Þjóðviljinn - 15.03.1978, Síða 11

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Síða 11
Miftvikudagur 15. mars 1978 ÞJÓÐVlLJINN — StÐA 11 Tímarit MSI: N ýtt hefti Máhns (;t er komiö fyrsta hefti tima- ritsins MALMS á þessu ári. (Jt- gefandi er Málm og skipasmiöa- samband tslands. t timaritinu.sem er 24 siöur aö stærö^ritar Guöjón Jónsson for- maöur MSl um árás rikis- stjórnarinnar á gildandi kjara- samninga og birtar eru ályktanir miöstjórnar MSt og formanna- ráöstefnu ASt um óiög rikis- stjórnarinnar frá 16. febrúar s.l. 1 MÁLMI eru birtar einnig ályktanir sambandsþings MSI en þaö var haldið á Akureyri I nóvember á siöasta ári. Þeirra á meðal er ályktun um samninga- mál, þar sem segir að „sam- bandsstjórn MSI telji að niður- stöður þriggja siðustu kjara- samninga og reynsla af s a m n i n g s g e r ð i n n i leiöi óhjákvæmilega til endurskoðunar á þátttöku málmiðnaðarmanna og skipasmiöa i sameiginlegri samningagerð verkalýðsfélag- anna.” Þessi samþykkt var kveikjan að hringborðsum- ræðum, um launajöfnunarstefnu framkvæmd hennar og MÁLMIIR- framkvæmd hennar og stöðu MSI i kjarasamningum fram- tiðarinnar og eru umræð- urnar birtar i MÁLMl. I þeim tóku þátt Guðjón Jónsson for- maöur MSI, Guðmundur Hilmarsson, formaður Félags bifvélavirkja, Hákon Hákonar- son, formaður járniðnaðarmanna á Akureyri og Alþýðusambands Norðurlands, Guðmundur Jónas- son starfsmaöur Félags járn- iðnaðarmanna i RVK og Helgi Arnlaugsson starfsmaður MSI.*" Þá er frásögn af heimsókn til Akraness ásamt viðtölum við Kjartan Guðmundsson, formann Sveinafélags málmiönaðar- manna þar, Einar Guðleifsson trúnaöarmann félagsins i skipa- smiðastöð Þorgeirs og Ellerts og við Þorgeir Jósefsson stofnanda og framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. 1MALMI er einnig fjöldi greina þýddra og innlendra. M.a. ritar Guðjón Jónsson um aöbúnaö i skipavinnu og birtar eru niður- stööur sænskrar könnunar á áhrifum eiturefna á starfsfólk i máliðnaði. Þá eru ýmsar fréttir i MALMI t.d. er skýrt frá nýrri tegund öryggishjálma sem hreinsa ryk úr andrúmslofti og komið geta málmiðnaðarmönnum til góöa. Sjónvarpseigendur i Saurbœjarhreppi í Dalasýslu Neita allir ad afnotagjald vegna lélegra sjónvarpsskilyrða Þjóðviljanum hefur bor- ist undirskriftalisti, þar sem rita nöfn sin allir sjón- varpseigendur í Saur- bæjarhreppi í Dalasýslu þar sem þeir segjast neita að greiða afnotagjald af sjónvarpi vegna lélegra sjónvarpsskilyrða frá end- urvarpsstöðinni að Reyk- hólum. i bréfinu stendur: „Vegna slæmra skilyrða og tiðra bilana, neitum við undir- rituð að greiða afnotagjöld af sjónvörpum okkar nema fulln- aðarviðgerð fari fram á endur- varpsstöðinni á Reykhólum A- Barðastrandarsýslu”. Undir þetta rita svo allir sjón- varpseigendur i hreppnum 27 að tölu. Axel Ólafsson innheimtustjóri Rikisútvarpsins sagði i gær að hann hefði fengið þetta bréf i hendur og hefði hann gert allar þær ráðstafanir sem i hans valdi stæði til að kippa þessu máli i lag. En það er sem kunnugt er Land- siminn sem hefur með