Þjóðviljinn - 15.03.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl llaraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Gjörólíkt Eitt einkenni stjórnmálaumræðunnar hér á landi er viðleitni pólitikusanna til þess að reyna að losa sjálfa sig undan ábyrgð með þvi að segja að andstæðing- urinn sé ekkert betri. Um þessar mundir heldur Sjálfstæðisflokkurinn þvi til dæmis fram hyað eftir annað i leiðurum allra blaða sinna að Alþýðubandalagið hafi staðið að visitöluskerðingu vorið 1974; þvi faristþvi illa að vera að gagnrýna nýjustu efnahagsráðstafanir rikisstjórnar þeirra fóstbræðra Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar. Þessi áróður stjórnar- sinna hefur sem betur fer ekki haft mikil áhrif, en engu að siður er rétt, — með tilliti til þess að málgögn Sjálfstæðisflokksins eru þrjú i 80 þúsund eintökum á dag en Þjóðviljinn i 12-13000 eintökum daglega, — að rifja upp nokkrar staðreyndir i sam- bandi við efnahagsaðgerðirnar vorið 1974. 1. mai 1974 lá fyrir að kaupgjaldsvisi- talan átti að hækka um 15,5% 1. júni. Rikisstjórnin ákvað með bráðabirgða- lögum að þessi hækkun kæmi ekki til framkvæmda, en i staðinn yrðu gerðar eftirfarandi ráðstafanir: 1. Niðurgreiðslur auknar sem nam 8 stigum í kaupgjaldsvísitölu. 2. Almennt vöruverð hefði hækkað án aðgerða rikisstjórnarinnar um 3,5 stig. Þessar verðhækkanir voru bannaðar. 3. Að óbreyttu og án aðgerða hefðu land- búnaðarvörur hækkað 1. júni um sem svarar 4 stigum. Þessi hækkun kom ekki til framkvæmda. Hér er þvi um að ræða ráðstafanir sem samtals jafngilda 15,5 stigum i kaup- gjaldsvisitölu. Þessi útreikningur var staðfestur af opinberum aðilum og þeir út- reikningar birtir. Þessar ráðstafanir voru þvi niður- færsluráðstafanir til þess að vinna gegn verðbólgu, kaupmáttur almennra launa hélst óbreyttur. Ráðstafanirnar giltu i þrjá mánuði eða til þess tima er ætla mátti að ný rikisstjórn hefði tekið við. Það varð og: rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins skar þá niður kaupmátt launa um 20%. Eins og sjá má voru þessar ráðstafanir gjörólikar þeim sem hægristjórnin hefur gert þvi nú er gert ráð fyrir að stela i eitt skipti fyrir öll svo miklum visitölubótum að jafngildir 5-6 vikna launum á einu ári. Ráðstafanir vinstristjórnarinnar vorið 1974 voru hinsvegar mjög i svipuðum anda og tillögur þær sem stjórnarandstaðan og verkalýðshreyfingin gerðu i framhaldi af starfi svonefndrar verðbólgunefndar nú i vetur. Sameiningar- táknið Vorið 1971 komu Samtök frjálslyndra fimm þingmönnum að. Þessir fimm þing- menn eru nú á fimm mismunandi stöðum i pólitikinni. Nú 1978 býður Alþýðuflokk- urinn fram til þings mikið lið og fritt; það minnir um margt á framboð Samtakanna vorið 1978. Sameiningartákn glundroða- framboðanna er Bjarni Guðnason. Hann var i framboði og kosinn á þing fyrir Samtök frjálslyndra 1971. 1973 stofnaði hann nýjan flokk, Frjálslynda flokkinn. Nú er Bjarni i framboði fyrir Alþýðu- flokkinn. En Bjarni Guðnason er ekki traust sameiningartáka og i heild verður þinglið Alþýðuflokksins greinilega ákaf- lega ósamstætt, tætingslýður. Það er allt annað sem vinstri menn þurfa nú i barátt- unni við ihaldsflokkana sem hafa ákveðið að vinna saman eftir kosningar. Sameinuðu liði afturhaldsflokkanna þarf að mæta með sameinuðum sterkum flokki vinstrimanna. Sá flokkur er Alþýðu- bandalagið. — s. Forsendan brostin en setið samt Flokksþing Framsóknar- flokksins eru merkileg að þvi leyti að þar gerist alla jafna fátt. Allar simalinur á Framsóknarheimilum eru sagðar rauðglóandi fyrir þingin og i' gangi allskyns samsæri móti hinum og þessum, en forystumenn flokksins hafa langa reynslu i þvi að haga segl- um þannig á þinginu að allt koðnar niður i óbreytt ástand. Ekki ómerkari Framsóknar- menn en Steingrimur Hermannsson. Guðmundur G. Þórarinsson og Halldór Asgrimsson gera þá játningu i Visi i gær að i efnahagsmálum hafi Framsóknarflokknum og núverandi rikisstjórn mistek- ist. í rauninni jafngildir þessi Framsóknarjátning þvi að segja að forsendur stjórnar- samstarfsins séu brostnar fyrir löngu. Til þess var stofnað að sögn Framsóknarmanna vegna þess að nauðsyn væri á sterkri stjórn til þess að ráðast á efna- hagsvandann. Þetta hefur mistekist, en samt sem áður gætir ekki teljandi óánægju með stjórnarsamstarfið á 17. flokks- þinginu. Steingrimur hótar launafólki Það hressir þó upp á þingið að þar sýna ýmsir á sér spaugileg- ar hliðar. Svo dæmi sé tekið hef- ur Steingrimi Hermannssyni liklega tekist að segja setningu ársins i ræðu sinni á þinginu: „Ég legg rika áherslu á það að haldið verði áfram i þeirri viðleitni að tryggja samstarf