Þjóðviljinn - 08.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.03.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Viröing fyrir lögunum geíur ekki og á ekki að byggjast á neinu ööru en sannfæringu almennings um aö þau séu réttlát Þorbjörn Broddason, lektor: EFTTR VERKFALL Þegar þetta er skrifað er nýlokið tveggja daga alls- herjarverkfalli. Menn greinir raunar nokkuð á um réttmæti þeirrar nafngiftar. Ljóst virðist að félagar i samtökum innan ASl hafi enn sannað þroskaðri félagsvitund sina og meiri sam- takamátt en stéttarbræður þeirra I samtökum opinberra starfsmanna. Þó eru mikilsverð frávik frá þessari alhæfingu. Ýmsum verður starsýntá þenn- an mismun milli hópa, en að minu mati er meiri ástæða til að fagna þvi hversu mjög hefur miðað i rétta átt. A undanförn- um misserum hefur stétta- vitund opin berra starfsmanna þorskast ótrúlega mikið og ég er ekki viss um aö margir hefðu þorað að spá þvi fyrirsvo sem hálfum áratug, að slikur samtakamáttur og stefnufesta* mundu nást sem raun hefur orð- iðá i vetur. Röksemdir i3 áföngum Þrem tegundum röksemda var beitt i áróðrinum gegn verk- fallsaögerðunum. I fyrsta lagi var þvi haldið fram að kjara- skerðingin og samningsrofið væru þjóðfélagsleg nauösyn. t öðru lagivar þvi haldið fram að hvað sem liði réttmæti fyrstu staðhæfingar, þá sé þetta ekki hóti verra en við var aö búast þar sem sambærilegar ráðstaf- anir hafi verið gerðar 25 sinnum á undanfömum 2 áratugum. Lokaröksemdin var sú aö þetta séu fjandakornið landslög og þeim hljóti menn að hlýða hversu ósanngjörn og ranglát sem þaukunni að vera. 1. röksemd: Henni hefur þegar verið margsvarað. Vissulega þurfti að gripa til efnahagsaðgerða, um það er ekki deilt. En sá val- kostur sem tekinn var felur i sér eignarnám á fjármunum þeirr- ar stéttar sem verðmætin skap- ar, og flutning þeirra i hendur atvinnurekenda. „Þjóðarhag- ur” er þvi rangnefni hér; það eru stéttarhagsmunir sem stýra þessum aðgerðum. 2. röksemd: Getur það verið gild röksemd að maður sem þegar er búið aö sparka i 25 sinnum eigi þar af leiðandi ekki að kippa sér upp við 26. sparkiö? A hann að sýna kúgara sinum umburðarlyndi vegna þess að hann treysti hon- um ekki meira en svo þegar hann lofaöi að sparka ekki oft- ar? Það felst ótrúlegur valda- hroki i þvi að ætla íslenskum verkalýð að hann sætti sig við samningsrof og féflettingu vegna þess að það sé búiö að svikja hann svo oft áður. Ætli sé ekki öllu liklegra að nú hafi mælirinn verið fullur og skek- inn? Þaö eru einungis örfáir mánuðir siðan þetta sama ríkis- vald gerði þá samninga sem það nú svikur með ólögum sinum. Og launþegar telja sig vita að meira muni fylgj a á eftir. 3. röksemd: 1 vitund þess að bæði 1. og 2. röksemd eru haldiausar með öllu, hefur mest verið látið með 3. röksemdina, þá.að ekki megi brjóta gegn landslögum, þau séu heilög af sjálfum sér. Menn þurfa að vera töluvert örvænt- ingarfullir þegar þetta atriði er oröið undirstaða málflutnings þeirra. Virðing okkar fyrir lög- unum getur ekki og á ekki að byggjast á neinu öðru en sann- færingu almennings um að þau séu réttlát. Forsætisráöherrann birtist á sjónvarpsskjánum hér um kvöldið, sem frægt er orðið, og benti okkur á að friðslit gætu fylgt fráviki frá lögum. Þetta er oft rétt. Ensá sem hefur nýhafið stéttastrið við landa sína í krafti valds sins yfir löggjafanum og beitir lagagreinum til frið- spjalla, er ekki vel til þess fall- ínn að gefa föðurlegar áminn- ingar um sambandiö milli lög- hlýðni og friðsældar. Lögum sem brjóta gegn réttarvitund almennings veröur ekki framfylgt i samlyndi. Ég hygg raunar að andúð almennings á þessum nýsettu ólögum eigi sér viðari bakgrunn en þann sem einungis varðar kjarabaráttuna. Á undanförn- um árum hafa komið fram æ fleiri dæmi um hvernig unnt er að beita islenskum lögum til misréttis og arðráns. Okkur er talin trú um að við búum i lýðræðisriki, en