Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Það kemur glögglega i ljós af ívitnuöum kafia í
hverju munurinn á SÍA-kynslóðinni
og ’68 kynslóðinni er fólginn, og um leið
af hverju geðvonska Árna stafar.
Þröstur
Haraldsson,
blaðamaöur:
Að vera hræddur
við sjálfan sig
Þó ég ætti sennilega aö halda
mér saman ætla ég samt aö
voga mér aö gera örfáar at-
hugasemdir viö grein Árna
Björnssonar ,,á dagskrá” þann
14. janúar sl. Ég tilheyri nefni-
lega þeim ráBvillta hópi ung-
menna úr verkalýðsstétt sem
komst inn á menntaveginn
(áleiðis að minnsta kosti), af-
komandi kreppukomma, og
leyfi mér þá ósvinnu aö kalla
kynslóð foreldra minna stalin-
ista, mas. upp i opið geðið á
henni.
Þar að auki var ég ekki einu
sinni tólf ára heldur aðeins sex
þegar leikritið „Stalin er ekki
hér” á að gerast og ætti þvi ekki
að tjá mig um hluti sem gerðust
fyrir 1970 ef ég hef skilið Arna
rétt. Og til að bæta gráu ofan á
svart skorast ég ekki undan þvi
að vera kallaöur alþjóðahyggj-
andi frekar en flestir af minum
róttæku jafnöldrum sem tóku út
sinn íyrsta pólitiska þroska i
mótmælum gegn árásarstriði
Bandarikjanna i Vietnam og ná-
grenni.
Ástæðan fyrir þvi að ég er að
setja þetta á blað er sú aöferð
Arna aö leggja að jöfnu fyrir-
litningu á uppruna sinum og
áhuga á að skilja hann og gera
sér grein fyrir þvi af hverju
hann var eins og hann var en
ekki einhvern veginn öðruvisi.
Ég hef alveg jafnmikla andúð
og Arni á þvi fyrirbæri sem vin-
ur minn örn Olafsson kallar
„pólitik I þáskildagatið” („Kf
Trotski hefði nú orðið ofan á i
Kommúnistaflokki Sovétrikj-
anna en ekki Stalin, þá...”). En
þótt ég viröi baráttu kreppu-
kommanna vil ég ekki neita mér
um þann munað að reyna að
skilja ástæðurnar fyrir þeim
„mannlegu vixlsporum” sem
stigin voru á þeirra tið (að sögn
Maós var tæplega þriðja hvert
skref Stalins vixlspor af hinni
einu réttu leið sósialismans,
Kinverjar hafa reiknaö það út).
Eftir þennan langa — en
nauösynlega — formála vind ég
mér að efninu sem er gagnrýni
Arna á leikrit Vésteins, þe. sið-
asti þriðjungur greinarinnar. í
þeim kafla er ma. þessi pistill:
...Hitt verður ekki af honum
(þe. Vésteini) skafið að hann
matar áhorfandann viljandi eða
óviljandi á þeirri hugmynd, aö
stéttvis og fórnfús verkalýðs-
baráttumaður hljóti (!) um leiö
að vera hálfgerður heimilisdjöf-
ull.hjúum argur og að auki litil-
menni, sem koðnar niður undan
grunnfærnislegum sleggjudóm-
um dóttur sinnar. — Annars er
Þórður leikritsins ekki annað en
ósköp venjulegt afskiptasamt
foreldri. Liklega litur höfundur
svo á, að sannur sósialisti eigi
aö vera ööruvisi en fólk er flest i
einkalifi sinu.”
Siðan ræðir Arni um tima-
skekkju I verkinu sem „er þá
Hulda. Slik manneskja var nán-
ast ekki til á þvi herrans ári...”
(1957). Þá var hins vegar til
hópur sósialista sem kenndur
var viö StA og Arni tilheyrði.
Ég get að vissu leyti fallist á
að Hulda sé timaskekkja hér
uppi á tslandi. Hins vegar voru
til manneskjur af hennar tegund
i Vestur-Evrópu á þessum tima,
þeirra var helst að leita i röðum
anarkista. Þessi manntegund
timgaöist þó ekki að ráði fyrr en
upp úr 1968.
Það kemur glögglega i ljós af
ivitnuðum kafla i hverju mun-
urinn á SIA-kynslóðinni og ’68-
kynslóöinni er fólginn— og um
leiö af hverju geövonska Arna
stafar. Gagnrýni þeirra ungu
námsmanna sem stunduöu nám
sitt austan hins hátimbraða
járntjalds kaldastriösáranna
beindist fyrst og fremst að
stjórnarháttum stalinismans,
samþjöppun valdsins I hendur
fámennrar kliku flokksbrodda,
afskiptaleysi alþýðu manna af
þróun sósialismans og andlegu
ófrelsi.
