Þjóðviljinn - 08.03.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. mars 1978
... ■■ ' --------- ----- " ""~V
EFTIR
BIKARNUM
FH-SIGUR
FH sigraði ÍR I gærkveldi 17:13 (9:4)
IR-ingar eru úr leik i bikar-
keppninni i handknattleik eftir að
liðið varð að lúta i lægra haldi
fyrir FH er liðin léku i Hafnarfiröi
i gærkvöldi. Leiknum lauk með
sigri FH sem skoraði 17 mörk en
IR aðeins 13. Staðan i leikhléi var
9:4 FH i vil. FH-ingar byrjuðu vel
og komust fljótlega i 5:1 og eftir
það veittu IR-ingar FH-ingum
ekki keppni nema rétt i siðari
hálfleik er þeir náðu að jafna leik-
inn 13:13. Þá hrökk allt i baklás
og FH skoraði fjögur siðustu
mörk leiksins og tryggði sér þar
með áframhald i Bikarnum.
Bestan leik hjá FH átti mark-
vörðurinn Magnús Ólafsson og
varði hann mjög vel. Þá áttu þeir
Geir Hallsteinsson og Þórarinn
Ragnarsson góðan leik.
Geir og Þórarinn voru mark-
hæstir FH-inga i gærkvöldi og
skoruðu báðir 5 mörk.
Hjá 1R var Jens Einarsson
bestur og varöi hann 13 skot i
leiknum og var eini IR-ingurinn
sem hélt höfði að þessu sinni.
Vilhjálmur Sigurgeirsson var
markhæstur hjá 1R og skoraði 5
mörk og þar af 3 úr vitum.
SK.
H.S.Í. greiddi 8,4 milj.
til landsliðsmanna
Það hefur lengi verið haldið að
við Islendingar værum áhuga-
menn i handknattleik. Það erum
við greinilega ekki lengur þvi
samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum sem Þjóðviljinn hefur aflað
sér greiddi Handknattleikssam-
bandið hverjum leikmanni sem
tók þátt i undirbúningi landsliðs-
ins fyrir Heimsmeistarakeppnina
um 400 þúsund krónur. 21 leik-
maður tók þátt i undirbúningi
landsliðsins fyrir keppnina. Þar
af leiöir að HSl hefur þurft að
greiða leikmönnunum sem svar-
ar um 8,4 mftjónum og hlýtur að
muna um minna. Enda er nú svo
komið að HSl stendur mj=5g illa
fjárhagsleg©.
Það er þvi algjörlega- áS i hött
þegar menn hér heima eru að af-
saka lélega frammistöðu islensku
ieikmannanna erlendis og núna
siöast i Danmörku með þvi að
segja að við séum ætið að leika
gegn atvinnumönnum.
Við erum orðnir það sjálfir. Og
þegar það er ljóst að HSl hefur
greitt leikmönnunum á 9. miljón
fyrir keppnina að þá stendur það
engan veginn að kostnaður sam-
fara keppninni hafi ekki numið
nema um 15 miljónum króna. Það
er fjarstæða.
Ekki verður annað séð en að
allir þeir handknattleiksmenn
sem og stjórn HSl sem þáðu
greiðslur fyrir æfingar þær er
þeir tóku þátt i fyrir HM keppnina
hafi þverbrotið áhugamannaregl-
ur HSl. Lesendum til fróðleiks er
hér fyrsta greinin úr þeim regl-
um:
Ahugamaður má ekki veita við-
töku peningum eða jafngildi pen-
inga og heldur ekki verða sér úti
um fjárhagslegan ábata með
þátttöku sinni i iþróttum. Verð-
launagripir eru þó umdanþegnir
þessu atriði.
Þessi ^rein segir mejfa en
mft-g orð. Og það sem er nú einna
furðutsgaat við allt þetia er ,gð
þessar reglur eru seftar af hand-
knattleikssambandinu sjálfu. Sið-
an er það einmitt HSl sem þver-
brýtur þessar reglur. Enn skal
vitnað i áhugamannareglur sett-
ar af HSl:
3. gr. Ahugamaður má ekki veita
viðtöku verðlaunum sem eru svo
verðmæt, að þau eru i ósamræmi
við eðli keppninnar. Eigi má veita
viötöku launum i peningum eða
neysluvörum. óheimilt er að
verðsetja verðlaunagripi.
STJÓRN HSl SÉR UM AÐ
AKVÆÐI ÞESSU SÉ FYLGT.
Það skal þó tekið fram hér að
leikmönnum er heimilt að taka
við greiðslum vegna vinnutaps en
það sér hver heilvita maður aö
landsliðsmennirnir okkar töpuðu
ekki á 9. miljón vegna vinnumiss-
is.
Þessi framkoma HSI er langt
frá þvi að vera góð. Þaö er mitt
mat sem þetta skrifar að pening-
unum hafi átt að verja til skyn-
samlegri nota. Hvað um þá upp-
byggingu i sambandi við hand-
knattleikinn úti á landi og kynn-
i^gu á h<%num sem Hilmar
B^Tnsson stóð að á sjnuig tima
og verja átti miklum peningum
til? Þessir peningar eru nú allir
horfnir og læt ég lesendum eftir
að dæma um hvort skynsamlegra
hefði verið að verja þessum pen-
ingum til t.d. áætlana Hilmars
eða gera islenska landsliðið að at-
vipnumannaliði til að veröa Is-
lendingum til skammar á al-
þjóðavettvangi.
SK
Brynjólfur Markússon sést hér skora eina mark sitt I leiknum
gegn FH I gærkvöldi:
B 11 niifanrmTimi í '
Glæsileg kvlkmyndasýnlng
Félagið Island — DDR efnir til
sýningar á kvikmynd frá fim-
leikahátiðinni Spartakiade DDR
(allsherjarmót unglinga og
barna) i Leipzig. Sýningin hefst á
morgun kl. 9.00 og verður sýnd i
Auditorium að Hótel Loftle,í.ðum.
Dr. Ingimaj- Jónsson mun
kynna myndina og segja frá
iþróttum i DDR.
Þróun iþrótta i DDR hefur vak-
ið mikla og verðskuldaða athygli
um ailan heim. Fimleikahátiðin
Spartakiade 1977 bar þessari þró-
un glöggt vitni.
Miljónir manna tóku þátt i
undirbúningi hátiðarinnar og hátt
i 100 þús. manns i hópsýningum
eða keppnum i ýmsum greinum.
Hápunktur fimleikahátiðarinnar
voru stórkostlegar og litskrúðug-
ar hópsýningar karla, kvenna og
barna á iþróttaleikvanginum i
Leipzig.
Allsher jarmót unglinga og
barna hafa verið haldin siðan 1965
og sýna þá miklu áherslu, sem
lögð er á iþróttaiðkun og likams-
uppeldi barna i DDR.
Hér er greinilega um einstæðan
iþróttaviðburð að ræða. I mynd-
inni koma fram margir heims-
frægir iþróttamenn og einnig
margar hreint snilldarlegar hóp-
myndir, þar sem tugir þúsunda,
kvenna og karla mynda hinar
ýmsu myndir eins og meðfylgj-
andi mynd ber með sér, en hún er
einmitt tekin á umræddri hátið.
Myndin sem sýnd verður er i
litum og er aðgangur ókeypis og
öllum heimill. Eru allir unnendur
almenningsiþrótta hvattir til að
sækja sýninguna.
SK.