Þjóðviljinn - 15.03.1978, Page 8

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. mars 1978 Refirnir Þaö er alveg ljóst hvað Lillian Hellmann er aö fara meö Ref- unum, sem frumsýndir voru 1939. Hún beinir skeytum sinum aö náinni forsögu bandarisks þjóöfélags, en hún er um leið saga sem gerist meö hliöstæöum hætti, bæði fyrr og siöar, á öðrum slóöum. Um aldamót, þegar leik- urinn gerist, eru Norðurrikin eitt- hvert háþróaðasta iðnaöarsvæöi heims — það þýöir um leið aö verkalýðshreyfing er farin að ná sér nokkuð á strik. Refirnir byrja einmitt á þvi, aö gróinn iðju- höldur frá Chicago er kominn til Suðurrikjanna, sem eru enn van- þróað land: hann flytur hluta sins rekstrar þangað vegna þess að, eins og bandamenn hans á staðnum, Hubbard- arnir, segja þá er hægur vandi þar um slóðir að láta niggarana og hvita verka- menn undirbjóða hver annan og enginn þarf að óttast verkföll. Gróðinn verður stórfenglegur. Þetta er ekki liðin tið i kapital- isma: tilfærsla vinnuaflsfrekrar framleiðslu til láglaunasvæða er einhver helsta orsök mikils at- vinnuleysis i velferðarrikjum Vestur-Evrópu i dag. Gróöinn verður stórfenglegur — og hann stjórnar öllu i þessu leikriti. Bardaginn um hann ræður lifi persónanna. Hubbard- bræðurnir og systir þeirra Regina, munu einskis svifast til að hlutur þeirra hvers um sig verði sem mestur. Það hefur heyrst, aö mönnum finnist þau allt aö þvi ómennsk i feiknarlegri græðgi sinni og tillitsleysi. Það er satt, að stundum getur manni fundist sem svo, að i þessar per- so'nur vanti einn mikilvægan þátt: þörfina til sjálfsréttlæt- ingar. Að Hubbardsystkinin séu allt aö þvi óeðlilega hrein- skilin i sinum skepnuskap. En þá er að þvi að hyggja, að Hubbard- arnir (og eins og Ben Hubbard tekur fram þá eru þeir margir um land allt og hugsa gott til glóðarinnar) þeir þurfa á þessum tima ekkert að óttast. Það er enginn til að veita þeim viðnám. Þeir þurfa ekki á neinum feluleik, á neinni hræsni að halda. Ekki neitt að ráöi að minsta kosti. Þetta er traustleg og vönduð sýning. Manni finnst i stórum dráttum allt á sinum stað I með- ferð Steindórs Hjörleifssonar leikstjóra. Sýningin kemur ekki á óvart, en hún sýnir verkinu góð- kynjaðan trúnað. Samt skulu hér gerðar athugasemdir við hlut- verk barnanna i fjölskyldunni. Hjalti Rögnvaldsson fer með hlutverk Leo Hubbards, sonar Óskars, það kemur i hans hlut að fremja afdrifarikan þjófnað frá fársjúkum eiginmanni Reginu frænku hans. Leo þessi er óttalegt himpigimpi, greyið þetta, og Hjalti dregur það fram sem ræki- legast. En það er ekki laust viö, að bæði i gervi og framgöngu verði personan dregin of sterkum litum, svo sterkum, að manni koma i hug stilrof. Valgerður Dan fer með hlutverk Alexöndru, dóttur Reginu Hubbard og Horace Giddens bankastjóra. Þetta er að sönnu vanþakklátt hlutverk frá höfundar hendi. Alexandra er of lengi saklaus meðal þessa hyskis (einnig þótt við reyndum að rökstyðja það með jákvæðum áhrifum góðmennisins fööur hennar) — og það er heldur ekki sannfærandi undir lokin, þegar hún vaknar snögglega til nýs skilnings og gerir á sinn hátt uppreisn gegn siðgæöi refanna. Það er þvi ekki nema von að Valgerður eigi i erfiðleikum. Engu að siður hefði meö einbeittara átaki mátt forða þvi, að lokaatriöið, uppgjörið milli mæðgnanna, yrði jafn dauf- legt og raun bar vitni. á frumsýningu. Sigriður Hagalin er Regina, sú sem áður en lýkur reynist öðrum refum slóttugri og grimmari. Leikkonan tekur á þessu hlut- verki með góðu öryggi og til- þrifum, hinsvegar verður