SlA-kynslóðin komst aldrei
svo langt i gagnrýni sinni að hún
færi að beinast að þeirri mann-
gerö sem stalinisminn elur af
sér. Hún reis aldrei upp gegn
„venjulegri afskiptasemi” for-
eldranna heldur leit á hana sem
hvern annan húskross, að visu
fremur hvimleiðan, en ósköp
sjálfsagðan.
Þar tók min kynslóð viö og
það er einmitt það sem Vésteinn
er aö koma á framfæri i leikriti
sinu. En þá var SIA-kynslóðin
orðiö ráösett og margir sem til
hennar töldust sjálfir orðnir
„venjulegir afskiptasamir for-
eldrar” sem máttu hafa sig alla
við að verjast árásum uppreisn-
argjarnra barna sinna. Þó voru
þeir til sem báru gæfu til að
græða kalsár kaldsstriöstimans
i sálum sinum og tóku að graf-
ast fyrir um uppruna hinnar
stalinisku manngerðar, möo.
fóru aö höggva skarð I þann múr
sem aöskilur einkalif og „den
store politik”.
Það verður þvi miður að við-
urkennast aö úthald ’68-kyn-
slóðarinnar var ekkert sérlega
gott — ekki fremur en Huldu i
leikritinu. Hvarvetna má sjá
menn sem eitt sinn voru fullir
efasemda um öll „ytri hald-
reipi” og spuröu miskunnar-
lausra spurninga en eru nú sofn-
aðir vært i einhverjum náöar-
faðminum sem alltaf standa út-
breiddir i öllum skúmaskotum
sósialismans.
En ýmislegt jákvætt hafa um-
brotatimar áranna upp úr 1968
skilið eftir sig. Ber þar hæst
hina nýju kvennahreyfingu sem
oft er kennd við rauða sokka.
Innan hennar hafa konur unnið
þrekvirki við að gera upp viö
kynhlutverk sitt.
Væri nú ekki nær, félagi Arni,
aö fylgja fordæmi systra okkar
og hefja ýtarlega — og áreiðan-
lega sársaukafulla — krufningu
á okkar eigin kynhlutverki held-
ur en aö stunda smásmugulegt
skitkast og geðvonskulegt nöld-
ur út i þá sem sýna viðleitni i þá
veru?
í notkun
Skipaútgerð ríkisins:
Ný áætlun tekin
ferðum fjölgað verulega
Skipaútgerð rikisins er um
þessar mundir að taka i notkun
nýtt áætlana- eða leiðakerfi, sem
kemur til með aö hafa i för með
sér 65% aukningu á ferðum
strandferðaskipanna, Esju og
Heklu,frá Reykjavik út um land-
ið. Þessar breytingar, sem i
fyrstu verða skipulagðar i tvo og
hálfan mánuö til reynslu, koma
án efa til meö að verða til mikilla
bóta varðandi f^utningsmögu-
leika landsbyggðarinnar.
1 þessari nýju áætlun er um
tvenns konar ferðir að ræða.
Annars vegar eru svokallaðar
pendúl-ferðir og hins vegar hring-
ferðir. Annað skipið verður til
skiptis i pendúl-ferðum vestur og
austurum landið. 1 vesturferðinni
mun skipið leggja upp frá
Reykjavik og koma viö á
Patreksfirði, Þingeyri, Isafirði,
Siglufirði og Akureyri. Þar snýr
skipið til baka og kemur i þeirri
leið við á Isafirði, Bolungarvik,
Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og
Patreksfirði, og fer þaöan til
Reykjavikur. Efþörferá,þá mun
skipið einnig koma við á Bíldudal
og Tálknafiröi á suðurleiðinni.
Pendúl-ferðin austur um land
hefst einnig í Reykjavik meö við-
komu i Vestmannaeyjum, Horna-
firði, Fáskrúðsfirði, Reyöarfirði,
Eskifirði, Neskaupstað og Seyðis-
firði. Frá Seyðisfirði snýr skipið
svo til baka til Teykjavikur og
kemur þá við á Stöðvarfirði og
Breiðdalsvik, ef þörf krefur.
