Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janúar 1978 Laugardagur 21. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Nýlega er út komin Framkvæmda- og byggöaáætlun Vestmannaeyja 1977-1986. Áætlun þessa hef ur Gylf i Isaksson samið með aðstoð bæjarstjóra og annarra starfsmanna Vestmannaeyjakaupstað- ar, framkvæmdastjóra Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga og starfsmanna byggðadeildar Framkvæmdastof nunar rikisins. i fyrri hluta þessarar áætlunar er f jallað um byggðamál, þar með talin íbúa- og atvinnuþróun, auk þess sem fjallað er um rekstur Vestmannaeyja- kaupstaðar. í síðari hluta áætlunarinnar er fjallað um hina einstöku fram- kvæmdaþætti og gerð tilraun til að meta nauðsynlegar framkvæmdir i Ijósi áætl- unarforsendna i fyrri hluta skýrslunnar. Flér fer á eftir útdráttur úr örfáum at- hyglisverðum atriðum þessarar víða- miklu og vönduðu áætlunar. Er þar f ja11- að um íbúaþróun og atvinnuþróun í Vest- mannaeyjum, eflingu nýrra atvinnu- greina og hraunhitaveituna. t]ölbre>tni í iðnaði og þjónustu — verður að koma til, ef fyrri íbúa- fjöldi í eyjum á að nást 1981 íbúaþróun 1900-1976 Lengst af munu hafa búið 200—500 manns i Vestmannaeyj- um, en árið 1900 eru ibúar um 500, þar af 273 i kauptúninu. Samfara uppbyggingu vélbátaflotans á fyrstu þremur áratugum aldar- innar fjölgaði ibúum i Vestmannaeyjum mjög og árið 1926 voru þar um 3.300 ibúar. Til Vestmannaeyja streymdi fölk úr Rangárvallasýslu, enda var á þessum tima mikil uppbygging og f j ölbrey tilegt atvinnulif i Vestmannaeyjum. Eftir 1926 dró mjög úr hinni öru fólksfjölgun i Vestmannaeyjum. sennilega vegna kreppunnar, þannig að 1948 voru þar aðeins um 3.500 ibúar. Vélbátum fækkaöi nokkuð á þessum tíma, en bátarnir urðu stærri. Eftir striðslok færðist mik ill vöxtur i kaupstaðinn, en bátum fjölgaði þáánýuppium lOObáta. Var ibúafjölgunin talsvert yfir landsmeðaltali 1950—1960, en heldur dró úr fjölguninni á árun- um 1966—1970 m.a. Vegna erfið- leika i sjávarútvegi. í árslok 1972 voru 5.303 ibúar i Vestmannaeyj- um. Ljóst er, að ibúaþróun i Vestmannaeyjum helst i hendur við þróun bátaflotans og afla- magn. Atvinnuástandið annars staðar, einkum á Suðurlandi, skiptir einnig máli. Við upphaf eldsumbrotanna, aðfaranótt 23. janúar 1973, neydd- ust rúmlega 5.000 manns til að yfirgefa Vestmannaeyjar og leita samastaðar á meginlandinu. Þegar eldgosinu lauk (3. júli 1973 skv. opinberri yfirlýsingu) hófst hreinsunar- og endurreisnar- starfið og Vestmannaeyingar tóku að streyma aftur til Heima- eyjar. Flestir héldu lögheimili i Vestmannaeyjum a.m.k. meðan óvissa rikti hjá fólki um búsetu. Ibúafjöldi i Vestmannaeyjum hefur þróast sem hér segir: Hlutfail af ibúafj. Suðurl. 