Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janftar 1978 --- ----- " " 1 --------- II------- Atvinnusjúkdómar og umhverfisvernd á vinnustöðum Svo nefnist allmerkileg- ur greinaf lokkur í nýút- komnu hefti Vinnunnar, timariti ASI og MFA. Hér er um að ræða 3.-4.hefti árg. 1977 í einu blaði. I þessum greinaflokki er viðtal við tvo starfsmenn Heilbrigð- iseftirlits ríkisins, þá Hrafn Friðriksson, for- stöðumann, og Eyjólf Sæ- mundsson, efnaverkfræð- ing. Einnig eru viðtöl við tvo unga menn sem hafa orðið að láta af vinnu vegna atvinnusjúkdóms, og sagt frá heimsókn í Aburðarverksmiðjuna í Gufunesi og f Álverið í Straumsvik. Samkvæmt þvi sem kemur fram i þessum greinum virðist eftirliti meö vinnustöðum og heilsufari starfsmanna yfirleitt vera mjög ábótavant. Til dæmis eru læknisskoðanir starfsmanna hinna ýmsu fyrirtækja bæöi sjaldgæfar og skipulagslausar, og hafa ekki verið markvisst notað- ar til þess að koma á skipulögöu eftirliti með heilsufari þeirra. Þannig eru heldur ekki til neinar upplýsingar, svo nokkru nemi, um þau tilfelli þegar menn veröa aö láta af störfum vegna þess aö þeir þola ekki vinnuna af heilsu- farsástæðum, og slikt er ekkert einsdæmi. Hér á eftir fara nokkur atriöi sem tekin eru úr viðtali Vinnunn- ar við þá Hrafn og Eyjólf. Það eru einkum tvær opinberar stofnanir sem ætlað er að hafa eftirlit meö þessum málum, Heil- brigðiseftirlit rikisins og öryggis- eftirlit rikisins. Heilbrigðis- eftirlitið Heilbrigöiseftirlitið var sett á stofn samkvæmt lögum nr. 12 frá 1969 og tók til starfa i ársbyrjun 1970. Það á að hafa yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti á landinu öllu, undir stjórn landlæknis. Viöfangsefnum Heilbrigðiseft- irlits rikisins má siöan skipta i fjóra flokka: 1. Mengunarmál, umhverfis- mengun. 2. Hefðbundið eftirlit með holl- ustu matvæla. 3. Eftirlit með gisti- og veitinga- stöðum um land allt. 4. Atvinnusjúkdómar. Skipulagi heilbrigðiseftirlitsins um landiö er þannig háttaö, að eftir hverjar sveitarstjórnar- m Myndirnar hér fyrir ofan sýna rykiö sem liggur eins og nýfallin mjöll yfir öllu I blöndunarverksmiðjunni. Úr ammoniakverksmiðju. kosningar ber hverju sveitarfé- lagi að kjósa sér heilbrigðisnefnd, sem siðan ber ábyrgð á heilbrigð- iseftirlitinu i héraðinu. Auk þess skal vera sérlegur heilbrigðisfull- trúi i þéttbýli með 800 — 10.000 ibúa, og sérmenntaður heiibrigö- isfulltrúi I þéttbýli meö yfir 10.000 ibúa. Nokkur misbrestur hefur oröiö á þvi,að sveitarfélög kysu þessar heilbrigðisnefndir. Samkvæmt könnun sem nýlega var gerð hjá Heilbrigðiseftirlitinu voru 83 sveitartélög af 224 ekki enn búin að kjósa sér nefnd. öryggiseftirlitið öryggiseftirlit rfkisins á, sam- kvæmt lögum frá 1952 um örygg- isráðstafanir á vinnustöðum, að hafa eftirlit með vinnustöðum, aðbúnaði og öryggi. Þessi lög ná þó ekki nema til tiltölulega litils hluta hinnar vinnandi þjóðar. Undanþegnar lögunum eru sigl- ingar, fiskveiðar og aðrar veiöar. Einnig loftferðir, vinna i einka- ibúö atvinnurekanda, svo og al- mennur búrekstur og almenn skrifstofuvinna. Af þessu má ljóst vera að aðeins litill hluti vinnandi manna er undir öryggiseftirliti rikisins. Atvinnusjúkdómar Árið 1956 var gefin út reglugerð um skráningu og tilkynningu at- vinnusjúkdóma, þar sem kveðið er á um að tilkynna skuli slika sjúkdóma til viðkomandi héraðs- læknis, sem siðan á að tilkynna þá öryggiseftirliti rikisins. 