Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. febrúar 1978
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Hitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Pálsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Sfðumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
I stjórn sem
stjómarandstööu
Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar setti
sér það markmið að koma verðbólgunni
niður i 15% á öðru valdaári sinu. Allir vita
hvernig fór um sjóferð þá. Rikisstjórninni
tókst ekki ætlunarverk sitt — þvert á móti
magnaði hún verðbólguna með allskonar
aðgerðum. Verðbólgan er lika tæki þeirr-
ar stéttar sem núverandi rikisstjórn er i
fyrirsvari fyrir, bæði varnartæki hennar
og gróðameðal. Sú stétt verðbólgubrask-
ara hefur hag af þvi að viðhalda verðbólg-
unni og magna hana.
Það þarf ekki að fletta löngum talnarun-
um til þess að sjá i tölum hvernig óstjórn
rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar hefur
verið; vöruskiptajöfnuðurinn 1977 var ó-
hagstæður um tuttugu miljarða. Skuld
rikissjóðs við Seðlabankann nam á annan
tug miljarða i lok siðastliðins árs. Sam-
kvæmt spám sérfræðinga rikisstjórnar-
innar verður hallinn á frystiiðnaðinum 12
miljarðar á þessu ári þrátt fyrir ein-
munahátt verð afurða. Og þær eru margar
kröflurnar og margur grundartanginn i
kerfinu; það er margt viðishúsið á afreka-
skrá rikisstjórnarinnar. Þegar upp er
staðið eftir nærri fjögurra ára samstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins kemur i ljós að rikisstjórn Geirs
Hallgrimssonar er einhver versta rikis-
J stjórn sem hér hefur setið. Aðgerðir henn-
ar eru i besta falli einsog plástrar, en yfir-
leitt hafa efnahagsaðgerðir hennar þann
ókost að þær skapa fleiri vandamál en þær
leysa. Þegar efnahagsvandamálin eru
skoðuð nú i ársbyrjun 1978 sést að rikis-
stjórn Geirs Hallgrimssonar er miðpunkt-
ur efnahagsvandans; rikisstjórnin er
aðalvandamálið. Henni þarf að koma frá
og það hið fyrsta.
Frammistaða hennar siðustu dagana er
i fullkomnu samræmi við það sem verið
hefur og um leið staðfesting á nauðsyn
þess að koma rikisstjórninni frá. Það er
liðinn hálfur mánuður siðan rikisstjórnin
ákvað að fella gengið. Fréttir um þessa
ákvörðun rikisstjórnarinnar birtust i
hennar eigin málgögnum fyrir viku til tiu
dögum. Þessar fréttir voru einskonar að-
vörun stjórnarblaðanna til heildsalanna
— nú skyldu þeir flýta sér að safna að sér
vörum til þess að geta selt með aukinni
álagningu. Með þessari siðlausu fram-
komu hefur rikisstjórnin fært milliliðun-
um fleiri miljarða króna i aukatekjur. 1
rauninni væri nú nauðsynlegt að fram færi
könnun og ýtarleg úttekt á þvi, hversu
miklu hefur verið stolið,þó ekki væri nema
til þess að verða einskonar viðvörun i
framtiðinni. Þá væri auðvitað sjálfsagt að
skattleggja sérstaklega gengisfellingar-
gróðann sem auðstéttirnar hafa rakað
saman og birta tölur um þá skattlagningu
um leið og skattskráin verður gefin út i
sumar. En við þvi er ekki að búast, að
rikisstjórn sem hjálpar milliliðunum til
þess að seilast eftir miljarðaaukagróða
beiti sér fyrir slikum ráðstöfunum. Sið-
laus framkoma rikisstjórnarinnar i
tengslum við þá gengislækkun sem nú
hefur verið ákveðin er þvi enn ein sönnun-
in fyrir nauðsyn þess að koma rikisstjórn-
inni frá.