ekki sagt að hún fullnýti möguleika þess: kuldi hennar og harka er miklu mun sterkar fram dregin en kænska. Gisli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson fara með hlutverk bræöranna Bens og Óskars. Samspil þeirra er með miklum ágætum, gervi þeirra og framganga öll stefna mjög hnit- miðað að þvi, að draga fram tvær gerðir nýrikra bófa, Gisli er svo sannarlega hinn slóttugi heili fjöl- skyldunnar og Þorsteinn fer af góöu hugviti með viöleitní smá- bæjarsviðings og heimilisharð- stjóra til að fóta sig á nýjum vett- vangi. Guðrún Ásmundsdóttir fer með hlutverk Birdie, konu óskars. Þau sem einskis svifast: Þorsteinn Gunnarsson, Gísli Halidórsson og Sigríöur Hagalln í hlutverkum Hubbardsystkinanna. Birdie er af hinum gamla land- eigendaaðli, og eins og stundum vill verða hjá róttækum höfundum, þá nýtur hin gamla yfirstétt i hennar persónu nokk- urrar samúðar — vegna þess að þessi stétt getur ekki lifað lengur. Gúðrún túlkar af næmum skiln- ingi angist þessarar konu, þessa brothætta kers, sem of seint var látin horfast i augu við hinn grimma veruleika refanna. Annað „lamb” I refahjörð er Horace Giddens bankastjóri, maöur á rangri hillu, sem and- spænis dauöanum vilí höggva á tengslin við refasiðgæðið og bjarga þvi sem bjargaö verður: dóttur sinni. Jón Sigurbjörnsson sýnir okkur vandaöa og mjög raunsæislega útfærslu á agaðri baráttu þessa manns. Jón Þórisson hefur gert leik- mynd og búninga sem falla prýði- lega að anda sýningarinnar. Þýðing Sverris Hólmarssonar sýndi vettvangi og persónum fuilan sóma. Jón Hjartarson fór með hlutverk negraþjónsins Cal, Guðmundur Pálsson var iðju- höldurinn frá Chicago — og Þóra Borgvar þjónustustúlkan Addie, svarta konan sem i mörgum verkum um Suðurrikin er einhver helstur erindreki mannlegrar hlýju. Þá hlýju bar Þóra Borg fram af örlæti sem áhorfendur höfðu sérstaka ástæðu til að taka vel á móti: leikkonan hélt upp á hálfraraldar leikafmæli á þessari frumsýningu. Að sýningu lokinni sneri hún árnaðaróskum i sinn garð upp i ágæta áróðursræðu fyrir velgengni Leikfélagsins og Borgarleikhúss. Arni Bergmann Jón Sigurbjörnsson (Horace Gidding) og Jón Hjartarson (Cal). T úskildi ngsópera frá Laugarvatni Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni skemmtu Reykvik- ingum I febrúarlok með sýningu á T úsk i ldin gsóperu Bertolts Brechts. Aðeins var sýnt einu sinni i Félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi, og viðbúið að margir hafi misst af sýningunni vegna þessað hún var litið auglýst, enda blaðamannaverkfallið þá nýaf- staðið. Að þvi er ég best veit hefur Tú- skildingsóperan verið sett upp þrisvar áður hér á landi: hjá LR, LA og Þjóðleikhúsinu. Ég hef enga þessara sýninga séð, en ef marka má blaðaummæli er að sjá aðsýning Þjóðleikhússins hafi verið þeirra verst. Leikfélagi Ak- ureyrar, sem þá var áhuga- mannafélag, mun hafa tekist best að koma verkinu til skila við is- lenska áhorfendur. Þetta finnst mér renna nokkrum stoðum undir þá skoöun aö illmögulegt — ef ekki ómögulegt — sé að gera Brecht verðug skil i borgaralegu leikhúsi. Þetta á liklega siður við um verk einsog t.d. Mutter Cour- age og Galileo, þar sem miklum leikurum eru gefin stór tækifæri. En Túskildingsóperan tilheyrir ekki þeim hópi leikrita. Og þaö hefur sýntsig að grátlega auðvelt hefur reynstað gera úr henni létt- an farsa eða söngleik, þar sem öllum þjóðfélagsboöskap er stungið undir stól. Nemendum ML og leikstjóran- um, Sigrúnu Björnsdóttur, til ævarandi hróss skal þess strax getið að þau