Þjóðviljinn - 08.03.1978, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. mars 1978
Miðvikudagur 8. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Staða smáþjóða í norrænu samstarff
Hvers vegna halda Finnar svo fast f Aland I sUA þess aft gefa eyj arnar eftir til SviþjóAar eins og Ibúarnir hafa óskaft?
Sjálfsákvörftunarréttur Grænlendinga er aft engu virtur.
Herra forseti!
Nú þegar Norðurlanda-
ráð hefur starfað í aldar-
fjórðung ætti ekki að vera
úr vegi að við gerðum okk-
ur nánari grein fyrir starfi
þess. Mitt framlag í þá
umræðu í dag er ein hlið
þessarar samvinnu þeas.
staða smáþjóða á Norður-
löndum.
Hugsjónin
Viö höfum hér frelsi til að tala
frjálst og ég mun notfæra mér
það frelsi. Við trúum öll á þá
norrænu hugsjón að Norðurlönd
og fólkið sem þau byggir hafi eitt-
hvaö sameiginlegt sem sé svo
mikilvægt að við verðum að
styðja það. Og ekki nóg með það,
við verðum að styðja það bæði i
orði og verki. Við skulum kalla
það samstöðu sem byggir á gagn-
kvæmri viðurkenningu og virð-
ingu hver fyrir öðrum. Einnig á
jafnrétti og frelsi til handa öllum
þjóðum og þjóðarbrotum án tillits
til stærðar eða búsetusvæðis.
Nokkrar staðreyndir
Fyrst nokkrar einfaldar stað-
reyndir:
Ibúar Norðurlanda eru um 22
miljónir. Við erum 7 þjóðir og
taldar frá vestri til austurs þess-
ar: Grænlendingar, tslendingar,
Færeyingar, Norðmenn, Danir,
Sviar, og Finnar. Þar að auki get-
um við bætt við Sömum sem hafa
sérstöðu. Grænland er stærst,
uþb. 2 milj. ferkm. Næst I röðinni
kemur Sviþjóð með 400 ferkm og
svo áfram. Minnstar eru Færeyj-
ar með 1400 ferkm.t Sviþjóðeru 8
miljónir ibúa, I Færeyjum
40.000. Frá syðsta hluta Dan-
merkur til nyrsta odda Græn-
lands og Svalbarða er fjarlægðin
um 4000 km og frá V-Grænlandi til
A-Grænlands eru 3000 km.
Löndin fjögur, Finnland, Svi-
þjóð, Noregurog Danmörk, liggja
þétt saman og eru hluti af
evrópsku meginlandi. Hin, Fær-
eyjar, tsland og Grænland, eru
eyjar sem dreifast um N-
Atlantshafið. Þetta er landfræði-
lega — ef ég má taka svo til orða
— umráðasvæði okkar. Tungu-
málin eru grænlenska, islenska,
færeyska, norska, danska,
sænska, finnska og samiska. 1
Noregi eru þar að auki 2 mál.
Aðeins 3 tungumál að fullu
viðurkennd
Það hefur enga þýðingu fyrir
Finna að tala móðurmál sitt á
þessari samkomu. Engin mun
skilja hann. Sama má segja um
Grænlendinginn, tslendinginn,
Færeyinginn og Samann.
tslendingar og Færeyingar geta
skilið hvor annan, en ekki án
erfiðleika. Til að gera sig skiljan-
lega á þessari samkundu eru þeir
neyddir til aö tala annáð tungu-
mál en sitt eigið. Sannleikurinn er
sá að í norrænu samstarfi eru
raunverulega aöeins 3 mál að
fullu viðurkennd: danska, norska
og sænska.
An þess að ýkja er hægt að tala
um fjórar miðstöövar i norrænni
samvinnu: Kaupmannahöfn,
Osló, Stokkhólm og Helsinki. Ot-
jaðrarnir eru N-Noregur, N-Svl-
þjóð, N-Finnland og svo Færeyj-
ar, Island og Grænland.
Enn skin í leifarnar af
gamla skandinavismanum
t gamla daga höfðum við
skandinavisma. Að vissu leyti var
meira jafnvægi i honum. tbúa-
fjöldinn var svipaður, tungumálin
næstum eins, löndin lágu þétt
saman, atvinnulif og llfskjör
svipuð og náið menningarsam-
band. En skandinavisminn gekk
sitt skeið. t staðinn fengum við
norræna samvinnu þeas. sam-
vinnu milli allra þjóða Norður-
landa. Svo var það amk. látið
heita. Samt sem áður skin ennþá
i leifarnar af gamla skandinav-
ismanum i starfi okkar og af-
stöðu.