1. des. 1972 28,7% 2. des. 1973 26,6% l.des. 1974 23.7% 1. des. 1975 23,5% 1. des. 1976 23,9% íbúar með lögheimili i Vest- mannaeyjum voru i árslok 1976 um 750 færri en var i árslok 1972. Um 1.700 manns, sem bjuggu þá i Vestmannaeyjum hafa ekki snúið aftur, en 900—1000 komið i þeirra stað. Það eru hagsmunir Vestmannaeyjakaupstaðar og Suðurlands, að eðlileg ibúafjölg- un verði i Vestmannaeyjum, en um fjórðungur ibúa Suðurlands- kjördæmis býr nú i Vestmanna- eyjum. Fyrri íbúafjölda náö 1981 Allmikil vinna hefur verið lögð i spá um þróun ibúafjölda i Vest- mannaeyjum. Hún byggist ekki nema að litlu leyti á fræðilegum útreikningum, heldur annars vegar á mati á möguleikum kaupstaðarins og hinsvegar markmiðum. Annars vegar var höfð hliðsjón af ibúafjölgun i öðr- um kaupstöðum og i landinu i heild. Hins vegar var tekið mið af þeirri stefnu bæjaryfirvalda, að Vestmannaeyjar næðu aftur fyrri ibúafjölda sem fyrst. 1 aðalskipu-. lagi Vestmannaeyja 1975—1995 eru tvær spár. Báðar gera ráð fyrir, að ibúafjöldinn verði orðinn 5.300 manns i árslok 1977. Sú fyrri, sem hér er kölluð spá I. reiknar siðan með 2% árlegri fjölgun, en hin 1.2%. 1 þessari áætlun er hins vegar reiknað með, að ibúafjöldinn verði 5.300 manns ekki fyrr en i árslok 1981, en 1,2% fjölgun frá þvi, spá II. (lágmarksspá). 1. desember 1976 voru ibúar 4.568 i Vestmannaeyjum eða um 130 manns undir spá II. Hugsaniegt er þvi að þróun ibúafjölda verði eitthvað hægari, auk þess sem ibúaf jölgun i land- inu i heild hefur minnkað. Þegar metin eru likindi til að spá um A lögheim- ilisskrá Með búsetu 5.303 um 5.200 4.906 um 2.500 4.396 um 3.700 4.421 um 4.150 4.568 um 4.400 ibúafjölda rætist þarf að taka ýmis atriði til athugunar. Ný starfstækifæri 1. Náttúruleg fjölgun skiptir miklu máli, en fjölgað hefur hiutfallslega i árgöngum 20—35 ára frá þvi fyrir gos og má þvi búast við að fæðingar verði hlutfallslega margar fyrst um sinn,ensiðan dregur eitt- hvað úr þeim. 2. Aflamagn. Eins og ætið áður mun aflamagn ráða nokkru um fbúafjölda i Vestmannaeyjum að svo miklu leyti, sem at- vinnulifið byggist á sjávarút- vegi. I góðum vertiðum flyst fólk til Eyja, en margir flytja aftur burt ef aflamagn og tekjumöguleikar minnka. 3. íbúðarhúsnæði. Nægilegt framboð af ibúðarhúsnæði eða aöstöða til að byggja skiptir miklu máli. 4. Vmis þjónusta bæjarfélagsins i félags- og menningarmáium, t.d. góðir skólar, iþrótta- og æskulýðsaðstaða, dagvistun barna o.s.frv. á einnig sinn þátt i að laða fólk til búsetu. 5. Starfstækifæri. Atvinnulifið i Vestmannaeyjum hefur verið nokkuð einhæft, þe. byggst að verulegu leyti á sjávarútvegi og er aukin fjölbreytni i at- vinnugreinum mjög brýn. Hér verður minnst á aðalatriðin: Til þess aö ibúar i Vestmanna- eyjum verði 5.300 árið 1981, þarf að skapa 300—350 starfs- tækifæri fyrir 1981. 1 fisk- veiðum mun starfstækifærum ekki fjölga nema með stórauk- inni sókn og vaxandi fiskistofn- um. I fiskiðnaði (saltfiskverk- un og harðfrystingu) mun starfstækifærum tæplega fjölga mikið, nema með aukinni úrvinnslu afla, betri nýtingu allra vinnslumöguleika hrá- efnisins eða veiðum á nýjum fisktegundum. Að mestu leyti verður þvi nýtt atvinnufram- boð að koma i iðnaði og þjón- ustu annarri en opinberri þjón- ustu. Breyting á aldursskiptingu Auk þeirrar breytingar, sem orðið hefur á ibtíafjölda í Vest mannaeyjum, hefur orðið mjög mikil breyting á aldursskiptingu