Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. febrúar 1978 AJÖÐVILJINN — StÐA 7 Þeir menn í ríkisstjórn og atvinnurekendasamtökum sem nú ætla að stofna til harðara stéttastríðs en þekkst hefur um árabil eru annaðhvort fáráðlingar eða óvenjulega kaldrifjaðir spilamenn... Baldur Oskarsson, starf smaöur Alþýðu- bandalagsins Að verja sinn rétt Rikisstjórnin gerir það ekki endasleppt. Allan feril sinn hefur hún staðið i stöðugu striði við verka- fólk og samtök þess, enda hefur þetta kjörtimabil einkennst af lengra samningaþófi og viðtæk- ari verkföllum en dæmi eru um áður. Kauprán Þessi afturhaldsstjórn at- vinnurekenda hefur nú gert enn eina atlöguna að kjörum launa- fólksins. Með frumvarpi sinu um ráðstafanir i efnahags- málum ætlar hún að ræna 10- 12% af umsömdum kjörum verkalýðsins. Rikið sjálft er ekki fyrr búið að undirrita kjarasamninga við starfsmenn sina en þeim er rift með þessum ósvifna hætti, og það án nokkurs tilefnis. Eins og talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna og forystumenn ASl og BSRB hafa rækilega sýnt fram á, og efna- hagssérfræðingar rikisstjórnar- innar hafa sjálfir viðurkennt, er þetta kauprán óþarft með öllu. Allar tillögur verkalýðshreyf- ingarinnar um breytta efna- hagsstefnu, lækkun verðlags og verndun kjarasamninganna, hafa á hinn bóginn verið hunds- aðar. Ráðist að verkalýðssamtökunum A ferli sinum hefur rikis- stjórnin ekki látið sér nægja að lækka kaupið. Hún hefur hvað eftir annað, á ósvifinn hátt, ætlað að rifa niður voldugasta vigi launafólksins, verkalýðs- samtökin. Þegar saman fer, eins og nú, pólitfskt og fjár- málalegt vald braskstéttanna eru verkalýðsfélögin og sam- bönd þeirra hið eina raunveru- lega vopn, sem alþýðan getur beitt til varnar. 1 kjarasamningum undanfar- inna ára hafa atvinnurekendur engu svarað, þegar þeim hafa verið kynntar réttmætar og sjálfsagðar kröfur verkalýðs- samtakanna, fyrr én til hörku- lega verkfallsátaka hefur komið. 1 kjaradeilunni i árs- byrjun 1976 taldi rikisstjórnin að verkalýðsfélögin þyldu ekki verkfallsátök. Hinn faglegi styrkur samtakanna kom henni og atvinnurekendum þá i opna skjöldu. Svo mikil var reiðin i herbúðum stjórnarinnar, vegna samstöu verkalýðshreyfingar- innar, að dengt var þegar i stað yfir ósvifnum verðhækkunum i hefndarskyni og kjarasamning- unum kennt um. Þannig var strax aftur tekið það, sem um var samið, i þvi skyni að launa- fólk missti trú á verkfallsvopn- inu. Þegar verkalýðshreyfingin svaraði á verðugan hátt og fletti ofan af blekkingarvef rikis- stjórnarinnar kom ný atlaga og sú ósvifnasta. Nú skyldi ráðist að sjálfum verkfallsréttinum. Félagsmálaráðherra lét semja sérstakt frumvarp til laga um takmörkun á verkfallsrétti verkalýösfélaganna. Enn á ný brást verkalýðshreyfingin hart við með kröftugum mótmælum og hótunum um átök. Félags- málaráðherra hefur ekki þorað að koma þessu óskabarni sinu i gegn á alþingi, en það er til taks hvenær sem rikisstjórnin telur lag. Hið rétta lag kemur ef tekst að sundra samstöðu verkalýðs- félaganna innanfrá. Hin fullkomna svikamilla Þess vegna er nú farin ný leið til að afnema frjálsan samningsrétt i reynd. 