Það vill nefnilega svo til að þær
þjóðir sem einkenna mest
norræna samvinnu eru gömlu
skandinavisku þjóðirnar: Dan-
mörk, Sviþjóð og Noregur. Finn-
ar eru með, að sjálfsögðu. Jaðar-
þjóðin i vestri, tsland, einnig, af
þvi að þegar það varð sjálfstætt
riki var ekki hægt að komast hjá
þvi. Og eins konar samviskubit
hafa menn gagnvart Færeying-
um. Þeir fá aö vera með — með
fyrirvörum. Það fá einnig Alend-
ingar, sem samt sem áður er ekki
sérstök þjóð, heldur sænskur
minnihlutahópur sem býr á eyj-
um sem tilheyra Finnlandi.
Grænlendingar og Samar fá alls
ekki að vera með. Þrátt fyrir
þetta búa Færeyingar, Grænlend-
ingar og Samar innan marka
Norðurlanda.
Samar/ Grænlendingar og
Alendingar
Samar hafa sérstöðu. Þeir eru
ekki sérstök þjóð eins og við skil-
greinum venjulega það hugtak.
En þeir eru án vafa þjóðarbrot.og
gagnvart þeim hafa Norðurlönd
— fyrst og fremst Noregur, Svi-
þjóð og Finnland — skyldur sem
ekki er hægt að komast hiá án
þess að ganga á snið við þær for-
sendur sem ég hef áður minnstá.
Þá eru það Grænlendingarnir.
Þegar norski presturinn Hans
Egede „fann” Grænland tók það
ekki langan tíma fyrir danskt
konungsvald að ná landinu undir
Ræða sem
ERLENDUR
PATURSSON
hélt á þingi
Norðurlanda-
ráðs
18. febrúar sl.
sig, gera það að nýlendu og blessa
það siðan með menningu sinni: á-
nauö, einokunarverslun, brenni-
vini og kynsjúkdómum. Það hét
svo fallega að Grænlendingar
fengju frelsi sitt með stjórnar-
skrárbreytingunni 1953, en i raun
og veru er Grænland enn dönsk
nýlenda og dönsk nýlendupólitik á
Grænlandi er rekin þar enn með
fullum krafti.
Hvorki Samar né Grænlend-
ingar eiga nokkra aðild að
Norðurlandaráði. Þaö munaði
minnstu að það sama gerðist á
Færeyjum og á Grænlandi, en
mótstöðuafl okkar var sterkara.
Færeyingar náðu að halda þjóð-
erni sinu og eiga þess vegna von-
ina. En i stað þess aö fá það frelsi
sem þeir áttu heimtingu á fengu
þeir eins konar heimastjórn. Og i
stað fyrir færeyska aðild að
Norðurlandaráði fengu þeir
danska aðild.
Að lokum er um að ræða Aland
og Alendinga. Við getum spurt:
Hvers vegna i ósköpunum halda
Finnar svo fast i Áland og lætur
það fá einhvers konar heima-
stjórn i stað þess að gefa eyjarnar
eftir til Sviþjóðar eins og Alend-
ingar hafa óskað og er eina sæm-
andi launsin á þessum vanda?
Svipað og færeyskt fyrirsvar i
Norðurlandafáði er danskt er
fyrirsvar Alendinga finnskt.
Nýlendupólitík enn
rekin meöal okkar sjálfra
Frá minum sjónarhóli er þaö
meira en litil mótsögn að ný-
lendupólitik sem ætti að vera lok-
ið og Norðurlönd hafa átt þátt I aö
fá afnumda annars staðar i heim-
inum skuli enn vera rekin meðal
okkar sjálfra. En þannig er þessu
farið. Við verðum að spyrja okk-
ur:
Hvar er norræn samstaða?
Hvar er gagnkvæm viðurkenn-
ing og virðing hver fyrir öðrum?
Hvar er jafnréttið og frelsið?
Hvar eru öll þessi áttamörk,
grundvöllurinn að norrænu hug-
sjóninni, þegar um er að ræða
Grænlendinga, Færeyinga, Sama
og Álendinga?
Þau finnast ekki.