Framhald á 18. siðu Þróun hitaveitu i Vestmanna- eyjum byrjaði árið 1974, þegar annars vegar hófst undirbúningur að hitun nýja hverfisins i vestur- bænum og hins vegar var farið að kanna möguleika á nýtingu hraunhitans. Upphaflega var gert ráð fyrir þvi, að aðalafl fyrir fjar- hitun i nýja vesturbænum kæmi frá rafskautskötlum, en vara- og toppafl frá svartoliukötlum. Kannanir og tilraunir með nýt- ingu hraunhitans leiddu hins veg- ar til tilraunavirkjunar i hraun- inu og var ákveðið aö tengja hana við sjúkrahúsið og 20-30 hús i austanverðum bænum. Hraun- hitaveitan hefur gefið það góða raun, að ákveöið hefur verið að nota hraunvirkjun sem aðalafl- gjafa hitaveitu i Vestmannaeyj- um i stað rafskautskatla. Kyndi- stöð verður aðeins reist fyrir vara- og toppafl,auk dælustöðvar fyrir allan bæinn. Alitið er, að aðalafliö frá hraun- virkjuninni þurfi ekki að vera tryggt nema i tiu ár til þess að þessi breyting eigi rétt á sér. Hins vegar er engum möguleikum kastað á glæ, heldur er hvenær sem er hægt að setja upp nýja tegund aflgjafa, ef hraunvirkjun- in uppfyllir ekki þær vonir, sem bundnar eru við hana. Áætlanirnar tvær, um fjarhitun i nýja vesturbænum og hraun- hitaveitu, hafa þvi verið samein- aðar i hitaveitu fyrir allan bæinn, þar sem hraunvirkjunin veitir aflið. Gert er ráð fyrir að tengja hraunvirkjun við dreifikerfið i vesturbænum og kyndistöð meö tvöfaldri lögn, en hér er um að ræða tvöfalt hitaveitukerfi. Arðsemi hitaveitunnar er að sjálfsögðu mjög eftir nýtingu og endingartima hraunhitans auk kostnaðar við að afla hans. Reiknað er með þvi, að hitaveitu- framkvæmdum verði lokið 1980 og unnið verði aö orkuöflun i hrauninu í samræmí við þörf. Akveðið hefur verið að nota hraunvirkjun sem aðalaflgjafa hitaveitu i Vestmannaeyjum. Möguleikar á nýjum atvinnu- greinum Til að fá hugmyndir um nýjar atvinnugreinar i Vestamnnaeyj- um var gerð athugun á atvinnu- skiptingu skv. slysatryggðum vinnuvikum i 5 bæjarfélögum, Akranesi, Isafirði, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Akureyri fyrir árið 1975. I þessum saman- burði má m.a. sjá eftirfarandi tölur: mannaeyjum. Eins og kunnugt er hafa verið uppi áform um að reisa skipalyftu i Vestmannaeyjum siðan 1972, þegar hafnarsjóður Vestmannaeyja festi kaup á henni. Nú er að störfum nefnd til að gera áætlun um skipaviðgerðir og skipasmiðar á öllu landinu. Vest- mannaeyingar leggja á það mikla Vest- Kefla- isa- Akra- Nes- manna- eyjar vík fjörður nes kaup- staður % %' % % % Fiskveiðar 17.7 12.5 12.8 13.1 14.0 ÍJrvinnsla samt (Fiskiðnaður, annar iðnaður, byggingar, raf- veitur o.fl.) 59.7 55.6 56.5 61.7 59.9 Samgöngur 6.1 8.6 3.7 5.4 5.0 Þjónusta samt 22.6 32.0 30.7 25.2 26.1 Samkvæmt þessum samanburði er i Vestmannaeyjum mikil frumvinnsla og úrvinnsla án þess að hlutfall þjónustu hafi aukist. Þjónustuhlutfallið ætti i raun að vera a.m.k. jafnhátt og i Kefla- vik. Nýir atvinnumöguleikar í skýrslunni eru nefndir all- margir möguleikar á nýjum atvinnugreinum i Vestamnnaeyj- um. Teknir voru til sérstakrar athugunar fjórir