Þjóðviljinn - 15.03.1978, Side 5

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Side 5
af erlendum vettvangi Miövikudagur 15. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Franz Josef Strauss vel fagnað í Chile Hin vesturþýsku sambönd Pinochets Herforingjastjórnin i Chile á að öðru jöfnu ekki miklu gengi að fagna á alþjóðlegum vett- vangi. Að visu fær hún lán og fyrirgreiðslur margfaldar á við það sem vinstristjórn Allendes fékk — cn það er allt i hinu ópersónulega formi peninga og bankare ikninga. Fáir nafn- kenndir stjórnmálamenn vestrænir leggja nafn sitt i hættu við að viðurkenna opin- berlega einhverskonar sam- stöðu með Pinochet og generái- um hans. En þeir eru til; einn þeirra er Franz-Josef Strauss, formaður Kristiiega sambands- ins i Bæjaralandi, ráðherra fyrrum og öðru hvoru kanslara- efni. Gætið vel frelsisins! Hann fór til Chile ekki alls fyrir löngu til að taka þátt i hátiðahöldum i tilefni þess, að 125 ár eru liðin siðan Þjóðverjar hófu að nema land i Chile, en þar er nú allstór þýsk nýlenda. Strauss var ekki einsamall. Ýmsir áhrifamenn úr hópi kristilegra demókrata Vestur-Þýskalands voru i för- inni, en þeir hafa alllengi haldið uppi „Vinahópi Chile”. Chilestjórn var þessari heimsókn mjög fegin. Stærsta blað landsins, Mercurio, kall- aði Strauss „einn mikilvægasta stjórnmálamann Evrópu”. Og hann var gerður að heiðurs- doktor við háskólann í Santiago. I lögfræði. Strauss hikaði ekki við að taka mjög rækilega afstöðu með herforingjaklikunni. I ræðu sem hann flutti að Pinochet forseta viðstöddum á samkomu Chile- þjóðverja sagði hann m.a.: „Sá sem fylgst hefur með sögu Chile sl. áratug, veit hve mikill munurinn er á sannleika og hálfsannleika, veruleika og óhróðri”. Hann tók af öll tvimæli um að hann áliti að það væri einmitt herforingjastjórnin sem verðurfyrir „óhröðri” með þvi að bæta við: „Sjáið til þess, að frelsi verði varðveitt i landi yðar, hvaðan sem þvi er ógnað”. Pinochet klappaði mik- ið, þetta þótti honum góð ræða. Hafið þið séð pyntingar? Hin vinsamlegu sambönd vesturþýskra hægriforingja og Chilestjórnar eru engin tilvilj- un. Liðsforingjar af þýskum ættum hafa lengi ráðið miklu i Chileher og sækja enn i dag fyrirmyndir um aga (og jafnvel e i n ken n i s b ú n i n g a ) til prússneska hersins. Og það voru einmitt Chile-þjóðverjar innan hers og utan (margir þeirra eru auðugir land- eigendur) sem einna virkastir voru i að vinna gegn stjórn Allendes og taka þátt i að steypa henni með hervaldi. Einn af talsmönnum Chile- þjóðverja sagði á þessa leið við blaðamenn frá Stern sem fylgdust með Chilereisu Franz'Josefs Strauss: „Verið ekki að breiða út lygar um okk- ur. Hafið þið kannski séð einhvern pyntaðan hér i Chile? Verið þá ekki að skrifa um pynt- ingar”. Hér er — eins og sagt er — engu viðaðbæta. Heiðursvörður úr Chileher með prússneska hjálma horfir á fána Chile og Vestur-Þýskalands dregna að húni til heiðurs þýsku iandnámi. erlendar bækur The Countess of Pembroke's Arcadia Sir Philip Sidney. Edited with an introduction and notes by Maur- ice Evans. Penguin Books 1977. Sir Philip var draumaprins Elisabetartimanna, sem full- komni hirðmaður, riddari og ágætt skáld og féll á vigvelli. Hann setti saman kvæði og fleira og þessa sveitalifssögu eða hátt- stemda rómantiska rollu þar sem stillinn er höfuðatriðið. Sagan var eftirlætislesefni Elisabetartim- anna og er þvi ágæt óbein heimild um smekk timabilsins og mat. Bókin er gefin út i Penguin English Library. Fyrsta prentun bókarinnar er frá 1593. Aeschylus: The Oresteia. Translated by Robert Fagles. Penguin Books 1977. Inngangur er skrifaður af þýð- anda og W.B.Stanford. Þýðingin var fyrst gefin út á Englandi 1976 og er nú endurprentuð i