Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 1
MOÐMHNN Þriðjudagur 7. febrúar!978—43. árg. 31. tbl. 122% hækkun á söluverði dollarans Fróðlegt og lærdómsrlkt er aö athuga hækkun á söluverði erlends gjaldeyris I valdatiO hægri stjórnar Geirs Hallgrlms- sonar. A þremur og hálfu ári hef- ur oröið gifurleg hækkun á erlendum gjaldeyri, svo aO nem- ur allt aö 234,7% á svissneska frankanum, sem er allra gjaldmiöla stööugastur. Frá 21. ágúst 1974 til 31. janúar 1978 hefur Bandarikjadollar hækkaö úr 98,60 kr. i 218,90 kr. eöa um 122%. A sama tima hefur verö sterlingspundsins hækkaö um 85,9%, Kanadadollar hefur hækk- aö um 95,8%, danskar krónur um 135,3% norskar krónur um 138,2% sænskar krónur um 91,2%, og pesetar um 57,4%. —eös Ráðstafanir ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum: 12-14% gengislækkun til viðbótar við gengissig síðustu daga Vísitölubætur á laun falli að verulegu leyti niðurl. mars, 1. júní, 1. sep. og 1. des. Ráðist á kjarasamninga STUND MILLI STRÍÐA Þeir eru friösamir á svipinn stórmeistararnir I skák, þar sem þeir sitja aö snæöingi á Loftleiöa- hótelinu, og Einar Karlsson Ijósmyndari Þjóö- viljans notaöi tækifæriö og tók af þeim mynd áö- ur en 3.umferð mótsins hófst I gærkveldi. Konan á myndinni er Jana Hartston alþjóölegur skák- meistari kvenna og þaö er Anthony Milesr sem situr gegnt henni á myndinni. A bak viO sjást þeir Lombardy og Larsen aö snæöingi. Sjá nánar um 3. umferð mótsins á baksiöu og 1. og 2.umferö á bls. 2.-S.dór. Efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar eru nú í burðarliðnum. Er gert ráð fyrir að afkvæmið sjái dagsins Ijós á morgun eða fimmtudag. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er — eins og vitað var áður — gengisfelling — auk ann- arra ráðstafana sem smám saman hafa skýrst siðustu dagana. Kjarni ráðstafananna er árás á kjarasamninga verkalýðs- hreyfingarinnar. Gengislækkun 12-15% Frá 21. ágúst 1974 — þegar núverandi rfkisstjórn tók viö — og til 31. janúar hækkaöi söluverö dollarans I islenskum krónum um 122%, eöa úr 98,60 hver dollari I 218,90 kr. hver dollari. Frá 31. janúar breyttist hins vegar sölu- gengi dollarans I 220,90 hver dollari. Rikisstjórnin ákvaö um helgina aö loka gjaldeyrisaf- greiöslu bankanna þar sem ráö- stafanir hennar — gengisfelling — höföu spurst út. Var mikil ásókn I gjaldeyri og vaxandi eftir aö stjórnarblaöiö Visir birti frétt sl. mánudag um aö rikisstjórnin hefði ákveðiö gengislækkun. Gjaldeyrisafgreiöslu var lokaö sem fyrr segir I gærdag. Er ekki gert ráö fyrir þvf að nýtt gengi taki gildi fyrr en i fyrsta lagi á morgun, miövikudag. Almennt var i gær búist við 12-14% gengis- fellingu til viöbótar við þá gengis- lækkun sem hefur átt sér staö siöustu dagana. í þeirri „leið” sem rikisstjórnin hyggst fara I efnahagsmálum er gert ráð fyrir 15% geng- islækkun i febrúar, þ.e. að dollarinn verði um 240 krónur. Það þýöir um 145% hækkun á veröi dollara i islenskum krónum frá þvi aö núverandi rikisstjórn komst til valda. Árás á kjarasamninga Rikisstjórnin hefur aö undan- förnu haft til athugunar hugsan- leg úrræöi I efnahagsmálum, „til- lögur sérfræöinga”. Mun hún - helst hallast aö leiö 5 b. Þar er meðal annars gert ráö fyrir þvi aö fella niöur helming visitölubóta á laun allt áriö, eöa aö fella þessar veröbætur niður aö fullu til hausts, en I staöinn komi sérstök 5% uppbót 1. mars á launataxta undir 150 þúsund krónum á mánuöi. 1. júni komi grunnkaups- hækkunin til framkvæmda en engar veröbætur, en 2. desember kæmu hálfar veröbætur á öll laun. t þriðja lagi er i þessari „leiö” gert ráö fyrir þeim möguleika aö draga áhrif gengisbreytinga frá visitöluútreikningum, en láta verðbætur aö ööru leyti koma til framkvæmda. Meö þessum tillögum er eins og sjá má gert ráö fyrir þvi aö rifta geröum kjarasamningum. Aðrar ráðstafanir Gert er ráö fyrir þvi að barna- bætur hækki um 10%, en vöru- gjald lækki úr 18% i 9%. Lagður veröi skyldusparnaöur á félög, 10% af skattskyldum tekjum. Niöurgreiöslur hækki um 1.900 milj, kr. á ári. Þá er gert ráö fyrir | Guðmundur I. