Þjóðviljinn - 15.03.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Page 16
DWDVIUINN Miðvikudagur 15. mars 1978 Aðalsimi bjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima.er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni bjóðviljans i sima-' skrá. Ursula Ingólfsson Fassbind T ónlistariélagið: Attundu á styrktar- tón- leikar á laugardag Það eru píanótón- leikar Ursulu Ingólfsson Fassbind t dag 15. mars mun Tónlistarféiagið halda 8.tón- Icika fyrir styrktarfélaga, starfsárið 1977/1978. bá mun Ursula Ingólfsson Fassbind leika einleik á pianó verk eftir J.S. Bach, Goldberg-til- brigðin, verkeftir Mozart, A. Webern og List. Hljómleikarnir verða haldnir i Austurbæjarbiói og hefjast kl. 19.00. Ursula Ingólfsson F assbind fæddist i ZOrich (Sviss), dóttir rithöfúndarins Franz Fassbind, hlaut fyrstu kennslu i tónlist mjög ung og var sem barn lengi nemandi pianóleikarans Theodor Lerch, eftirlætisnemanda Dinu Lipatis. Einleikaranám hóf hún hjá Svava Savoff i Tónlistarháskólanum i Zúrich 17 ára gömul. Frá þeim skóla hlaut hún kennarapróf 20 ára og ein- leikarapróf 24 ára gömul. Hún nam einnig við Mozart- eum Salzburg hjá Paul Badura-Skoda, og i tvö ár stundáði hún háskólanám I Bandarikjunum hjá tón- skáldinu prófessor Richard Faith. Sem einleikari meö hijómsveit kom hún fyrst fram i Tonhaile Zúrich undir stjórn H. Rogners 21 árs gömul. Hún hélt viða hljóm- leika i Sviss og lék i útvarp, þar til hún fluttist þaðan, 1968. Ursula kom i fyrsta skipti fram sem einleikari með Sinfóniuhljómsveit Islands i pianókonsert eftir Mendelssohn i árslok 1969. Arið 1971 frumflutti hún nokkur verk henni tileinkuð eftir Richard Faith i danska útvarpið. Frá 1973 hefur Ursula búið á íslandi og er hún kennari við Tónlistar- skólann i Reykjavik. Hún hefur oft leikið með Sinfóniu- hljómsveit Islands, komið fram i útvarpi bæði sem tón- flytjandi og höfundur erinda um tónverk, og á Listahátlð . 1976 lék hún með fiðluleik- aranum Rudolf Bamert við mjög góðar viðtökur. ÞÖRUNGAVINNSLAN Á REYKHÓLUM: Fá ekki útborguð laun nk. föstudag vegna þess að nkisstjórnin hefur svikið gefin loforð um fjárstuðning við fyrirtœkið //Okkur hefur verið til- kynnt að ekki verði unnt að greiða okkur út laun okkar á föstudaginn kemur vegna þess að ríkisstjórnin hafi svikið það loforð, sem hún gaf 23. des. sl. um að veita Þörungavinnslunni 30 milj. króna styrk til á- framhaldandi reksturs, og þess vegna sýnist augljóst að vinnslan stöðvist næstu daga", sagði Geir Braga- son formaður verkalýðsfé- lagsins á staðnum og einn af 8 starfsmönnum Þör- ungavinnslunnar, er við ræddum við hann í gær. bað var 23. desember sl. sem rikisstjórnin ákvað á fundi að veita börungavinnslunni 30 mil- jóna króna styrk til áframhald- andi reksturs. Síðan gerðist ekki neitt og þegar farið var að kalla eftir þessu fé var svarið á þá leið, að fyrst yrði að tryggja nægjan- legt vatn fyrir vinnsluna áður en peningarnir fengjust. bá var leitað til iðnaðarráðu- neytisins og það ákvað að láta bora eftir vatni fyrir vinnsluna. Og enn var kallað eftir peningun um, en þá var þvl svarað til að þeir yrðu ekki greiddir, vegna