. 23.15 Dagskrárlok. SINFÓNIUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS F j ölsky ldutónleikar t Háskólabiói laugardaginn 21. janúar kl. 15.00 Stjórnandi: Páll P. Pálsson Kynnir: Þorgerður Ingólfsdóttir Einleikarar: Gunnar Kgilsspn, Anna Margrét Marinós- dóttir, 10 ára.Kristján Andrés Stefánsson, 10 ára.Þorsteinn Gauti Sigurösson, ncmandi I Tónlistarskóla Reykjavlkur. Aðgöngumiðar seldir I Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustig, Bókaverslun Eymundsson, Austurstræti og viö innganginn. Styrkir til háskólanáms i Frakklandi Franska sendiráðiö I Reykjavlk hefur tilkynnt aö boönir séu fram sex nýir styrkir handa islendingum til háskóla- náms I Frakklandi háskólaáriö 1978 — 79. Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófsklrteina og meðmælum, skal komið tii menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 14. febrúar n.k. — Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 12. janúar 1978. Styrkir til náms við lýðháskóla eða menntaskóla i Noregi. Norsk stjórnvöld bjóöa fram nokkra styrki handa erlend- um ungmennum til námsdvalar viö norska lýöháskóla eöa menntaskóla skólaárið 1978 — 79. Er hér um aö ræða styrki úr sjóöi sem stofnaöur var 8. mal 1970 til minningar um að 25 ár voru liðin frá því aö Norðmenn endurheimtu frelsi sitt.og eru styrkir þessir boönir fram I mörgum lönd- um. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur I hlut islendinga. — Styrkfjárhæöin á að nægja fyrir fæði, húsnæöi, bókakaupum og einhverjum vasapen- ingum. — Umsækjendur skulu eigi vcra yngri en 18 ára,og ganga þeir aö öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviöi félags- eöa menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 25. febrúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 12. janúar 1978. Styrkir til háskólanáms i Grikklandi Grisk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram I löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla- náms I Grikklandi háskólaárið 1978 — 79.Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut islendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og skuiu umsækjendur hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Þeir ganga að ööru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja stund á grisk fræði. Styrkfjárhæðin er 8.000 drökmur á mánuði auk þess sem styrkþegar fá greiddan ferðakostn- að til og frá Grikklandi. Til greina kemur að styrkur verði veittur til allt aö þriggja ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: State Scholar- ships Foundation, 14 Lysicrates Street, Gr 119 ATHENS, Greece, fyrir 30. april 1978,og lætur sú stofnun jafnframt I té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 12. janúar 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.