Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. febrúar 1978 Alþýðubandalagið i Laugardal, Árnessyslu: Framhaldsstofnfundur Framhaldsstofnfundur Alþýðubandalagsins i Laugardal, Arnessýslu, verður haldinn i Hlið, Laugarvatni.þriöjudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Kosningabaráttan. A fundinn koma Garðar Sigurðsson, Baldur Óskarsson og Svavar Gestsson. Stjórnin. Árshátið Alþýðubandalagsins Akureyri Arshátið Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn 18. febrúar i Alþýðuhúsinu. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Hljómsveit örvars Kristjánssonar leikur. Miðaverð 3.500 kr. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku á skrifstofu Norðurlands 21875 eða hjá Óttari Einars- syni i 21264 fyrir mánudaginn 13. febrúar. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri — Félagsfundur Félagsfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtu- daginn 9. febrúar kl. 20.30 að Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fréttir frá miðstjórnarfundi. 3. Uppstillingarnefnd gerir grein fyrir störfum sinum. 4. Bæjarmál a. Fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar fyrir árið 1978. b. Framsaga um bæjarmál.Hilmir Helga- son. c. Soffia Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi situr fyrir svörum. 5. önn- ur mál. — Félagar fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalagið Neskaupstað — Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20.30 i Egils- búð. Dagskrá: 1. Kosningaundirbúningur. Framsögumaður Hjörleifur Guttormsson. 2. Kosning uppstillinganefndar vegna bæjarstjórnar- kosninganna. 3. önnur mál. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Vesturlandskjördæmi Áður auglýstum fundum á Akranesi og Ólafsvik er frestað vegna anna á alþingi. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hvað er framundan? Fundur verður haidinn i félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 11. febrúar 1978 og hefst hann klukk- an 16.00. Fundurinn verður í fyrirspurnaformi og áhersla lögð á spurningar og svör, f rjáls orðaskipti og stutt- ar ræður. Ragnar Arnalds og Baldur óskarsson sitja fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið. • llvaða f járvcitingar voru samþykktar á alþingi nú fyrir jólin til hafna, skóla, flugvalla og sjúkrahúsa i Norðurlands- kjördæmi vestra? • Getur það gengið til lengdar að verðlag sé látið tvöfaldast á hverjuin tveimur árum? Er efnahagsiegt hrun framund- an? Er verðbólgan óstöðv- ^ _ Verður vinstristjórn mynd- uð cftir næstu kosningar? Ragnar Baldur andi? ........ , , .. . • Hvaða framfaramál kjör- • Er f okkask.pun I land.nu aö dæmisins eða staðarins verður ireytast. að leggja þyngsta áherslu á? Almennur stjórnmálafundur Færð á vegum í gær var fært vestur á Snæ- fellsnes, en þar var slæmt veður og varla fært um fjallvegi vegna þess. Sama var að segja um Svinadal og Gilsfjörð. Fært var frá Patreksfirði til Bildudals og frá Bolungarvik til Súðavikur, en annars víðast ófært. 1 gærmorgun var byrjað að ryðja á leiðinni til Akureyrar og Oxnadalsheiði mokuð, en vegna veðurs mátti búast við að færö þyngdist fljótt aftur. Aðeins stór- um bilum og jeppum var fært milli Akureyrar og Húsavikur og færð tekin að versna. Þá var hreinsað i gær á Oddsskarði og Fagradal, en Fjarðarheiði var ófær. Suður meðfjörðum alla leið tilReykjavikur var fært, en hálka viða á Suðurlandi og skafrenning- ur i Kömbum. Bilveltan Framhald af 1 einni veltunni köstuðust hjónin út úr bilnum. Meiddust bæði nokkuð en konan þó mun meira og er hún nú i sjúkrahúsi, sem fyrr segir. Er mikil mildi að ekki varð þarna stórslys þvi mjög bratt og grýtt er þarna neðan vegarins. Billinn er talinn gjörónýtur. Engan bar þarna að um þetta leyti og gengu þau hjón til næsta bæjar, Sléttu, og er það töluverð vegalengd. —mhg Fóstrur Framhald af bls 16 forskólakennari fékk 91 atkvæði, leikskótakennari 2 atkv. og leik- kennari 1 atkvæði. 