Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sadat dapur eftir viðræður þeirra Carters WASHINGTON 6/2 Reuter — Haft er eftir bandarisk- um og egypskum heimild- um að Carter Bandarikja- forseti hafi talið Sadat Egyptaforseta á að sýna Israel langlundargeð í þeirri von að koma mætti á ný á friðarviðræðum þeim milli Egypta og israels- manna, sem nú eru í sjálf- heldu. Sadat, sem að sögn kom til Bandaiikjanna þeirra erinda aö fá Bandarikjastjórn til þess aö Sadat — lét undan Carter. knýja Israel til undanláts, er nú sagður hafa horfið frá þeirri við- leitni og samþykkt að Banda- rikjastjórn endurnýji tilraunir sinar til að koma viðræöum af stað. Aðalmaðurinn i því á að vera Alfred Atherton, aðstoðar- utanrikisráðherra Bandarikj- anna. Samkomulag þetta náöist milli forsetanna er þeir ræddust viö i Camp David, bústað Bandarikja- forseta i Marylandi. Sadat var dapur i bragði er hann svaraði spurningum i sjónvarpi i gær- kvöldi og var á honum að heyra að viðræöurnar i Camp David hefðu gengið stirðlega. Hann sagðist hafa mælst til þess við Carter aö Bandarikin sæu Egypt- um fyrir vopnum ekki siöur en tsraelsmönnum, en ekki fengið nein svör við þeirri málaleitan. Israel fær mestan hluta vopna sinna frá Bandarikjunum, en Egyptar hafa nú einnig fariö fram á vopn þaðan, þar á meðal striðsþotur af nýjustu gerð. Sadat sagðist gera sér ljóst að enda þótt Carter samþykkti þá málaleitan, myndi hún mæta mikilli and- stöðu á Bandaríkjaþingi, vegna þess hve tsraelsmenn ættu sér þar öfluga stuðningsmenn. EÞtÓPÍA: Sómalír hörfa MADAVEIN, Eþiópiu 6/2 — Sóm- alir hafa viðurkennt að skærulið- ar þeirra hafi orðið að hörfa úr nokkrum stöðvum umhverfis hina mikilvægu borg Harar vegna harðra árása flughers og stór- skotaliðs eþiópska stjórnarhers- ins. Eþiópar, sem undanfarið hafa fengið mikið af vopnum loft- leiðis og sjóleiðis frá Sovétrikjun- um, hafa nýlega hafið mikla gagnsókn gegn Sómölum, að þvi er virðist i þeim tilgangi að end- urvinna Ogadensvæðiö, sem Sómalir hafa að mestu leyti unnið Flugvél FR ANKFURT AM MAIN 6/2 Reuter — 24 ára gamall Tékkóslóvaki tók á vald sitt tékkóslóvaska farþegaflugvél i dag, neyddi fiugmennina til þess að lenda á flugvellinum við Frankfurt i Vestur-Þýskalandi og beiddist hælis sem póiitiskur flóttamaður, að sögn vesturþýsku lögreglunnar. Maðurinn heitir Vladizlav Molnar og er verkfræð- ingur. í flugvélinni voru 40 farþegar ogfimmmanna áhöfnog var hún af þeim síðastiiðna sex mánuði. Harðast er barist um veginn milli Harar og Djidjiga, borgar á valdi Sómala, og er hernaðarlega mikilvægasti kafli þeirrar leiðar Gara Mardaskarðið, sem Sómalir segjast halda enn, þótt aðrar fregnir hermi að Eþiópar hafi aft- ur náð þvi á sitt vald. Vegurinn er isuðurjaðriAhmarfjalla, sem eru nyrst i Ogaden. Talsmaður skæruliða sómalska þjóðernisminnihlutans i Eþtópiu hélt þvi fram i dag að sovéskir og kúbanskir hermenn stjórnuðu rænt á leiðinni frá Austur-Berlin til