Þjóðviljinn - 03.02.1978, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. febrúar 1978
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Pálsson
Kitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Siðumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Tillögur um
fyrstu skref
Eitt stjórnarblaðanna skýrði frá þvi
fyrir nokkrum dögum, að rikisstjórnin
hefði ákveðið að fella gengið. Þessi frétt
blaðsins var ekki borin til baka með opin-
berri tilkynningu, þannig að þögnin hefur
staðfest efni hennar að fullu. Siðan frétt
þessi birtist hefur kaupæðið verið i há-
marki i verslunum sem selja innfluttar
vörur og heildsalar og umboðssalar herja
á gjaldeyrisdeildir bankanna sem aldrei
fyrr.
Þessi vinnubrögð rikisstjórnarinnar eru
gjörsamlega siðlaus. Með þessum vinnu-
brögðum er rikisstjórnin að gefa heild-
sölunum gifurlegar upphæðir; þegar er
farið að bera á þvi i verslunum að kaup-
menn hafi nánast dagprisa á vörum sinum
og þeir bera þvi við að gengissigið valdi
hækkun á sömu vörunni á einni nóttu.
Jafnframt ákvörðunum um gengis-
fellingu hefur rikisstjórnin fjallað um að
skerða kaupið. Af ályktunum verkalýðs-
hreyfingarinnar, BSRB i gær til dæmis, er
ljóst að hún mun taka á móti árásunum af
fyllsta þunga og ekkert gefa eftir. Með þvi
að ráðast á kjörin er rikisstjórnin að kalla
yfir sig stéttastrið.
Rikisstjórnin ber þvi við, að gera verði
ráðstafanir til þess að leysa vanda
sjávarútvegsins upp á 12 miljarða króna á
þessu ári. Tölum þessum ber að taka með
fyrirvara, þvi vitað er að stór hluti fisk-
vinnslunnar var rekinn með ágætri
afkomu á siðasta ári. Vafalaust er þvi
raunverulegt vandamál sjávarútvegsins
af allt annarri stærðargráðu.
Vanda sjávarútvegsins vill rikisstjórnin
leysa með ,,gömlu ihaldsúrræðunum”,
með sömu aðferðum og hún hefur jafnan
haft, þ.e. með þvi að stórauka verðbólgu-
hraðann frá þvi sem nú er. Þessar aðgerð-
ir hennar eiga að felast i þvi að fella geng-
ið, sem aftur vefur upp á sig i öllu verðlagi
og tilkostnaði atvinnugreina, leysir engan
vanda nema til skamms tima, heldur
magnar vandann sem við er að glima.
Með þessu háttalagi er rikisstjórnin að
margfalda efnahagserfiðleika þjóðarbús-
ins þrátt fyrir einmuna góðæri, hátt verð á
afurðum landsmanna erlendis og mikil
aflaföng.
Alþýðubandalagið ákvað á miðstjórnar-
fundi sinum i siðustu viku að benda á leið
til þess að vefja ofan af verðbólguhnyklin-
um. Tillögur Alþýðubandalagsins eru ætl-
aðar sem fyrsta skref til þess að draga úr
verðbólguhraðanum i stað þess að magna
hann, tillögur sem i framkvæmdinni ættu
að auðvelda að taka á efnahagsvandan-
um i heild. Vissulega skal það undirstrik-
að, að hér er aðeins um að ræða fyrsta
skref, en i þeim felst þó veruleg lækkun
verðlagsins og það eru engin minniháttar
tiðindi i þessu hrjáða þjóðfélagi óðaverð-
bólgunnar.
Tillögur Alþýðubandalagsins eru raun-
hæfar úrbótatillögur. Þær eru settar fram
með það i huga að skapa sem viðtækasta
samstöðu allrar verkalýðshreyfingarinn-
ar. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn
sem hefur sett fram slikar tillögur,og það
er þvi miður sjaldgæft að stjórnarand-
stöðuflokkur vinni með þeim hætti að hann
komi frá sér öðru en gagnrýni.
Geir Hallgrimsson forsætisráðherra
hefur lýst fullri andstöðu við tillögur Al-
þýðubandalagsins um niðurfærslu verð-
lags; hann kýs heldur ,,gömlu ihaldsúr-
ræðin”, enda færa þau stéttarbræðrum
hans mest i aðra hönd eins og minnt var á i
upphafi. Geir Hallgrimsson, fulltrúi versl-
unarstéttar og milliliða, veit sem er, að
verðbólgan er i senn baráttutæki gegn
verkalýðshreyfingunni og gróðatæki auð-
stéttarinnar. Verðbólgan er þannig i senn
sókn og vörn afturhaldsins i landinu — og
engin furða að andstaða þess við tillögur
Alþýðubandalagsins sé einörð.
