Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 16
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skai bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviijans I sima- skrá. Yfírvinnan afnumin og vinnumarkaðurinn þrengist stöðugt Aö undanförnu hefur nokkuð heyrst talaö um að sums staðar væri fariö aö haröna á dainum i atvinnumáium. Fyrirtæki sem um langt skeiö hafa haft fasta yf- irvinnu eru nú sum hver búin að afnema hana með öllu og önnur hafa dregiö nokkuö úr henni. Við leituðum álits Guðmundur J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambands lslands,á þessum málum og sagði hann að það væri áberandi að vinna væri minni i Reykjavík nú heldur en verið hefur undanfarin ár. Yfir- vinna hefur ákaflega mikið verið skorin niður, sagði Guðmundur, en það er þó nokkuð misjafnt á hinum ýmsu vinnustöðum. A ein- staka stað hefur yfirvinnan verið skorin niður með öllu, en annars staðar hefur hún verið minnkuð, t.d. úr tveim timum á dag i einn. Það er til i dæminu að fyrirtæki sem hafa haft fasta yfirvinnu i allt að sjö ár hafa afnumið hana með öllu og má þar nefna Slippfé- lagið, og getur nærri að það komi illa við pyngjuna. Það er ekki hægt i þessu sam- Loðnuverðið ákveðið 8.80 kr. fyrir kílóið og 30 aurar í loðnuflutningasjóð Yfirnefnd Verðlagsráös sjáv- arútvegsins hefur ákveðið að lágmarksverö á loönu til bræðslu veröi frá og meö 15. þ.m. til vertíðarloka kr. 8.80 hvert kg. Þetta verö er miðað við 8% fituinnihald og 16% fitu- fritt þurrefni, og breytist til hækkunar og lækkunar við brcytt fitu- eða þurrefnismagn. Auk þess greiða kaupendur 30 aura fyrir hvert kg i loðnuflutn- ingasjóö. Nefndin hefur verið á stöðug- um fundum að undanförnu og var verðið ákveðið i fyrrakvöld af oddamanni og fulltrúum selj- enda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. Akvæði um verð á úrgangs- loðnu frá frystihúsum eru hin sömu og á vetrarvertið 1977. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Kristján Ragn- arsson og óskar Vigfússon af hálfu seljenda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. „Þaö er vidun- andi” segir Magni Kristjánsson, skipstjóri um loðnuverðið „Mér finnst þetta viðunandi og fjarri þvi að vera óeölilega hátt”, sagði Magni Kristjáns- son, skipstjóri á Berki NK, þeg- ar blaöamaður Þjóðviljans leit- aði álits hans á nýju loönuverö- inu. Ég veit reyndar ekki enn á hverju þessi breyting á verðinu byggir, en Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, odda- maður i yfirnefnd Verðlags- ráösins, segir i einhverju dag- blaðanna að þeir hafi endurmet- iö grundvöllinn og maöur verð- ur að trúa þvi, sagði Magni. Aft- ur á móti er það ljóst að verðið er hærra nú en það hefði annars verið ef ekki hefðu komið til mótmælaaðgerðir loðnuveiði- sjómanna nú i janúar, sagði hann enn fremur. — IGG Y eiðin að glæðast og veðrið gott Loðnuveiöin er nú heldur aö glæöast og hjá Loðnunefnd fengust þær upplýsingar um miöjan dag i gær aö 27 skip heföu tiikynnt um afla, samtals 11.300 lestir, frá þvi um mið- nætti kvöldiö áöur. Vlkingur AK var með mestan afla, 1000 lestir. Skipin voru að- allega að veiðum um 50-60 milur austur