Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1978
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfmgar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Pálsson
Hitstjórar: Kjartan Ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Siðumúla 6, Simi 81333
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði: Prentun: Blaðaprent hf.
Arni Bergmann.
Enginn
launamaöur
kjósi stjórnar-
flokkana
Almenningur i landinu þekkir vel þær
reglur sem gilda þegar ekki ér staðið við
gerða samninga, sérstaklega um fjár-
skuldbindingar. Þá er beitt sektum og
sektarvöxtum, allar skuldirnar falla i
gjalddaga ef ekki er staðið við greiðslurn-
ar. Ef viðkomandi getur ekki staðið við
samninga er gengið að eignum hans með
fjárnámi og lögtaki,og dugi það ekki eru
felldir þungir dómar i dómsmálakerfi
landsins og mönnum gert að greiða sektir
með margföldu innheimtuálagi og lög-
fræðikostnaði að viðlögðu varðhaldi innan
tiltekins tima.
í þessum efnum er yfirleitt gengið fram
af mikilli harðneskju gagnvart Jóni Jóns-
syni, en séra Jón Jónsson kann sem kunn-
ugt er á kerfið og hann þekkir smugurnar
mæta vef þannig að stundum sleppur hann
undan þvi að standa við þá samninga sem
gerðir hafa verið furðu lengi, að minnsta
kosti miklu lengur en aðrir.Þessi inngang-
ur hér er birtur að gefnu tilefni, þvi að ein
stofnun i landinu virðist vera undanþegin
öllum slikum reglum. Hér er átt við rikis-
stjórníslands. Hún ber ábyrgð á heimsku-
legustu fjárfestingum allra tima, kröfl-
urnar, grundartangarnir og viðishúsin eru
við hvert fótmál ráðherranna. Fyrirsjá-
anlegt er að þessar framkvæmdir kosta
þjóðina miljarða króna i auknum útgjöld-
um en arður af fjárfestingunni er enginn.
Rikisstjórnin og þinglið hennar ber
ábyrgð á gengisfellingum hrikalegri en
nokkur önnur rikisstjórn i samanlagðri
gengisfellingasögu landsmanna og er þó
af nógu að taka til viðmiðunar. Hún ber
ábyrgð á þvt að verðbólgan er ægilegri á
stjórnartima hennar en nokkru sinni fyrr i
íslandssögunni. Hún ber ábyrgð á þvi að
sparifé landsmanna hefur brunnið upp i
verðbólgubálinu, og sjóðir verkalýðsfé-
laganna eru nú aðeins þriðjungur að verð
gildi þess sem var þegar rikisstjórnin tók
við — reiknað i dollurum. Hún hefur flutt
miljarða frá launafólki til atvinnurekenda
og fjárplógsaflanna i þjóðfélaginu. Hún
hefur lækkað kaup á islandi niður fyrir öll
velsæmismörk. Hún ber ábyrgð á þvi að
launakjör aldraðra og öryrkja eru skert
og kjör þessa fólks á íslandi eru smánar-
blettur til háborinnar skammar.
Frammi fyrir þessum staðreyndum
sem hér hafa verið raktar um ábyrgð
rikisstjórnarinnar stóð verkalýðshreyf-
ingin á ASÍ-þinginu haustið 1976. Þá setti
verkalýðshreyfingin fram kröfu um efna-
hagsaðgerðir og ÍOO.ÓOO kr. mánaðarlaun.
Augljóst varð fljótt að þessi krafa verka-
lýðshreyfingarinnar átti hljómgrunn yfir-
gnæfandi meirihluta landsmanna, og ráð-
herrarnir, hræddir um fylgi sitt, lýstu
stuðningi sinum við þessar kröfur verka-
lýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir yfirlýs-
ingar ráðherranna, tókst verkalýðshreyf-
ingunni ekki að knýja fram hærri laun en
svo, að lægsta kaupið innan ASÍ er nú i
febrúar 1978 106 þúsund krónur á mánuði.
