Þjóðviljinn - 27.01.1978, Síða 13
Föstudagur 27. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
sjónvarp
Hver fyrir sig og guö gegn öllum:
Uttekt á borgara-
legu samfélagi
Það er ekki á hverju kvöldi
sem sjónvarpsáhorfendum
gefst kostur á aö berja augum
svo nýlega og jafnframt ágæta
kvikmynd eins og þá sem verft-
ur á skjánum klukkan tiu i
kvöld. ÞaO er þýska myndin
„Hver fyrir sig og guö gegn öll-
um” (Jeder fiir sich und Gott
gegen alle) eftir Werner Her-
zog, sem gerö var áriö 1974.
Myndin var sýnd hér i Háskóla-
bíói i desember 1976 og var þá
nefnd ,,Gátan um Kaspar Haus-
er”. Aöaihlutverkiö, Kaspar
Hauser, leikur Bruno S.
Leikstjórinn, Werner Herzog,
fæddist 1942 i Miinchen. Fyrsta
kvikmyndahandrit sitt skrifaöi
hann 15ára, en var oröinn 21 árs
þegar hann fór aö fást viö gerö
stuttra heimildarkvikmynda i
fullri alvöru og á eigin kostnaö.
Áöur en hann geröi myndina um
Kaspar Hauser hafði hann
stjórnaö fjórum leiknum mynd-
um: Lifsmerki (tekin i Grikk-
landi 1967), Fata Morgana
(Afrika 1968-70), Dvergar hafa
einnig byrjaö smátt (i Mexikó
og á Spáni 1969-70) og Aguirre —
reiði guðs (Perú 1971-72).
En þaö var fyrst meö tilkomu
KasparsHausers,aö menn fórui
fúlustualvöru aö taka ofan fyrir
Werner Herzog. Þetta er fyrsta
leikna myndin sem hann stjórn-
ar i Þýskalandi. Nafn myndar-
innar, Hver fyrir sig og guð
gegn öllum, fer langt meöaö út-
skýra efni hennar, sem er úttekt
á borgaralegu samfélagi, for-
dómum þessog „siömenningu”,
Náttúrubarniö andspænis siö-
menningunni: Bruno S. i hlut-
verki Kaspars Hausers.
yfirborðsmennsku og tilfinn-
ingakulda. Enginn skyldi þó
ætla að hér væri um þurra á-
deilumynd aö ræöa, heldur er
hér kominn magnaöur skáld-
skapur, listaverk sem höföar
meira til tilfinninga manna en
annarra skilningarvita.
Kaspar Hauser nefnist maöur
oghefur aliö aldur sinn i dimm-
um kjallara, hlekkjaöur viö
gólfiö, svo lengi sem hann man
eftir sér. Allt i einu er hann
dreginn út úr kjallaranum, út i
sólina semhannhefur aldrei séð
áður, og skilinn eftir á torgi.
Stendurþar hreyfingarlaus meö
nafnlaust sendibréf i útréttri
hendi. Hann kann ekki aö tala
og varla aö ganga. Yfirvöldin
taka hann aö sér og hefja rann-
sókn i málinu.en hún leiðir ekki
til neins, uppruni Kaspars
Hausers er og veröur gáta. Yfir-
völdin telja aö honum beri aö
leggja fram sinn skerf til
greiðslu á uppihaldskostnaöi, og
koma honum i sirkus. Þar er
hann hafður til sýnis ásamt 3
öörum „gátum”: tveimur
dvergum og indiána. Síöan
lendir hann i höndum velunn-
ara, Daumer að nafni, og flend-
ist hjá honum. Kaspar lærir aö
lesa og skrifa og getur brátt orö-
aö hugsanir sinar. En hugsanir
hans eruekki isamræmi viö það
sem menn vænta sér af honum.
Hann fellur ekki inn í myndina
af rómantiska náttúrubarninu.
Hann er opinn og hreinskilinn.en
fólkið i kringum hann er fullt af
hræsni og sýndarmennsku.
Þessvegna fær hann ekki svör
við spurningum sinum. Ein-
semd hans er geigvænleg. „Eg
stend utan við allt”, segir hann,
„mér finnst mennirnir vera úlf-
ar.” Hann neitar að trúa á guö.
Hvaö hefur hann aö gera viö
þann guö sem borgararnir hafa
fundiö upp sér til huggunar?
Kaspar kann ekki neitt þegar
hann kemur i þetta umhverfi.
Honum er kennt — upp aö vissu
marki. Honum er ætlaö aö leika
ákveöiö hlutverk, hegöa sér i
samræmi við ákveöið munstur.
Þegar hann fer út fyrir þessa
þröngu ramma, leitar i abrar
áttir, bregst samfélagiö illa við.
Það var ekki ætlast til aö hann
færi aö leita sannleikans eöa
raunverulegrar lifsfyllingar. A
endanum er hann drepinn, og
gátaner jafn óleyst og hún var i
myndarbyrjun.
