Þjóðviljinn - 27.01.1978, Side 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 27. janúar 1978.
Rekstrar- og afuröalán greidd beint til bœnda:
Nauðsynleg skipu-
lagsbreyting
sagði Lúðvík Jósepsson
Langar umræður urðu i sam-
einuðu Alþingi i gær um rckstrar-
og afurðalán til bænda. Voru tvær
þingsályktunartillögur til um-
ræðu, önnur frá Eyjólfi K. Jóns-
syni og Jóhanni Hafstein varö-
andi formbreytingu á lánakerf-
inu, en hin frá Ragnari Arnalds
og fleiri þingmönnum Alþýðu-
bandalagsinsum hækkun þessara
lána. Verður hér greint frá um-
ræðum um fyrrnefndu tillöguna,
en skýrt er frá hinni á öðrum stað
hér á siðunni.
Tillaga Eyjólfs K. Jónssonarog
Jóhanns Hafsteins er þess efnis
að rikisstjórninni er falið að hlut-
ast til um, að viðskiptabankar
greiði rekstrar- og afurðalán
landbúnaðarins beint til bænda.
Ekki að ósk bænda
Eftir að Eyjólfur haföi gert
grein fyrir tiilögunni tók Ingi
Tryggvason til máls og sagöi að
hagur bænda myndi ekkert vænk-
ast við það að þessi lán yrðu
greidd beint til þeirra. Sagðist
hann ekki muna eftir þvi að fund-
ir bænda hefðu snúist um það að
fá þessa breytingu fram. Besta
kjarabótin til bænda i dag væri
hins vegar að hækka rekstrar- og
afurðalán til landbúnaðarins.
Páll Pétursson tók næstur til
máls og taldi ýmsa anmarka á til-
lögunni, t.d. myndi þessi breyting
hafa i för með sér aukna skrif-
finsku.
Nauðsyn skipu-
lagsbreytinga
Lúðvik Jósepsson minnti á að
þingsjé
þegar þessi tillaga kom upphaf-
lega fram á siöasta þingi, þá hefði
hann verið sammála meginhugs-
un hennar, en hins vegar kæmu
ekki öll nauðsynleg atriði fram i
þessari tillögu. Hann væri þeirrar
skoðunar að nauðsynlegt væri að
lánin væru borguð beint til bænda
en samhliða þvi yrðu aö koma
ákveðnar skipulagsbreytingar.
Lúðvik lagði áherslu á að skilja
yrði milli rekstrarlána til bænda
og afurðarlána til afurðasala.
Veitt yrðu rekstrarlán beint til
bænda, en afurðalán til þeirra fél-
aga er hefðu með afurðasölu að
gera. Rekstrarlánin þyrftu að
vera meö þeim hætti að bændur
fengju lánin frá byrjun
framleiðslutimans og þar
til afurðum yrði skilað, yrðu
þau veitt i nokkrum áföng-
um og það rikulega, þannig að
þeir sem að framleiðslu stæöu
fengju nægilegt fjármagn til að
standa undir launa- og rekstrar-
kostnaði. Afurðafélögin fengju
siðan afurðalán (mest á haustin)
til að kaupa afurðir bændanna.
Með þessu fyrirkomulagi
fengju bændur laun sin greidd
strax i' peningum og hefðu fjár-
magn til að greiða óhjákvæmileg
rekstrarútgjöld, og myndu lika
losna við það innskriftafyrir-
komulager nú væri rikjandi. Lúö-
vik sagðist ekki telja erfitt að
skipta um form á þessum lánum.
Otibú bankanna ættu að geta ann-
ast þessar greiðslur og bankarnir
myndu fá áætlun um afurðainn-
legg bændanna. Sagði hann að
þetta kerfi myndi ekki auka
skriffinsku, heldur draga úr
henni, þvi það væri skriffinska að
þurfa að ganga i gegnum inn-
skriftafyrirkomulagið.
Sammála Lúðvík
Eyjólfur K. Jónsson sagðis^
sammála Lúðvik i þvi að þetta
nýja fyrirkomulag sem fælist i
beinum greiðslum til bænda i stað
þess að lánin færu til afurðasölu-
félaganna er kæmu þeim til
bændanna, myndi minnka alla
skriffinsku. Jafnframt tók hann
fram að hann hefði heyrtmargar
raddir meðal bænda sem legðu
áherslu á þessar skipulagsbreyt-
ingar.