Alþýðubandalagið telur að við lausn
efnahagsvandans verði að ganga mun
lengra en tillögurnar um fyrstu skref
segja til um. Það er brýn nauðsyn að gera
heildaruppskurð á öllum þjóðarbúskapn-
um. Rikisstjórn hægriflokkanna hefur
skapað fleiri vandamál en nokkur önnur
stjórn á jafnskömmum tima, verðbólgan
hefur aldrei verið hraðari, erlendu skuld-
irnar aldrei meiri, gjaldeyrissukkið aldrei
svakalegra, veisluhöld heildsalastéttar-
innar og verðbólgubraskaranna hafa
aldrei verið stórkarlalegri. Þessum efna-
hagslegu staðreyndum verður að gefa
gaum, til þess að komast áleiðis til lausn-
ar vandanum -þó innan ramma auðvalds-
skipulagsins sjálfs, sem auðvitað er und-
irrótin. Alþýðubandalagið telur að eitt
meginatriði efnahagsstefnunnar eigi að
vera áætlunarbúskapur með fjárfesting-
arskipulagi, virkt verðlagseftirlit, skatt-
lagning fyrirtækja, skynsamleg lánastýr-
ing, skipuleg notkun gjaldeyris. Spilling-
unni verður að mæta með nýju skipulagi
alls viðskiptakerfisins, þvi að viðskipta-
kerfi auðstéttanna er forsenda og gróðrar-
stia spillingarinnar. En nú, sem fyrstu
skref, flytur Alþýðubandalagið eitt flokka
tillögur um að fara nýja leið verðlækkana-
leið, i stað verðhækkanaleiðar.
—s.
Rómarsendiherra Bandarikjanna og Carter skrafa um þafi hvenær
lýöræhið sé i gildi og hvenær ekki.
Kenning
Carters
Einhverngeginn er þaö svo afc
þeir á Morgunblaðinu hafa verið
hálffeimnir við að ræða hina
nýju Carterkenningu. Hún er,
eins og fréttalesendur muna, á
þá leið, að Bandarikjastjórn tel-
ur sig hafa vit fyrir Evrópuþjóð-
um i stjórnmálum með þvi að
beita áhrifum sinum til að koma
i veg fyrir aðild kommúnista að
rikisstjórnum.
Það hefur þó aðeins verið
minnst á ummæli i leiðara
breska blaðsins Guardian um
þetta mál, þar sem minnt var á
það, að á íslandi hefðu „komm-
únistar” tvisvar átt ráðherra i
rikisstjórn. 1 þvi sambandi kom
i ljós að Nató kvaðst hafa gert
„sérstakar ráðstafanir” til að
fyrirbyggja að sú stjórnaraðild
yrði Nató skaðleg og hafa verið
hafðar uppi ýmsar vangaveltur
um það efni. En til þessa hefur
ekki verið vitnað til þess hluta
leiðara hins breska blaðs sem er
þó sýnu merkastur, en þar er
blátt áfram um það spurt, hvort
lýðræðisreglur eigi að gilda eða
ekki. Blaðið segir (Guardian
Weekly, forsiöa 22. janúar):
Hvenœr gilda
reglurnar?
„Tilmæli Bandarikjastjórnar
til italska þingsins um að
kommúnistum verði haldið utan
stjórnar eru óheiðarleg og i and-
stöðu bæði við rökfræði og póli-
tískan veruleika. Þau eru
óheiðarleg vegna þess, að það
sem Bandarikin eru i raun að
segja, er að allir trúum við á
lýðræði sem hið göfugasta form
stjórnskipunar — nema þegar
kosningaúrslit eru okkur ekki að
skapi.Að segja þetta jafngildir
þvi, að lýsa þvi yfir að leikregl-
ur lýðræðis séu heilagar — jafn
lengi sem niðurstaðan samrým-
ist hag Bandarikjanna.”