dreifingu sjónvarps að gera. Hörður Frimannsson, yfirverk- fræðingur sjónvarpsins, visaði á Landsimann, og þar varð fyrir svörum Sigurður Þorkelsson yfir- verkfræðingur. Hann kannaðist ekki við málið, en sagði að Land- siminn hefði enga kvörtun fengið frá þessu fólki, en það væri vani að fólk byrjaði að kvarta, þegar það ætti að fara að greiða afnota- gjöldin!! Hann lofaði siðan að greiða láta kanna málið og visaöi á Har- ald Sigurðsson verkfræðing. Hann sagði að stöðin hafi verið biluð um daginn,en nú væri hún komin i lag og Reykhólastöðin væri sist verri en aðrar endur- varpsstöðvar á landinu og sagðist þvi ekki skilja þessi mótmæli. —S.dór. Sönglagahefti eftir Skúla Halldórsson (Jt er komið eftir Skúla Hali- dórsson, tónskáid, sönglagahefti með 16 lögum i iéttri útsetningu fyrir pianó eða orgel. — Flest þessara laga hafa áður verið prentuö, en hafa um árabil verið ófáanleg. Lögin eru prentuö i Siglu- fjarðarprentsmiðju og til sölu hjá íslensku tónverkamiðstöðinni, Laufásvegi 40. útflutningi Mikil aukning í á iðnaðarvörum — á liðnu ári Ctflutningur iðnaðarvara nam á árinu 1977 22,3 miljörðum króna og hafði þá aukist úr 17,6 miljörðum árið áður eða um 27%. 1 yfirliti frá (Jtflutningsmið- stöð iðnaðarins kemur fram, að af þessum útflutningi var ál og álmelmi rúmlega 74 þúsund tonn á 14,9 miljarða, en hafði árið áður verið 79 þús. tonn á 12,4 miljarða. Verðmæta- aukning nam þvi 20%. Útflutningur annarra iðnaðarvara nam samtals 7,4 miljörðum kr., en hafði verið 5,2 miljarðar árið 1976. Útflutningsaukning hinna ýmsu iðnaðarvara landsmanna, annarra en áls, hefur þvi numið 42% og er þessi útflutningur nú orðinn hálfdrættingur á við álið. Langmesta aukningin, bæði i magni og verðmæti, milli áranna 1976 og 1977 var I lag- metisiðnaði. Útflutningur lag- metis tvöfaldaðist að verðmæti, úr 599 milj. i 1206 milj. og jókst um 76% að magni, eða úr 963 tonnum i 1702 tonn. Ullariðnaðurinn er lang- stærsta útfluntingsgreinin og jókst útflutningur ullarvara, en verðmætið jókst úr 2050 milj. i 3441 miljónir. Útflutningur skinnavara dróst litillega saman milli ára og kisilgúrút- flutningurdróst saman. Af kisil- gúr voru flutt út tæplega 21 þús. tonn á 831 milj. kr. Samtals nemur útflutningur ofantaldra vörutegunda um 6,7 miljörðum. 0,7 miljarðar skiptast svo milli 10 vöruhópa. Stærstu vöruhóparnir þar eru málning og lökk 258,7 milj., pappaöskjur 121 milj. og veiðar- færi 106 milj., en útflutningur siðastnefndu vöruflokkanna jókst verulega á sl. ári. —eös Landkynning Flugieiðir h/f efndu til blaða- mannafundar á föstudaginn. Til- efnið var tviþætt. Heimkoma Jóhanns Sigurðssonar sem starf- að hefur við kynningu á tslandi svo áratugum skiptirog hins veg- ar aö sýna nýja kynningarmynd um tsland. Jóhann Sigurðsson hefur dval- ist erlendis i um 30 ár og þá einna helst i Bretlandi og hefur hann haft þann starfa aö kynna Island. Jóhann rakti m.a. á fundinum þau ár sem hann hefur starfað við i landkynninguna og sagði að þeg- ar hann byrjaði hefði hann aðeins haft eina unga stúlku