Grundvallarmistök í
norrænu samstarfi
Ég álit þær aðstæður sem ég hef
hér tekið til meðferðar i máli
minu séu grundvallarmistök i
norrænu samstarfi. Sumir munu
kannski álita þau sem minnihátt-
ar lýti. En lýti eru þau hvað sem
öðru liður, lýti sem þarf að lag-
færa. Það er ekki seinna
vænna að við tökum fyrsta skrefið
á þessu þingi.
Við höldum þetta þing i heima-
landi Friðþjófs Nansens. Sá mikli
Norðmaður barðist ma. fyrir
réttindum smáþjóða. Hann sagði
að kúgun smáþjóða væri glæpur,
ekki bara gegn smáþjóðunum
sjálfurry heldur mannkyninu öllu.
Við skulum hafa þessi orð i huga i
starfi okkar hér i Norðurlanda-
ráði. Það mun verða happa-
drjúgt, ekki bara fyrir smáþjóð-
irnar heldur og fyrir okkur öll I
þessu samfélagi.
Efnahagsbandalagið
Annað vil ég nefna hér. Þegar
rætt var um Efnahagsbandalagið
i ráðinu fyrir nokkrum árum hélt
einn af dönsku fulltrúunum þvi
fram, að dönsk þátttaka i þvi yrði
til góðs fyrir hin norrænu löndin
sem stæðu fyrir utan. Ég leyfði
mér þá aft draga i efa þessa
staðhæfingu og sagði að þau lönd
sem stæðu utan við Efnahags-
bandalagið gætu þvert á móti
ekki vænst neins stuðnings frá
landi sem væri i þvi, en það þyrfti
fremur aft fá stuftning frá þeim
sem væru utan við. Þau ár sem
siðan hafa liðið hafa styrkt þessa
skoðun.
Hvað hefur þá gerst?
Þátttaka Danmerkur
hefur þvingað annað land
inn í EBE
Þátttaka Danmerkur i Efna-
hagsbandalaginu hefur þvingað
annað land inn i það. Þvert gegn
vilja yfirgnæfandi meirihluta
grænlenskra kjósenda var Græn-
land dregið inn i Efnahagsbanda-
lagjð. Þannig er sjálfsákvörð-
unarréttur þjóða virtur hér á
Norðurlöndum, lýðræði og svo-
kallaður skilningur á óskum
grænlensku þjóðarinnar. Ein, að-
eins ein, afleiðing — þvi að þær
erumargar — er sú að Efnahags-
bandalagslöndin hafa nii umráð
yfir hafinu umhverfis Grænland
en ekki Grænlendingar sjálfir.
Siðan 1925 hafa Færeyingar
fiskað viö Grænland. Sjónarmið
Grænlendinga i þessu máli eru
þau að fiskurinn tilheyri þeim
fyrst og fremst og er það i sam-
ræmi vð alþjóðarétt. Þeir fá hins
vegar ekki forgangsrétt að hon-
um. Það sem Grænlendingar
fiska ekki sjálfir á að koma Fær-
eyingum til góða. Einnig það er i
fullu samræmi viö viöurkenndan
alþjóðarétt. Þeir fá ekki heldur
þann rétt.
ihlutun i alþjóðarétt Græn-
lendinga og Færeyinga
Sem sagt: I fyrsta lagi fá Græn-
lendingar ekki sjálfsákvörftunar-
rétt á eigin miðum til þess að fá
að njóta þeirra sjálfir. t öðru lagi
eru Færeyjar álitnar af Efnahags
bandalaginu sem þriðji aðili á
grænlenskum miðum. Þetta þýðir
að fyrst þegar Efnahagsbanda-
lagið hefur fengið það sem þaö
óskar, fá Færeyingar útdeildan
kvóta sem þriðji aðili á græn-
lenskum miðum. — Og ekki nóg
með það. Fyrir þennan færeyska
kvóta við Grænland krefst Efna-
hagsbandalagið þess að fá harð-
an gjaldeyri á færeyskum mið-
um. Sú krafa felur i sér ihlutun I
alþjóðaréttindi Færeyinga. Og sú
ofveiði sem i skjóli þessarar
þvingunar fer fram á færeyskum
miðum gengur á fiskistofna okkar
og er þar að auki brot á alþjóða-
rétti. Þessar eru afleiðingarnar
fyrir Grænlendinga og Færeyinga
af þátttöku norræns lands i Efna-
hagsbandalaginu.