hornsteinn lýðræðisinser að allir séu jafnir fyrir lögunum. Þegar annað kemur á daginn er brostin grundvallarforsenda þjóðskipu- lagsins. Dæmi þar um sem þingmenn Alþýðubandalagsins hafa margsinnisbent áeruregl- ur um skattlagningu fyrirtækja sem gera eigendum þeirra kleift að stinga i eigin vasa fjármun- um sem að réttu eiga heima i sameiginlegum sjóði lands- manna. Annað nýlegt dæmi sem hefur stórlega dregiö úr trú manna á rik jandi lögum og rétti er krossferð forsvarsmanna Varins lands. Þótt vopnin hafi að visu snúist I höndum Vl-manna, stendur sú staðreynd eftir og gleymist ekki,að lögum landsins virðist mega beita til ótrúlegustu hluta. Enn má taka velþekkt dæmi sem sumum kann að þykja smærrff i sniðum, en það eru privilegiur þær eða sérréttindi sem landsfeður skammta sjálf- um sér. Þeir setja t.d. geysiháa tolla á bifreiðir (ogum þaö deili ég ekki), en tilkynna siðan að þeir sjálfir, privat og persónu- lega, séu undanþegnir þessum lýðræðislega settu reglum. Til að bæta gráu ofan á svart lána þeir siðan sjálfum sér úr rikis- sjóði drjúgan hluta þess tombóluverðs sem þeir selja sér bilana á. Unglingur sem tekur bil ófrjálsri hendi að kvöldlagi veröur tilefni blaðaskrifa og er kallaöur ljótu nafni. Ráðherra sem lætur rikissjóð gefa sér hálfan bil á þriggja ára fresti hlýtur engin sérstök auknefni af þvi tilefni. Loks má nefna að svo virðist sem þingmenn sumir hverjir i flokki forsætisráðherra telji að lögog reglurum meðferð gjald- eyris taki ekki til þeirra sjálfra. Brot á þeim, sem i öðrum lönd- um hafa kostað afsagnir embætta og stjórnarkreppu, raska ekki ró islenskra lands- feðra. Það skal aö visu viður- kennt að þessar tilteknu reglur þarfnast vissulega endur- skoðunar, en hverjum stendur það nær en þingmönnum að standa fyrir slikri endur- skoðun? Og þá sérstaklega þeim þingmönnum sem finna svo mjög fyrir þörfinni á endur- skoðun, aö þeir sniðganga reglurnar sjálfir árum saman? Ekki verður önnur ályktun dregin en sú, að þeir telji sig hafna yfir þær reglur sem þeir eru settir til aö varðveita. Þessi umræða hefur teygst nokkuð af leið frá upphafi mins máls um vinnustöðvun launa- fólks i siðustu viku. En ég tel aö ofangreind atriði séu mikilvæg til skilnings á viöbrögðum al- mennings. Fólk getur lagt á sig þungar byrðar og er fúst til þess ef það telur þær vera réttlátar. En óréttmæt byrði er fljót að veröa óbærileg. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON skrifar Ljóð Davíðs Stefánssonar UM BÆKUR Davið Stefánsson: Ljóð. ÍJrval. Ólafur Briem bjó til prentunar. islensk Rit 3. Rannsóknarstofnun i bókmennta- fræði og Menningarsjóður. Rvik 1977. Útgefandinn segir réttilega i ritger® sinni um skáldið: „Það hefur löngum verið hlutverk skáldanna að finna tón kynslóð- anna”. Davið var af þeirri kyn- slóð, sem Var öguð við forna arf- leifð, bundin fortiðinni en jafn- framt opin og þyrst eftir þeim viddum sem opnuðust henni með viðkynningu við hömlulítið og draumórakennt lif nýróman- tikurinnar. Formfesta og ögun tilfinninganna sem var einkenni fyrri tiða vék fyrir kröfunni ,,að lifa lifinu i samræmi við innsta eðli sitt —og njóta frelsis liðandi stundar”. Það var þetta skammvinna vor, þessi leysing og þiða á dögum Weimarlýðveldisins og viðar eftir fyrri heimsstyrjöld, sem seiddi fram tilfinningaspil og kenndir sem fólust I þeim tón sem Davið Stefánsson og Stefán frá Hvitadal slógu. Hugtakið „innsta eðli” gat orðið nokkuð tvieggja og myndbreyst i fullkomna and- stæðu við óljósar frelsishug- myndir, en hjá þessum skáldum var hugtakið draumur, leit að hamingjunni og frelsinu. Þessi leysing gerjaði i hugar- heimi kynslóðar Daviðs og hann fann tón hennar, en hann bar einnig i sér þá fornu erfð, hann átti allíaf heima i Fagraskógi og þar var uppsprettan, sem ágætti bestu kvæði hans jafnvel i fyrstu bókum. Heimshryggð, fegurð syndar- innar, svartsýni og örvænting, allt