sér til að- stoðar. Þaö varárið 1953. Þá átti Flugfélag íslands aðeins eina stóra flugvél af Dc-3 gerð. Sem dæmi um öra þróun og vaxandi í Bretlandi kynningu Islands i Bretlandi nefndi Jóhann að nú sem stæði störfuðu 16 manns i London og 13 manns I Glasgow, við landkynn- ingu. Þá var kynnt ný myndasyrpa um Islandsem bretinn Martin F. Chillmaid hefur gert. Það er" greinilegt að til þeirrar myndar hefur veriö varið miklum tima og miklu fé. Arangurinn hefur greinilega ekki látiö á sér standa þvi myndin er i alla staði góð landkynning. Hún samanstend- ur af 60 svokölluðum Slides — myndum af hinum ýmsu fegurstu stöðum landsins. Martin þessi Gillmaid starfar her á Islandi viö myndagerð og rekur hér fyrirtækið Skyggnu h/f. SK erlendar bækur The fire & the sun. Why Plato banished the artists. Based upon the aromanes Lecture 1976. Iris Murdoch. Clarendon Press — Oxford 1977. SkoðanirPlatós álistum eru vel kunnar. Hann taldi vafasamt að leyfa frumkvæði eða starfsemi skálda i fyrirmyndarrikinu eins og hann lýsir þvi i Lýðveldinu og ástæðurnar voru margar. Fyrst og fremst taldi hann að mikið af svonefndri list, væri lélegt, ætlað fólkiá lágu menningarstigi. Hann var m jög andsnúinn leikhúsum og taldi að þar væri vúlgarisminn settur i hásætið. Hann amaðist einnig við skárri list og kaus að listræn starfsemi væri alveg á snærum rikisvaldsins. Stefna hans var sú að hinir bestu ættu að meta hvað væri fólki hollt. Iris Murdock rekur kenningar Platós um listir i þessari skemmtilega skrifuðu bók og hversvegna hann hafði þessar skoðanir. Kenningar Platós um listir eru ekki ósvipaðar kenning- um Freuds, að þvi leyti m.a. að' listin sé fyrst og fremst til ánægju, til skemmtunar og stund- um til sýndar-menningarauka og hafi þvi litla þýðingu fyrir ástundan dygðarinnar og þess- i vegna sé listin þegar allt kemur[ til alls, mannskemmandi, falsað- ar hugmyndir um raunveruleik- ann. Listin var á timaskeiði Platós fyrst og fremst eftirmynd, og Plató segir að þvi sé hún skuggi, sem seðji aðeins hálflif. Listin sem lif i sjálfu sér, Ijóð og mynd sem sjálfstæð og lifandi objekt, verandi og hvilandi. i sjálfu sér er fyrirbrigði sem kem- ur löngu siðar fram, þótt það örli á hugmynd um þetta hjá Aristote- les. Frásögn Platós af hellinum I Lýðveldinu 7. bók er lykilkafli um skoðanir og heimspeki Platós. Guðshugmynd hans varð til þess að mennskir tilburðir urðu honum fátkend villa, þýðingarlaust streð og það eins sem skipti máli var það sem stefndi að mótun rikis dyggðanna og harin taldi að list timabilsins hefti þá framtiðar- mótun, þvi bæri að útiloka hana i framtiðarrikinu i þvi formi sem hún var um hans daga og átti hann þá vib skáldin. Músikin var ekki útlæg úr riki Platós, né heldur byggingarlistin, en það virðist mega skilja á undirtitli bókarinnar, aö svo hafi verið. Aftur á móti tortryggði Plató mjög málara og taldi mikla nauðsyn á aö þeim yröi ekki leyft að starfa I Lýðveldinu. Kver Murdocks er skrifuð af skilningi og þekkingu og viða snertir hún málefni sem nú eru timabær