Keine Hexerei, nur Behtfndigkeit.
Færeyingar fá aft vera meft i Norfturlandaráfti — meft fyrirvara.
Samar hafa enga aðild aft Norfturlandaráði
mma
mm
' vé-sA
Greinargerð frá
Félagi gæslumanna
á ferðamánnastöðum
Úr Jökulsárgljúfrum
Gæslumenit vilja
fá samningsrétt
Hinn 12. febr. sl. birtist i dag- Það er m.a. tilgangur Félags
blöftum auglýsing frá Ferftafélagi gæslumanna, og hefur verið frá
tslands og Nátturuverndarráfti. stofnun þess, að vinna að hags-
Þar er óskað e«ir umsóknum um munum félagsmanna, vera for-
gæslustörf á nokkrum stöftum ut- svarsaðili þeirra út á við, þ.á m.
an byggfta. Fjöidí manna mun að semja um kaup og kjör. Þessu
hafa sótt um þessi störf, nær hlutverki hefur félagiö reynt að
100 manns. Félagi gæslumanna gegna af fremsta megni. Leiddi
þykir ástæða til að kynna öllu sú viðleitnj, til þess á sl. ári að
þessu fólki og öftrum, sem áhuga nokkrar leiðréttingar fengust á
hafa á, sitthvaft er varftar gæslu- kjörum gæslumanna (greiðslur i
störfin og einnig starfsemi félags- lifeyrissjóð, fæðispeningar, yfir-
ins, einkum þaft sem aft kjara- vinnugreiðslur aö nokkru) án
málum lýtur. Hér verftur þó aft þess þó að nokkrir kjarasamning-
stikla á stóru, og er fyllsta ástæfta ar fengjust gerðir.
til aft æskja þess aft þeir sem ætla Nú i vetur hefur Félag gæslu-
aft ráöa sig sem nýliftar i gæslu- manna gert drög að starfslýsingu
störf hafi samband vift forustu- fyrir gæslumenn, og fylgir kafli
menn Félags gæslumanna til aft úr þvi plaggi með þessari
fá nánari upplýsingar. greinargerð til þess að menn geti
áttað sig á þvl I hverju störf
Félag gæslumanna var stofn- gæslumanna eru fólgin. Astæður
að 9. nóv. 1976. t þvi eru nær und- eru til að ætla að sumir þeir sem
antekningalaust allir þeir sem eftir þessum störfum sækjast,
gegndu gæslustörfum fyrir haldi að þar sé um að ræða hálf-
Náttúruverndarráð eða Ferðafé- gildings sumarfri. Reynslan
lag tslands sl. sumar, auk fáeinna mundi þó fljótt. sanna þeim ann-
stofnfélaga sem ekki störfuðu að að. Tilgangur félagsins með
gæslu I fyrra. Hér er um að ræða starfslýsingunni var m.a. sá að
gæslumenn á eftirtöldum stöð- leggja grundvöll að sanngjörnum
jm: Hveravöllum,Kerlingarfjöll- kjarabótum. Félagið hefur óskað
um, Veiðivötnum, Nýjadal, Land- eftir þvi bæði við fulltrúa F.t. og
mannalaugum,Þórsmörk,Skafta- framkvæmdastjóra Náttúru-
felli, Herðubreiðarlindum, Mý- verndarráðs að ná samkomulagi
vatnssveit og Jökulsárgljúfrum. um starfslýsinguna. Nokkrar við-
Félagsmenn eru nú 20. Aðild að ræður hafa farið fram, en er enn
félaginu er samkvæmt lögum ólokið.
þess ekki bundin starfi á vegum
F.I. eða Náttúruverndarráðs, og Hinn 28. febr. sl. áttu fulltrúar
væri æskilegt aö þeir sem vinna Félags gæslumanna viðræðufund
svipuð störf á vegum annarra að- með deildarstjóra i launadeild
ila gangi I það, eða a.m.k. kynni fjármálaráðuneytisins og fram-
sér hvort þeir eiga þar ekki kvæmdastjórum Náttúruvernd-
heima. arráðs og F.t. um kjör gæslu-
manna. Aðurhafði F.g. sett fram
kröfur sinar, m.a. um hækkun
fastra launa, um hækkun á yfir-
vinnugreiðslum (m.a. vegna
vinnu um helgar) og um viður-
kenningu á bakvakt. Af hálfu
ráðuneytisins var lýst yfir þvi.að
á engan hátt yrði samið eða gert
samkomulag við félagið, einungis
hlustað á kröfur og rök; siöan
mundi ráðuneytið ákvarða kjörin
einhliða. Ekki var ljóst hvort
ráðuneytið vildi I nokkru atriði
ganga til móts við kröfur gæslu-
manna.
