Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 2
■1 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1978 Laus staða Dósentsstaða i bergfræfti við jarðfræðiskor verkfræði- og raunvisindadeildar Iláskóla islands er laus til umsóknar. Dósentinum er einkum ætlað að starfa á sviði jarðefna-og jarðliitafræöi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. L msóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknum skulu f.vlgja itarlegar upplýsingar um rit- smiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1978. Laus staða Lektorsstaöa i klassiskum málum, grisku og latinu, við heimspekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknum skulu fylgja itarlegar upplýsingar um rit- smiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1978. Blaðdrei ffngarf óik óskast Austurborg: Bólstaðarhlið Sogamýri Háteigshverfi (afl.) UOÐVIUINN Siðumúla 6 simi 8 13 33 Kópavogur: Hrauntunga Hesthúsalóðlr — Hainarijörður Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun úthluta lóðum fyrir hesthús á svæði við Kaldár- selsveg. Hestamannafélagið Sörli mun verða ábyrgt fyrir umhirðu svæðisins og útliti húsanna. Leyfishöfum verður gert að hlita almennum skilmálum bæjar- stjórnar og sérstökum skilmálum Sörla um uppbyggingu, umhirðu og fleira. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum eigi siðar en 3. mars 1978. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur. Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ , Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst vérðtiiboð SIMI 53468 Frá Klúku f Bjarnarfirði Strandamenn óttast kal í vor ef svo fer fram sem horfir — Heldur er nú fátt tiöinda héðan upp á siökastið og engir stórviðburðir, sagði Pálmi Sigurösson á Klúku i Bjarnar. firði i viðtali við Landpóst iaust fyrir sfðustu helgi. Veðurfar og vegir — Vart veröur sagt, að vetur- inn hafi leikið okkur hart það sem af er hér á Innströndum. þótt annað sé að heyra úr Arneshreppi. Tið hefur þó verið mjög umhleypingasöm og litið um góðviðriskafla. að undan- skildum ágætis kafla i desem- bermánuði. Snjór er ekki mikill. en mjög svellað, þar á meðal vegir mjög til baga. Nokkur viðleitni hefur verið hjá Vegagerðinni að halda opnum vegum út frá Hólmavik, svo sem til Drangs- ness og hingað i Bjarnarfjörð. Einnig hafa svell verið rifin ein- staka sinnum. Einn er þó sá vegarkafli, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi að minu mati, en það er vegurinn milli Bjarnarfjarðar og Drangsness, það er að segja leiðin um Kald- rananes og Bjarnarnesshöfða. Þar eru viða smáskaflar og svellbólstrar, sem eru stór- hættulegir, enda rennur snjór- inn sifellt i nýja og aukna bólstra i svo óstöðugu tiðarfari, sem verið hefur að undanförnu. A sama tima stendur veghefill Vegagerðarinnar meira og minna aðgerðalaus eða bilað- ur og tveir fastráðnir veghefil- stjórar dytta að eigum sinum og hafa náðuga daga. Ekki ætla ég þó að kenna þeim um aðgerða- leysi hvað umræddum vegar- kafla viðvikur. Hinsvegar mætti vel telja mér trú um að leiðin Bjarnarfjörður-Drangsnes verði ekki hefluð fyrr en slys hlýst af ástandi vegarins. Eg sagði áðan að svell væru mikil, og held ég að það sé ekki ofsagt, enda óttast bændur nú mjög kal, ef vorið verður ekki þvi betra. Annars er verðbólgan og gengisfellingin og aðrar að- gerðir blessaðar rikisstjórnar- innar farnar að taka veðrinu fram sem umræðuefni, og er þá langt til jafnað. Lifnar yfir Drangsnesi Vinna gengur vel i nýja frysti- húsinu á Drangsnesi en þar er eingöngu unnin rækja um þess- ar mundir og veiða bátar þaðan og frá Hólmavik ekki annan sjávarafla á þessum árstima. Með tilkomu nýja frystihússins hafa atvinnumál á Drangsnesi aftur færst að mestu i eðlilegt horf þó að vaktaskipti takmarki hugsanlega að allir komist að, sem