Þetta kaup hefði hins vegar átt að vera 145
þúsund krónur á mánuði miðað við kröfur
verkalýðssamtakanna i nóv. 1976, sem
ráðherrarnir þóttust styðja 1977. Nú á
samt að lækka lága kaupið; rikisstjórnin
ætlar að beita sér fyrir þvi að stela meira
en tiundu hverri krónu af þessu kaupi. Þar
með gengur hún á bak gerðra samninga,
hún er samningsrofi, griðrofi, og hana á
að meðhöndla samkvæmt þvi. Árás rikis-
stjórnarinnar á kjarasamninganna nú er
þvi réttnefnd ofbeldisaðgerð manna sem
svikja samninga, manna sem hlifast ekki
við að ganga á bak orða sinna. Slikum
ómerkingum munu islenskir launamenn
ekki treysta framar fyrir hlut sinum.
Vissulega verða þessir menn ekki beittir
dagsektum, fjárnámi i eigin eignum, lög-
taki og dómsuppkvaðningum i dómstóla-
kerfi valdastéttarinnar. Það kerfi fæst við
afbrot almennings. Hins vegar geta kjós-
endur kveðið upp dóm i kosningunum i vor
og launamenn eru yfirgnæfandi meirihluti
kjósenda. Enginn launamaður má veita
kaupránsflokkunum stuðning sinn i vor.
Ljóst er af frumvarpi þvi til kaupráns-
laga sem nú liggur fyrir alþingi að stjórn-
arflokkarnir ætla að starfa áfram eftir
kosningar, það kemur fram i þriðju grein
frumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir
sérstökum ráðstöfunum sem eiga að taka
gildi 1979, hálfu ári eftir kosningar.
Launamenn hafa — ef þeir standa þétt
saman — þjóðfélagsleg völd til þess að
koma i veg fyrir áform stjórnarflokkanna
með þvi að veita þeim ærlega og endan-
lega ráðningu i kosningunum 1978. Það
þurfa að verða sögulegar kosningar þar
sem valdaklika auðstéttarinnar verður
rúin stuðningi annarra en þeirra fámennu
hópa milliliða og braskara sem réttast er
að styðji þessa flokka. —s.
I
I
m
Heimdallur —
öfgasamtök?
Aróðursherferð nokkurra
Heimdellinga undir forystu
Hannesar Gissurarsonar i
framhaldsskólunum hefur sáð
fræjum sem nú eru tekin að
skjóta rótum. Þeirhófu herferð-
ina meö þvi að efna til kapp-
ræðna við herstöðvaandstæð-
Hannes Gissurarson
má að framtak þeirra hafi vakið
menntaskólanema úr pólitisk-
um doða og ber eftirfarandi
fréttatilkynning frá Framtiö-
inni, skólafélagi Menntaskólans
i Reykjavik, að margir hafa
vaknað hressilega upp. Heim-
dalli er ekki spöruð þau hin
stóru orðin frá þessu virðulega
og gamla félagi, sem amk.
stundum hefur lotið forystu
framtiðarmanna Ihaldsins I
Reykjavik:
„Féiagsfundur var haldinn I
kjallara Casa Nova, miöviku-
daginn 1. febrúar, á vegum fé-
lagsins.
Umræðuefni fundarins var:
Heimdallur, málsvari iýðræðis
og freisis? — Heimdallur, mál-
svari fasisma og kúgunar?
Frummælendur voru: Guð-
mundur Snorrason og Ólafur H.
Sverrisson — Guðmundur Þor-
bergsson og óiafur G. Krist-
jánsson.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt með 20 atkvæðum gegn
16:
„Fundur haldinn I kjallara
Casa Nova þann 1. febrúar 1978.