Að sjálfsögðu eru gæslu-
menn ekki ánægöir með
þessi úrslit, þvi að enginn
annar aðili en félag þeirra er eöa
telur sér skylt að semja fyrir
þeirra hönd. Og fjarri sanngirni
er það að atvinnurekandi geti
ákvarðað kjör starfsfólks sins
einhliða, þar sem stéttarfélag er
sterfandi. Fyrr eða siðar munu
gæslumenn fá þau sjálfsögðu
mannréttindi sem samningsrétt-
urinn er.
Flestir þeirra gæslumanna sem
að störfum voru i fyrra fyrir
Náttúruverndarráð og F.t. hafa
nú sótt sameiginlega um sömu
störf með þeim fyrirvara ,,að
samkomulag verði að hafa náðst
um kaup og kjör milli Félags
gæslumanna annars vegar og
Ferðafélags tslands og Náttúru-
verndarráðs hins vegar, áður en
við ráðum okkur I störf.”
1 stjórn Félags gæslumanna:
Finnur Torfi Hjörleifsson
(form.). s. 40281, Sigriftúr
Ingólfsdóttir, s. 32855, Tryggvi
Jakobsson, s. 19972.
Frá Skaftafelli
■
;
i
■
i
■
i
■
i
■
i
B
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
Starfslýsing
og starfsmat
Þó að unnt sé að koma við
nokkurri vaktaskiptingu á flest-
um gæslustöövum, verða allir
gæslumenn að vera við þvi bún-
ir að taka til starfa hvenær sem
er sólarhringsins.
Matar- og kafíitimar eru
óreglulegir, svo og allar fri-
stundir.
Fastir fridagar eru engir.
Einka- og fjölskyldulif þeirra
truflast mjög af starfserli og
gestanauö. tveruherbergi
þeirra eða bústaðir eru i miðri
hringiðu ferðamannastraums-
ins. Aðstaðan er þó að þessu
leyti mun betri i þjóðgörðunum
en 1 skálum F.I.
Menntun, hæfileikar,
starfsþjálfun
Gæslumaður þarf að hafa
samskipti við mikinn fjölda
fólks af margvislegum toga.
Reynir það á mannþekkingu,
lipurð i umgengni, reglufestu og
hæfileika til að taka skjótar
ákvarðanir við ólikar kringum-
stæður.
Hann verður iðulega að hafa
afskipti af reglugerðar-og laga-
brotum og vera viðbúinn að
stilla til friöar meðal óróa-
seggja fjarri lögregluaðstoð.
Almennt má segja að gæslu-
maður þurfi að vera vel á sig
kominn andlega og likamlega.
Starfsmenntun hans hlýtur að
fela i sér eftirfarandi þætti:
1. Að vera vel mæltur og sæmi-
lega ritfær á islenska tungu.
2. Að vera sæmilega talandi og
skrifandi á eitt norðurlanda-
mál og ensku.
3. Að hafa aflaö sér þekkingar
um land og þjóð, sem ferða-
mönnum gæti verið til upp-
byggingar og leiðbeiningar. 1
þessu felst m.a. að kynna
góöar ferðavenjur og varavið
hættum. Aherslu ber að
leggja á að gæslumaður hafi
staðgóða þekkingu á náttúru-
fari i umhverfi gæslustaðar,
jarðsögu, dýra- og plöntulifi.
4. Að kunna skil á lögum og
reglugerðum um náttúru-
vernd.
5. Að hafa fengið þjálfun i hjálp
i viðlögum
6. Að geta skipulagt og stjórnað
leit að týndum mönnum;
kunna að fara með ýmis
öryggistæki, s.s. áttavita,
landabréf, talstöðvar o.fl.
7. Að kunna undirstööuatriði
bókhalds.
8. Að kunna aö stjórna bifreið og
gera við einföldustu bilanir á
henni.
9. Að hafa hlotiö nokkra þjálfun
i þvottum og ræstingu, mat-
seld og húshaldi almennt.
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
a
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i