Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1978
72 daga verkfall námumanna í USA
Atvinnurekendur neita
að mæta til viðræðna
sem Carter boðaði til í Hvíta húsinu
WASHINGTON 15/2 Reuter. —
t dag kallaði Carter Bandarikja-
forseti. forsvarsmenn kolanámu-
manna sem nú eru i verkfalli og
námueigendur á sinn fund og hót-
aöi hörðum aögerðum ef ekki
yrði fljótlega bundinn endir á
þetta lengsta verkfall námu-
manna i sögu Bandarikjanna.
Verkfallið hefur nú staðið i 72
daga. Hætt er við að það geti haft
áhrif á atvinnuöryggi þúsunda
verkamanna i iðnaði og miljónir
Bandarikjamanna horfa fram á
orkuskort á þessum einmuna
harða vetri.
Carter hefur farið fram á að
þegar f stað verði teknar upp al-
varlegar samningaviðræöur milli
atvinnurekenda og forsvars-
manna hinna 160.000 kolanámu-
manna, sem eru i verkfalli. For-
setinn hefur rétt samkvæmt lög-
um til að skipa verkfallsmönnum
aftur til vinnu i 80 daga og hefur
hann sagt að hugsanlega myndi
hann notfæra sér þetta vald.
Arnold Miller, formaður sam-
bands námuverkamanna, sagðist
fagna þvi að Carter kallaði deilu-
aðila á sinn fund og sagði að
námuverkamenn værutilbúnir til
viðræðna hvenær sem væri. At-
vinnurekendur neituðu í dag að
koma til viðræðnanna, og sögðu
að Carter ætti fyrst að kalla
verkalýðsleiðtogana saman, þar
eð þeim væri um að kenna að
samningaviðræður hefðu engan
árangur borið.
1 dag ætla embættismenn úr
orkumálaráðuneytinu til Cleve-
land i Ohio til að ræða, hvaðaleið-
ir séu fyrir þau miðvesturriki
Bandarikjanna, þar sem kola-
skortur er mestur, til að deila
meðsér þvi litla eldsneyti sem til
er. Meðal þeirra rikja sem verst
hafa oröið Uti venga verkfallsins
eru Ohio, Indiana, Vest-
ur-Pennsyl vania og Vest-
ur-Virginia.
Nafn Stefáns
vantadi
1 gær birtist i Þjóðviljanum
ávarp vegna stofnunar
Máifreisissjóðs.
Orhópi þeirra 78 einstaklinga,
sem skora á íslendinga að styrkja
sjóðinn með fjárframlögum féll
niður nafn Stefáns ögmundsson-
ar, prentara. formanns Menning-
ar- og fræðslusambands alþýðu.
Þeíta leiðréttist hér með, og
biður Þjóðviljinn velvirðingar á
mistökunum.
Þingsjá
Framhald af bls. 6
heitum jarðsjó. Til þess eru talin
sérlega góð skilyrði á Suöurnesj-
um, þar sem er annars vegar
jarðsjórinn og hins vegar hráefni
frá fiskvinnslustöðvum, en slik
starfsemi byggist á nýtingu fisks
og fiskúrgangs. Er þegar verið aö
hefja lokatilraunir með slika
ræktun „laxbirtings” i Grindavik
og framleiðslu I smáum stfl. Sé
það rétt, sem ýmsir telja, að fisk-
rækt með þessum hætti eigi fram-
tiö fyrir sér, hlýtur að fýlgja i
kjölfarið niðursuðuiönaöur og
önnur fullvinnsla á þeim fiski —
laxi og silungi — sem ræktaður
yrði.
Þá er nauðsynlegt að kanna
hugmyndir um framleiðslu raf-
magns, þar sem jarðgufa yrði
notuö. Er taliö, að slik rafmagns-
framleiðsla geti auðveldað ýmsa
þá iönaðarframleiðslu, sem háð
er raforku á hóflegu verði.
Aðeins skal drepiö á væntan-
lega saltvinnslu. Stofnaö hefur
veriö fyrirtæki til að reisa til-
raunaverksmiðju til vinnslu salts
úr heitri jarðgufu og verður verk-
smiðjan byggð við jarðhitasvæöiö
á Reykjanesi. Gert er ráð fyrir að
þessi litla verksmiðja geti tekið
til starfa á þessu ári. Hér er að
sjálfsögðu um tilraun að ræða, en
við hana eru óneitanlega bundnar
allgóðar vonir.
Ný _____________________
fiskimjölsverksmiðja
Naumast veröur þvi lengi skot-
iö á frest að reisa hér við Faxa-
flóa a.m.k. eina fullkomna fiski-
mjölsverksmiðju, en allur verk-
smiðjukostur okkar á þvi sviði er
úreltur og á engan hátt sambæri-
legur við það sem nú gerist hjá
nálægum þjóðum. Verksmiðjurn-
ar eru allar eldþurrkunarverk-
smiöjur, gagnstætt þvi sem gerist
hjá keppinautum okkar, sem yfir-
leitt reka verksmiðjur búnar til
gufuþurrkunar. Talið er, að full-
komin verksmiðja með gufu-
þurrkun sé forsenda þess, að
fiskimjölsiðnaðurinn geti þróast
eðlilega. Skal i þvi sambandi bent
* ....... H
Minnmgarspjöld
irá
Kiwanisklúbbum
iást hjá eítir-
töldum aöilum:
Verslunin Embla,
Hafnarfirði.
Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Veriunin Gluggatjöid
Laugavegi 66, R.
Verslunin Bókhlaðan
Skólavörðustíg 21, R.
Fulltrúaráð Alþýðubandalagsins:
Fundur
i kvöld
Fundur verður haldinn i
fulltrúaráði Alþýöubanda-
iagsins i Reykjavik i kvöld
fimmtudaginn 16. febrúar.
Hefst fundurinn klukkan hálf-
niu og vcrður haldinn i Tjarn-
arbúð.
Dagskrá: 1. Skýrt frá störf-
um kjörnefndar vegna borg-
arstjórnarkosninganna. — 2.
Kosin kjörnefnd vegna fram-
boðs til alþingis. — 3. Greint
frá stöðu kjaramálanna.
Framsögumenn Benedikt
Haraldur
Benedikt
Daviðsson, formaður verka-
lýðsmálaráðs Alþýöubanda-
lagsins og Haraldur Stein-
þórsson, varaformaður BSRB.
— 4. önnur mál. — Mætið vel
og stundvislega. — Stjórnin.
Seyðisfjörður — Stöðvarfjörður
Alþýðubandalagið á Austurlandi heldur tvo almenna fundi nú um helg-
ina, á Seyðisfirði föstudaginn 17. febrúar ki. 21 og á Stöðvarfirði sunnu-
daginn 19. febrúar kl. 16.30. Frummælendur: Skjöldur Eiriksson og
Helgi Seljan.
Alþýðubandalagið i Borgarnesi
Heldur fund mánudaginn 20. febrúar kl. 20.15 i Snorrabúð.
Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Reglugerð um forval. 3. Nefnda-
álit. 4. önnur mál. Stjórnin.
Verkamannafélagið Dagsbrún
Áríðandi félagsfundur
verður haldinn i Austurbæjarbiói næst-
komandi föstudag kl. 17.00.
(athugið fundartimann).
Fundarefni: Uppsögn kaupgjaldsákvæða
samninganna.
Verkamenn eru hvattir til þess að koma
beint af vinnustöðum á fundinn.
Stjórn Dagsbrúnar
Hafnarbió. Laugardaginn 18. febrúar kl.
13.00
„Smáfólk”
Teiknimynd með islenskum texta.
Hafið samband við afgreiðsluna, ef þið
hafið ekki fengið miða.
Þjóðviljinn s: 8 13 33
ÞJOÐLEIKHUSI-Ð
TÝNDA TESKEIÐIN
i kvöld kl. 20
Fáar sýningar eftir.
ÖPIDCS KONUNGUR
Frumsýning föstudag kl. 20
2. sýning sunnudag kl. 20.30.
ÖSKUBUSKA
laugardag kl. 15
sunnudag kl. 15
STALIN ER EKKI HÉR
laugardag kl. 20
Litla-sviðið:
FRÖKEN MARGRÉT
i kvöld kl. 20.30
Miðasala 13.15. Simi 1-1200.
á þá merku tilraunastarfsemi,-
sem fram fer i þvi skyni að hag-
nýta fiskimjöl til manneldis. For-
senda slíkrar framleiöslu er full-
komin, nútimaleg verksmiðja.
Liklegt má telja, að beislun jarð-
gufu til þessara nota muni reyn-
ast hagkvæm. Telja flm. þessarar
tillögu einsætt að rannsakað
verði, hvort ekki sé hagkvæmt að
reisa slika fyrsta flokks verk-
smiðju með gufuþurrkun á Suð-
urnesjum.
Enda þótt hér hafi fyrst og
fremst verið bent á ýmsa mögu-
leika i sambandi við bætt skipu-
lag sjávarútvegs og aukna fjöl-
breytni fiskiönaðar, þarf jafn-
framt að rannsaka skilyrði til aö
reka á Suðurnesjum margvisleg-
an iðnað af öðru tagi. Verður að
telja mjög sennilegt aö siikt sé til-
tölulega hagkvæmt, einkum ef
um ódýra raforku yröi að ræða.
Ber i þessu sambandi að hafa i
huga þörfina á að koma upp
margs konar léttum iðnaði fyrir
aldraða og öryrkja, og kynni oft
að vera hægt að tengja slikan iön-
að öðrum rekstri.