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands: IVont er þeirra ranglæti j— verra þeirra réttlæti Þjóðviljinn lcitaði til ■ Guðmundar J. Guðmundssonar, | formanns Verkamannasam- ■ bands islands, og innti hann eft- | ir þvi hvaða skoðun hann heföi á - þeim hugmyndum sem spurst | hafa út um efnahagsaðgeröir af - hálfu rikisstjórnarinnar. | Guðmundur svaraöi á þessa ■ leið: — Ætli aö maöur segi ekki „vont er þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæti”? Menn tala um aö traust almennings fari dvínandi á allskonar verö- mætum. En hvernig halda menn aö fari á þessum ósköpum traust manna á stjórnarvöld- um? Rikisstjórnin samdi viö ASI sl. sumar, BSRB sl. haust og hún gekk frá fjárlögum um áramótin án þess aö taka á móti ábendingum. Það er greinilegt af þessum viöbrögöum stjórn- arflokkanna nú og svokölluöum „leiöum” þeirra, að rikisstjórn- in hefur bruggaö verkalýös- hreyfingunni launráð um leiö og sarniö var viö ASÍ og BSRB. A sama tima og skrifaö var undir kjarasamninga voru undirbúnin launráö um aö svifta launa- menn ávinningi kjarasamning- anna. Menn skulu gera sér ljóst aö rikisstjórnin ætlar I bili aöeins aö gera lágmarksráöstafanir til þess aö bjarga sér fram yfir kosningar. Eftir kosningar ætl- ar hún aö gripa til ennþá svart- ari ráðstafana og efnahagsaö- geröa fái hún til þess stuöning kjósenda. niöurskuröi á framkvæmdum rikisins um 2 miljaröa á ári Rikisstjórnin fjallaði um þessar ráöstafanir á sérstökum fundi i gærmorgun ásamt helstu sér- fræöingum sinum og ráöunautum þeim Jóhannesi Nordal banka- stjóra Seðlabankans og Jóni Sigurðssyni, forstjóra Þjóöhags- stofnunar. Saksóknari í „veldi til- finninganna” Sýnlng japönsku myndarinnar á kvikmyndahátíð stöðvuð Saksóknari hefur bannað sýn- ingu á japönsku kvikmyndinni „Veldi tilfinninganna”. Kemur þetta fram i fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Listahátiðar, sem blaðinu barst I gær. 1 til- kynningunni er minnt á að mynd þessi var sýnd á kvikmynda- hátiðinni i Cannes og hún hafi verið valin besta erlenda kvik- myndin 1976 af bresku kvik- myndastofnuninni. Það var undirbúningsnefnd kvikmyndahátiöar, sem myndina valdi en i hpnni áttu sæti Thor Vilhjálmsson, Hrafn Gunn- laugsson, Gisli Gestsson og Þrándur Thoroddsen. Nú hafa saksóknar, Þórður Björnsson, og rannsóknarlögreglustjóri, Hall- varður Einvarðsson, tjáð fram- kvæmdastjórn Listahátiöar að sýning myndarinnar varöi viö ákvæði 210. gr. hegningarlaga eins og það ákvæði sé túlkað i dag. Hefur framkvæmdastjórn Listahátiöar því stöðvað sýningu myndarinnar. Undir fréttatil- kynningu framkvæmdastjórnar- innar rita Daviö Oddsson, Krist- inn Hallsson, Atli Heimir Sveins- son og Vigdis Finnbogadóttir. Bílvelta í Reyðatfirði Það fór betur en á horfðist er bill rann út af veginum austur i Reyðarfiröi siðastliðinn sunnu- dagsmorgun og fór margar veltur niður snarbratta brekku. Hjón voru i bilnum og meiddust bæði nokkuö en konan þó mun meira og er hún nú i sjúkrahúsi en þó ekki lifshættulega slösuð Nánari atvik voru þau aö á sunnudagsnóttina voru skóla- stjórahjónin á Fáskrúðsfiröi, Einar Georg Einarsson og kona hans á leið ofan af Héraöi. Ók Einar Bronco-jeppa. Flughálka var viða á veginum. Er þau voru stödd gegnt Reyðarfjarðarkaup- túni um kl. 4.30 á sunnudags- morgun, rann billinn út af veg- inum, fór fleiri veltur og staö- næmdist loks niöur undir fjöru. I Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.