1 frum- varpi rikisstjórnarinnar felst ekki aðeins 10—12% kauprán, heldur lika að frá og með 1. janúar 1979 skuli óbeinir skattar ekki hafa áhrif á verðbótavisi- tölu. Þarna á sem sagt, án nokk- urs samráðs við verkalýðs- hreyfinguna, að breyta grund- velli visitölunnar á þann hátt að rikisstjórn atvinnurekenda- valdsins geti ónýtt alla kjara- samninga, um leið og þeir eru gerðir. Hin fullkomna svika- milla. Hrindum árásinni En rikisstjórnin hefur meö þessari aðgerð enn einu sinni sýnt hversu ranglega hún metur styrk og samstöðu islenskrar verkalýðshreyfingar. Þessi árás hennar verður brotin á bak aftur. Þegar þetta er skrifað á þriðjudegi er formannaráð- stefna BSRB að hefjast. For- mannaráðstefna ASÍ hefst á morgun og á laugardag boðar Alþýðubandalagið verkalýðs- málaráð sitt til fundar. A þess- um samkomum verða teknar ákvarðanir um hvernig verka- lýðshrey fingin mun hrinda kaupráninu og verja sinn rétt. Þeir menn i rikisstjórn og atvinnurekendasamtökum sem nú ætla að stofna til harðara stéttastriðs en þekkst hefur um árabil eru annað hvort fáráð- lingar eða óvenjulega kald- rifjaðir spilamenn, sem ekki skirrast við að hleypa öllu i bál og brand á vinnumarkaðinum til að skapa sér heppilega kosningastöðu, að þvi þeir telja. Ef hið siðara er rétt væri þeim hollt að minnast gerðardóms- laganna frá 1942. Islensk verka lýðshreyfing ber vonandi gæfu til þess að svara þessari árás á kjör sin og rétt á jafn eftir- minnilegan hátt og þá. Það verður gert á tveim vig- stöðvum: i verkfallsátökum og kjörklefanum að vori. Blaðamaimaverkfallið framhald kjarabaráttunnar vorið 1977 Annað verkfallið á áttatíu árum Blaðamannafélag is- lands hefur boðað til verk- falls frá og með föstudeg- inum 17. febrúar 1978, en vill af því tilefni taka fram, að komi til verkfalls þessa þá er það beint framhald þeirrar kjara- baráttu, sem félagið hóf með uppsögn samninga á sl. sumri. Þá gengu öll félög ASI frá samningum, en Blaðamannafélagið gekk aftur á móti frá sam- komulagi við viðsemjend- ur sína um samræmingu á kjörum fréttamanna ríkis- útvarpsins og blaðamanna blaðanna. Samkomulag þetta var þess efnis, að samræming átti að fara fram á kjörum fréttamanna rikisútvarps og blaðamanna eftir að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefði gengið frá kjarasamn- ingi sinum. Skyldi sérstök nefnd, sem fjalla átti um málið, komast aðsamhljóða niðurstöðu um sam- ræminguna, en tækist það ekki geröi samkomulagið ráð fyrir að hvorum aðila um sig væri heimilt að segja upp samningum. Átti samkomulag að hafa tekist fyrir 20. janúar 1978. Blaðaútgefendur komust hins vegar að þeirri niðurstöðu hinn 19. janúar sl., að algjört samræmi væri orðið þá þegar á kjörum fréttamanna og blaðamanna. Þeir rökstuddu ekki frekar þessa niðurstöðu sina og hafa neitað fulltrúum blaðamanna um að fá að sjá forsendur þeirra útreikn- inga sem þarna liggja að baki, svo og sáttasemjara rikisins. Ekkert samræmi Blaðamenn hafa með rökstuðn- ingi sýnt fram á að ekki er sam- ræmi milli þessara kjarahópa og m.a. bent á að byrjunarlaun i blaðamennsku samkvæmt taxta B.t. séu nú 109.990.- kr. en byrj- unarlaun i fréttamennsku hjá Rikisútvarpinu séu 190.911,- krón- ur samkvæmt taxta BSRB. Af hálfu blaðamanna hefur jafnframt verið óskað eftir þvi margsinnis, að Kjararann- sóknarnefnd yrði sem hlutlaus aöili fenginn til að reikna út mis- mun kjara fréttamanna rikisfjöl- miðlanna og blaðamanna en þeirri málaleitan hafa útgefendur jafna hafnað. Blaðamanna- félagi tslands var þvi nauðugúr einn kostur aö segja upp samn- ingum sinum og hefja nýja kjara- samningsgerð. Þrátt fyrir að blaðamenn hafi haft samkomulagið um samræm- Sjálfkjörid í stjórn Iöju á Akureyri Sjálfkjörið var i stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Stjórnina skipa: Jón Ingimars- son, formaður, Hallgrimur