Prag. Flugrúinginn hótaði að granda flugvélinni með sprengju ef ekki yrði látið að vilja hans. Þegar hann gaf sig á vald vestur- þýsku lögreglunni reyndist hann hinsvegar enga sprengju hafa. Búist er við að flugvélin haldi áfram til Prag i kvöld eftir að lög- reglan hefur yfirheyrt farþega. Flestir farþeganna eru Aust- ur-Þjóðverjar. Þetta er sjöunda tékkóslóvaska flugvélin, sem rænt hefur verið siðan 1970 og snúið til Vestur-Þýskalands. skothriðog árásum Eþiópa. Hann mæltist til hjálpar frá Vestur- löndum og brá þeim um bleyði- skap gagnvart Sovétmönnum. Vesturlönd hafa til þessakinokað sér við að styðja Sómali opin- skátt, en hinsvegar hefur Vest- ur-Þýskaland veitt Sómalilandi mikla fjárhagsaðstoð, sem viður- kennt er a ð ekkert sé til fyrirstöðu að Sómalir noti til vopnakaupa. Sómalir segjast óttast að fyrir dyrum standi innrás Eþiópa i norðurhluta Sómalilands, en það- an berast sómölsku skæruliðun- um, sem berjast á vigstöðvunum við Harar, vopn og birgðir. En efamál þykir að Sovétmenn muni láta Eþiópa komast upp með að ráðast inn i Sómaliland sjálft, þar eð það myndi spilla málstað Eþi'ópiu og þar með Sovétrikj- anna i augum Afrikurikja. Eþióp- ar hafa til þessa notið nokkurrar samúðar margra Afrikurikja vegna þess aö þeir hafa getað haldið þvi fram að Sómalir séu árásaraðilinn i striðinu. Sómalir hafa hertekið Ogaden og fleiri svæöi, sem lengi hafa heyrt undir Eþiópiu, enda þótt fólk þar sé flest sómalskt. Stjórn Sóma- lllands fullyrðir að aðeins skæru- liðar sómalska þjóðernisminni- hlutans taki beinan þátt i striöinu, en Eþiópar fullyrða að fastaher Sómdilands sé þar engu slöur virkur. ERLENDAR FRÉTTIR / stuttu máti - .........- - 2 miljónir ungra atvinnuleysingja BRUSSEL 6/2 — Um 200 inanns fóru i mótmælagöngu i dag umhverfis aðalstöðvar Efnahagsbandalags Evrópu i Brussel og kröfðust „atvinnu fyrir ungt fólk þegar í stað”. Virðast þau orö í tima töluö, þar eð um tvær miljónir manna undir 25 ára aldri eru nú atvinnulausar i hinum niu aöildarrikjum EBE. Fjögurra manna nefnd und- ir forustubresku leikkonunnar Vanessu Redgrave gekk fyrir Henk Vredeling, verkamála- fulltrúa stjórnamefndar EBE, og spurði hann hvaða ráöstaf- anir nefndin hyggðist gera til þess að draga úr atvinnuleys- inu. 30.000 pyndaðir á fimm árum GENF 6/2 Reuter — Um 30.000 (Jrúgvæmenn hafa sætt and- legum eða likamlegum pynd- ingum i fangelsum þar i landi siðastliöin fimm ár, og tala pólitiskra fanga i landinu er milli 5000 og 8000, að sögn bandarisks lagaprófessors, Roberts K. Goldman, sem ný- lega heimsótti Úrúgvæ. Sagð- ist prófessorinn hafa þessar upplýsingar frá áreiðanlegum heimildum, en ekki úrúgvæsk- um stjórnvöldum. Goldman prófessor gaf fréttamönnum upp nöfn um 80 Úrúgvæmanna, sem hann sagöi að hefðu horfið sporlaust eftir að þeir hefðu verið fangelsaðir. Þar á meöal eru fimm ung börn, það yngsta drengur, sem var 21 dags gamail er hann var ásamt móður sinni handtekinn I Argentinu