Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 3
Kimmtudagur 16. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hugmynd af nýju skípulagi vift Aöalstræti. Gert er ráö fyrir aö gömiu húsin standi flest áfram en reist veröi ný hús á Steindórspiani og Hallærispiani en þó veröi meginhluti hins siöarnefnda lagöur undir torg. Stærö og lögun nýju húsana veröi i samræmi viö gömiu húsin. Ný tillaga um Hallærisplanið Máliö tekid fyrir í borgarstjórn í dag t gær boðuðu Torfusamtökin og ibúasamtök Vesturbæjar blaðamannafund til að kynna lauslega tillögu sem þessisam- töku hafa útfært um svæðið austan Aðalstrætis til mótvægis þeirri skipulagst ill ögu sent borgarstjórn hefur nú til um- ræðu og afgreiðslu og verður tekin til umræðu á fundi hennar i dag eftir að hafa verið frestað tvisvar. Samkvæmt þessari nýju tillögu verða gömlu húsin varöveitt og endurbætt en ný- byggingar I stil og samræmi við þau byggðar á auðu lóðunum. f greinargerð með þessari nýju tillögu er þesskrafist að reiknað verði með lægra nýtingarhlut- falli á svæðinu og gert ráð fyrir uppbyggingu þar i smærri ein- ingum. Samkvæmt þessari tillögu eru nýju húsin lágreist með bröttu þaki, svipuð eldri húsunum að lögun. Þau eru að mestu stak- stæð og þarf þvi ekki aö byggja þau öll i senn, heldur getur hver lóðareigandi nýtt löð sina eftir efnum og aðstæðum. Milli Austurstrætis og Hafn- arstrætis, á Steindórsplaninu, er gert ráð fyrir tveim samhliða húsum, sem eru 2 hæðir, sam- tals um 1560 gólfflatarmetrar. Þarna er - um þjrár lóðir að ræða, tvær i einkaeign og ein- i eigu borgarinnar. Nýju húsin eru svipuð að stærð og lögun og þau hús, sem þarna stóðu fram til um það bil 1960, enda lik Austurstræti 3 og Fálkahúsinu. Þarna standa i dag tvö steinsteypt hús, samtals um 200 gólfflatarmetrar, sem yrðu að vikja. A Hallærisplaninu, sem er eign borgarinnar, er sýnt nýtt hús með langhlið að Aðalstræti, alls um 475 gólfflatarmetrar. 1 þvi húsi væri félagsmiðstöð vel i sveit sett. Iskipulagstillögu borgarinnar segir, að á svæði þvi, sem tillag- an nær til, séu i dag samtals 5000 gólfflatarmetrar i þeim húsum, sem á aðrifa. 1 þeirra stað á að byggja 11.000 gólfflatarmetra i nýju húsnæði. 1 þeirri lauslegu tillögu sem hér er lögð fram er reiknað með að af núverandi 5000 gólfflatar- metrum verði 400 rifnir og i þeirrastaðbyggðirsamtals 2035 gólfflatrarmetrar. Samtals yrðu þá húsin um 7035 gólfflat- armetrar. Tillagan útilokar ekki að gerð verði bflastæði undir öllu plan- inu. í greinargerðinni segir að lok- um: Þessidrög að skipulagstiilögu ber fyrst og fremst að skilja sem dæmAi, gert i skyndi, til þess að reyna að lýsa þvi á hvern hátt er hægt að nýta þær lóðir, sem auðar eru.