Þjóðviljinn - 03.02.1978, Qupperneq 5
Föstudagur 3. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Skáksambandið i
eigið húsnæði
í gær flutti Skáksamband
íslands i eigið húsnæði að
Laugavegi 71 i Reykjavik, en
sambandið festi kaup á 3ju hæð i
húsi sem þar er i byggingu.
Húsnæði þetta er 140 fermetr-
ar að grunnfleti og kostaði tilbú-
ið undir tréverk 15 milj. króna
en fullbúið um 20 miljónir
króna. Þarna mun i framtiðinni
verða bækistöð sambandsins,
auk þess sem þarna mun verða
aðal-miðstöð FIDE, Alþjóða-
skáksambandsins, ef Friðrik
Ólafsson verður kjörinn forseti
þess næsta haust, en sem kunn-
ugt er iýður hann sig fram til
forsetakjörs hjá FIDE með
stuðningi SSÍ.
Þá er möguleiki á að halda
skákmót i aðal-sal húsnæðisins
og mun keppni i landsliðsflokki
skákþings íslands fara þarna
fram i vor. —-S.dór
Tilboð í Hrauneyjarfossvirkjun
opnuð i dag
1 dag 3. febrúar verða opn-
uð tilboð þau, sem borist hafa
Landsvirkjun i vélar.rafbúnað,
lokur, þrýstivatnspipur og
stöðvarhúskrana Hrauneyjar-
'fossvirkjunar. Fer opnun tilboð-
anna fram opinberlega á Hótel
Sögu, hliðarsal á annarri hæð og
hefst kl. 15:00. Þeim, sem gert,
hafa tilboð, er heimilt að fylgjast
með opnuninni eða að láta full-
trúa sina mæta þar.
1. Tilboð verða opnuð samkvæmt
eftirgreindum tveim útboöum:
a) Útboð á vélum og rafbúnaöi
samkvæmt útboösgögnum nr.
304.
b) Útboð á lokum, þrýstivatns-
pi'pum og stöðvarhúskrana
samkvæmt útboðsgögnum nr.
305.
2. Útboðin eru miðuð við fyrir- I
huguð kaup Landsvirkjunar á J
vélum, búnaði, tækjum og efni j
fyrir 140 MW virkjun með ■
tveim vélasamstæðum, sem I
hvor verði 70 MW. Ennfremur ,
er i útboðunum gert ráð fyrir að i
Landsvirkjun sé gefinn kostur ■
á að festa kaup á þriðju véla- !
samstæðunni, sem einnig yrði I
70 MW, komi siðar meir til 1
stækkunar virkjunarinnar, að |
fengnum nauðsynlegum leyf- •
um. |
■
Tilboðin gilda i 6 mánuði frá |
opnunardegi, auk þess sem >
Landsvirkjuneráskilinnrétturtil |
að festa kaup á þriðju vélasam- ,
stæðunni innan 48 mánaða frá þvi I
að tilboði er tekið. —mhfJ
8. mars-hreyfíng stofnuð
I fréttatilkynningu frá „frum-
kvæðisnefnd” 8. marshreyf-
ingar, segir: ,,8. mars hefur
verið alþjóðlegur dagur verka-
kvenna allt frá 1910. Staða hans
i sögu alþjóðakvennahreyf-
ingarinnar er sambærileg við 1.
mai. Á Islandi hefur dagurinn
ekki skipað háan sess i jafn-
réttisbaráttunni undanfarna
áratugi.”
Hópur kvenna sem kalla sig
einfaldlega „frumkvæðis-
nefnd”, hefur einsett sér að
breyta þessu, og boðaði i gær til
stofnfundar 8. mars-hreyfingar-
innar. Til fundarins var boðað á
eftirfarandi grundvelli:
— Gerum 8. mars að baráttu-
degi!
— Kvennabarátta á grund-
velli stéttabaráttu!
— Gegn allri heimsvalda-
stefnu — gegn striðsfyrirætlun-
um risaveldanna, Bandarikj-
anna og Sovétrikjanna.
Blaðið Stopp er komið út
Þann 1. febrúar kom út á veg-
um Islenskra ungtemplara blaðið
Stopp.
Blaðinu, sem fjallar um vimu-
gjafa, verður dreift i 20 þúsund
eintökum til allra nemenda i 8.
bekk grunnskóla og þar fyrir of-
an.
Ungtemplarar ræddu við nem-
endur i nokkrum skólum Reykja-
vikur þennan dag.
Að kvöldi þess 1. febrúar
kynntutemplarar starfsemi sina i
Templarahöllinni við Eiriksgötu.
Sá kynningarfundur hófst kl.
20.30. Meðal þess sem kynnt var,
er stofnun starfshópa um ýmis
málefni tengd vimugjöfum.
Þátttaka i starfshópunum er
opin öllum áhugasömum ungling-
um.
Gjafír til rannsókna i dulsálarfræði
Eftirfarandi gjafir hafa borist
Sjóði til rannsókna i dulsálarfræði
frá þvi hann var stofnaður árið
1975: N.N. 100.000 (stofnfé),
Minningarsjóður séra Sveins Vik-
ings 244.481, J.E. 4.400, Sálar-
rannsóknafélag Hafnarfjarðar
20.000, M.G. 1.000, J.K. og B.K.