Það er sama hversu málin eru skoðuð;
Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar er upp-
haf og endir þeirra vandamála sem við er
að glima i efnahagskerfi landsmanna um
þessar mundir. Það er þvi þýðingarmikið
pólitiskt markmið að koma rikisstjórninni
frá. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi þvi
til sönnunar: Tölur úr þjóðarbúskapnum
og gengislækkunin sem kemur til fram-
kvæmda i dag. Einnig mætti nefna i þessu
sambandi dæmi sem ekki verða rakin með
tölum, það er sú viðtæka fjármálaspilling
sem þróast hefur undir handarjaðri rikis-
stjórnarinnar og hefur aldrei verið eins
opinská, ósvifin og girug og einmitt um
þessar mundir. Sú arfleifð þessarar rikis-
stjórnar er sennilega sú alvarlegasta og
hættulegasta, sú sem lengstan tima tekur
að uppræta.
Viðskiptakerfi auðstéttarinnar er jarð-
vegur spillingarinnar og fjarmálasvik-
anna, verðbólgunnar og braskaranna.
Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar er óska-
barnið sem hin skuggalegu öfl i þjóðfélag-
inu sameinast um. Henni þarf að koma
frá. —s.
Ríkisstjórnin
er stœrsta
vandamálið
Vorið 1974 neitaði Sjálfstæðisflokkurinn
að leggja fram nokkrar tillögur um lausn
efnahagsvandans sem þá var við að etja
og stafaði af 35% hækkunum á erlendu
verði innfluttrar vöru. Geir Hallgrims-
son lýsti þvi þá yfir, að það væri ekki hlut-
verk stjórnarandstöðuflokka að gera til-
lögur. 1978 leggur Alþýðubandalagið sem
stjórnarandstöðuflokkur fram tillögur um
skammtimalausn þess efnahagsvanda
sem við er að etja og stafar af vitlausu
stjórnarfari. Á afstöðu Alþýðubandalags-
ins 1978 og afstöðu Sjálfstæðisflokksins
1974 kemur best fram munurinn á verka-
lýðsflokki, sem ber hag heildarinnar
fyrir brjósti, og á heildsalaflokki, sem ber
hag verðbólgubraskaranna fyrir brjósti.
Alþýðubandalagið telur það nefnilega
skyldu verkalýðsflokks að bera jafnan \
fram tillögur um lausn aðsteðjandi
vandamála — lika þegar flokkurinn er i
stjórnarandstöðu. —s.
Alþjóölegt
rökþrotabú
A þaö var bent í þessum þætti
fyrir helgina aö nýlega heföi 2.
Alþjóöasambandiö, alþjóöa-
samband sósialdemókrata,
haldiö þing þar sem samþykkt
var aÖ berjast gegn svonefndum
evrópukommúnisma fremur en
öllum öðrum fyrirbærum
stjórnmálalifsins. Fulltrúi
Alþýðuflokksins var á þessum
fundi. 1 samræmi viö niöurstöö-
ur fundarins tók hann aö sér aö
berjast gegn Alþýöubandalag-
inu á Islandi. Hefur sú krossferð
nú staöiö um nokkurt skeiö meö
næsta ámáttlegum hætti. Telur
Alþýöuflokkurinn þaö sér eink-
um til gildis i baráttunni viö is-
lenska sósialista aö hafa komið i
veg fyrir vigbúnaö þeirra fyrir
40 árum. Þjóðviljinn benti á að
Alþýöuflokkurinn væri oröinn
einskonar söguleg málamiölun
af sjálfum sér. bessi athuga-
semd Þjóðviljans fer ákaflega i
taugarnar á formanni Alþýöu-
flokksins, sem birtir af og til
forystugreinar i Alþýöublaöinu
undir neitunarforskeytinu -ó.
Geysisthann ófrýnilegur fram á
ritvöllinn á laugardag og heldur
sig enn viö fortiöina. Hann
bendir þar á áviröingar is-
lenskra sósialista, en öll er viö-
leitni hans i skötuliki. Mun þýö-
ing á þessari forystugrein Bene-
dikts Gröndals I Alþýöublaöinu
á laugardaginn var. skammt
duga til þess aö kvitta fyrir
pappírsstyrkinn sem 2. Alþjóöa-
sambandiö veitir Alþýöublaöinu
um þessar mundir. Forystu-
greinin er hins vegar enn ein
ábendingin um neyðarástand
þess alþjóölega rökþrotabús,
sem heildsalaarnir reka núorðið
viö Blaöagötu Reykjavikur,
Siöumúla.