og rædd eru á torgum. Life and Tradition in Ruat Ireland by Timothy P.O’Neiil. With a map 22 drawings m text and 142 photographs. J.M. Dent & Sone 1977. . Monokúltur nútimans þrengir æ meira að menningarlegri arfleifð og heföum um allan heim. Lengi vel héldust siöir og hátterni eins og verið hafði um aldir á Irlandi, en nú er þetta að breytast jafnvel i einangruðustu byggðarlögum eyjunnar grænu. Höfundurinn hefur starfað við þjóðfræðadeild irska Þjóðminjasafnsins og er manna hæfastur til þess aö rita um horfna siði og lifsmáta á ætt- landi sinu. I bók sinni lýsir hann lifsháttum og starfi alþýðunnar á trlandi til sjávar og sveita, eink- um i þeim byggðarlögum þar sem enn eymir eftir af fyrri háttum trú og lifsvenjum og atvinnuhátt- um. Myndirnar eru mjög ti! skilningsauka og sumar þeirra minna óneitanlega á islenska tisku og verkfæri fyrri tima Fjöldi mynda er af amboðum og tækjum, sem notuð voru ti! skamms tima en eru nú safngrip ir, höfundurinn lýsir starfsað ferðum með þessum tækjum þeirri tækni sem beitt var vif gerð þeirra og notkun, lifnaðar háttum, húsakynnum og dagleg um störfum manna og kvenna Kaflar bókarinnar eru átta Byggingar, húsgögn, starfshætt ir, klæðnaður, fæða, flutningar of samgöngur og leikir. Höfundi tekst að lýsa lifi fólks ins á lifandi og skemmtilegar hátt, en vitaskuld aðeins að mjöf takmörkuðu leyti, eins og hanr segir i formála, að þetta sé aðein: inngangur að meira verki. Ítalía: Kommúnistar í stórn og þó ekki í stjórn 12/3 — Giulio Andreotti mun kynna þinginu nýja rikisstjórm ttaliu ásamt með stefnuskrá j og stjórnarsáttmála á morgun og er búist við að þingið veiti stjórninni traust siðar i vik- unni. Þetta er fertugasta rikisstjórnin, sem ttaiir fá yfir sig frá þvi að fasistum Mussolinis var steypt af stóli. Ekki er þessari stjórn almennt spáð löngum lifdögum fremur en hinum. I stjórninni eru eingöngu ráðherrar úr flokki kristilegra demókrata, en auk þeirra eru fjórir flokkar, kommúnistar, sósialistar, sósialdemókratar og lýðveldissinnar aðilar að stjórnarsáttmálanum. Er þvi litið á svo að þessir flokkar eigi aðild að stjórninni, og samkvæmt þvi er þetta i fyrsta sinn sem kommúnistar, annar stærsti flokkur landsins sem fékk yfir þriðjung greiddra atkvæða I s.l. þing- kosningum, eiga aðild að stjórn siðan 1947, er kommúnistum var vikið úr samsteypustjórn undir forustu kristilegra demókrata. L’Unita, dagblað á vegum kommúnista, gagnrýndi i dag kristilega fyrir það aö i nýju stjórninni eru aöeins tveir nýir ráðherrar. Sagði blaðið að full þörf hefði verið á nýjum ráðherrum með nýjar hug- myndir i staö hinna, sem fyrir löngu hefðu sýnt að engra breytinga til batnaðar væri frá þeim að vænta. Með vi&tali við aðstandendur Leikbrúðulands, sem birtist I blaðinu á laugardaginn, féil niður þessi mynd, þar sem Leikbrúðulandsfélagar voru nafngreindir. A myndinni eru frá vinstri: Hallveig Thorlacius, Erna Guðmarsdóttir, Helga Steffensen, Hólmfrfður Pálsdóttir og Þor- björg Höskuldsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.