Páll Pétursson sagðist undr-
andi á ræðu Lúðriks og kallaði
hanaeinkaframtaksræðu. Sagðist
Lúðvik Jósepsson
hann telja að reikningsviöskiptin
við kaupfélögin heföu reynst
bændum vel, enda nægðu sumum
ekki rekstrarlánin.
Jón Helgason beindi þeirri
fyrirspurn til Lúðviks hversu
mikla hækkunhann hefði beitt sér
fyrir á þessum lánum meðan
hann var bankamálaráðherra
1971-1974.
Hliðstæð breyting
í sjávarútvegi
Lúðvik Jósepsson sagði varð-
andi fyrirspurn Jóns að i stefnu-
Eyjólfúr K. JóntBOa
yfirlýsingu rikisstjórnarinnar
hefðu veriö ákveðin fyrirheit i
þessum efnum. Hann hefði falið
Seðlabankanum að hækka af-
urðalánin og lækka vextina og
það hefði verið framkvæmt. Hins
vegar hefðu þær breytingar er
þáverandi landbúnaðarráðherra
stóð að verið þess eðlis að ekki
hefðuaðeinskomið útúr þeim lág
rekstrar- og afurðalán, heldur
fóðurbætislán, uppgjörslán o.fl.
Þetta átti að vera til bóta, en hefði
flækt máliðsvo að nú vissi enginn
maður hvernig þessi mál raun-
verulega stæðu. Frh á 13. siðu
Ragnar Arnalds:
Rekstrar- og afurdalán
til bænda þurfa að hækka
Þegar umræðu þeirri um
rekstrar- og afurðalán til bænda
er greint er frá annars staðar hér
á siðunni var lokið þá hófet
umræða um tillögu er lýtur aö
hækkun á rekstrar- og afuröalán-
um til bænda. Flutningsmenn til-
lögunnar eru Ragnar Arnalds,
Stefán Jónsson, Kjartan ólafs-
son, Helgi Seljan, Garðar
Sigurðsson og Jónas Arnason.
Láninþurfaaðhækka
Ragnar Arnalds gerði grein
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Bjarnfriður
Baldur
Ragnar
Hvað er í húfi —
Hvað er framimdan?
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Alþýðu-
húsinu í Siglufirði laugardaginn 28. janúar kl. 13.30
Fyrir svörum sitja:
Bjarnfriður Leósdóttir Hannes Baldvinsson
Baldur óskarsson Ragnar Arnalds
Fundurinn verður i fyrirspurnarformi og áhersla lögð á
spurningar og svör, frjáls orðaskipti og stuttar ræður.
Hvernig má vernda kaupmátt launa og réttindi verka-
fólks gegn þeim árásum á kjörin sem yf ir vofa?
Getur það gengið til lengdar að verðlag sé látið tvö-
faldast á hverjum tveimur árum? Er efnahagslegt
hrun framundan? Er verðbólgan óstöðvandi?
Hvers konar stjórn verður mynduð eftir næstu kosn-
ingar
Hvaða framfaramál staðarins verður að leggja
þyngsta áherslu á?
FUNDURINN ER
ÖLLUM OPINN
Frjálsar
umræður
fyrir tillögunni og benti á að þessi
tillaga er hann og fleiri þingmenn
Alþýðubandalagsins flyttu væri
nokkuð annars eðlis en tillaga
þeirra Eyjólfs og Jóhanns
Hafsteins. Sagðist hann telja
slæmt að umræðan stæði einhliða
um formsatriði, um ákv. form-
breytingar sem þó vissulega ættu
rétt á sér i ákv. tilvikum, en aðal-
atriðið væri að þessi lán væru
ófullnægjandi og þyrftu að
hækka.
