Þjóðviljinn - 03.02.1978, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. febrúar 1978
KVIKMYNDAHÁTIÐ SETT í GÆR
/
Agúst Guðmundsson hlaut
kvlkmyndastyrklnn 1978
Ágúst Guðmundsson tekur við starfsstyrk Menntamálaráðs úr hendi
varaformanns ráðsins, Baldvins Tryggvasonar.
Kvikmyndahátíö var sett
í gær í Háskólabíói. Þessi
fyrsta kvikmyndahátíö
sem hér hefur verið haldin
er i tengslum við Listahátíð-
ina og stendur i tíu daga#
lýkur 12. febrúar. Frum-
sýndar verða 19 kvik-
myndir f rá 14 löndum á há-
tíöinni og verða sýningar í
Háskólabíói og Tjarnar-
biói. Gestir Kvikmyndahá-
tiðar eru þýski leikstjórinn
Wim Wenders og Grikkinn
Voulgaris.
Birgir tsl. Gunnarsson borgar-
stjóri setti hátiðina i gær og sagði
m.a. i ávarpi sinu, að Kvik-
myndahátið væri einskonar for-
leikur að Listahátið, sem haldin
verður i vor. Reynt yrði að sýna
margt af þvi besta sem gert hefði
verið i kvikmyndalistinni á hátið-
inni.
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra flutti ræðu.
Hann sagði að kvikmyndirnar
væru orðnar óaðskiljanlegur hluti
af mannlifi og menningu þjóð-
anna. Vilhjálmur talaöi um
islenska kvikmyndagerð og
sagði, að ekki yrði dregið i efa
mikilvægi þess að efla islenska
kvikmyndagerð, sem ekki hefði
átt greiðan aðgang að fjármagni
fram til þessa. 1 gær var lagt
fram á Alþingi stjórnarfrumvarp
um kvikmyndalög. Samkvæmt
frumvarpinu er gert ráð fyrir
stofnun kvikmyndasafns og kvik-
myndasjóðs. Tilgangur sjóðsins
er að styrkja islenska kvik-
myndagerð með lánum eða bein-
um fjárframlögum til kvik-
myndagerðarmanna. Ráðherra
sagðist vænta þess, að frumvarp
þetta verði samþykkt á þessu
þingi.
Vilhjálmur Hjálmarsson sagði,
að það væri undrunarefni hverju
islenskt áhugalið í kvikmynda-
gerð hefði áorkað með tvær
hendur tómar. Þá skýrði hann frá
þvi, að börn Lofts Guðmunds-
sonar ljósmyndara hefðu ákveðið
að afhenda fyrirhuguðu kvik-
myndasafni kvikmyndir Lofts,
„Milli fjalls og fjöru” og
„Niðursetninginn.” Vilhjálmur
sagðist að lokum vona, að þessi
hátið markaði spor, efldi góðan
kvikmyndasmekk og flýtti fyrir
nefndri lagasetningu.
Baldvin Tryggvason varafor-
maður Menntamálaráðs afhenti
kvikmyndastyrk ráðsins 1978, i
veikindaforföllum Kristjáns
Benediktssonar formanns
Menntamálaráðs. Styrkinn, sem
að þessu sinni er tvær miljónir
króna, hlaut Ágúst Guðmunds-
son, þritugur Reykvikingur, sem
nýlega hefur lokið fjörurra ára
námi i kvikmyndafræðum við The
National Film School i Englandi.
Agúst notar styrkinn til gerðar
kvikmyndar eftir eigin handriti,
sem hann nefnir Litil þúfa. Tvær
myndir hans hafa verið sýndar
hér i sjónvarpi, Vinur minn Jón-
atan og Saga úr striðinu, og á
kvikmyndahátiðinni verður hin
þriðja sýnd, Lifeline To Cathy.
Baldvin Tryggvason sagði að
mikils fjármagns væri þörf, ef
islensk kvikmyndagerð ætti að
Framhald á 14. siðu
Haukur
Angantýsson
Skákmeistari
Reykjavíkur
Haukur Angantýsson tryggði
sér titilinn „Skákmeistari
Reykjavikur 1978” er hann vann
Björn Sigurjónsson i 11. og slð-
ustu umferð. Á sama tlma tapaði
Bragi Halldórsson fyrir Benóný
Benediktssyni i aðeins 18 leikjum,
en Bragi var jafn Hauki að vinn-
ingum fyrir siðustu umferð.
Haukur hlaut 8 vinninga af 11
mögulegumjen Bragi 7 vinninga.
Þórir ólafsson getur komist upp á
milli þeirra ef hann vinnur Július
Friðjónsson en skák þeirra var
frestað.
