Þjóðviljinn - 27.01.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. janúar 1978. Efnahagsráðstafanir ekki útræddar innan stjórnarinnar: Abyrgist greiðslur úr Verð j öf nunars j óði „Það kemur að þvi að rikis- stjórnin leggi fram heildarniður- stöðu þeirrar miklu umræðu sem átt hefur sér stað innan hennar á síðustu vikum um efnahagsráð- stafanir. En það verður ekki alira næstu daga”, sagði Matthias Bjarnason, sjá varút vegsráð- herra í samtali við Þjóðviljann i gær. Ráðherrann sagði aö engin endanleg niðurstaða lægi fyrir innan stjórnarinnar enn i þessum málum enda væru þau flókin og margvisieg og „erfitt að finna hagkvæmustu og jafnframt mildilegustu leiðina út úr vand- anum.” Að þvi er Þjóðviljinn hefur fregnað eru ræddar innan rikis- stjórnar ýmsar leiðir til þess aö mæta 12 miljarða fyrirsjáanleg- um hallarekstri fyrstihúsanna, en helst er á döfinni einhverskonar skattlagning á loðnuveiðar og vinnslu. í dag verður haldinn fundur i stjórn Verðjöfnunarsjóðs . og ákveðið nýtt viðmiðunarverð fyr- ir frystihúsin sem gildir frá 1. janúar f samræmi við 13% hækk- un almenns fiskverðs. bar sem frystideild sjóðsins er tóm mun rikisstjórnin ábyrgjast að Verð- jöfnunarsjóður geti staðið viö skuldbindingar sínar. Þetta hefur rikissjóður gert áður og aöeins tvisvar sinnum orðið að bera skellinn sjálfur að sögn Matthias- ar Bjarnasonar, sjávarútvegs- ráðherra. Verðhækkanir erlendis hafa i flestum tilfellum bjargaö rikissjóði frá tapi vegna þeirrar ábyrgðar sem hann hefur tekið á sig fyrir greiðslum úr Verðjöfn- unarsjóði. — e.k.h. Matthias Bjarnason: Rfkissjóður ábyrgist greiðslur úr Verðjöfn- unarsjóði. Fimm í haldi Fimm menn hafa verið úr- skurðaðir i gæsluvarðhaid vegna fikniefnasmygls. Aliir eru menn- irnir um tvftugt. Þetta ákveðna mál hefur veriö i rannsókn i nokkrar vikur og hefur ótrúlegur fjöldi manna veriö kallaður til yfirheyrslu vegna þess. Þar sem ekki er séð fyrir end- ann á rannsókninni hefur fikni- efnalögreglan ekki viljað gefa upp hversu mikið magn af fikni- efnum sé um að ræða. Bílainnflutn- ingsmálið Kaup- maðurinn áfram í haldi Kaupmaður Ásgeir Sigurðsson, sem setið hefur i gæsluvarðhaldi vegna ólöglegs innflutnings á not- uðum bilum frá Vestur-Þýska- landi i 6 vikur var úrskurðaður i 4ra vikna gæsluvarðhald til við- bótar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar. Félagi hans i svindlinu, bif- reiðaeftirlitsmaðurinn Páll Ingi- marsson, hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi og hafði þá set- ið inni i 4 vikur. Enn er mikið eftir að rannsaka varðandi þetta mál. Vilhjálmur Hjálmarsson: Ekki haft tima til að gera skammar- strik. Hvernig skiptist 28% hækkunin? Póstburðargjalds- hækkun mótmælt Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Verðlagsstjóra hafa borist þangað miklar kvartanir vegna hækkunar á burðargjöld- um fyrir blöð og timarit, en þau gjöld voru f jórfölduð nú á dögum. Þaðan eru og þær upplýsingar að ætlunin sé að lfta á rökstuðning fyrir þessari hækkun þegar hann berst frá póst- og simamála- stjóra, en samþykkt verðlags- stjórnartil hækkunar var um 28% meðaltalshækkun á póstburðar- gjöldum, og vantar þangað upp- lýsingar um það hvernig hækkun- in var dreift á hina ýmstu liði póstþjónustunnar, og þá hvort hækkanirnar séu að meðaltali i þeim 28% sem leyfð voru. Viihjálmur Iljálmarssongegnir embætti póstmálaráðherra i fjarveru Halldórs E. Sigurðsson- ar og spurði blaðið hann i gær hvort hann hyggöist gripa inn i þetta mál að einhverju leyti. Ráð- herrann sagðist ekki hafa haft tima til að gera skammarstrik i málaflokkum Halldórs ennþá. Halldór hefði gengið frá þessu máli áður en hann hélt burt af landinu, og af ráðuneytis hálfu yrði ekkert gert i þvi fyrr en hann komi aftur til landsins. —úþ Kynnum okkur allt varöandi loðnubræðslu á Norðurlöndum segir Oskar Vigfússon formaður Sjómannasambands Islands Eins og Þjóðviljinn skýrði fyrstur blaða frá var ákveðið á fundi ioðnuveiðisjómanna á fundi þeirra á Akureyri fyrr i þessum mánuöi, þegar þeirræddu um hið lága ioðnuverð, að fá skipaða nefnd tii að fara utan til