af Gerpi, i ágætis veðri. Aflanum verður landað á svæðinu frá Neskaupstað og suður á Reyðarfjörð. bandi að tala um almennt at- vinnuleysi en það er greinilega samdráttur, sagði Guðmundur enn fremur. Maður sem skiptir um atvinnu i dag getur ekki búist við þvi að geta gengið i aðra vinnu á stundinni, og það virðist ein- kenna atvinnulifið i Reykjavik i vetur að það er i vaxandi mæli að verða þrengra á vinnumarkaðin- um. Það hefur verið svo um nokkurt skeið að gifurlegur fjöldi verka- manna héðan úr Reykjavik hefur leitað út á landsbyggðina eftir vinnu, ýmist til að vinna þar hluta úr ári eða beinlinis til að setjast þar að um lengri tima. Og það er kannski ekki að furða þó hér verði samdráttur i at- vinnulifinu þegar tekið er mið af þvi að hér eru aöeins gerðir út 10 togarar og varla það, en þeir hafa flestir verið rösklega 30. Frysti- húsin hér starfa sum ekki nema á broti af fullri afkastagetu, en þau gætu auðveldlega til samans af- kastað þvi að vinna úr afla 20—25 togara, sagði Guðmundur að lok- um. —IGG. Guömundur J. Guömundsson: Þaö er ekki hægt aö tala um al- mennt atvinnuleysi, en óneitan- lega viröist vera samdráttur á vinnumarkaðnum. Övenjulegur óveöursgaröur Fannfergí í V estmanna- eyjum og Mýrdal Mikið óveöur hefur gengiö yfir nokkurn hluta af suðurströnd landsins a.m.k. og Vestmanna- eyjar nú aö undanförnu og var þaö einkum illvigt i gær og fyrra- dag, noröaustan stormur og ó- venjulega mikil snjókoma. Garö- ur þessi viröist þó hafa veriö mik- iö vægari er upp dró tii landsins og viöa ekki oröiö þar vart. Til dæmis var besta veöur á Hvols- veili i gær og svipaöa sögu var aö segja frá Selfossi, aö þvi er lög- reglan þartjáöi okkur. Hinsvegar mun leiöinda veöur hafa veriö niöri á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Mýrdælingar voru aftur á móti minna i náðinni. Björgvin Saló- monsson, skólastjóri á Ketilsstöð- um, sagði okkur að þar i Mýr- dalnum hefði verið ofsarok og hrið bæði i gær og fyrradag. Sam- göngur eru allar tepptar og kennsla liggur niðri i skólum. Stórfenni er orðið mikið en snjó- litið á milli. Björgvin sagði að langt væri siðan að á þessum slóðum hefði gert svona samf elld- an byl og i gær var ekkert lát á ó- veðrinu en nokkuð hafði dregið úr frostifrá þvi sem það var i byrjun áhlaupsins. 1 Vestmannaeyjum var veðrið að mestu gengið yfir i gær en þó var ekki kennt i skólunum og þvi siður i fyrradag. t gær var verið að ryðja götur þvi i fyrradag var það ekki unnt vegna skafrenn- ings. Er mjög sjaldgæft að sam- göngur I Vestmannaeyjum tepp- ist vegna snjóa, að þvi er lögregl- an sagði okkur. Mikið hvassvirði af norðaustri var með snjókom- unni. Ekki er til þess vitað að veðrið hafi valdið neinu tjóni i Vestmannaeyjum, aðeins marg- háttuðum óþægindum, en bilar eru viða á kafi i snjó, einkum i efri hluta bæjarins. —mhg Eimskip hækkar farmgjöldin Aö sögn Valtýs Hákonarsonar, sem gegnir framkvæmdastjóra- störfum hjá Eimskipaféiaginu i fjarveru óttars Möllers, tók Eim- skipafélagiö 15—20% tryggingu af innflytjendum meöan gengis- skráning fór ekki fram, en þaö var gert vegna fyrirhugaörar hækkunar á farmgjöldum. Farmgjöldin eru skráð