3 seðlar voru auðir. A kjörskrá voru 352. Atkvæðis- réttar neyttu 229, þar af 53 utan- kjörstaðar. Kjörsókn var tæplega 65%. Atkvæði voru talin sl. laugardag. Þaö munu einkum hafa verið hinar yngri meöal fóstra sem vildu taka upp nýtt starfsheiti. Rök þeirra voru m.a. þau, að nafnið fóstra væri kyngreinandi, en slikt væri bannað samkvæmt lögum. A móti kemur, að nafnið er stutt og þjált, fallegt og gamalt i málinu. Yrði liklega mörgum eftirsjá i svo ágætu starfsheiti, ekki siður en starfsheitinu ljós- móöir En hvað skal sá karlmaður nefnast sem stundar fóstrustarf? Er ekki einfaldast að hann heiti fóstri? —eös Finnur Framhald af bls. 6. flokksins. öll önnur umræöuefni virtust engu máli skipta fyrir Vil- mund Gylfason. Ragnar Arnalds minnti á, aö Alþýðubandalagsmenn hefðu flutt tillögu á Alþingi um há- markslaun: að enginn mætti hafa hærri laun fyrir dagvinnustörf en sem næmi tvöföldum lægstu laun- um, sem viögengjust I þjóðfélag- inu á hverjum tima. Samþykkt þessarar tillögu heföi væntanlega leitt til þess, að laun þingmanna hefðu lækkaö eins og laun ann- arra hálaunamanna. Hann minnti einnig á tillögu Alþýðubandalags- manna, sem þeir hafa margsinnis flutt á Alþingi og miðar að þvi, að banna alþingismönnum að gegna öörum fastlaunuðum störfum samhliða þingmannsstörfum. Það fáránlegasta i sambandi við launakjör þingmanna er einmitt þetta, að menn geta verið á háu Umdeildasta bók ársins 1978 Vantar nú þegar útgefanda að framlögðum sjóréttargögnum I Mána- fossmálinu, eins og þaö stendur f dag, ásamt öðrum köflum I bók er verður 100 til 120 bls. og er langt komin I handriti. Markús Þorgeirsson, skipstjóri, Hafnarfirði simi 51465 LEIKFÉLAG *á* REYKIAVlKUR ^ #>ÞJÓOLEIKHÚSIfl STALtN ER EKKI HÉR SAUMASTOFAN Miðvikdudag kl. 20 1 kvöld. Uppselt. Föstudag ki. 20 Laugardag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. TÝNDA TESKEIÐIN Fimmtudag kl. 20 SKALD-RÓSA Laugardag kl. 20. Miðvikudag. Uppselt. ÖSKUBUSKA Föstudag. Uppselt. Sunnudag kl. 20.30. Laugardag kl. 15 Uppselt. Litla sviðið: SKJALDHAMRAR FRÖKEN MARGRÉT Fimmtudag kl. 20.30 1 kvöld kl. 20.30 Uppselt. Fáar sýningar eftir. Fimmtudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 Miðasala 13.15—20. Simi 1- Simi 16620 1200. kaupi fyrir störf, sem þeir sinna litið, samhliöa þingfararkaupi. Ragnar benti á að hvorug þessi tillaga heföi hlotiö nokkurn stuðn- ing frá þingflokki Alþýðuflokks- ins og enn siður hefði stuðningur fengist frá Vilmundi Gylfasyni. Þaö kom berlega fram á fundi Alþýöuflokksins, að mikil inn- byröist styrjöld er háð um fjár- mál flokksins. Flokksmennirnir eru siður en svo á eitt sáttir um það, hvort Alþýðuflokkurinn sé orðinn svo aumur að hann verði að ganga á mála hjá erlendum. flokkum og þiggja stórgjafir úr erlendum sjóðum, sem enginn veit hvar eiga uppruna sinn — eða hvort hann á að halda reisn sinni og standa á eigin fótum. Fundur Alþýðubandalags- manna i Alþýðuhúsinu daginn eft- ir var með harla ólikum svip. Þar var einkum rætt um aðsteðjandi hættur i efnahags- og kjaramál- um, yfivvofandi gengisfellingu og kjaraskerðingu og tillögur Ai- þýðubandalagsins um leiðir i efnahagsmálum til lausnar á að- steöjandi vanda. Einnig var tals- vert fjallað um ýmis brýnustu hagsmunamál Siglufjarðar. —X. Páll Líndal Framhald af bls. 5 . tjáð af borgarstjóra að endur- skoðunardeild óskaði eftir að gera leit að skjölum i herbergi hans og honum gefinn kostur á að vera viðstaddur sem hann af- þakkaði”. Ekki kannast ég við þetta, og ekki var ég beðinn um lykla aö hirzlum. 