Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 8
' 00 O) 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janúar 1978 Aöalstræti C _____-N Tillaga Þróunarstof n- unar Reykjavikur: Gráu svæðin eru ,,varð- veislusvæði", svartur punktur, þýðir aðflutt hús, punktur með hring utanum þýðir niðurrif og aðflutt hús, hvítu svæðin eru „möguleg bygginga- svæði" með nýtingu allt að 1.5 Enn um framtíð Grjótaþorpsins Unuhús, GarOastræti 15, eitt helsta athvarf ungra og róttækra iists manna I Reykjavlk. Húsiö byggöi Guðmundur Jónsson iyfjasveinn, o bjó þar meö konu sinni Unu Gisladóttur. Sonur þeirra var Kriendu Guömundsson, d. 1947. Skipulagsnefnd borgar- innar fjallar á mánudag um tvær tillögur um f riðun og f ramtíð Grjótaþorpsins. önnur tillagan er komin frá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar, en hin frá Sigurði Harðarsyni arkitekt, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í skipulags- nefnd. I inngangi að tiilögu Þróunarstof nunar segir: „Grjótaþorp fellur undir skilgreininguna um endur- nýjunarsvæði og er því tal- ið æskilegt að verulegar umbætur á núverandi mannvirkjum og umhverfi eigi sér stað á skipulags- timabilinu. Er stefnt að þvi aö skapa hlý- legt umhverfi meö blandaöri en um leiö samstæöri byggö íbúöa, verslana, skrifstofa, þjónustu- fyrirtækja og létts iönaöar (hand- verks). Eins er stefnt aö þvi aö varö- veita hinar skemmtilegu og óvenjulegu götur.”... „1 staö þess aö lokka meö þægilegum bila- stæöum og rúmgóöum húsakynn- um, lokkar Grjótaþorp meö vöru- úrvali og hlýleika.” Til þess aö ná þessum mark- miöum leggur Þróunarstofnun til aö Grjótaþorpi veröi skipt upp I annars vegar „varöveislusvæöi” og hins vegar „möguleg bygg- ingasvæöi”. 1 tillögunni er gert ráö fyrir aö inn á 6 auöar lóöir á „varöveislu- svæöum” veröi flutt gömul hús úr öörum hverfum Reykjavikur og aö tvö hús, sem á þeim svæöum eru, veröi rifin og önnur flutt á þær lóöir. Þessi hús eru Fishersúnd 3 og Aöalstræti 4, byggö 1894 og 1942, sem bæöi mættu missa sin, sam- kvæmt niöurstööum Grjótaþorps- könnunarinnar. A „mögulegum byggingasvæö- um” standa nú 11 gömul timbur- hús, Fishersund 1, Grjótagata 5, 9 Siguröur Haröarson, arkitekt. og 14B, Garöastræti 3, 9, 11A, 15 og 23, Vesturgata 5 og 11. Mörg þessara húsa eru illa far- inog sum óibúöarhæf, samkvæmt mati Grjótaþorpsskýrslunnar, en þeirra á meöal eru lika hús, sem teljast skv. sömu heimildum, ó- missandi fyrir umhverfi sitt eöa vegna menningarsögulegra staö- reynda. Þeirra á meöal er Unu- hús, Garöastræti 15. En þaö eru fleiri en gömlu húsin sem lenda inni á „mögulegum byggingasvæöum” i tillögum Þróunarstofnunar. Morgunblaöshöllin lendir þar lika, og steinhúsin háu viö Garöa- stræti, svo ekki er vist að allt veröilátiö hverfa af „mögulegum byggingasvæðum”. Þróunarstofnun gerir ráö fyrir að nýting á „mögulegum bygg- ingasvæöum veröi allt að 1.5. Byggö veröi þétt og lág, ein til fjórar hæöir, þök veröi þétt og lág, ein til fjórar hæöir, þök verði risþök. í lok tillögu Þróunarstofnunar er iagt til aö þeim aöilum, sem eiga fasteignir á „varðveislu- svæöum” veröi veittur stuöning- ur frá Reykjavikurborg til við- halds og endurbóta á húseignum. „Skipulagsnefnd leggur þvi til viö borgarráö aö Reykjavikur- borg selji lóðir sinar og fasteignir i Grjótaþorpi og myndi sjóö sem gegna myndi þessu hlutverki. Gegn fyrirgreiðslu borgarsjóös gangist eigendur húsa undir þing- lýstar kvaöir á eignir sinar um þau ákvæöi verndunar, er sett kunna aö