Þetta er i fyrsta sinn sem
Haukur verður Reykjavikur-
meistari i skák,en hann hefur litið
getað teflt vegna atvinnu sinnar.
Framhald á 14. siðu
Greinargerö Landsbankans til viðskiptaráðherra:
50 miljónir á 8 árum
frá einu fyrirtæki
Svofelld greinargerð Lands-
bankans um mál Hauks Heiðars
kom fram á Alþingi I gær:
„Reykjavík, 28. janúar, 1978.
Hr. viðskiptaráðherra
Ólafur Jóhannesson,
REYKJAVÍK
„Sem svar við bréfi yðar,
herra viðskiptaráöherra, dags.
24. þ.m., vill bankastjórnin upp-
lýsa eftirfarandi:
Þann 22. desember s.l. ritaði
bankastjórnin rannsóknarlög-
reglustjóra rikisins bréf, þar
sem beðið var um, að þá þegar
yrði hafin rannsókn á misferli,
sem komið hefði fram, að einn
af starfsmönnum bankans,
Haukur Heiðar, deildarstjóri á-
byrgðardeíldar, hefðí gerst sek-
ur um.
Nokkru áður hafði eitt af við-
skiptafyrirtækjum bankans
„Reykjavik 2. febrúarl978.
Með bréfi viðskiptaráöu-
■ neytisins, dagsettu 30. f.m.
1 barst mér ljósrit af bréfi banka-
stjórnar Landsbanka íslands,
■ dagsettu 28. f.m. I bréfi ráðu-
I neytisins er þess farið á leit við
mig, að ég gefialþingi allar þær
upplýsingar um gang lögreglu-
• rannsóknar þeirrar, sem lýst er
I fyrrgreindu bréfi, er ég telji
. fært að veita á þessu stigi rann-
| sóknar.
óskað eftir sundurliðun á kostn-
aðarreikningi hjá ábyrgðar-
deildinni og hafði þá komið i
ljós, að ósamræmi var milli
færsluskjals i bókhaldi bankans
og tilsvarandi færsluskjals i
bókhaldi fyrirtækisins. Þegar
endurskoðunardeild bankans
kannaði hvað mismuni þessum
ylli, varð ljóst að Haukur Heiðar
myndi hafa útbúið tvenns konar
færsluskjöl, önnur sem við-
skiptamaðurinn greiddi eftir,
hin með lægri upphæð, sem
gengu til bókhalds bankans, en
siðan dregið sér mismuninn.
Var þá beðið um rannsókn þá
sem fyrr er getið og enn stendur
yfir.
Mismunar af þessu tagi hefir
orðið vart i um 25 tilvikum á
timabilinu 1970-1977, að báðum
árum meðtöldum, og lúta þau
öli að viðskiptum sama við-
Svo sem fram kemur i fyrr-
greindu bréfi bankastjórnarinn-
ar var það hinn 22. desember
s.l., sem stjórn Landsbanka ís-
lands sneri sér til rannsóknar-
lögreglustjóra rikisins með
beiðni um að hafin yrði rann-
sókn á fjármálamisferli, sem
komið hefði fram, að Haukur
Heiðar, deildarstjóri ábyrgðar-
deildar bankansheföi gerstsek-
ur um. Rannsóknarlögregla rik-
isins hóf þegar I stað rannsókn
þessa kæruefnis, og hefir hún
skiptafyrirtækis. Samtals nem-
ur sá mismunur, sem um ræðir i
þessum tilvikum, nálega 50
milj. kr.
Ekkert hefur komið fram,
sem bendir til að hliðstæður
fjárdráttur hafi átt sér stað i
sambandi við viðskipti annarra
fyrirtækja við ábyrgðardeild
bankans, en þessa eina, en það
verður að sjálfsögðu rannsakað
til hlitar. A hinn bóginn hefur
Haukur misnotað reikninga sex
fyrirtækja til þess að ná þvi fé,
sem hann dró sér, Ut úr bankan-
um. Enn er ekki fullkannað að
hve miklu leyti féð hefur verið
dregið af bankanum og að hve
miklu leyti af viðskiptafyrir-
tækinu, en flest bendir þó á
þessustigi til þess, að það sé að
mestu af bankanum.
Ekkert bendir til að neinn inn-
an bankans sé samsekur Hauki
staðið yfir sleitulaust siðan.
Við þá rannsókn, sem þegar
hefir farið fram, hefir kærði,
Haukur Heiðar, játað að hafa
um árabil staðið að stórfelldum
fjártökum og misferli með skjöl
i sambandi við viðskipti bank-
ans og tilgreind fyrirtæki. Þykir
i meginatriðum upplýst með
hvaða hætti kærði hefir staðið
að þessum fjártökum að þvi
marki sem kæruefni og rann-
sóknargögn liggja þegar fyrir.