þetta má i rauninni rekja aft- ur til dekkri hliðar rómantikur- innar á fýrri og miðhluta 19. aldar i Evrópu. Þessar kenndir vökn- uðu aftur I hugarhekni ýmissa skálda með nýrómantikinni, einkanlega með þeim þjóðum sem brutust seint út úr formfestu fyrri alda og leituðu sér ekki leng- ur sáluhjálpar samkvæmt ábend- ingum kirkjunnar. Með hverri þjóð hlaut þessi stefna i skáldskap að tengjast sérleika þjóðarinnar um mál, smekk og lifshætti. Hér á landi tengdi Davið 'þetta saman, hann glæddi islenskra arfleifð nýjum tón, vikkaði tjáningarhæfni tungunn- ar og magnaði. Davið var ástaskáldið i hugum kynslóðar hans. Hann orti jafnt um ástina á norðurhjara og undir suðrænni sól. Kvæði hans sem tjá andrúmsloftið um sunnanverða álfuna minna um margt á smá- sögur Daviðs Þorvaldssonar. Þeir nafnar tjá reynslu sina af viðkynningu sinni við suður- landabúa i svipuðum tón, aðdáun og hrifning gnóttar gróðurs og til- finninga. Með fyrstu ljóðabók sinni kom Davið fram sem fullþroska skáld og eins og ólafur Briem segir réttilega: „Það.er ekki auðvelt að setja sig i spor tuttugu og fjögurra ára gamals manns sem vaknar við það einn morgun að vera orðinn eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar”. En Davið stóðst þessa raun, hann átti þá óort mörg sinna bestu kvæða,auk þess sem prósaverkin voru óunnin. Þótt Davið vekti fyrst og fremst hrifningu með funandi ástakvæð- um sinum i fyrstu og lyriskum ljóðum, ortum undir áhrifum „leysingarinnar” þá eru mestu kvæði hans ort undir áhrifum og arfleifð hinna fornu islensku skáldaskóla, sem hann var slikur listamaður að endurnýja og auka persónulegri snilld sinni með ljúf- sárum undirtón æsku sinnar. Ritgerð Olafs Briems er ýtarleg og vandlega unnin, val hans er bundið hans smekk eins og hann segir,og einnig hefur hann reynt „að láta koma fram sem flestar hliðar á ljóðagerð Daviðs”, sem honum hefur tekist. Nokkurs misskilnings hefur gætt um útgáfu siðustu bókar Daviðs, Siðustu ljóð, en hið sanna er að hann hafði sjálfur búið þá bók undir prentun, áöur en hann lést. Þar er að finna meðal ann- arra tvö meðal bestu kvæða Daviðs, Við dánarbeð og Bréfið. Olafur leiðréttir missagnirum út- gáfu þessarar bókar. Skáldferli Daviðs hefur verið likt við Aladdinsævintýri. Hvað um það, þá skóp hann listaverk með fyrstu bók sinni, sló fegurri tóna en aðrir á þeim tima,og sá tónn varð tjáning þeirra tima, en hann átti ekki aðeins þann tón, tónstigi hans var fjölbreyttur og i siðari bókum nær list hans þeirri fullkomnum i nokkrum kvæöum að þau mega jafnast við bestu kvæði tungunnar. Daviö Stefánsson Verkfallsaðgerðir 1. og 2. mars; Tókust mjög vel í Eyjum Baráttuskemmtun í Alþýðuhúsinu „Þátttakan hjá verkakonum hér var hundrað prósent,” sagöi Jóhanna Friðriksdóttir formaöur Verkakvennafélagsins Snótar i Vestmannaeyjum er blaðamaður leitaði frétta af verkfallsaðgerð- unum 1. og 2. mars. Jóhanna sagði að þálttakan meðal félags- nianna Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja hefði einnig verið mjög góð. Verkalýðsfélögin i Eyjum höfðu opið hús i Alþýðuhúsinu báða verkfallsdagana frá kl. 8 að morgni og fram á kvöld og var alltaf fullt hús að sögn Jóhönnu. Menn drukku kaffi og ræddu mál- in, og kl. 5 seinni verkfallsdaginn var haldin baráttuskemmtun. Þar var m.a. ljóðalestur, fluttar voru ræður og sungið. Baráttu- skemmtunin þótti heppnast mjög vel. Jóhanna sagði að verkfalls- varsla hefði verið i Eyjum, eink- um fyrra daginn, en litil þörf var fyrir hana þvi sam»staða var mjög góð meðal verkafólks. Hún sagði að atvinnurekendur hefðu verið óánægðir vegna þess hver verk- fallið var vel heppnað. Þeir hefðu beðið verkstjóra sina að segja fólki að mæta til vinnu 1. mars, en enginn hefði tekið mark á þeim fyrirskipunum og mætt itl vinnu og meðal verkakvenna hefði sam- staðan verið alger. -eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.