1 þessari reglugerð eru atvinnusjúkdómar skilgreindir á eftirfarandi hátt, en um skilgreiningu á þeim hefur töluvert verið deilt, að sögn þeirra Hrafns og Eyjólfs: „Atvinnusjúkdómar eru sjúk- dómar sem eiga beint eða óbeint rætur að rekja til óhollustu i sam- bandi við atvinnu manna, hvort heldur er vegna eðlis atvinnunn- ar, tilhögun vinnu eöa aðbúnaðar á vinnustað. Einkum koma hér til greina bæklunar-, bilunar-, eitr- unar- og ofnæmiskvillar. Meö at- vinnusjúkdómum skal telja Framhald á næstu siðu Ráðinn ritstjóri Vinnunnar Nýlega var Haukur Már Haraldsson ráðinn ritstjóri Vinnunnar, í hálfu starfi. Haukur er ekki með öllu ókunnur þessum störfum, því hann hefur haft umsjón með útgáfu blaðsins allt síðasta ár. Meiningin er að reyna að gera Vinnuna aö vettvangi fyrir lifandi umræðu og skoðana- skipti, i stað þess skýrsluforms sem hún hefur allt of mikið ver- iö I, sagði Haukur þegar viö spuröum hann um fyrirhugaðar framkvæmdir við útgáfuna. Út- gáfan hefur hingað til verið of gloppótt, þannig að stundum hefur liöiö allt of langur timi á milli útkomu blaðanna. En slikt má að sjálfsögðu ekki gerast ef blaöið á að geta verið virkur miðill og umræðuvettvangur. Þó segja megi að bæði Þjóöviljinn og Alþýðublaðiö geri flestum málum, sem snerta hagsmuni verkalýðsins, yfirleitt ágæt skil, þá geta þau aldrei komiö I staö fagtimarits, eins og Vinnunni er ætlað að vera. I sliku riti gefst kostur á að kryfja málin betur til mergjar og gera þeim ýtarlegri skil en dagblöð- in sem slik hafa möguleika á aö gera. En forsendan fyrir þv^að unnt sé að gefa út gott blað er að sjálfsögðu álitlegur hópur kaup- enda. Það nær ekki nokkurri átt og er reyndar rammasta hneyksli að timarit svo fjölmennra samtaka sem Alþýðusambands Islands skuli ekki vera útbreiddara en raun ber vitni. Hingað til hefur Vinn- an aöeins verið gefin út- i 3000 eintaka upplagi en félagatala ASI er um 50 þúsund. Flest verkalýðsfélögin kaupa blaðið fyrir stjórn og trúnaðar- mannaráð.en aöeins tvö félög á landinu hafa keypt það fyrir alla félagana, það eru félögin I Borgarnesi og á Raufarhöfn. Þetta stendur vonandi til bóta með útbreiðsluna, þvi við höfum nú I sambandi við þessa ráön- ingu mlna hafist handa um útbreiðsluherferð. Þegar er bú- ið að senda öllum verkalýðs- félögunum út um landið bréf i þessu augnamiði og viö verðum bara að vona að undirtektir verði góðar. Það veltur allt á félögunum og hinum almenna félagsmanni hvernig til tekst. Auk þessara bréfaskrifta höf- um við ráðist i útgáfu upplýs- ingabæklings eða pésa, sem veröur látinn liggja frammi á vinnustöðum og I bóksölum, en Vinnan mun nú I fyrsta sinn verða sett I lausasölu i bóka- verslunum. Á þessu ári munu svo koma út sex hefti af blaðinu i stað fjögurra áður. Þau munu koma út á 2ja mánaða fresti. Hvert hefti verður a.m.k. 24 siður og er almennt áskriftargjald aðeins 2000 krónur á ári. Félög sem kaupa 100 eintök eða fleiri geta fengið árganginn á 1200 krónur. Einnig er hægt að fá siðustu tvo árganga, 7 hefti.fyrir 1500 krónur og 1200 krónur ef keypt eru 100 eða fleiri eintök. 1 lausasölu veröur hvert hefti selt á 450 krónur. I næstu blöðum hef ég hugsaö mér að halda áfram meö þá út- tekt á vinnuskilyröum sem byrjað var á í siðasta blaði, og mun þá hugsanlega verða fjall- að um Sementsverksmiðjuna á Akranesi og Kisiliöjuna við Mývatn. Auk þess veröur fjallað um ýmis fleiri raunhæf málefni. Ég vil endilega itreka beiðni mina til lesenda um ábendingar og vitneskju um atvinnusjúk- dóma og vinnuvernd. Það er töluvert um það að menn hætta störfum án þess að gefa upp þá staöreynd að þeir hafa ekki þol- Haukur Már Haraldason. að starfið. 011 vitneskja þar að J lútandi væri vel þegin, sagði | Haukur að lokum. ■ —IGG. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.