launþega, atvinnurekenda og rikisvalds um stefnuna i efna- hagsmálum.” Steingrímur hótar launafólki, og flokksmenn hóta Kristni vegna öldudals Timans. Launafólk veit hvað til sins friðar heyrir úr þvi að ritari Framsóknarflokksins vill halda áfram meðþað „samstarf” sem rikisvaldið hefur átt við samtök launafólks á undanförnum mán- uðum. Ólafur Jóhannesson sem drottnar yfir Framsóknrflokkn- um um þessar myndir eins og óumdeildur æðstiprestur ef ekki guðfaðir, tók það skýrt fram i ræðu sinni að af hugsjónum Framsóknarmanna yrði ekkert nýtt að frétta i náinni framtið. „Það er einmitt hlutverk þessa flokksþings að marka stefnu Framsóknarflokksins bæði í grundvallaratriðum og i einstökum málum og mála- flokkum, eftir þvi sem við verður komið”, sagði Ólafur i ræðu sinni, en bætti við siðan til þess að forðast misskilning um hlutverk þingsins: „Grund- vallaratriði eða meginmarkmið sem Framsóknarflokkurinn byggir stefnu sina á, hljóta að mestu að verða hin sömu og áður.” Tímadeilan Annars er Timadeilan það markverðasta sem fram hefur komið á þingi Framsóknar- manna. Timinn er á niðurleið og var 13 miljóna króna tap á hon- um á sl. ári þrátt fyrir áætlanir um slétta útkomu. Mikill undir- straumur er meðal Framsóknarmanna gegn þeim sem fara meðstjórná Timanum bæði efnislega og rekstrarlega. Var þvi boðað til sérstaks fundar um málefni blaðsins á þinginu i fyrradag og voru þar mættir ritstjórar, blaðamenn, blaðstjórnarmenn og helstu andstæðingar Kristins Finnbogasonar. Til þess að hjálpa til við þessa andrúms- loftshreinsun voru mættir þrir ópólitiskir fréttamenn útvarps, Kári Jónasson.Helgi H. Jónsson og Hermann Sveinbjörnsson. Mikil rimma varð á þessum fundi og fátt um niðurstöður. En ljóst er að margir Framsóknar- menn telja nauðsynlegt að skipta bæði um framkvæmda- stjóra og ritstjóra á Timanum, ef takast á að koma blaðinu upp úr öldudalnum. Efnahagslausn Vilmundar: 40-50% vextir Vilmundur Gylfason var spurður að þvi i útvarpsþætti á dögunum hvað honum þætti helst til ráða i efnahagsmálum. Hann svaraði þvi til, að það þyrfti að breyta starfsháttum Alþingis. Nú hafa fréttir borist af flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins fyrirskömmu þarsem hann lagði til að vextir yrðu hækkaðir i 40—50% til þess að braskaralýðurinn hætti að sækja i bankana. Þar með var verðbólguvandinn leystur. Á borgarafundi í Borgarnesi útfærði Vilmundur þessa kenn- ingu sina um lausn verðbólgu- vandamálanna á þann veg að hækka þyrfti vexti upp fyrir verðbólgustigið um leið og setja þyrfti á algera verðstöðvun. Hér stangast að visu hvað á annars horn, en vissulega gætu þessar aðgerðir stöðvað verð- bólguna. Það þýðir ekki að fárast yfir þvi þótt Glistrup-til- lögur Vilmundar hefðu einnig i för með sér algera stöðvun alls atvinnukrestrar i landinu. Hvað er einn blóðmörskeppur i sláturtiðinni ?— ekh Alþjóðavika gegn kynþáttamisrétti I nýútkomnu tölublaði af Vinnunni, málgagni ASl og MFA, er vakin athygli á alþjóða- viku gegn kynþáttamisrétti sem nú stendur yfir. Þar segir svo: „Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur farið þess á leit við aðildarsambönd sin, að vikan milli 13. og 21. mars næstkomandi verði helguð baráttu gegn kynþáttastefnu rikisst jórnar S-Afriku, — Apartheid. 21. mars er dökkur dagur i sögu baráttunnar fyrir auknum mannréttindum blökkufólks i Suður-Afriku. Þennan dag árið 1960 myrtu hvitir lögreglumenn 69 manns i bænum Sharpville, þegar verkalýðssamtök blökkumanna gengust fyrir aðgerðum, þar sem krafist var mannsæmandi kjara fyrir þeldökka verka- I framhaldi af þessu má geta þess, að norrænu alþýðusam- tökin hafa ákveðið að gefa fjárhæð til styrktar verkalýðs- hreyfingunni i Suður-Afriku. Samþykkti miðstjórn ASl meðal annars á fundi i desember sl. að gefa allt að 1.000 dollurum i þessum tilgangi, en upphæðin verður endanlega ákveðin sem hlutfall af framlagi hinna Norðurlandanna. í danska FF-blaðinu (FF: Fri Fagbevegelse) er frá þvi skýrt fyrir nokkru, að sendinefnd frá danska alþýðusambandinu (LO) hafi verið neitað um vegabréfsáritun til Suður-Afriku fyrir nokkru. Höfðu 2 fulltrúar sambands- ins fengið það verkefni að skoða mannvirki og umsvif danska Austurasíufél. i Durban og Jóhannesarborg, en ætluðu auk þess að kynna sér stöðu verka- lýðshreyfingarinnar i landinu. S-afriska konsúlatið i Kaup- mannahöfn samþykkti að veita þeim tvimenningum vegabréfs- áritunina, en þegar til kom neit- aði innanrikisráðuneyti lands- ins beiðninni.'' T ■ I ■ I ■ I j i ■ i ■ I ■ I ■ i j i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ i ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.