Penguin. Þýðingin þykir mjög góð og er talin ná inntaki og anda frum- textans á nútima ensku betur en mörg önnur. Þetta er eini þrileik- urinn sem varðveist hefur af forngriskum leikritum. Bókin er gefin út i Penguin Classics. Church and Government in the Middle Ages Essays presented to Cheney on his 70 birthday and edited by C.N.L. Brooke, D.E.Luscombe, G.H. Martin and Dorothy Owe. Cambridge University Press 1976. Christopher Cheney hefur eink- um rannsakað kirkju og stjórn- unarsögu á Englandi og viðar á 12. og 13. öld. Councils and Synods er eitt meðal höfuðrita hans og það sem einkennir þau er traust fræðimennska og fullkomin úr- vinnsla heimilda eins og gjörlegt er. í tilefni af sjötugsafmæli hans hefur Cambridgeútgáfan gefið út þetta rit og eiga þar hlut að, hann sjálfur, Dorothy Owen, Christop- her Brooke og Walter Ullmann ásamt fleiri. Efnið snertir miö- aldasögu, kirkju og réttarsögu frá 11. fram á 14. öld. Hver grein fjallar um samtima texta, sem snerta höfuðefnin. Greinarnar spegla baráttu leikra og lærðra á þessu timabili eða rikis og kirkju. Á þessum öldum mótaðst viss gerð baráttunnar og hefðir, sem i rauninni voru ekki rofnar fyrr en með frávikum Hinriks 8 frá móðurkirkjunni. Allir aðilar lærðu sina lexiu af morði Bekkets og slik yfirtroðsla varð ekki end- urtekin. Ýmsar þessar greinar gætu verið gagnlegar varðandi islenska sögu t.d. skrifar Mar- jorie Chibnall greinina Charter and Cronicle: The Use of Archive Sources by Norman Historias. Þar kemur fram hversu arfsagnir og jafnvel fabúlur voru nátengdar máldögum og eignaskrám enda var þá ekki verið að skrifa á blað, nema það sem var bráðnauðsyn- legt vegna eignaheimilda, sálar- heilla eða rétts lifnaðar en það siðastnefndá birtist i exampla þeirra tiða. Fleira er i þessu riti sem snertir allan kristindóminn á miðöldum og þar með islenska kristni og samfélag óbeint. Pinochet og Strauss undir minnismerki um „Forfeftur vora”. Strauss baft Pinochet gæta frelsisins vel. Fridrik til Lone Pine Friðrik ólafsson, stórmeist- ari, mun hafa i hyggju að taka þátt i hinu svokaiiaða „Louis Statham” skákmóti sem haldið er ár hvert i smábænum Lone Pine i Kaliforniu. Mót þetta er opið skákmót, þ.e. tefldar eru 9. umferðir eftir svissneska kerfinu. Afar há peningaverðlaun verða i boði, t.d. nema 1. verðlaun 12 þús. bandarikjadölum eða u.þ.b. 2,5 milj. islenskum. Margir mjög sterkir skákmenn verða meðal þátttakenda þ.á.m. Tal, Petro- sian, Hort og Larsen svo ein- hverjir séu nefndir. Af Guðmundi Sigurjónssyni er það að frétta að hann er nú á förum til Kolumbíu þar sem hann tekur þátt i allsterku alþjóðlegu skákmóti. Skákþing íslands hefst á morgun Skákþing tslands hefst næstkomandi fimmtudags- kvöld með keppni I landsliðs- flokki en þar eru keppendur tólf og tefia ailir við alla. Ýmsar a th y glisv erða r breytingar hafa verið gerðar á keppninni, t.d. tefla nú landsliðs- og áskorenda- flokkur i hinum nýju húsa- kynnum Skáksambandsins að Laugavegi 71. Þá hafa verðlaun verið hækkuð um 100% i landsliðs- flokki þannig að 1. verðlaun nema 100 þús. krónum. Teflt Reykjavíkurskákmótid: Ferðavinningur á nr. 3750 Dregið hefur veriö i aðgöngu- þúsund kr. feröavinningur frá miðahappdrætti Reykjavikur- Sunnu kom á nr. 3750. skákmótsins. Vinningurinn — 50 verður eftir hinum nýstárlegu timatakmörkum sem farið var eftir áReykja- vikurskákmótinu. Ein at- hyglisverðasta nýjung þeirra Skáksambandsmanna er þó vafalaust sú að láta keppendur i landsliðsflokki greiða þátttökugjald, og það er að sjálfsögöu meira en greitt er i öðrum flokkum! Ekki nema von að einn landsliðskappinn hafi látið út úr sér: „Þarf maður nú að fara að borga með snilld- inni”.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.