Ragnar minnti á að þingmenn
Alþýðubandalags hafa flutt um
þetta mál tillögur margsinnis áð-
ur og þar gert ráð fyrir að bænd-
um yrði tryggð viðunandi rekstr-
arlánafyrirgreiðsla, og miðað við
að lánin yrðu veitt frá ársbyrjun
til ágústloka ár hvert og yrðu þá
orðin 75% af væntanlegum
afurðalánum. Tillaga þeirra hefði
þó ekki náð fram að ganga og
sagðist hann vona að þeir þing-
menn stjórnarinnar sem mest
hefðu talað um nauðsyn á þvi að
hækka rekstrar- og afuröalán
styddu þessa tillögu.
Ályktun Stéttasam-
bands bænda
Umræða um þessi mál hefði
aukist mjög enda mikil verðbólga
rikjandi sem hefði haft áhrif á
rekstrarafkomu bænda auk þess
sem almenn lán væru lika orðin
óhagstæðari og vextirnir komnir
upp í 30%. Fundir bænda viðsveg-
ar um landið heföu sett fram
kröfur um auknar lánagreiöslur
og vitnaði hann i þvi sambandi i
ályktun aðalfundar Stéttasam-
bands bænda sem haldinn var i
ágúst 1977. Fundurinn taldi „það
ástand sem nú rikir i lánamálum
landbúnaðarins, óviðunandi og
gerir kröfur til þess, að úrbætur
verði gerðar i þessum efnum.
Vegna verðbólgu og einnig vegna
stóraukinnar tæknivæðingar i
landbúnaði hefur þörfin fyrir
lánsfjármagn vaxið hröðum
skrefum og þær lagfæringar sem
gerðar hafa verið hvergi nærri
fullnægjandi, og bendir fundurinn
sérstaklega á rekstrar- og
afurðalán og lán til þeirra, sem
eru að hefja búskap, i þvi sam-
bandi”.
Tillagan
Sjálf tillaga þeirra Alþýðu-
bandalagsmanna tæki miö af
ályktun Stéttasambandsins og
væri eftirfarandi:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að gera ráðstafanir til
að tryggja bændum viðunandi
rekstrar- og afurðalán.
Rekstrarlán til sauðfjárbú-
skapar verði aukin þannig, að þau
verði a.m.k. 60% af skilaverði við
upphaf sláturtiðar og séu veitt
jöfnum höndum eftir þvi sem
rekstrarkostnaður fellur til.
Afurðalán miðist við að sölu-
félögumsé kleiftaðgreiða minnst
90% af grundvallarverði við mót-
töku afurðanna. Lánin skulu
breytast i samræmi við heildsölu-
verð, eins og það er i maimánuði
á ári hverju.
Fóðurbirgðalán (hafislán) mið-
ist við, að nægar birgöir fóður-
varaséu tryggöar á hafissvæðinu
til sex mánaða frá áramótum”.
Siban rakti Ragnar hvernig
hægt væri að tryggja nægilegt
rekstrarlán til bænda og lagöi
áherslu á að hér væri stórmál á
ferðinni er þyrfti að fá afgreiðslu
á þessu þingi.
Þegar þetta er ritað var
umræðu um tillöguna ekki lokið
og nokkrir á mælendaskrá.
Alþýðubandalagið i Vesturlandskjördæmi —
Kjördæmisráðsfundur
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Vesturlandskjördæmi heldur
fundí Snorrabúð i Borgarnesisunnudaginn 29. janúar kl. 14.
Dagskrá: 1. Ákvörðun um framboð. 2. Kosning æskulýðsnefndar. 3.
Kosningaundirbúningur. 4. Önnur mál. Stjórnin.
Hvergerðingar og nágrannar — Spilavist
Spilað verður 2. kvöldið i 3-ja-kvölda spilavistinni hjá Alþýðubandalag-
inu i Hveragerði laugardaginn 28. janúar kl. 20.30 i Félagsheimili
ölfusinga (við hliðina á Eden). Góð kvöldverðlaun. Aðalverðlaun:
Vikudvöl i Munaðarnesi. Góð skemmtun. Allir velkomnir. — Nefndin.
Alþýðubandalagið í Kópavogi — Árshátið
Munið árshátiðina i Þinghól laugardaginn 4. febrúar. Þorramatur.
Miðasaia og borðapantanir i Þinghól þriðjudaginn 31. janúar kl. 20.30
til 22.30. — Skemmtinefndin.