flokkar atvinnu- greina, þar sem talið er að mestir möguleikar séu á aukinni eftir- spurn eftir vinnuafli. Sjávarútvegsiðnaður. Töluverðir framleiöslumögu- leikar virðast vera i aukinni nýt- ingu þess sjávarafla, sem á land berst i Vestmannaeyjum. Má þar nefna niðurlagningu sildar, niö- ursuðu á lifur, framleiðslu úr þorskhrognum og loönuhrognum, slógmjölsframleiöslu o.fl. Helsti þröskuldur i vegi fyrir þvi að þetta geti orðið að- raun- veruleika virðast vera sölu- og markaðsmál. Bættar samgöngur til Evrópu (með skipum, sem ekið er úr og i) og tollalækkanir kunna þó að breyta hér nokkru um. í langri framtiö virðast veru- legir möguleikar i ýmsum efna- iðnaði tengdum sjávarútvegi. Æskilegt virðist að frumkvæði til eflingar þessum atvinnugrein- um komi frá fiskiðnaðinum sjálf- um i tengslum við rannsóknar- og sölustofnanir. Stuðningur við út- vegun fjármagns er þó að sjálf- sögðu nauðsynlegur. Steinef na iðnaður Allt frá þvi gosinu lauk hafa menn velt fyrir sér möguleikum á að nýta gosefni til framleiðslu á byggingarefnum. Vestmanna- eyjakaupstaður hefur gerst hlut- hafi i fyrirtækinu Jarðefnaiðnað- ur h.f. Nú er unnið að rannsókn- um á vegum félagsins og munu Vestmannaeyingar móta áform sin á grundvelli þeirra. 1 þessu sambandi er rétt að benda á, að ný flutningatækni opnar möguleika á mörkuðum á Norðurlöndum, Bretlandi og meginlandi Evrópu, þvi að vlða i Evrópu er hörgull á byggingar- efnum. Málm- og skipasmiði. Milli 80-100 manns hafa atvinnu i þessum atvinnugreinum i Vest- áherslu að skipaviðgerðariðnaður i Vestmannaeyjum sémjög öflug- ur. Telja þeir að skipalyfta sé forsenda þess að hann verði það. Telja verður eðlilegt að afstaða til uppbyggingar þessarar grein- ar verði ekki tekin fyrr en tillögur nefndarinnar leggja fyrir. Framleiðsla á vélum til fisk- veiða og fiskiðnaðar hefur verið stunduð i Vestmannaeyjum, þótt aðstaða til þess sé ekki alls kost- ar. Að minnsta kosti eitt fyrirtæki hefur hug á að efla þessa starf- semi. Þjónusta og þjónustu- iðnaður. Af tölum um atvinnuskiptingu sést að þjónustustig i Vestmanna- eyjum er mjög lágt miðað viö mannfjölda, enda er uppland að sjálfsögðu ekkert. Sé tekið dæmi viröast bílaviðgerðir mjög ófull- komnar i Vestmannaeyjum. Gera þarf sérstakt átak til. Verslun og viðskipti eru einnig hlutfallslega litlar atvinnugreinar i Vest- amnnaeyjum og er mikiö sótt til fastalandsins um þá þjónustu. Nú er unnið aö gerð skipulags fyrir miðbæinn þar sem stefnt er að aukinni verslun. Ferðamannaþjónustaá töluverða framtiðarmöguleika i Vest- mannaeyjum. Ber að efla alla viðleitni i þá veru. Má nefna Náttúrugripasafn og hugmynd um gosminjasafn sem atriði sem gætu eflt ferðamannaiðnaö. 5000 1000 --•-- ’65 ’60 ’70 ’75 ’80 i Med lögheimili • i Vestmannaeyjum Med adsetur c i Vestmannaeyjum Spör I og 11 VESTMPNNREYJOR: ÍBÚOFJÖLDOSPR TIL 1986 OG ÞRÓUN FRR 1945. 6000 3000 7000 iÚRR PLDURSSKIPTING IBÚO VESTMONNOEYJO 1970 OG 1975 BEINOR TÖLUR OLDURSSKIPTING ÍBÚO VESTMONNOEYJO 1970 OG 1975 HLUTFOLLSTÖLUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.