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustngr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Þórhallur Sigurðsson
les „Marx bragöaref” eftir
Sven Wernström (4). Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriöa. Ég man þaö enn kl.
10.25: Skeggi Asbjarnarson
sér um þáttinn. Morguntón-
leikarkl. 11.00: Hubert Bar-
washer og Sinfóniuhljóm-
sveit Lundúna leika Flautu-
konsert i D-dúr (K314) eftir
Mozart, Colin Davis stj. /
Sinf óniuhl jómsveitin i
BostonleikurSinfóniu nr. 2i
D-dúr op 36 eftir Beethoven,
Erieh Leinsdorf stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og frettir.
Tilkynningar. Vib vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Maður
uppi á þaki” eftir Maj Sjö-
wall og Per Wahlöö.ólafur
Jónsson byrjar lestur
þýöingar sinnar.
15.00 Miödegistónleikar.
Bernard Goldberg, Theo
Salzman og Harry Franklin
leika Trió i F-dúr fyrir
flautu, selló og pianó eftir
Jan Ladislav Dusik. Heinz
Holliger og félagar úr
hljómsveit Rikisóperunnar i
Dresden leika Konsert i
G-dúr fyrir óbó og strengja-
sveit eftir Georg Philipp
Telemam* Vittorio Negri
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 Ótvarpssaga barnanna:
„Upp á lif og dauöa" eftir
Ragnar Þorsteinsson. Björg
Arnadóttir les (3).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Söguþáttur Umsjónar-
menn: Broddi Broddason og
Gi'sli Agúst Gunnlaugsson. 1
þættinum veröur rætt um
sögukennslu á grunnskóla-
og framhaldsskólastigi.
20.05 Tónleikar Sinfónfu-
hljómsveitar lslands i
Háskólablói kvöldiö áöur, —
fyrri hluti. Stjórnandi:
Steuart Bedford frá
Bretlandi Einleikari: Arve
Tellefsen frá Noregi a.
„Brottnámiö úr kvennabúr-
inu”, óperuforleikur eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
b. Fiðlukonsert i D-dúr op.
61 eftir Ludwig van Beet-
hoven. — Jón Múli Arnason
kynnir tónleikana —
21.05 Gestagluggi Hulda
Valtýsdóttir stjórnar þætti
um listir og menningarmál.
21.55 Kvöldsagan: „Sagan af
Dibs litla” eftir Virginiu M.
Alexine-Þórir Guöbergsson
les þýðingu sina (5).
22.20 Lestur Passhisálma (4)
Dalla Þóröardóttir stud.
theol. les.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Áfangar
Umsjónarmenn: Asmundur
Jónsson og Guöni Rúnar
Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Prúöu leikararnir (L)
Þýöandi Þrándur
Thoroddsen.
21.00 Kastljós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maöur Sigrún Stefánsdóttir.
22.00 Hver fyrir sig og guö
gegn öllum. (Jeder ftir sich
und Gott gegen alle) Þýsk
biómynd frá árinu 1974.
Höfundur handrits og leik-
stjóri Werner Herzog.
Aðalhlutverk Bruno S.,
Walter Ladengast og
Brigitte Mira. Arið 1828
fannst ungur maður á torgi i
Niirnberg. Hann gat hvorki
talað né gengið, en hélt á
bréfi, þgr sem sagði ab hon-
um hefði verið haldiö föngn-
um i kjallara alla ævi, án
þess að hann hefði haft hug-
mynd um heiminn fyrir ut-
an. Hann gat sagt eina setn-
ingu: „Mig langar aö veröa
riddari eins og faðir minn
var — og skrifað nafn sitt,
Kaspar Hauser. Höfundur
myndarinnar, Werner
Herzog, hefur látið svo um-
mælt, aö Kaspar Hauser
sé „eini maöurinn, sem vit-
aber til aö „fæöst” hafi full-
orðinn. Hann hélt sig vera
einan i heiminum og leit á
hlekkina sem eðlilegan lik-
amshluta”. Þýðandi Vetur-
liöi Guönason.
23.45 Dagskrárlok
á Snæfellsnesi
Garnaveiki hefur nú í
fyrsta sinn fundist á Snæ-
fellsnesi/ — f Böðvarsholti í
Staðarsveit, — vestan
girðingarinnar, sem liggur
þvert yfir Nesið.
— Við erum enn i óvissu um
hvort sýking er aöeins á þessum
eina bæ á Nesinu, sagði Sigurður
Sigurðarson, dýralæknir i viðtali
við blaöið i gær. — Það hefur að
visu um alllangt skeiö verið fylgst
vel meb liffærum úr sláturfé i
Borgarnesi en hluta af fénu er
slátrab i Stykkishólmi og þaðan
bárustekki sýni i haust. Þvi kann
aö hafa verið slátrað þar garna-
veikri kind. Viö þurfum nauðsyn-
lega að fá upplýsingar um heilsu-
far fjárins undanfariö. Sjúkdóm-
urinn er mörg ár að búa um sig,
einkenni ógreinileg og i byrjun
ber aðeins á einr.i og einni kind.
