Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
nokkuð nýstárlegu sniði
MFA efnir nú til menningar- og fræösluferöa m.a. til undurfagurra staöa eins og Bled í Siúvenfu.
athyglisvert að kynnast þvi hve
mikil áhrif launafólks eru i
iðnaði og mörgum öðrum
atvinnurekstri.
Auk Júgóslaviuferðanna
hefur verið ákveðin ferð til
Noregs. Það verður 8 daga ferð
fyrir trúnaðarmenn vinnustaða
og aðra, sem áhuga hafa. Fyrir-
hugað er að sú ferð verði farin
fyrri hluta júnimánaðar. 1 skóla
Norsku verkalýðssamtakanna
verður hlýtt á fyrirlestra um
Norsku verkalýðshreyfinguna,
og siðan verða heimsóttir
vinnustaðir, af mismunandi
tagi, i nágrenni Osló. Enn
fremur verða verkalýðsfélög
heimsótt, rætt við forystumenn
þeirra, trúnaðarmenn vinnu-
staða og skiptist á skoðunum
um ýmis mál.
Ýmislegt fleira er á döfinni i
sambandi við svona ferðalög og
óhætt er að fullyrða að verði
verður mjög i hóf stillt.
Nánari upplýsingar um þessi
mál er að fá hjá Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu i sima
8 42 33, Alþýðuorlofi i sima
2 81 80 og Ferðaskrifstofunni
Landsýn h.f. i sima 2 88 99, en
þessar ferðir eru allar skipu-
lagðar i samráði við hana.
—IGG
Ad ferdast
og fræðast
Menningar- og fræöslu-
samband alþýðu og
Alþýðuorlof hafa nú tekið
upp samstarf um að ef na
til sérstakra kynnis eða
námsferða fyrir félags-
menn i stéttarfélögum
innan Alþýusambands
íslands og öðrum aðildar-
félögum Alþýðuorlofs
undir kjörorðinu ,,Að
fræðast og ferðast".
Hafa fyrstu ferðir þegar
verið ákveðnar og verða
þær farnar til Jugóslavíu
og Noregs.
Á undanförnum árum hefur
sá hópur launafólks sem notar
fritima sinn til ferðalaga
erlendis stöðugt farið vaxandi.
Yfirleitt er þar um að ræða
ferðir til sólarlanda þar sem fá
tækifæri gefast til þess að kynn-
ast fólkinu sem byggir viðkom-
andi lönd, kjörum þess og
menningu, og oft skilja þessar
ferðir næsta litið eftir sig i
hugum fólks. Með samstarfi
MFA og ALO er ætlunin að
reyna að bæta eitthvað úr þessu
og gera launafólki kleift annars
vegar að ferðast beinlínis og
eingöngu i fræðsluskyni og hins
vegar að njóta hvors tveggja i
senn, hvildar i þægilegu lofts-
lagi og fræðslu um land og þjóð.
Akveðnar hafa verið tvær
ferðir til Júgóslaviu fyrir þá
sem sérstaklega hafa áhuga á
að kynnast landi og þjóð, eða
réttara sagt þjóðum. Fyrri
ferðin hefst 16. mai og stendur i
þrjár vikur en sú siðari hefst 18.
júli og verður tveggja vikna
ferð. í báðum tilvikum verður
dvalartimanum skipt sem næst
að jöfnu milli skoðunarferða um
landið og dvalar i Portoroz —
baðstrandarbænum vinsæla — á
strönd Adriahafsins.
t skoðunarferðunum gefst
kostur á þvi annars vegar, að
kynnast einstakri náttúrufegurð
og sögustöðum, og hins vegar,
að sjá i reynd hvernig 20 milj-
ónir ibúa Júgóslaviu, af 6
ólikum þjóðernum, búa saman i
þjóðfélagi sem einkennist af
sterku rikisvaldi en jafnframt
af mikilli valdadreifingu, t.d. að
þvi er snertir stjórn atvinnu-
lifsins. Þá er ekki siður
LEIKFÉLAG AKUREYRAR:
Sýnir Alfa Beta
annað kvöld
Leikfélag Akureyrar mun frum-
sýna leikritið Aifa Beta eftir bretann
E.A. Whitehead, föstudaginn 17.
febrúar n.k. (á morgun). Þýðinguna
gerði Kristrún Eymundsdóttir, leik-
mynd er eftir Þráin Karisson en leik-
stjóri er Brynja Benediktsdóttir.
Leikritið gerist i Liverpool, á 9 ára
timabili i lifi hjóna. Hjónin leika þau
Erlingur Gislason og Sigurveig Jóns-
dóttir. Verkið er i þremur þáttum og
er þeim skipt með sýningu skyggni-
mynda úr ýmsum fjölskyldualbúm-
um, en Asgrimur Agústsson, ljós-
myndari, sá um þann þátt sýningar-
innar.