6. Svosegir að ég hafi veitt mót- töku bifreiðastæðagjöldum að fjárhæð kr. 5.069.729 sem ekki hafí verið skilað i borgarsjóð. ,,Inn á þessa fjárhæð greiddi Páll Lindal 9., 14. og 15. des. samtals kr. 1.973.704. Ég greiddi enga peninga i borgarsjóð 14. og 15. des. frekar en 9. des. 7. Ég er sakfelldur hvað eftir annað opinberlega af einum æðsta embættismanni borgarinn- ar fyrir að ekki sjáist aö greiðsl- um frá mér hafi verið skilað i borgarsjóð. Ekki reynir þessi maður að leiðrétta þetta þótt hann telji nú að rangt sé eftir sér haft.Þarf ekki óhlutdræga rann- sókn og dóm, áður en slikt er gert? 8. Um viðtal mitt við borgar- stjóra vil ég ekki fjölyrða meira en oröið er.slikur var ofsinn í hon- um, að ég hef aldrei séð þennan dagfarsprúöa mann i slikum ham. Mér fannst þvi rétt að biðjast lausnar eins og kunnugt er. Ég hafði ámálgað við hann oftar en einu sinni að ég hefði hug á að hætta i minu starfi, svo að það var mér siöur en svo óljúft að hætta, þótt ég hefði kosiö að það yrði með öðrum hætti sbr. bréf mitt til borgarráðs. 9. Sú staðhæfing að ég hafi ekki sinnt tilmælum endurskoðunar- deildarumaðkoma og geragrein fyrir málum eftir að ég fékk skýrslu endurskoðunardeildar að kvöldi 31. jan., eru visvitandi ósannindi. Ég trúi þvi ekki að Bergur Tómasson haldi þvi fram, enda stendur ekkert um það í bréfi hans dags. 2. febrúar . Að morgni 3. feb., áður en fréttatil- kynningin er send út bað ég sér- staklega fyrir skilaboð til Bergs og borgarstjóra að ég væri tilbú- inn að mæta hjá þessari svoköll- uðu stjórn endurskoðunardeildar strax eftir helgi. Ég hafði nokkru áður verið beðinn af borgar- endurskoðanda að aðstoða hann við að reyna að skilja greinargerð upp á 22 síður. Voru þar skráðar yfir 300 húsbyggingar allar götur frá 1965. Ég kom strax næsta morgun (14. jan.) og útskýrði málið fyrir honum en það held ég að hafi tekið nær 3 klst. 10. Mér er sem sagt fagnaðar- efni að þetta mál skuli nú komið I hendur manna sem ég hef alla ástæðu til að halda að hafi vit og dómgreind. Ég hefði ekki viljað liggja undir þvi alla ævi að ,,mál- inu” hafi verið stungið undir stól mér hlift o.s.frv. af borgarráði og ,,vinum minum.” 11. Þessi grein er orðin alitof löng en hún er aðeins brot af þvi sem ég gæti sagt af lifinu i Austurstræti 16 frá 1949. Það er ekki ómerkur þáttur af sögu Reykjavikur. 12. Að lokum vil ég segja þetta og beini þá máli minu til mins gamla húsbónda Gunnars Thoroddsen sem er félagsmála- ráðherra og þar með vfirmaður sveitastjórnarmála i landinu. Getur hann látið þaö viðgang- ast að æðstu stjórnendur borgar- innar brjóti opinberlega st jórnar- skrá landsins og hegningarlög? Getur maður sem hefur tekið sina verðskuldaða doktorsgráðu út á „friðhelgi einkalifs” látið það viðgangast, að bæöi ég undir- ritaður og mitt fólk þurfi vikum saman að liggja undir ofsóknum óvandaðra manna i borgarkerf- inu. Þær ofsóknir eru náttúrlega kostaðar af fé okkar allra Reyk- vikinga. Reykjavik 5. janúar Páll Lindal Eiginmaður minn og faðir okkar Hermann Ágúst Hermannsson Alftamýri 57 Lést i Landakotsspitala 4. febrúar siðastliðinn. Asa Þ. Ottesen og börn. Fóstursonur minn og bróðir okkar Ólafur Guðmundsson Ljósvallagötu 22 lést 4. febrúar. Theodóra Jónsdóttir og systkini hins látna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.