og þau framseld úrúgvæskum yfirvöidum. Geröist þaö 1976. Prófessorinn sagöi að stjórnvöld Argentinu og Úrúgvæ ynnu saman bæði leynt og ljóst að þvi að ofsækja úrúgvæska borgara i Argen- tinu, sem sættu mannránum, pyndingum og morðum. Goldman fór til Crúgvæ á vegum Alþjóölega mannrétt- indasambandsins og fleiri mannréttindahópa. Hann kvaðst ætla að fara þess á leit við mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóöanna, sem byrjar árlega fimm vikna ráðstefnu sina i dag, að hún setti á stofn sérstakan starfshóp til þess að rannsaka ákærur gegn yfir- völdum i Úrúgvæ. Þúsundir málaliðar eru i liði Ródesiustjórnar LUSAKA 6/2 Reuter —Joshua Nkomo, leiötogi ZAPU, ikæruliðahreyfingar rvdes- iskra blökkumanna sem hefur bækistöðvar i Sambiu, sagði I dag að yfir 11.000 mála- liðar frá ýmsum löndum berð- ust nú með her hvitra Ródesiumanna. Sagði hann að 4.500 málaliðar væru Suður- Afrikumenn, 2.300 Banda- rikjamenn, 2000 Bretar, um 1800 Frakkar og um 600 sér- þjálfaöir israelskir hermenn. Þar að auki væru þar i liöi talsvert af Vestur-Þjóðverjum og Portúgölum. Nkomo sagði að málaliöarn- ir væru dreifðir viösvegar um Ródesiu, en flestir væru 1 Zambesidalnum, i þeim til- gangi að hindra að skæruliöar ZAPU kæmust inn i landið. Nkomo sagðist hafa þessar upplýsingar frá vestrænum heimildum. Dajanjátar stuðning við Eþiópiu TEL AVIV 6/2 Reuter — Mosje Dajan, utanrikisráð- herra Israels, viðurkenndi i dag að Israel hefði selt Eþiópiu vopn, sem hann dró ekki dul á að notuð væru i striðinu gegn Sómölum Lengi hafa fréttir borist af stuðningi Israels viö Eþiópiu- stjórn, en tsraelsmenn hafa til þessa neitað þvi að þær fréttir hefðu við rök að styðjast. Dajan sagöi Israel styðja Eþiópiu vegna þess að vinátta þessara tveggja rikja stæði á gömlum merg. Ýmsum hefur þótt stuöningur þessi kynleg- ur, þar eð Eþiópia fær einnig stuðning frá Sovétrikjunum. en meö Sovétmönnum og Isra- elsmönnum eru litlir kærleik- ar um þessar mundir, svo sem alkunna er. Astæðan til stuön ings Israels við Eþiópiu er tal in vera sú, að landfræðileg lega Eþiópiu viö mynni Rauðahafs er mikilvæg, og Israel fær mestan hluta oliu sinnar þá leiðina. Vilja Isra elsmenn þvi sist af öllu af Arabarikin, sem eru hlynm Sómölum og uppreisnarmönn um I Eritreu, verði allsráð andi umhverfis þá siglinga- leiö. \öentanlegir vinnirgshafar 2. flokkur Þeir, sem misstu af miðakaupum fyrir 1. flokk, hafa nú tækifæri til að tryggja sér miða. Hæsti vinningur er 2 milljónir eða 10 milljónir á Trompmiða. Gleymið ekki að endurnýja! Dregið verður föstudaginn 10. febrúar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinn i ngshlutfal 1 í heimi! 9 @ 2.000.000,- 18.000.000,- 9 — 1.000.000.- 9.000.000,- 18 — 500.000,- 9.000.000- 207 — 100.000,- 20.700.000,- 306 ~ 50.000- 15.300.000- 8.163 -- 15.000,- 122.445.000,- 8.712 194.445.000.- 36 — 75.000,- 2.700.000,- 8.748 197.145.000,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.