Fundurinn ályktar eftirfarandi:
Flokkur sá er nefnist Heimdall-
ur er ógnvaldur mannréttinda
og frelsis, þar sem meðlimir
hans fylkja liði i skjóli fasisma
og kúgunar. Fundurinn skorar á
alla vel hugsandi menn að
fylkja liði gegn öfgasamtökum
þessum.
inga i fjölbrauta- og mennta-
skólunum og var fylgt út hlaði
úr öllum skólunum með álykt-
unum skólafundanna gegn
NATÓ og á móti hernum. Segja
Tillagan sendist fjölmiðlum.”
Undir þessa tillögu rituðu:
Halldór Þorgeirsson, Svava
Þorkelsdóttir, Haraldur Jóns og
Úlfar I. Þórðarson.”
9
Jón Sólnes.
Sólnes
varamaður
í bankaráöi
Alþýðublaðið birtir eftirfar-
andi frétt á forsfðu i gær:
„Ef til vill er fáum kunnugt
um að Jón G. Sólnes á sæti sem
varamaður i bankaráði Seðla-
banka Islands, en til þess var
hann kjörinn frá ársbyrjun 1977
og er kosinn til 4 ára.
Margir undrast vegna þessa,
hve langar leiðslur sýnast liggja
á milli bankaráðsvaramannsins
og ýmissa deilda innan bank-
ans, sem hafa með hin og þessi
mál að gera, sem ekki eru hann
alveg óvarðandi. Vegna fréttar I
blaðinu idag, þar sem Jón undr-
ast hve menn I gjaldeyriseftir-
liti eru illa með á nótunum, ætti
honum að vera innan handar að
krefjast athugunar á starfshátt-
um þar.”
Kúnstugar
mréttarfars-
hugmyndir
Réttarfarshugmyndir Jóns
Sólness, alþingismanns væru
ekki taldar sæmandi i löndum
þar sem þess er krafist af kjörn-
um fulltrúum þjóðarinnar að
þeir séu fyrirmynd annarra i
löghlýðni og bregöi i engu út af
þeim grundvallarreglum sem
þeir sjálfir eru að setja borgur-
unum með löggjafarstarfi á
þjóðþingum.
Eftirfarandi samtal úr Dag-
blaöinu i gær er talandi dæmi
um hugmyndir þingmannsins:
„Okkur langar til dæmis að
vita hvort þaö getur hugsanlega
talist eðlilegt af þingmanni,
löggjafa I landinu, að fara ekki
að lögum?” sagði fréttamaður.
„Ég hef ekki búið til þessi
lög,” svaraði Jón. „Ég hefði Hk-
lega greitt atkvæði á móti þeim
á sinum tima.”
„En áttu ekki samt að fara að
lögum eins og aðrir?”
„Jú, auðvitað eiga allir aö
fara að lögum. Ertu nú kominn i
dómarasætið?”
„,Alls ekkiv Þetta er spurning
sem hefur vaknað.”
„Já,” sagði Jón G. Sólnes.
„Þið ættuð að lita i eigin barm
og sjá hvernig þið heföuð sjálfir
brugðist við þessu á sinum tima.
Og ég er hræddur um að þeir séu
nokkuð margir, sem ekki hafa
alltaf farið alveg að gjaldeyris-
lögum.”
Það virðist semsagt skoðun
hans að úr þvi að öðrum hafi
leyfst að fara i kringum gjald-
eyrislögin hljóti honum að leyf-
ast það.
Með sömu röksemdafærslu
ætti Jóni Sólnes að vera leyfilegt
að svikja undan skatti og aka
ölvaður undir stýri úr þvi að
öðrum hefur liöist það. Og svo
er flokksbróðir Jóns Sólness,
Sverrir Hermannsson, aö tala
um á Alþingi að blaðamenn séu
illa menntaðir. Hann ætti aö lita
i kringum sig i þingliði Sjálf-
stæðisflokksins.
— ekh.
I
■
I
i
i
■
I
■
I
■
I
i
■
I
j
j
i
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■