reyna ekki að draga broddinn úr ádeilu Brechts, síður en svo. Hér stöndum við frammi fyrir fátæku leikhúsi: óreyndum leikurum, áhugamönnum i leik- list og tónlist, timaskorti til æf- inga osfrv. osfrv. — og samt er þetta lifandi sýning, sem heldur athygli áhorfandans vakandi frá upphafi til enda, skilmerkileg og heiðarleg sýning þar sem hlutirn- ir eru sagðir hreint út og ekkert verið að tvinóna við það. Flestir leikendanna hafa óvenjugóða framsögn, af áhugamönnum að vera, og hjálpaði það mjög til að koma boðskapnum til skila. Brown (Þórarinn Ingólfsson) og Makki (Samúel örn Erlingsson). Túskildingsóperan er verk sem hefur lifað lengi og tönlist Kurts Weill á stóran þátt i þvi. Þetta er tónlist sem „syngur sig inníhjört- un” og amk eitt lagið er sigræn- ingi: slagarinn um Makka hnif. En um leið er þetta afskaplega vandmeöfarin tónlist. A sýningu ML áttu þau Sigrún Björnsdóttir og Stefán Steinsson veg og vanda af tónlistarflutningnum: hún æfði söngvana, hann stjórnaði hljóm- sveitinni, annaðist útsetningar og lék sjálfur á þrjú hljóðfæri. Yfir- leitt má segja að velhafitil tekist, og stundum ágætlega. Minnis- stæðasturer sennilega flutningur öldu Arnardóttur á söng Sjóræn- ingja-Jenný. Það segir sig sjálft að menn geraekki þærkröfur til skólasýn- inga sem þessarar að þær jafnist á við sýningar atvinnumanna. Um frammistöðu leikaranna gildir þaðsama. t sjálfu sér er lit- ið á þvi að græða að gagnrýnandi gefileikurum einkunnir, allra sist þegar um áhugafólk er að ræða. Þó finnst mér að á þessari sýn- ingu hafi nokkrir leikaranna skarað frammúr hvað snerti öryggi, framsögn og innlifun, og er sjálfsagt að geta þess sem vel er gert. Alda Arnardóttir stóð sig vel i hlutverki Pollýar og gleymdi ekki að sýna hvernig dóttir betlara- kóngsins verður smám saman aö útsmoginni kaupsýslukonu og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna ilokin. Peachum föður hennar lék Ari Páll Kristinsson á skemmti- legan máta: hann lagði alla áherslu á að sýna borgarann Peachum. Betlarakóngurinn er vel samkvæmishæfur i betri hús- um. Þetta — og ýmislegt fleira i uppsetningunni — minnir okkur á það, að Brecht var að deila á borgarastéttina i þessu verki (og reyndar öllum sinum verkum). Það sópaði verulega að Kolbrúnu Hjörleifsdóttur i hlutverki Knæpu-Jennýar, og Halldóra Friðjónsd. Sýndi allgóð tilþrif i hlutverki frú Peachum. Aðalhetj- unni, Makka hnif, var vel borgið i höndum Samúels Arnar Erlings- sonar, sem lék af öryggi og myndarskap þetta erfiða hlut- verk. Brown lögregluforingi var leikinn af Þórarni Ingólfssyni, sem vann það afrek að koma inn i sýninguna á siðustu stundu og lærahlutverkiðá 4 dögum. Leikur hans bar þess nokkur merki að ekki hafði unnist timi til að af- greiða öll nauðsynleg blæbrigði, en engu að siður gerði hann margt vel. Um sýninguna í heild má segja að þetta hafi verið vel heppnuð skólasýning, og aðstandendum öllum til sóma. Helsti tilgangur skólasýninga hlýtur að vera sá að koma skólafólki i sem beinust og nánust kynni við leiklistina og veita þvi tækifæri til að reyna kraftana og ekki sist starfa sam- an i hópi að sameiginlegu verk- efni. Viö fyrstu sýn kann aö virð- ast sem Túskildingsóperan hljóti aðvera slikum hópi nokkuö erfitt verkefni, en i raun held ég að hún sé fyrst og fremst verðugt verk- efni. Sigrúnu Björnsdóttur hefur tekist vel að leiða hópinn I átt til þess sem er raunverulegt Brecht-leikhús, en burt frá freist- ingum finpússaða farsans. I.H.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.