Jafnframt beinistrannsóknin að
i máli þessu.
A því sem hér hefur verið lýst
eru kærumál bankastjórnar á
hendur Hauki Heiðar reist.
Rannsóknmálsins er hins vegar
undir forræði og yfirstjórn
rannsóknarlögreglustjóra og er
það ekki á valdi bankastjórnar
að gefa skýrslu um hana.
Af bankans hálfu hefur verið
lögð áhersla á að flýta rannsókn
málsins eftir þvi sem það stend-
ur I hans valdi. Rannsóknarlög-
reglustjóri hefur að beiðni
bankastjórnar tilnefnt óháðan,
löggiltan endurskoðanda til að
hafa yfirumsjón með þeirri
gagnavinnslu, sem fram fer i
bankanum og starfslið bankans
vinnur að.
Á þeim rúma mánuöi, sem
liðinn er siðan mál þetta kom
upp, hafa farið fram á vegum
bankaráðs og bankastjórnar ýt-
þvi að gaiiga úr skugga um
hvort um aðrar fjártökur eða
önnur brot hafi veriö að ræða en
þegar þykir i ljós leitt.
Rannsókn sakarefna máls
þessa er eigi lokiö, enda um-
fangsmikil, en hefir verið hrað-
að eftir föngum og miðar vel á-
fram.
Guðmundur Skaftason,
hæstaréttarlögmaður og löggilt-
ur endurskoðandi, hefir verið
rannsóknarlögreglu rikisins til
ráðuneytis við skipulagningu
arlegar umræður og undirbún- m
ingur að aðgerðum, sem hrund- ■
ið verður i framkvæmd á næst- j
unni i þvi skyni að koma eins og •
fært er i veg fyrir að atburðir af I
þessu tagi endurtaki sig. Þessar ■
aðgerðir munu einkum verða |
tvenns konar: ■
1 fyrsta lagi verða teknar til |
endurmats og endurnýjunar all- m
ar vinnuaðferðir endurskoðun- ■
ardeildar bankans. Þörfin á
slikri endurnýjun hefur komið I
til umræðu i bankanum áður. 1
Nú hafa hins vegar verið gerðar ■
ráðstafanir til að fá utanaðkom- |
andi sérfræðiaðstoð til að ann- ■
ast þetta endurmat án tafar. I
I öðru lagi verður tekinn upp ,
sá siður sem allsherjarregla, að ■
flytja menn til i störfum innan I
bankans á hæfilegu árabili. !
Þessi siður tiðkast i mörgum er- I
lendum bönkum, og þykir hafa ■
marga kosti, en hefur ekki |
tiðkast hérlendis fyrr en Lands- ■
bankinntókhannuppí nokkrum g
mæli fyrir 6-7 árum.
Vér leyfum oss að vænta þess, i
herra viðskiptaráðherra að I
þetta bréf svari fyrirspurn yð- ■
ar.”
Virðingarfyllst,
LANDSBANKI ÍSLANDS “
— Bankastjórn— j
HelgiBergs ■
Björgvin Vilmundarson” |
■ ■ ___ . m—mm • mmmmmmm ■
I
■
rannsóknar þessa máls og at- I
hugun sakargagna, þ. á m. að ,
þvi er varðar öflun gagna og ■
greinargerða af hálfu Lands- ®
bankans og athugun bókhalds- jjj
gagna frá þeim viðskiptafyrir- I
tækjum bankans, sem koma við ■
sögu. Þá hef ég tilnefnt Ólaf |
Nilsson, löggiltan endurskoð- ■
anda, til að hafa umsjón með I
þeirri gagnavinnslu, sem fram *
fer innan bankans. A þeim tima, ■
sem liðinn er siðan mál þetta *
kom upp, má heita að gögn og í
greinargerðir af hálfu bankans I
hafi stöðugt verið að berast eftir , ■
þvi sem kæruefni og rannsókn |
þeirra hefir þótt gefa tilefni til. ■
Ríkissaksóknara hefir verið I
gerð grein fyrir rannsókn rann- J
sóknarlögreglu rikisins i máli ■
þessuog fullt samráð verið haft *
við hann um rannsókn og með- Jj
ferð þessa máls.
Frekari upplýsingar vérða ■
veittar svo fljótt sem kostur er |
vegna rannsóknar málsins. „
Hallvarður Einvarðsson.” |
Greinargerð rannsóknarlögreglustjóra:
Staðið að stórfelldum
fjártökum og misferli