Þjóðviljinn - 03.02.1978, Page 3
Föstudagur 3. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Kambódía og
Taíland sátt
Enn ósamið um landamœri
BANKOK 2/2 — Kambódía og
Tailand hafa samið um að taka
upp verslunarviðskipti milli land-
anna, skiptast á ambassadorum
og „láta það liðna vera gieymt,”
samkvæmt tilkynningu birtri i
höfuðborg Tailands i dag. Er þá
svo að sjá, að sættir hafi tekist
milli rikjanna eftir að nærri fullur
fjandskapur hefur verið með
þeim i yfir tvö ár, og raunar hafa
þessar þjóðir lengst af sögu sinn-
ar eldað grátt silfur.
Þessar sættir tókust er úpadit
Patsjirajangkún, utanrikisráð-
herra Tailands, brá sér til
Kambódiu og ræddi við Ieng Sary
aðstoðarforsætisráðherra og hitti
einnig að máli Pol Pot forsætis-
ráðherra. Lét Úpadit vel yfir
þeim viðræðum við heimkomuna.
Þetta er fyrsta heimsókn tai-
lensks ráðherra til Kambódiu frá
þvi að kambódiskir kommúnistar
og stuðningsmenn þeirra unnu
borgarastriðið þar i landi vorið
Regnbogamálið til umræðu í borgarstjórn:
Geðþóttaákvörðun
ræður gjaldinu
Þrenns konar reglugerðir í gildi
um greiðslur af bifreiðastœðum
Borgarstjórinn i Reykjavik,
Birgir isleifur Gunnarsson,
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á
fundi borgarstjórnar i gær, og
gerði að umtalsefni frétt Þjóðvilj-
ans um greiðslur kvikmynda-
hússins Regnbogans til borgar-
sjóðs vegna bilastæða, sem ekki
er nóg af við kvikmyndahúsið.
Hélt borgarstjóri þvi fram, aö
samkvæmt nýjum skipulagsregl-
um væri Regnboganum aðeins
skylt að greiða fyrir umrædd
bilastæöi 1,6 miljónir króna, en
ekki 6 miljónir eins og segir í
Þjóðviljanum i gær. Sagði borg-
arstjóri að mál Regnbogans hefði
fcngið eðlilega afgreiðslu i alla
staði.
Sigurjón Pétursson, borgar-
ráðsmaður Alþýðubandalagsins,
sagði að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn væri búinn að koma sér
upp þremur reglugerðum varð-
andi innheimtu gjalda sem þess-
ara, svo og óeðlilega rýmilegum
reglum um það hversu há gatna-
gerðargjöld skuli innheimta af
verslunar- og iðnaðarhúsnæði.
Taldi Sigurjón slikt fyrirkomulag
i hæsta máta óeðlilegt, þar sem
meö þvi td. að hafa fjölda slikra
reglugerða í gildi væri það nánast
geðþóttaákvörðun meirihluta
borgarstjórnar eða einstakra em-
bættismanna hvaða reglum skuli
beitt i hvaða tilviki og hægt væri
þannig að mismuna einstakling-
um og fyrirtækjum, auk þess sem
slikt fyrirkomulag gæfi alls kyns
sögusögnum um mismunun byr
undir vængi. Það kom og fram i
máli Sigurjóns að á borgarráðs-
fundi fyrir tvcimur dögum hefði
borgarstjóri ekki haft svar sem
hann gæfi nú á reiðum höndum,
og ekki þá túlkun á þvi, sem
Regnboginn skyldi greiða, sem
hann hefði orðið sér úti um siðan.
Séu gjöld Regnbogans reiknuð
út samkvæmt einni af þeim
þremur reglugerðum, sem i gildi
eru, bæri kvikmyndahúsinu að
greina 6 miljónir eins og fram
kom i Þjóðviljanum i gær, en ekki
l,6miljón eins og borgarstjóri úr-
skurðar nú eftir nýákvarðaðri
reglugerð.
Nánar verður skýrt frá umræð-
um um þetta mál i Þjóðviljanum
á morgun.
— úþ
Pol Pot, forsætisráöherra Kam-
bódlu. Stjórn hans hefur ærna
þörf á bættri sambúð við Tailand,
nú þegar striðsástand er á landa-
mærum Kambódiu og Víetnams.
1975. Kambódiumenn hafa sam-
þykkt að láta lausa tailenska
fiskimenn, sem kambódiskir
varðbátar hafa handtekið á Tai-
landsflóa, en þar greinir rikin á
um yfirráðasvæði sem viðar.
Hinsvegar sagði Úpadit að
ennþá hefði ekki verið reynt að ná
samkomulagi um landamæri
rikjanna, en það deilumál er
mjög viðkvæmt.og gera bæði riki
tilkall til margra svæða meðfram
hinni 500 kilómetra lögnu landa-
mæralinu á milli þeirra. Að sögn
Tailandsstjórnar voru yfir 150 Ti-
lendingar drepnir i landamæra-
skærum við Kambódiumenn á s.l.
ári. Úpadit sagði, að ekki yrði
byrjað á þvi að reyna að leysa
þetta deilumál fyrr en rikin hefðu
komið sér upp sendiráðum hvort i
annars höfuðborg.
