Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. ]anúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Skilyröi Egypta fyrir áframhaldandi friöarvidrædum: Israelar skili her- teknu svæðunum og veiti Palestínumönnum sjálfsákvörðunarrétt 20/1 Reuter — Sadat forseti Egyptalands lýsti þvi yfir i dag, aö hann myndi ekki taka aö nýju upp friöarviöræöur viö ísrael nema þvi aðeins, aö Israel léti undan i þeim mál- um, sem rikin greinir mest á um. Sagöi Sadat þetta á fréttamannafundi eftir aö hafa rætt við Cyrus Vance, ut- anrikisráöhcrra Bandarikj- anna, sem reyndi að miöla málum. Sadat tók sérstaklega fram aö hann setti það sem skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum aö israel lýsti sig reiöubúiö til þess aö skila öll- um þeim landsvæðum, sem þaö vann af Arabarikjum 1967. Sadat, er var harla þungbú- inn á fundinum, sagöi einnig að ísraelsmenn verði að sam- þykkja að Palestinumenn fái sjálfsákvörðunarrétt. Þetta væru alger lágmarksskilyrði af hálfu Egypta, sagði for- setinn. Þeir Vance og Sadat kváð- ust sammála um það, að mál- efni Palestinumanna væru erfiðust viðfangs. Erlendir sendiráðsmenn I Kairó telja, að Bandarikjunum muni veit- ast erfitt að fá Egypta og Isra- elsmenn til að setjast að samningaborði á ný. Benda sendiráðsmennirnir á i þvi sambandi hve þungorður Sad- at hafi verið á fréttamanna- fundinum i dag. Sadat vildi þó ekki fullyrða að allir mögu- leikar til friðarumleitana hefðu lokast úti, en sagði að ummæli Begins forsætisráð- herra tsraels i gær sýndu hroka þann i hugsunarhætti Israelsmanna, sem þeir hefðu vanið sig á. I ræðu i gær neit- aði Begin þvi að veita Pale- stinumönnum sjálfsákvörðun- arrétt og vildi ekki heldur skuldbinda Israel til þess að skila öllum hernumdu svæð- unum aftur. Sadat I herklæöum i striöinu viö tsrael 1973 — erfitt getur reynst aö koma á friðarviðræöum á ný. hálfu ísraels. — Vance utan- talaði viðfréttamenn, en sagði rikisráðherra Bandarikjanna fátt og var heldur niðurdreg- stóð við hlið Sadats, er hann inn. Álit Svía: Olíklegt að Sovét- menn ráðist á Nató að norðan Rússnesk inflúensa LUNDÚNUM 20/1 — Svoköll- uð „rússnesk inflúensa” hefur borist til Bretlands og hafa um 300 ungir hermenn i herstöð bandariska flughersins nálægt Oxford veikst af henni fyrstir manna þar i landi, að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda. Hinir sýktu hermenn, eru flestir á aldrinum 17—19 ára. Ekki er vitað um nema þrjú tilfelli af þessari tegund inflú- ensu utan herstöðvarinnar. Veikin hefur verið sérstak- lega skæð i Sovétrikjunum og hafa 13% landsmanna undir 20 ára aldri tekið hana. Þá hefur frést að veikin hafi komið upp i Hong Kong, Finnlandi, Tékkóslóvakiu og Kina. Rúss- nesku inflúensunni er lýst sem „endurfæddum” ættingja in- flúensuafbrigðis þess er gekk þar til 1957, þegar svokölluð Asiu-inflúensa braust út. Af þeirri ástæðu hefur fólk yngra en um tvitugt litið mótstöðuafl. gegn veikinni. Heyrst hefur að Sadat, sem flytur ræðu i egypska þinginu á morgun, muni þá tilkynna að friðarumleitanirnar við tsrael hafi mistekist með öllu og segja af sér forsetaembætti, sem hann hefur haft á hendi siðan 1970, er Gamal Abdel Nasser lést. Aðspurður um þetta hló Sadat hjartanlega og sagði fréttamönnum, að þeim væri eins gott að heyra hvað hann segði á morgun. Sagt er að vaxandi beiskju gæti nú i Egyptalandi út af þvi, að friðarumleitanir Egypta, sem egndu gegn þeim herskárri Arabariki, leiddu ekki til neinnar eftirgjafar af Stóraukin vörukaup Evrópu og Ameríkuríkja í S-Afríku PRETÖRIU 20/1 Reuter — Við- skiptajöfnuöur Suður-Afriku við önnur lönd varö hagstæður sið- astliðið ár um 777 miljónir doll- ara, en var árið áður óhagstæöur um 1.600 miljónir dollara. Hér er ekki innifalinn innflutningur á oliu og hergögnum né heldur út- flutningur á gulli. Mest jókst útflutningurinn til Evrópu og Norður- og Suð- ur-Ameriku. WASHINGTON 19/1 Reuter — Embættismaður viö sænska varnarmálaráöuneytiö sagöi i dagaðSviar litu svo á, aö óliklegt væri aö Sovétrikin geröu árás á Nató aö norðan, svo fremi aö stórstyrjöld heföi ekki brotist út annarsstaöar milli Nató og Var- sjárbanda lagsins. Embættismaöurinn, Katarina Brodin, sem starfar viö þá deild varnarmálaráðuneytis Sviþjóöar er fjallar um alþjóöleg öryggis- mál, sagöi að „enginn reiknaði i alvöru með þvi að Sovétrfkin gerðu staka árás á þessu svæði.” Brodin sagði að ef bardagar brytust út á mörkum norðursvæð- is Nató og Sovétrikjanna, væri liklegt að það gerðistfyrst eftir að bardagar hefðu brotist út milli Nató og Varsjárbandalagsins i Mið-Evrópu. Brodin kvaðst einn- igteljaóliklegt að striöbrytistút i Miö-Evrópu meðan Bandarikin og Sovétrikin sæju sér hag i þvi að halda sér við slökunarstefnu. Frú Brodin benti ennfremur á, að Sovétrikin hefðu marga af þeim kafbátum sinum, sem búnir eru langdrægum eldflaugum, norður frá, og efaöi þvi að þau mynduhættaá að byrja striö með árás á þvi svæði. Indó- nesísk blöð bönnuð JAKARTA 20/1 Reuter — Stjórn- arvöld i Indónesiu hafa bannað útkomu fjögurra helstu blaðanna þar i landi, aö sögn embættis- manna. Ekki gefa yfirvöld upp neina ástæðu fyrir banninu, en talið er að það standi i sambandi við andóf námsmanna gegn stjórnarvöldum, sem mjög hefur borið á undanfarið. Blööin hafa birt ýtarlegar fréttir af mótmæla- aðgerðum námsmanna i nokkr- um borgum siöustu dagana. ÚTVARPSVIRKJA- MEISTARI LITSJONVARPSTÆKIN FRA GENERAL ELECTRIC HNOTUKASSI IN-LINE-MYNDLAMPI KALT EININGAKERFI SNERTIRASASKIPTING SPENNUSKYNJARI 26”m/fjarst 1 árs ábyrgð Staðgreiðsluafsláttur Sölustaðir, TH. GARÐARSSON H/F Vatnagörðum 6 Sími 86511 (2 línur) SJONVARPSVIRKINN Arnarbakka2 Símar 71640-71745

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.