sam- kvæmt erlendu gengi, en 60—70% af rekstri farskipa er aö sögn Val- týs erlendur kostnaður. Farm- gjöldin eru siðan ákveðin, sam- kvæmt farmskirteini, af skipafé- laginu, þ.e.a.s. við hvaða gengis- skráningu skuli miðað við út- reikninga á þvi hversu mikið kostar að flytja þetta eða hitt til landsins. Tryggingarféð var miöað við 15—20% hærra gengi en skráð var áður en til gengisfellingar kom. Þurftu viðskiptamenn félagsins, sem áttu vöru i Eimskipafélags- skemmum, þangað komna fyrir það að hætt var að skrá gengi á dögunum, að greiða tryggingar- féð sem og þeir, sem áttu vöru- sendingar hjá félaginu og hingað komu eftir að gengisskráningu var hætt. 1 gærmorgun var fundur hjá verðlagsnefnd og þar átti m.a. að ákvarða hækkun framgjaida. Eftir að sú ákvörðun hefur verið tekin fá viðskiptamenn endur- greitt tryggingarféö að svo miklu leyti sem það hefur verið umfram leyfða hækkun farmgjalda. Sú farmgjaldshækkun, sem nú verð- ur leyfð kemur og niöur á þeirri fragt sem hingað kom áður en gengið féll, og lá eða liggur enn i vörugeýmsium skipafélaganna. —úþ Ekkert nýtt af rannsókn Landsbanka- máls Engin ný tföindi er aö fá at gangi rannsóknar svikamáls Hauks Heiöars i Landsbankan- um. Rikisrannsóknarlögreglustjóri, Hallvarður Einvarðsson, sagði biaðamanni i gær, aö ekki væri með nokkru móti hægt að segja fyrirum það hvenær rannsóknar- lögregian gæti gefiö upplýsingar af gangi rannsóknarinnar og óvist hvenær henni lyki. Stjórn og formenn innan Alþýðusambands Suðurlands: Launafólk hindri valdníðsluna Eftirfarandi samþykkt var gerð á Selfossi þar sem saman- komnir voru formenn allra verkalýösfélaga á Suðurlandi: „Sameiginlegur fundur stjórn- ar Alþýðusambands Suðurlands og formanna verkalýðsfélaganna á félagssvæði þess, haidinn á Sel- fossi 11. febrúar 1978, mótmælir harðlega fyrirhuguðum aögerð- um i efnahagsmálum, sem nú hafa séð dagsins ljós i formi frumvarps til laga um ráðstafan- ir I efnahagsmálum er lagt hefur verið fram á Alþingi. Með frumvarpi þessu — ef að lögum yrðí —, kæmu afleiöingar óstjórnar, skipulagsleysis og koll- steypu aðgerða núverandi rikis- stjórnar á kjörtimabilinu með fullum þunga á herðar launþega, þar sem þurrka á út það ákvæði gildandi kjarasamninga sem verkalýðshreyfingin lagði mest upp úr — verðbótatryggingar- ákvæði samninganna —. Sú rikisstjórn, sem að slikum aðgerðum stendur hlýtur á næstu vikum og mánuðum að komast að raun um að hún hefur fyrirgert öliu trausti hjá þjóöinni til áfram- haldandi setu i valdastólunum. Gegn þessum ráöstöfunum hlýtur alþýða þessa lands i órofa samstööu aö beita öllum mætti sinum, og hvetur fundurinn verkalýösfélögin i landinu og allt launafólk til að láta nú ekki að- eins haröorð mótmæli og yfirlýs- ingar frá sér fara heldur beiti virkum og afgerandi aðgerðum til að hindra valdniðslu núverandi rikisstjórnar gegn launafólki landsi ns. Fundurinn telur frumvarpið siðlausa árás á löglega gerða samninga frjálsra samtaka vinnumarkaðarins, sem rikis- stjórnin setti innsigli sitt á i júni- mánuði s.l. Skorar fundurinn á háttvirt Al- þingi að kolfeila frumvarpið.” r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.