GENF 1/2 Reuter — úm 5000 ein-
tök af Bibliunni á þýsku hafa verið
send mótmælendasöfnuðum á
austursvæöum Sovétrikjanna
samkvæmt samkomulagi við þar-
lend stjórnarvöld, að sögn Lút-
herska heimssambandsins.
Lögðu Lútherstrúarmenn i
Austur-Þýskalandi þar af fram
um 2000 eintök.
Svo er að heyra á fréttinni að
bibliur þessar fari einkum til
lútherskra safnaða þýskumælandi
manna, en nærri tvær miljónir
Þjóðverja munu vera i Sovétrikj-
unum.
Enginn árangur
af hermála-
viðrœðum
TEL AVIV 2/2 Reuter —
Annarri umferð hermálavið-
ræðna Egypta og tsraels-
manna lauk i gærkvöldi án
þess að nokkur árangur næð-
ist. 1 viðræðunum neituðu
israelsmenn sem fyrr að
leggja niður nýbyggðir sinar
á Sínaí og kváðu sér nauð-
synlegt að viðhalda þeim af
varnarástæðum.
Agreiningur er og um
mörg atriði önnur viðvikj-
andi Sinai. Haft er eftir
heimildum i Israel að her-
málaviðræðurnar sem fóru
fram i Kairó, verði ekki
hafnar þriðja sinn fyrr en i
fyrsta lagi eftir að Sadat
Egyptaforseti er kominn
heim úr leiðangri sinum um
sjö riki, en hann er nýlagöur
upp i þá ferð. I þvi ferðalagi
mun hann meðal annarra
hitta Carter Bandarikjafor-
seta að máli.
Hlerunar -
hneyksli
BONN 2/2 Reuter — Helmut
Schmidt, sambandskanslari
Vestur-Þýskalands, ráðfærði
sig i dag við leiðtoga frjáls-
demókrata, sem ásamt með
sósialdemókrötum, fiokki
Schmidts, standa að núver-
andi rfkisstjórn, vegna al-
varlegs njósnahneykshs sem
valdið hefur þvi að varr.ar-
málaráðherra landsins,
Georg Leber, hefur boðist til
þess að segja af sér.
Málið er þannig vaxið að
komist hefur upp að leyni-
þjónusta hersins hefur
stundað viötækar og ólögleg-
ar persónunjósnir með hler-
unartækjum. Leber viður-
kenndi i gær að hafa gefiö
þinginu rangar upplýsingar
um málið og bauö þá fram
afsögn sina. Hið sama hafa
nú tveir ráðherrar i viöbót
gert, af öðrum ástæðum þó,
að sögn.
Danir saka nú Breta
um heimsvaldastefnu
Sjálfhelda i fiskveiðimálum EBE
HANSTHOLM, Jótlandi 1/2 —
Einn af forustumönnum danskra
útgerðarmanna, Svend Heisel-
berg, sakaði Bretland i dag um
heimsvaldastefnu i fiskveiðimál-
um á Norðursjó. Eins og kunnugt
er slitnaði nýlega upp úr viðræð-
um aðildarríkja Efnahagsbanda-
lags Evrópu i Briissel, er Bretar
harðneituðu að gefa eftir viövikj-
andi sinum sjónarmiðum um
fiskveiðar á Norðursjó og viðar.
Standa Bretar fast við það að all -
breið „einkafiskveiðilögsaga” út
frá ströndum Bretlands sé tekin
frá fyrir breska fiskimenn eina.
Heiselberg sagði að nú væri
framtið danskra fiskveiða öll i
óvissu vegna þessarar afstöðu og
að hvorki fiskimenn né útgerðar-
menn vissu hvað þeir ættu að
gera gagnvart fiskveiðitakmörk-
unum Breta. Danmörk er mesta
fiskveiðiriki EBE og landaði s.l.
ár um 1.8 smálestum af fiski.
Mikiö af aflanum fór i fiskimjöl,
lýsi og niðursuðu.
Reykjavíkurskákmótið:
Deilan við íslensku
stórmeistarana leyst
Eins og Þjóðviljinn skýrði
fyrstur blaða frá, sl. laugardag
kom upp deila milli islensku stór-
meistaranna annarsvegar og
stjórnar skáksambandsins hins-
vegar vegna þess að til stóð að
greiða erlendu stórmeisturunum
dagpeninga meðan á mótinu
stæði, en ekki þeim íslensku.
Þetta vildu þeir ckki samþykkja
og úr varð deila.
Nú hefur þessi deila verið leyst
og er úr sögunni. Farin var sú
leið, að fella alveg niður dagpen-
ingagreiðslur til allra stórmeist-
aranna. Þess i stað mun Skák-
samband Islands greiða fæði fyrir
erlendu stórmeistarana og einnig
fyrir þá islensku, þegar þannig
stendur á, eins og forseti SSt
komst að orði i samtali við Þjóð-
viljann i gær.
Eins og annarsstaöar er sagt
frá i Þjóðviljanum hefst Reykja-
vikurskákmótið að Hótel Loftieið-
um á morgun kl. 18.00
— S.dór.
Satöahangikjöt
bragömikíð og ljuffengt
heildsölubirgðir
$ Reykhús Sambandsius
S.14241