vera. Spor í rétta átt Þessi tillaga Þróunarstofnunar er vissulega spor i rétta átt, sagöi Siguröur Harðarson, arkitekt, l samtali viö Þjóöviljann, en geng- ur þó ekki nógu langt aö minu mati. Afstaöa borgaryfirvalda hefur breyst mikiö aö undanförnu hvaö varöar framtiö þorpsins, og nú viröist vera almennur vilji fyrir þvi aö friöa stærsta hluta þess. Ég er þó ósáttur við þá hug- mynd aö búta svæðiö niöur á þann hátt sem tillagan gerir ráö fyrir og leggja stórar spildur meö á- gætum húsum undir bygginga- svæöi. Þvi hef ég lagt til aö allt svæöiö veröi skilgreint sem endurhæf- ingar- og varöveislusvæöi I aöal- skipulagi, og aö gatnakerfi og nýtingarhlutfall veröi ákveöiö sem likast þvi sem nú er. Ég tel ekki timabært aö af- marka nýbyggingasvæöi meö mun hærra nýtingarhlutfalli en annars staöar er i þorpinu, og legg þvi til, aö hugsanlegar ný- byggingar verði hannaöar I deili- skipulagsvinnu. Þá tel ég ófært aö Reykjavikur- borg selji allar lóöir og fasteignir sem I eigu borgarinnar eru á þessu svæöi, og teldi réttara aö borgin eignaðist fleiri mannvirki á þessum staö. Tillaga Sigurðar er svohljóö- andi: „Grjótaþorp fær I aöalskipulagi stööuna endurhæfingar- og varö- veislusvæöi, þ.e. svæöi þar sem veruleg ástæöa þykir til aö viö- halda og endurhæfa þá byggö, sem fyrir er vegna umhverfislegs og sögulegs gildis hennar. Viö uppbyggingu á auöum lóöum veröi tekiö tillit til heildarum- hverfisins skv. nánari deiliskipu- lagsskilmálum. Nýtingarhlutfall haldist óbreytt á einstökum byggðum lóöum, en veröi á ó- byggöum lóöum ekki hærra en 0.5—1.0, nema annað veröi álitiö mögulegt viö nánari deildiskipu- lagsvinnu. Gatnakerfi verði i meginatriö- um óbreytt. Núverandi landnotk- un veröi lögö til grundvallar á- fram, en þar sem byggt veröi nýtt komi blönduöi byggö ibúöa og handverksþjónusta. Bilastæöi I hverfinu veröi miðuö viö þarfir núverandi og verðandi ibúa hverfisins auk starfsfólks eftir þvi sem umhverfiö leyfir og á- kveöiö veröur i deiliskipulagi. Um nánari ákvæöi er lúta aö framkvæmd skipulagsins og fjár- mögnun veröi fjallað i sambandi viö deiliskipulagsvinnu”. Mön kemst í heimsfréttirnar: Vilja fá að hýða DOUGLAS á Mön 17/1 — Þrjú þúsund manns komu i dag saman á fjöldafund i höfuöstaö eyjarinn- ar Manar til stuönings viö þau landslög forn, sem mæla svo fyrir aö ungir afbrota- og óknyttamenn skuli hýddir meö vendi. Mann- réttindanefnd Evrópu hefur for- dæmt þennan siö Manverja á þeim forsendum aö hann sé niö- urlægjandi. Fundurinn sem hér um ræöir var sá fjölmennasti, sem vitað er til aö haldinn hafi veriö á eynni. Mön er á írlandshafi, aö flatar- máli minni en Reykjanesskagi, heyrir til Bretlandi en hefur þó vissa sjálfsstjórn, eigiö þing og eigin lög aö sumu leyti. Fyrir skömmu var ungiingur einn hýddur á eynni samkvæmt gild- andi lögum þar og þar af risu málaferli, sem nú eru komin fyir Evrópudómstólinn. Búist er viö þvi aö dómstóllinn úrskuröi aö hýöingar séu ósamrýmanlegar alþjóölegum mannréttindasam- þykktum en jafnliklegt er aö þingiö á Mön neiti aö afnema þessa refsiaöferö. Er svo aö sjá aö Manverjar liti svo á, aö hér sé um aö ræða atlögu hinnar stóru Evrópu gegn sérstöðu og sjálf- stjórn þeirra. Manverjar töluðu áöur kelt- neskt mál, náskylt geliskri Irsku og háskosku, en þaö mun nú út- dautt aö mestu eöa öllu og tala eyjarskeggjar nú ensku. Norræn- ir vikingar heimsóttu Mön m jög á sinum tima og hefur fundist þar mikiö af minjum eftir þá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.