Þetta er að sjálfsögðu einkar
skýr og augljós afstaða hjá hinu
breska borgarablaði, og væri
reyndar tilbreytni að þvi, að
hinir umburðarlyndu aðdáend-
ur Carters á Morgunblaðinu
hresstu sig upp i að gefa svip-
aða yfirlýsingu.
Guardian minnir og á það, að
yfirlýsing Bandarikjastjórnar
sé óheiðarleg vegna þess, að
Kommúnistaflokkur Italiu, PCI,
hafi unnið mikinn kosningasigur
(34,4% atkvæða) i fullkomlega
eðlilegum kosningum — en ekki
vegna ofbeldisverkaógnana eða
með hernaðarihlutun. Herra
Berlinguer, segir blaðið, ber
ábyrgð gagnvart kjósendum
sinum, og hann er að standa við
þá ábyrgð með þvi að gera til-
kall til stjórnaraðildar.
Ungir herskyldir
menn
Ennfremur segir blaðið á þá
leið að í siðustu kosningum hafi
kommúnistar hlotið meira fylgi
meðal ungs fólks en helstu
keppinautar þeirra, Kristilegir
demókratar. „Það er þvi liklegt
að meirihluti ungra manna i
herskyldualdri kjósi kommún-
ista. Og italski herinn er her-
skylduher sem i eru i raun allir
ungir menn á þeim aldri. Ef að
herra Berlinguer væri sams-
konar maður og Pinochet i Chile
hefði hann firifsað til sin völdin
fyrir löngu. Fyrir þá sem
hneigjast að pólitisku ofbeldi
eru 40-50% stuðningur i hernum
valdaundirstaða sem er miklu
meiri en nægileg til að steypa
rikisstjórn. Hefði herra Ber-
linguer verið á þeim buxum, þá
myndum við vita allt um það nú
þegar.”
Morgunblaðið gefur litinn
áhuga fyrir röksemdafærslum
af þessu tagi. Þess i staö remb-
ist það við að vitna i Josep Luns,
framkvæmdastjóra Nato, sem
hamast einnig gegn itölskum
kommúnistum og segir að þeim
sé aldrei hægt að treysta ,,að
óreyndu”. 1 fyrsta lagi er þessi
„reynsla” þegar fengin eins og
Guardian bendir á. I öðru lagi
felst það blátt áfram i mál-
flutningi Luns, að þessi
„reynsla” muni aldrei koma til
greina. Með öðrum orðum:
niðurstöður kosninga á ttaliu
skulu fyrirfram dæmdar ómark
ef Nató er ekki ánægt meö þær.
Pólitiskar mútur
og heiöarleiki
Guardian minnir og á þá
staðreynd, að Italir hafi fylkt
sér i hraðvaxandi mæli um PCI
„vegna þess að stjórn kommún-
ista á borgum og héruðum er
heiðarleg, en stjórn Kristilegra
demókrata ekki”.
Im ihlutun Bandarikjastjórn-
ar segir einn af leiðtogum PCI á
þessa leið:
„Arið 1948 gátu Bandarikja-
menn lagt á borðið ávisun upp á
300 miljónir dollara til að fá þvi
framgengt, að kommúnistum
yrði visað úr rikisstjórn, siðan
vörðu þeir miljörðum til að
byggja upp veldi Kristilegra
demókrata. En þetta er ekki
hægt lengur — itölsk efnahags-
kreppa er stærra vandamál en
svo, að hún verði leyst með ein-
hverjum dollaragjöfum. Auk
þess telur meirihluti stjórn-
málamanna og þá ekki sist Ugo
La Malfa, foringi Lýðveldis-
flokksins, að kommúnistar
Italiu séu ómissandi ef takast á
að bjarga lýðræðinu i landinu,
jafnvel þessu gamla frjáls-
lyndislýðræði. En Bandarikja-
menn tala eins og þeir hafi ekk-
ert lært i þrjátiu ár, eins og þeir
viti ekki að 34.5% ttala hafa kos-
ið PCI, sett flokkinn yfir 2800
borga og bæjarstjórnir þar sem
60% ttala búa”.
Marcelle Padovani, Rómar-
fréttaritari franska blaðsins Le
Nouvel Observateur, ' hefur
þvi við þessa klausu aö bæta, að
meðan hluti Kristilegra.Frjáls-
lyndir og Nýfasistar komi fram
sem erindrekar erlends valds
(Bandarikjanna), séu kommún-
istar að öðlast einkarétt á þjóð-
legu sjálfstæði ttaliu.
—áb.