Norður- landanna, þar sem greitt er margfalt hærra verð fyrir ioðnu og annan fisk tii bræðsiu en hér á landi, til að kynna sér þessi mái. Nú hefur þessi nefnd verið skip- uð og heldur hún utan nk. sunnu- dag og fer fyrst til Færeyja, það- an til Danmerkur og loks til N-Noregs. „Við munum kynna okkur allt varðandi þessi mál” sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambandslslands,ervið ræddum við hann i gær en Óskar á sæti i nefndinni. En auk hans fara utan Gamaliel Sveinsson frá Þjóð- hagsstofnun, Einar Ingvarsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Agúst Einarsson hag- fræðingur Líti, Haraldur Gisla- son frá loðnukaupendum. „Við munum fyrst skoöa bræðsluna i Fuglafirði i Færeyj- um og eiga fund með forráða- mönnum hennar, sjómannaog út- gerðarmanna. Siðan verðurhald- ið til Danmerkurog rætt viö aöila i Hirtshal og Skagen og siðan munum við fara til Norður-Nor- egs, þar sem mikið er af fisk- bræðslum og kynna okkur málin þar”,sagðióskar, Fyrirhugað er að þessi ferö taki 8 daga og að menn verði komnir heim I tima, áður en nýtt loðnuverð verður ákveðið 15. febrúar nk. — S.dór óskar Vigfússon Boöaö tíl baráttuskemmtunar áskorun frá undirbúningsnefnd „Arið 1971 stóðu umræöur og deilur um Bernhöftstorfu, „danskar fúaspýtur”. Tæpum sjö árum siöar, i janúar 1978, ná um- ræðurnar yfir öil gömul hús i Kvosinniog Grjótaþorpi og viöar. t staö „fárra spýtna” er deilt um heila borgarhluta, mál sem mætti virðast smátt er orðiö að stórmáli. Borgaryfirvöld hafa kynnt til- lögur um niðurrif 10 húsa sem standa i röðaustan Aðaistrætis og eru þau fiest frá 19. öld. f stað þeirra eiga að risa firnamiklar byggingar, þriggja til fimm hæða háar. Baráttumenn fyrir varðveislu Bernhöftstorfu og húsa I Grjóta- þorpi berjastnúeinnig fyrir varð- veislu gamalla húsa austan Aðal- strætis og hafa fengið til liðs við sig fjölmarga ný- liöa. Viö I þessari sam- fylkingu baráttufólks boðum viö baráttuskemmtunar á lóö Hótels íslands (Hallærisplani) laugardag 28. janúar kl. 14.00. Þarviljum viðmótmæla harðlega framkomnum niðurrifstillögum og gagnrýna hin nýju byggingar- áform. Við teljum að niðurrifsmenn borgarstjórnar sýni litilsvirðingu fyrir gömlum verðmætum, hand- verki horfinna kynslóða. Með til- lögunum er miskunnarlaust höggvið á ómetanleg tengsl við liðna tima eða stefnt aö þvi. Við teljum að nýttlif verði ekki glætt i gamla miðbænum án náinna tengsla við fortiöina. Við mæl- umst eindregið til þess að gamla byggðin fái aö halda sér í aöalatr- iðum, að ný byggð verði felld aö hinni gömlu, að mynduð sé sam- ræmd heild. Við hörmum að borgaryfirvöld skuli aftur og aftur loka augum fyrirþokka og gildi gamalla húsa og ljá eyru viö málflutningi þeirra sem virðast ekki geta lært að tengja gömul hús við annað en ryð og fúa. Við krefjumst nýrra viöhorfa, eigendum heillegra, þokkafullra timburhúsa sé gert kleift aö mæta kröfum um bruna- varnir og hollustuhætti, skipulag sé miðað við að auka veg slikra húsa og notagildi þeirra,greitt sé gata eigenda sem reyna aö halda þessum húsum við og bæta þau. Við lýsum vantrú á tillögu um smiði blokka með 80 ibúöir við Aðalstræti og Veltusund, teljum hagkvæmara og heppilegra að fólki sé gert kleift að búa i göml- um húsum i miðbænum, i Þing- holtum, Skuggahverfi og vestur- bæ. Við fögnum öllum skyn- samlegum tillögum um eflingu mann- og félagslifs i miðbænum, geti það orðið án þess gömul hús falli og steinbákn risi. Við höfum áhyggjur af hversu mikiö rúm stál, steypa og stöðlun eiga i hjörtum skipuleggjenda. Viö skorum á þá aö opna augun og skynja fjölbreytileika gamalla timburhúsa meö útskurði sinum, bognum linum, „brotnum” þök- um og sérislenskum bárujárns- stil. Við neitum að láta bruna- gafla steinsteyptra skrifstofu- og verslunarhúsa segja okkur fyrir verkum. Við höfnum mjög ein- hliöa rökum reiknistokks og tölvu. Við vörum ákaft við áróðri peningaafla og fordæmum lóöa- brask I hjarta þess bæjar sem viö eigum ifll.” Hluti af undirbúningsnefnd baráttuskemmtunar sem haldin veröur á Hallærisplani á morgun kl. 14.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.