vildu vinna við rækjuna. I Heyrst hefurað nýting hráefnis I hjá rækjuvinnslunni sé með þvi | besta, sem þekkist, eða um 24% * fullunnin söluvara. Félagslíf Félagslif er alltaf fábrotið hér 1 um slóðir og litið um samkom- ur. Þó er fólk að búast til að halda þorrablót og erum við hreppsbúar að visu nokkuð sið- búnir með það, en stefnum ein- ■ dregið á þorraþrælinn, enda þá I ekki seinna vænna, en það heitir þá bara Góugleði, ef frestað I verður. ■ Heilsufar hefur verið nokkuð gott, að ég held. Þó eru öðru hvoru einhverjar pestir að ber- ast úr menningunni þarna fyrir sunnan. Minningarathöfn Minningarathöfn um mennina tvo, sem fórust með Pólstjörn- I unni frá Drangsnesi þann 17. ' des, s.l., þá Jóhann Snæfeld ! Pálsson og Loft Ingimundarson, fór fram i Drangsnesskapellu s.l. laugardag (4. febr.), að við- ’ stöddu fjölmenni. Vegna ótiðar | og ófæröar munu þó ekki allir I hafa komist, sem gjarnan vildu votta hluttekningu sina vegna þessa hörmulega slyss. ps/mhg I Miklar endurbætur á Niðursudu- | verksmiðju K. Jónss. & co, Akureyri j Undanfarið hafa staðið yfir miklar framkvæmdir viö Niður- suöuverksmiðju K. Jónsson & co á Akureyri og verður þó meira að gert. Er hér um að ræöa bygginguá nýjum frystiklefa og stóru lagerhúsi. Frystiklefinn var byggöur i vetur. Er hann tæpir 2.200 rúmm. Unnt er að geyma þar 1000 lestir hráefnis við 28 gráðu frost. Akureyrskir iðnaöar- menn unnu að byggingu klefans. en yfirumsjón með verkinu hafði Svii, Johansson að nafni, sendur hingað af fyrirtækinu Nordisol i Sviþjóð. Frystiklefinn er að þvi leyti nýjung hérlendis að hann er sá fyrsti, sem smiðaður er úr ein- ingum, er koma tilbúnar frá sænsku verksmiðjunni. Er ein- ingunum komið fyrir á stál- grind, sem ber uppi klefann. Kostnaðarverð klefans sjálfs er nálægt 50 milj. kr. en fullbúinn með frystivélum mun hann kosta um 70 milj. kr. Lagerhúsið, sem reist hefur veriðá s.l. þrem árum,er hvorki meira né minna en rúmir 2.800 ferm. að flatarmáli og um 15.500 rúmm. Er það stálgrindahús, hannað af Sigtryggi Stefánssyni og reist af norðlenskum iðnaðarmönnum. Húsiö er að mestu ætlað sem geymslurýni fyrir hráefni, en þar er einnig kæligeymsla fyrir fullunna vöru, kyndiklefi fyrir verksmiðjuna, verkstæði og dósagerö. Enn má nefna, að verið er að innrétta liðlega 100 ferm. húsrými, sem ætlað er Rannsóknastofu fiskiðnaðar- ins. Húsakynni verksmiðjunnar ná nú yfir 4.715 ferm. en ætlunin er að tvöfalda það á næstu ár- um. Verður þá lóð verksmiöj- unnar fullnýtt. Þetta nýja lagerhús bætir úr brýnni þörf. Að þessu hefur sild og annað hráefni verið geymt úti á Hjalteyri,en fullunna varan hingað og þangað, eftir þvi hvar kaldast var hverju sinni. Leiddi þessi skortur á lagerrými það af sér, að ekki var hægt að vinna við niðurlagningu á sumrin, en nú verður það unnt allt árið. A s.l. ári nam vörusala verk- smiðjunnar 800 milj. kr. Sölu- aukning frá fyrra ári var 89%. Niu tiundu hlutar af framleiðsl- unni ypr'j íV.ittir út, að verulegu leyti t.il Sovétrfkiaf.í.a, eða 70% en þau hafa verið stærsti V’ið- skj»ptavinur verksmiðjunnar s.l. 14, ár. Vinnulaun námu 170 milj. kr. Fastráðnir starfsmenn eru um 120, en þarna vinna um 200 manns þegar mest er að gera. Ljóst er, að hráefnisöflun til verksmiðjunnar hefur orðið auðveldari eftir að leyft var að veiða sild að nýju fyrir Suður- landi. Aður þurfti að flytja hrá- efni inn frá Færeyjum. Enn eru þó fluttar inn sardinur frá Skot- landi og Austur-Þýskalandi. 1 verksmiðjunni eru afkasta- mikil rækjuvinnslutæki sem þó ekki nýtast nú vegna hráefnis- skorts. Verðmæti útfluttrar rækju frá verksmiðjunni i fyrra nam 100 milj. kr. en unnt hefði verið að selja út þá niðursoðna rækju fyrir 500 milj. kr. —mht Umsjón: Magnús H. Gfslaso

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.