Hér er mikið verkefni fyrir
höndum. Alhliða uppbygging
þróttmikils og fjölþætts atvinnu-
rekstrar á Suðurnesjum gerist að
sjálfsögðu ekki öll i einu eöa á
mjög skömmum tima. En að-
stæður eru nú þannig, að nauð-
synlegt er að hefjast þegar handa
og stiga fyrstu sporin strax á
þessum vetri. Skiptir þá megin-
máli, að i rétta átt sé stefnt og
bráðabirgðaaögerðir verði fyrsti
liður þeirrar nýskipunar til fram-
búðar, sem þarf að verða tak-
markið. Tillaga þessi er flutt i þvi
skyni að leggja áherslu á nauðsyn
Suðurnesjaáætlunar af þvi tagi,
sem hér hefur verið gerð grein
fyrir. Hinar fyrstu aðgerðir þurfa
að koma fljótt, en þær eiga að
verða upphaf framtiöarlausnar,
sem miðar að þvi að tryggja öll-
um Ibúum Suðurnesja örugga at-
vinnu við þjóðnýt störf.”
(Allar millifyrirsagnir eru
blaðsins).
Lúövik
Framhald af bls. 8
gerst I ytri aðstæöum þjóðarbús-
ins sem réttlættu kjaraskerðingu
þá sem efnahagsfrumvarp rikis-
stjórnarinnar gerir ráð fyrir. Þvi
næst sagði hann:
Áframhaldandi
stjórnarsamvinna
„Það þarf engan að undra að
samtök launafólks hafi brugðið
LEIKFflI.AG ^2
REYKJAVlKUR “ “
SAUMASTOF AN
1 kvöld. Uppselt.
Þriðjudag kl. 20,30.
Fáar sýningar eftir.
SKALD-RÓSA
Föstudag. Uppselt.
Sunnudag. Uppselt.
Miðvikudag kl. 20,30.
SKJALDHAMRAR
Laugardag kl. 20,30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl. 14-20,30.
BLESSAÐ BARNALAN
Miðnætursýning I Austur-
bæjarbiói laugardag kl.
23.30.
Miöasala i Austurbæjarbiói
kl. 16-21. Simi 1-13-84.
hratt við gegn þessum fyrirætlun-
um og þessum árásum á vinnandi
fólk. Hér er i rauninni um sjálfan
samningsrétt launafólks að ræða
— hér er um það að ræða, hvort
hægt eigi að vera að gera bind-
andi kjarasamninga, sem eitt-
hvert gildi hafa.
Með frumvarpi þessu hefir rik-
isstjórn Ihalds og framsóknar
sýnt launafólki hvert þessir flokk-
ar stefna i launa- og kjaramálum.
Akvæði 3. gr. frumvarpsins
sem ekki á aö taka gildi fyrr en 1.
jan. á næsta ári, gefur visbend-
ingu um að stjórnarflokkarnir
ætla að halda samstarfi sinu á-
fram eftir kosningar, fái þeir til
þess umboð.
En getur það veriö að þessir
tveir flokkar — Sjálfstæðisflokk-
urinn og Framsóknarflokkurinn
— fái áfram umboð til að stjórna
landinu eftir þá hörmulegu
reynslu, sem fengin er af stjórn
þeirra? Já, getur það gerst?
Svarið við þvi veltur á launafólki
sjálfu, sem er mikill merihluti
kjósenda i landinu.
Launafólk svarar
fyrir sig
Af reynslu liðins árs i kjarabar-
áttu og af þeim sönnunargögnum
sem fyrir liggja i þessu frum-
varpi, — veröur launafólk að
læra. Það hlýtur að sjá að kjara-
barátta þess getur ekki farið
saman við stuðning við Sjálfstæð-
isflokkinn eða Framsóknarflokk-
inn.
Stuðningur við þessa flokka er
gjörsamlega ósamrýmanlegur
heiðarlegri og réttlátri kjarabar-
áttu vinnandi fólks. Mælirinn er
fullur. Núverandi rikisstjórn
stendur frammi fyrir gjaldþroti.
011 hennar ráð hafa reynst óráð.
011 hennar loforö hafa verið svik-
in.
Hún er verðbólgustjórn — hún
er kjaraskerðingarstjórn — hún
er stjórn milliliða og braskara,
hún er stjórn óráðsiu og eyöslu,
hún er stjórn vaxtaokurs, skulda-
söfnunar, stjórn lánlausra stór-
framkvæmda og erlendrar stór-
iðju — og nú hefir framkoma
hennar leitt til þess, að öllum
kj arasainningum veröur sagt upp
— og ný átök hefjast um það, sem
samningar áttu að vera i gildi
um.
Af þessari dýrkeyptu reynslu
verður þjóðin öll að læra.
Og i kosningunum á næsta
sumri verður launafólk, hvar sem
það áöur hefir staðið I flokki, að
svara fyrir sig og á þann hátt, aö
ekki veröi misskiliö.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför fóstursonar mins og bróður okkar
Ólafs Guðmundssonar
Ljósvallagötu 22
Theodóra Jónsdóttir og systkini.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
Örn Andreas Arnljótsson,
útibússtjóri, óiafsvik,
verður jarösunginn frá Hallgrimskirkju föstudaginn 17.
febrúar kl. 14.
Fyrir hönd foreldra, systkina, og annara vandamanna.
Halia Gisladóttir,
Arnljótur Arnarson,
Gisli örn Arnarson,
Agústa Maria Arnardóttir.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningar-
sjóöi Kiwanis.