á sky nsam- lean hátt, án þess að fórna mik- ilvæguB svip i borgarmyndinni. Dæmi þetta er fram sett til þess að hvetja ráðamenn til þess að ihuga þá staðreynd, að skyn- samleg nýting svæðisins er ekki sú að rifa þar sem flest hús og byggja sem mest i staðinn, heldur að varðveita það sem gildi hefur og nýta þær lóðir, sem auðar standa. Þá má einnig benda á, aö með þeim hraða i byggingarfram- kvæmdum, sem tíðkast á Is- landi myndu framkvæmdir á Hallærisplaninusamkvæmt fyr- irliggjandi tillögu taka tugi ára, ef þeim myndi þá nokkurn tima ljúka. A meðan svo er ástatt, er erf- itt að gera sér i hugarlund þá upplifgun, sem svomikið er rætt um. Sú lauslega tillaga,semhér er lögð fram, breytir að sjálfsögðu engu verulegu um örlög gamla miðbæjarins og mannlifið i hon- um. Til að breyta þvi þarf sam- ræmdar aðgerðir i skipulags- og fjármálum borgarinnar I heild. Skipulagstillaga yfirvalda gerir ráðfyrir að gömlu húsin viki-en I stað komi geysistór húsasamstæða. Tillaga Sigurjóns Péturssonar: Samræma ber undir- búning mannvirkja- gerdar A dagskrá borgarstjórnar i dag verður fjallað um skipulagsmál að frumkvæði Sigurjóns Péturs- sonar sem flytur eftirfarandi til- lögu: „Borgarstjórntelur, að ofli'till- ar samræmingar og skipulagn- ingargæti við undirbúning mann- Baráttu- fundur í MR Menntaskólanemar halda baráttufund i kvöld i Menntaskól- anum i Reykjavik. Fundurinn er haldinn i Casa Nova kl. 20.30 og er kjaraskerðing rikisvaldsins til umræðu. Ræðumenn verða: Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson og Gunnar Andrésson. Hjördis Bergsdóttir skemmtir með visnasöng. Róttæka félagið vill með þessu framtaki hvetja menntaskólanema og aðra til að mæta. virkjagerðar á vegum hinna ein- stöku borgarstofnana. Alloft er ákvörðun um hönnun mannvirkja tekin af embættis- mönnum, án þess aö fyrir liggi áætlun um framkvæmdir og fjár- mögnun. Sumar byggingar hafa verið mörg ár i kostnaðarsamri hönnun, án þessaö nokkuð bryddi á framkvæmdum. Dæmi eru um, aðsama mannvirkið sé hannað æ ofan i æ, þar sem fyrri ákvarðanir hafa veriö orðnar úreltar, þegar til hefur átt að taka. Þvi ályktar borgarstjórn: 1. Borgarstofnunum verði hér eftir óheimilt að láta hefja hönnun mannvirkja, nema áð- ur hafi verið gerð fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun um viðkomandi verk og hún samþykkt af réttum stjórn- völdum. A sama hátt skal vera óheim- ilt að láta vinna aö skipulags- verkefnum utanstofnana borg- arinnar, nema til komi samþykki skipulagsnefndar og staðfesting borgarráðs. 2. Við allar meiri háttar fram- kvæmdir á vegum borgarinnar og borgarstofnana skal kjósa a.m.k. þriggja manna bygging- ar- eða framkvæmdanefnd af viðkomandi stjórnarnefnd”. V erkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins DAGSKRÁ: Kl. 10:00 Störf veröbólgunefndar: FRAMSAGA: Ragnar Arnalds, ólafur Ragnar Grimsson Fyrirspurnir. Kl. 12:00 Hádegisverður FRAMSAGA: Snorri Jónsson, Haraldur Stein- þórsson Fyrirspurnir Snorri FRAMSAGA: Lúðvík Jósepsson, Ásmundur Stefánsson Fyrirspurnir Kl. 11:00 Tillögur Alþýðubandalagsins i efnahags- og atvinnumálum: Ragnar Kl. 13:30 Viöhorf og aðgeröir samtaka launafólks: Haraldur Kl. 14:30 Almennar umræður Kl. 18:00 Stjórnarkjör Kl. 19:00 Fundarslit Fundur verkalýðsmálaráðs laugardaginn 18. febr. 1978. Fundarstaður: Glæsibær, Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.