Annars fer það beint frá Seyöis-
Kindakjöts-
framleiöslan
óx um 0,73%
A s.l. hausti var slátrað 873.051
dilk og 70.510 kindum fullorðnum,
eða alls 943.561 fjár. Dilkakjötið
varð 12.439 lestir en það er 0.73%
aukning frá þvi i fyrra. Meðalfall-
þungi dilka reyndist vera 0.1 kg.
minni i ár en i fyrra. Fyrsta sept.
s.l. voru birgðir af kindakjöti
I. 376 lestir en 1. des. voru þær
II. 667 lestir.
A siðasta verðlagsári, (1. sept.
til 30 ágúst), voru fluttar út 5.133
lestir af kindakjöti, þar af voru
353 lestir ærkjöt. Frá 1. sept. i ár
hafa verið fluttar út 1402 lestir af
kindakjöti. Gert er ráð fyrir að
innanlandssala á kindakjöti verði
9000 lestir á þessu ári en i fyrra
var hún 9.111 lestir.
(Heimild: Uppl.þjón. landb.)
—mhg
Háskólatónleikar á morgun
Einleikur á selló
Háskólatónleikar verða i sal
Félagsstofnunar stúdenta við
Hringbraut laugardaginn 21.
janúar kl. 17.00.
Pétur Þorvaldsson sellóleikari
leikur einleikssónötu nr. 2 i d-moll
eftir Bach og sónötu op. 5 nr. 2 eft-
ir Beethoven. Samleikari Péturs i
Beethovensónötunni er Gisli
Magnússon pianóleikari.
Pétur Þorvaldsson stundaði
nám við Tónlistarskólann i
Pétur Þorvaldsson
Reykjavik hjá Heinz Edelstein og
Einari heitnum Vigfússyni og
framhaldsnám við Tónlistarhá-
skólann i Kaupmannahöfn hjá
Erling Blöndal Bengtsson. Eftir
lokapróf þar 1961 vann hann sam-
keppni um stöðu fyrsta sellóleik-
ara við Borgarhljómsveitina i
Arósum og gengdi þvi starfi til
1965. Siðan hefur Pétur starfað
hérlendis að undanskildum vetr-
inum 1976-1977, er hann lék með
hljómsveitinni Harmoniu i
Bergen. Pétur er nú fyrsti selló-
leikari i Sinfóniuhljómsveit Is-
lands. Hann hefur tekið mikinn
þátt i flutningi kammerverka. 1
Árósum var hann i kvartett sem
Einar Sigfússon (tónskálds Ein-
arssonar) stofnaði, og hann hefur
verið i Kammersveit Reykjavik-
ur frá stofnun hennar 1974. Pétur
hefur leikið einleik með Sinfóniu-
hljómsveit Islands i upptökusal
og einnig með Borgarhljómsveit-
inni i Árósum, en þetta eru fyrstu
einleikstónleikar Péturs hérlend-
is um langt skeið. Samleikara
Péturs, Gisla Magnússon, þarf
varla aðkynna tónleikagestum og
hann hefur áður leikiö á Háskóla-
tónleikum.
Aögangur að tónleikunum er
öllum heimill. Miöar fást við inn-
ganginn og kosta 600 kr.
Hekla við höfnina á ísafirði. Samkvæmt hinni nýju áætlun mun ferðum
strandskipanna tii tsafjarðar, og annarra staða á Vestfjörðum, fjölga
verulega.
firði til Djúpavogs og Reykja-
vikur.
Hitt skipið verður aftur á móti i
hringferðum vestur um, aöra
hverja viku.
Siðan er meiningin að reyna aö
tengja þá staöi, sem skipin geta
ekki komið á, áætlunin með bila-
sambandi. Einnig er i bigerð að
koma á sérstökum Vestfjarða-
ferðum, sem hringferöaskipiö
gæti væntanlega annast. Meö þvi
ætti Vestfirðingum að vera
tryggö skipakoma i hverri viku,
og mun ekki veita af.
Fyrstu ferðina eftir þessu nýja
kerfi fór Heklan I fyrradag, vest-
ur um land. I næstu viku mun
Esjan svo væntanlega fara i
fyrstu pendúl-ferðina austur
fyrir, en þaðmun taka u.þ.b. tvær
vikur að skipta yfir á hina nýju á-
ætlun.
—IGG.
HÚSAVÍK
3 herb. ibúð til sölu við aðalgötu bæjarins,
uppl. veittar i sima 96-41554 á milli kl. 19-
20 á kvöldin.
Keflavík
Þjóðviljann vantar blaðbera i Keflavik.
Upplýsingar i sima 1373.