Sérstök athygli skal á þvi vakin, að
verkið verður aðeins sýnt á Akureyri
nú um þessa helgi og næstu þar sem
það flytst til Þjóðleikhússins i lok
febrúar og vérður sýnt þar i byrjun
mars á litla sviðir.u i boði Þjóðleik-
hússins, sem gestaleikur.
-mhg
Erlingur Gislason og Sigurveig Jónsdóttir i hlutverkum sinum
Ljósm.: Norðurmynd
Ný gullsmiðaverslun var nýlega opnuð i nýju verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði að I.augavegi 71 i Reykjavik. Eigandi versiunarinnar
er Ulrich Falkner gullmsiður sem áður var með guilsmiðaverslun
við Lækjartort. 1 hinni nýju verslun verður veitt aihiiða þjónusta á
sviði gullsmiða. A þessari mynd er eigandi verslunarinnar, Ulrich
Falkner, ásamt eiginkonu sinni og tveimur starfsstúlkum.
Byggingarnefnd
flugstöðvar
Samgönguráðuneytið hefur
skipaö bygginganefnd flug-
stöðvar á Reykjavikurflugvelli.
1 byggingarnefndinni eru Birgir
Guðjónsson, deildarstjóri i sam-
gönguráöuneytinu, sem er for-
maður nefndarinnar, Gunnar
Sigurðsson, flugvallarst jóri
Reykjavikurflugvallar, og Jón
E. Böðvarsson, deildarstjóri i
fjármálaráðuneytinu, fjárlaga-
og hagsýslustofnun.
Ávarp frá
Kvennadeild
Slysavarna-
félagsins
Eins og Reykvikingum er nú
orðið kunnugt eru kvennadeild-
irnar út um allt land sterkur
þáttur i starfsemi SVFI. Þær
hafa aðallega unniðað fjáröflun
til uppbyggingar björgunar-
starfinu i landinu. Hefur þeim
orðið vel ágengt I þeim efnum,
þvi að likum lætur að þær leggi
fram árlega rúmlega 90% af þvi
fé, sem fer til björgunarstarfs-
ins ogbjörgunarsveitanna, enda
sýna þær i verki fádæma dugn-
að og áhuga fyrir málefninu.
Kvennadeildarkonur hér i
Reykjavik eru mjög þakklátar
Reykvikingum fyrir skilning
þeirra á þessu starfi, alveg frá
þvi þær hófu að safna fé til
slysavarna fyrir tæpum 48 ár-
um. Gaman væri á 50 ára af-
mælisári SVFt, aö allir leggöust
á eitt um að gera starf þess
sem ölúgast, með þvi að styrkja
það og styðja i þessu liknarmáli
þjóðarinnar. Slysavarnirnar
eru ekkert einkamál slysa-
varnafélaganna sjálfra heldur
er þetta hagsmunamál allrar
þjóðarinnar. Stuölum öll að þvi,
að byggja svo vel upp björg-
unarsveitirnar, að þær séu vel
undir það búnar að takast á við
erfið verkefni. Hætturnar liggja
allsstaðar i leyni. Slysin eru
alltof mörg i okkan htla þjóð-
féiagi. Tökum höndum saman
og reynum að fækka þeim. Það
er ósk slysavarnakvennanna að
borgarbúar taka þeim vel, sem
bjóða þeim merki á föstudag og
laugardag næstkomandi. Merk-
in verða tvennskonar, plast-
merki og siaufumerki og kosta
200 kr. stykkið.
Reykvikingar góðir. Um leið
og þiðkaupið merki, þáeruðþið
að leggja ykkar skerf til varnar
slysum i landinu.
Foreldrar eru beðnir um að
leyfa börnum sinum að selja
merkin. Verða þau afhent i
barnaskólum borgarinnar.
Munu 20 söluhæstu börnin fá
sérstök verðlaun.
Verndið
Bernhöftstoifuna
Félag islenskra myndlistar-
manna samþykkti i byrjun
mánaðarins áskorun á rikis-
stjórnina um að taka nú þegar
ákvörðun um varðveislu og
endurreisnBernhöftstorfunnar i
Reykjavik og lýsti félagið sig
samþykkt ályktun aðalfundar
Torfusamtakanna frá 4. desem-
ber 1977 um þetta mál.
Akureyrar-
togarar
með 1745 tonn
frá áramótum
— Aflabrögð hjá okkur hafa
verið heldur slök það sem af er
þessu ári, sagði Vilhelm Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri
Útgerðarfelags Akureyrar I viö-
tali við blaðið i gær.
— En I janúarmánúði, eða frá
9. jan. til mánaðamóta lönduð-
um við 1235tonnum og það, sem
af er febrúar, höfum við landað
510 tonnum. I janúar voru
veiðiferðirnar 9 hjá þessum 5
togurum okkar en i febrúar eru
veiðiferðirnar orðnar 5. Frá
áramótum eða réttar sagt frá 9.
janúar eru þetta þannig 1745
tonn i 14 veiðiferðum.
Það hefur mjög hamlað veið-
um að fádæma ótið hefur verið á
djúpmiöum i allan vetur, sagði
Vilhelm Þorsteinsson.
—mhg