Jóns- son, varaformaður, Höskuldur Stefánsson, ritari, Ingiberg Jó- hannsson, gjaldkeri og Geirlaug Sigurjónsdóttir. Jón Ingimarsson hefur verið i stjórn Iðju síðan árið 1938 og for- maður siðan 1946 en félagið var stofnað 1936. —mhg ingu upp á vasann, hafa blaðaút- gefendur aðeins boðið 4.3% kaup- hækkun á alla launataxta félags- ins. Það þýðir i raun, að samræmi næst með þeim hætti, að blaða- maður með 8 ára starfsreynslu, sem annast verkstjórn eða hefur sambærilega ábyrgð i starfi, fær laun sem eru 9 krónum hærri en hjá byrjanda i fréttamennsku hjá rikisfjölmiðlunum. Þessu getur Blaðamannafélag tslands að sjálfsögðu ekki unað og þvi stefn- ir þessi kjaradeila nú i verkfall Sömu laun fyrir sömu vinnu Blaðamannafélag íslands verð- ur 80 ára á þessu ári. Það hefur jafnan stýrt kjarabaráttu sinni a þann veg, að ekki hefur komið til verkfalls — utan einu sinni. Það var i ágústmánuði 1963 og stóð þá i um það bil viku. Nú eru þvi liðin 15 ár tæplega milli þessa fyrsta og annars verkfalls i sögu félagsins, þ.e.a.s. ef af verkfallinu nú verð- ur. Kjör blaðamanna hafa frá 1. desember 1976 hækkað um 47% á sama tima og kjör annarra stétta i þjóðfélaginu hafa hækkað um allt'að 80%. Þvi miður verður að segjast, að sá iærdómur sem blaðamenn hafa dregið af þessari þróun, er sá að kjarabaráttu hér- lendis er ekki unnt að reka með árangri nema með þvi að beita verkfallsvopninu. Viðsemjendur Blaðamanna- félags tslands eru nýgengnir i Vinnuveitendasamband tslands. Ein af grundvallarreglum þeirra samtaka er að greidd skulu sömu laun fyrir samsvarandi vinnu án tillits til þess hjá hverjum hún sé unnin. Blaðamannafélag tslands væntir þess, að viðsemjendum þess, nýliðunum i Vinnuveitenda- sambandinu, sé ljóst þetta grund- vallarsjónarmið þeirra samtaka sem þeir hafa gerst félagar i. Þá mun þessi kjaradeila þeirra við blaðamenn hljóta farsælar lyktir. Sýnir á Mokka Þann 12. þessa mánaðar opnaði Kristin Nikulásdóttir sýningu á vatnslitamyndum á Mokka. Sýningin stendur yfir i 3 vikur. Grenada sýnd í MÍR- salnum A laugardag kl. 15 verður sýnd i MtR-salnum Laugavegi 178 þekkt sovésk kvikmynd, Grenada min eftir Roman Karmen. Karmen er einn af þekktustu höfundum heimildakvikmynda sem uppi hafa verið. Þessi mynd hans er gerð um borgarastyrjöld- ina á Spáni, en Karmen hefur einnig gert frægar kvikmyndir um Kúbu og Vietnam. ölluin er heimill ókeypis að- gangur meðan húsrúm leyfir Ályktun frá Sambandi byggingamanna 3. febr V erjumst / i • •• • a kjorm Fundur fullskipaðrar sam- bandsstjórnar S.B.M., haldinn i Reykjavik, 3. febrúar 1978, hvetur öll. aðildarfélög sam- bandsins til að vera nú vel á verði og viðbúin að snúast til varnar gegn hverri tilraun, sem gerð kynni að verða til að rýra þann árangur, sem Verkalýðs- hreyfingin náði með gerð kjara- samninga á s.l. ári. Fundurinn minnir á að sá árangur var einungis endur- heimt kjara vegna áður gerðrar kjaraskerðingar. A þeim tima, sem liðinn er árásum frá samningsgerðinni i sumar, hafa engar efnahagslegar að- stæður breyst til hins verra, sem tilefni gæfu til árása á kjör launþega, þvert á móti hafa þjóðartekjur vaxið meira á ár- inu 1977 heldur er spár á miðju s.l. ári gerðu ráð fyrir. Fundurinn tekur þvi i einu og öllu undir þær ályktanir. sem felast i samþykkt sambands- stjórnarfundar A.S.t., frá 25. og 26. nóvember s.l., og hvetur öll launþegasamtök til samstöðu i vörn fyrir umsömdum kjörum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.