Þaö varö að samkomulagi við
Snæfellinga, að við sendum mann
til allra fjáreigenda á svæöinu,
sem aflaöi sér upplýsinga um
vanhöld, skobaöi féö og tæki frá
grunsamlegar kindur. Þeim yrði
siðan slátraö og gengiö úr skugga
um hvort um garnaveiki væri að
ræöa eöa ekki. tJtlit ormaveikra
kinda getur verið likt og garna-
veikra en meö rannsókn á saur-
sýnum má skera úr um hvort
heldur er.
Við höfum blóöprufaö féð i
Böðvarsholti og á næstu bæjum
en 1973 var byrjað að bólusetja
þarna viö garnaveiki. Eldra féð
er þvi óbólusett og bólusettar
kindur svara jákvætt við blóö-
prúfu. Þaö getur þvi valdið erfið-
leikum séu fjáreigendur ekki á
þvi hreina með hvað er bólusett
og hváð ekki. Garnaveiki fannst
ekki i öörum kindum, sem slátrað
var frá Böövarsholti og úr ná-
grenni.
Erfitt er aö segja um hvernig
veikin hefur borist inn á svæðið.
Viö góö skilyröi getur sýkillinn
lifað utan kindarinnar jafnvel
meira en ár og allt, sem saur-
mengast og verst á milli felur i
sér hættu.
Nokkuö hefur verib slakað á
vörnum upp á siökastiö . Ákveðiö
hefur veriö aö leggja niöur hluta
af varnarllnunum en halda öörum
við til frambúðar. Þeim þarf aö
halda sem best viö. En girðingar
veröa aldrei fullkomin vörn og þá
reynir á aö fé sé ekki sammerkt,
en sammerkingar hafa aukist i
skjóli girðinganna. Markaskrár á
aö gefa út um allt land 1979 og þá
veröa umsjónarmenn marka-
skránna að hafa gott samstarf
um aö útrýma sam- og námerk-
ingum.
Það er skylda að sláturhúsin
láti taka garnasýni úr öllu full-
orönu fé og nautgripum, sem þar
er slátraö. Um þaö eiga slátur-
hússtjórar og sláturleyfishafar aö
sjá. Þaö vill svolitið bregöast en
er þó yfirleitt i góöu lagi. í
Stykkishólmi vildi svo til i haust
að dýralæknirinn var veikur og
gat þvi ekki sinnt starfinú, en út-
lendingur mun hafa veriö fenginn
i hans staö.
Bólusetning er áhrifamesta
vörnin gegn garnaveiki en þaö er
lika nauðsynlegt að viðhafa mikið
hreinlæti við fóbrun og hirðingu
og að ormahreinsa féö reglulega.
Eftir þvi, sem aðbúnaður fjárins
er betri verður mótstööuafliö
meira. Garnaveikin er alltaf
heldur að breiðast út, enda ekki
bólusett um allt land. Og svo eru
menn alltof kærulausir meö flutn-
ing á fé milli stað, sagöi Siguröur
Sigurðarson aö lokum. —mhg
Þingsjá
Framhald af bls. 6
Varöandi ummæli Páls Pét-
urssonar að ræða sin hefði verið
einkaframtaksræöa, þá sagðist
hann vilja spyrja hvort þaö gæti
verið einkaframtakssjónarmið aö
standa að þvi að bændur geti
fengið afurðir sinar greiddar.
Vegna þeirra orða Páls að sumir
þyrftu meira en aðrir, þá væri
það vitaskuld rétt að bændur
stæðu ekki allir eins aö vigi frem-
ur en sjómenn og verkamenn. En
um slikar úthlutanir til bænda
yrðu þá að gilda ákveðnar reglur
en ekki vera háö dyntum kaup-
félagsstjóra.
Lúðvík sagðist vilja minna á að
hliðstæð formbreyting heföi verið
gerð i sjávarútvegi og fælist i til-
lögum hans, og myndi nú enginn i
þeirri atvinnugrein vilja snúaaft-
ur til fyrra fyrirkomulags.
Stefán Valgeirsson lýsti þeirri
skoðun sinni að bændur hefðu
ekki áhuga á þvi að breyta nú-
verandi fyrirkomulagi.
Fuiltrúar bænda eða
umboðsseljenda?
Albert Guömundsson lýsti yfir
stuöningi viö þingsályktunartil-
löguna og taldi þetta mál vera
hluta af sjálfstæðisbaráttu
bænda. Bændur hefðu ekki þekkt
eigið frelsi i fjármálum i langan
tima. Sagöist hann ekki skilja
málflutning fulltrúa bænda, nema
þá aö þeir telji sig frekar fulltrúa
þeirra er sjá urn umboössöluna
en bænda.
Páll Pétursson, Jón Helgason
og Eyjólfur K. Jónsson töluöu all-
ir tvisvar.
Atkvæðagreiðslu um nefnd var
frestaö.