10.000, A.J. og A.Ó. 2.000, N.N.
400.000, Sálarrannsóknafélag
Sauðárkróks 5.000, N.N. 118.000.
Stjórn sjóðsins þakkar þessar
rausnarlegu gjafir.
Gjöfum til sjóðsins sem eru
frádráttarhæfar við skattafram-
tal er varið til styrktar rannsókn-
um i dulsálarfræði við Háskóla
íslands. Giróreikningur sjóðsins
er 60600-6. Stjórn sjóðsins skipa
Erlendur Haraldsson, Jón Auð-
uns og Þorsteinn Þorsteinsson.
Fréttatilkynning
Frumvarp til þinglýsingalaga
Lagt hefur verið fram frum-
varp til þinglýsingalaga. Er
hér um stjórnarfrumvarp að
ræða, samið að tilhlutan
dómsmálaráðherra. Frum-
varp þetta miðar að þvi að
greiðar og öruggar upplýs-
ingar megi fá um réttindi yfir
fasteignum og að reglur um
réttaráhrif þinglýsingar séu
sem skýrastar. Stefnir frum-
varpið að gleggri og öruggari
skráningu fasteignaréttinda
en verið hefur og að bættum
háttum að vörslu skjala.
Samhliða þessu frumvarpi
eru lögð fram 9 hliðarfrum-
vörp til að samræma önnur
gildandi lög við þær megin-
reglur er fram koma i þing-
lýsingarfrumvarpinu.
Borgarfjardarbrúin:
Ekkert að óttast
segir Helgi Hallgrimsson verkfræðingur um ótta Borgnesinga um
að stöplar brúarinnar séu of lágir
1 stórstraumi I siöustu viku,
sýndist mörgum Borgnesingum,
sem stöplar hinnar nýju Borgar-
fjarðarbrúar væru of lágir og að
þeir hefðu farið í kaf á flóðinu.
Við inntum Helga Hallgripis-
son, verkfræðing hjá Vegagerð-
inni. eftir þessu og sagði hann að
fólk þyrfti ekkert að óttast i þessu
sambandi. Reiknað hefði verið út
að i það minnsta 3,5 m. væru uppá
brúargólfið i mesta hugsanlegum
stórstraumi, sem talið er að geti
komið einu sinni á 100 ára fresti.
Og Helgi sagði ennfremur að
stöplarnir hefðu alls ekki farið i
kaf á flóðinu i siðustu viku. Hitt
væri annað mál að á þeim hefði
eflaust brotið eitthvað og þvi gæti
sýnst sem svo að þeir hefðu farið
á kaf.
En sem sagt, þessi ótti Borg-
nesinga er ástæðulaus, eftir þvi
sem Helgi segir. — S.dór
Sjávarafurðadeild SÍS:
Utflutningsvelta 14,2 miljarðar
A árinu 1977 varð heildarút-
flutningur Sjávarafurðadeildar
SÍS 14.172 milj. kr. að cif-verð-
mæti á móti 8.214 milj. kr. árið
1976. Aukning útflutningsins nem-
ur þannig 5.958 milj. kr„ eða 72.5
af hundraði.
Þýðingarmestu afurðir deildar-
innar eru hraðfrystar sjávaraf-
urðir og lýsi og mjöl, en deildin
flytur einnig út skreið og söltuð
hrogn. Útflutningur frystra
sjávarafurða nam 10.672 milj. kr.
og hafði aukist um 54.3% af cif-
verðmæti, en um 15.7% að magni.
Útflutningsverðmæti mjöls og
lýsis nam 2.838 milj. kr. og var
þar um að ræða rúmlega tvöföld-
un í magni en þreíöldun í verð-
mæti.
—mhg
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
Haraldur
Kjartan
Ólafur Ragnar
Stefán
Hvað er í húfi?
Hvað er framundan?
ísafjörður — Súgandaf j örður
Almennir stjórnmálafundir
Almennir stjórnmálaf undir
veröa haldnir i Góðtemplarahús-
inu á isafiröi laugardaginn 4.
febrúar klukkan 5 síðdegis og i
Félagsheimilinu Súgandafirði
sunnudaginn 5. febrúar klukkan 4
siðdegis.
Málshef jendur á fundinum á ísa-
firði verða: Haraldur Steinþórs-
son, framkvæmdastjóri BSRB,
Kjartan Ólafsson, ritstjóri og
Ólafur Ragnar Grímsson,
prófessor.
Málshef jendur á fundinum í Súg-
andafirði verða:
Kjartan ólafsson, ritstjóri og
Stefán Jónsson, alþingismaður.
Stuttar framsöguræður— Fyrir-
spurnir og frjálsar umræður
Á fundunum verður m.a.
rætt um úrræði Alþýðu-
bandalagsins í efnahags-
málum, um yfirvofandi
árásir ríkisstjórnarinnar
og flokka hennará launa-
kjör almennings og varn-
ir gegn þeim árásum, um
islenska atvinnustefnu
Alþýðubandalagsins og
um orsakir fjármála-
spillingarinnar í islensku
þjóðfélagi.
Fundirnir eru
ölBum opnir