Kenningar
Vilmundar í
verki
Barátta Benedikts Gröndals
gegn Alþýöubandalaginu er háö
meö stuöningi auöstéttarinnar á
Islandi annars vegar og útlend-
inga hins vegar. Sú barátta
beinist i rauninni fyrst og
fremst aö rótum Alþýöuflokks-
ins sjálfs, rótum hans I íslenskri
verkalýöshreyfingu. Bllaheild-
salarnir hafa veitt Alþýöublaö-
inu framhaldslif fyrir náö sina
og fjármagn. En ætli ekki aö
þaö þættu tiöindi i Noregi ef upp
kæmist aö Norski jafnaöar-
mannaflokkurinn gæfi út blaö á
íslandi i félagi viö Volkswagen
og Ford? Ætli ekki aö þau tiö-
indi yröu efni i stórar fyrirsagn-
ir I vestur-þyskum blööum ef
upp kæmist aö Volkswagen og
Caterpillar gæfu út blaö á Is-
landi i félagi við sósialdemó-
krataflokk? Ætli þaö þætti ekki
Rekiö heim til réttar
fréttarinnar viröi i dönsk blöö ef
þar i landi rækju þeir I félagi út-
gáfufyrirtæki Vestur-þýski
krataflokkurinn og Kruppverk-
smiöjurnan? Hafa forystumenn
Alþýöuflokksins yfirleitt gert
sér ljóst aö þeir hafa tekiö
Alþýöublaöiö af lifi: aö þeir
hafa I verki tekið undir þær
kenningar sem Vilmundur
Gylfason, óskabarn Alþýðu-
flokksins, hefur látiö frá sér
fara aö Alþýöublaöiö eigi alls
ekki að gefa út?
sí ISÍilfeMii \
Hœkjur
fyrir íhaldið
Vilmundur Gylfason heldur
þvi sem kunnugt er fram, aö
Alþýöublaöiö hafi haft tilgang
og pólitiska þýðingu fyrir
nokkrum áratugum. Þaö er
vafalaust rétt. Hann heldur þvi
fram aö Alþýöublaöiö hafi eng-
an tilgang lengur frá pólitisku
sjónarmiöi. Þaö er einnig rétt —
þó einkum vegna þess aö tilvera
þess er háö náöargjöfum bila-
heildsala og útlendra stjórn-
málaflokka. Slikt blaö hefur
enga pólitiska þýöingu lengur.
Og menn sem hafa gefist upp
viö að gefa út blaö fyrir stjórn-
málaflokk meö þeim hætti sem
þeir Benedikt og Vilmundur,
eiga heldur engin erindi lengur i
stjórnmálastarfi — nema til
þess aö vera einskonar hækjur
fyrir ihaldiö.
Eins og
hrossakjötsátiö
Forystumenn Sjálfstæöis-
flokksins eru margir ákaflega
hlynntir viöreisnarstjórn, þe.
stjórn meö Alþýöuflokknum.
Þeir vita sem er aö i vor eru
likur til þess aö nokkrir fylgis-
menn Sjálfstæöisflokksins úr
siöustu kosningum kjósi nú
Alþýöuflokkinn. Þaö er mein-
laus synd 1 augum ihaldsforust-
unnar, ef hún er drýgö á laun
eins og hrossakjötsátiö á fyrstu
áratugum eftir kristnitöku.
Veröi vottum ekki viö komiö og
engar sannanir fram dregnar
opinberlega mega óánægöir
ihaldskjósendur vel kjósa
Alþýöuflokkinn. Þaö gildir einu
— eftir kosningar tritla þau
heim á kviaból kýrnar, féö og
smalinn. -s.