þess að iðnþróunarsjóður væri tómur og ekkert fé að fá úr honum til borunarinnar, þetta væri inn- antómt loforð hjá iðnaðarráöu- neytinu. Og þannig standa málin nú að Matthias Mathisen neitar að hlýða þeirri stjórnarsamþykkt Útvarps- skákin Nú hafa verið leiknir 9 leikir i útvarpsskákinni milli Leif Agarrd, Noregi og Jóns L. Arna- sonar og hafa leikir fallið þannig: Hvítt: Leif Agaard Svart: Jón L. Arnason 1. d4-Rf6 6. Rf3-g6 2. c4-c5 7. e4-a6 3. d5-e6 8. a4-Bg4 4. Rc3-exd5 9. Be2-Bxf3 5. cxd5-d6 veita 30 milj. kr. til börunga- vinnslunnar og þvi verður ekki að veita 30 milj, kr. til börunga- dag. Ekki sagðist Geir vita hvert framhaldið yrði, en einsýnt þætti að ef engir peningar fengjust myndi öll vinna hjá vinnslunni leggjast niður, en einmitt nú strax eftir páska átti aö fara að vinna að þangöflun fyrir vinnsl- una. —S.dór. Og þá er staðan eins og sýnt er á stöðumynd: RAFMAGNSMALIN I EYJUM: Lokun frestaö til fímmtudags Líkur á ad frystihúsin greiði skuldir sinar fyrir þann tíma l gær átti að loka fyrir rafmagn til frystihúsanna i Vestmannaeyjum vegna 14.9 miljóna skuldar þeirra við Rafveitu Vestmanna- eyja og jafnframt höfðu Raf magnsveitur ríkisins hótað að rjúfa strauminn á sæstrengnum til Eyja vegna skuldar rafveitunn- ar við RARIK. Að sögn Garðars Sigurjónssonar rafveitustjóra í Eyjum hefur þessum aðgerðum nú enn verið frestað, fram á fimmtudag. Kemur þvi til lokunar á morgun ef ekkert hefur gerst i peninga- málunum. Hinsvegar sagði Garð- ar, að nú virtust allar likur á þvi að skuld frystihúsanna yrði greidd fyrir þann tima. Mun Út- vegsbankinn i Vestmannaeyjum hafa fengiö vilyrði frá ,,æðri stöð- um” um að liðkað yrði til fyrir bankanum, svo að hann gæti lán- að frystihúsunum fyrir raf- magnsreikningunum. Garðar Sigurjónsson sagði að þessi nýi frestur hefði verið veitt- ur i trausti þess, að endar væru um það bil að ná saman i viðræð- um forstjóra frystihúsanna og bankastjóra Otvegsbankans i Eyjum. —eös Heimspekideild Háskólans: Tvær doktorsvarnir Nú fyrir páska fara fram tvær doktorsvarnir við heimspekideild Háskóla Islands. Laugardaginn 18. mars 1978, kl. 14.00, mun George Houser, M.A. rithöfundur frá Winnipeg, verja ritgerð sina, Saga hestalækninga á íslandi, sem heimspekideild hefur metið hæfa til varnar við doktorspróf. Andmælendur af hálfu heim- spekideildar verða dr. Bo Alm- quist, prófessor I þjóðsagnafræði við háskólann i Dublin, og Arni Björnsson, cand. mag. Miðvikudaginn 22. mars 1978, kl. 14.00, mun Gunnar Karlsson, cand. mag., lektor i sagnfræði við. Háskóla Islands, verja ritgerð sina, Frelsisbarátta Suður-bing- eyinga og Jón á Gautlöndum.sem deildin hefur metið hæfa til varn- ar við doktorspróf. Andmælendur af hálfu deildar- innar verða Bergsteinn Jónsson, lektor og dr. Björn Sigfússon, fyrrv. háskólabókavörður. Doktorsvarnirnar fara báðar fram i hátiðasal Háskóla islands. öllum er heimill aðgangur. bessi mynd sýnir nýtt pós- kort, sem Rauðsokkahreyf- ingin hefur gefið út og teikn- að er af Sigrúnu Eldjárn. Kortið mun innan skamms verða til sölu. Rauðsokkar: Kynning á starfinu og erindi um ,,gott hjóna- band” Rauðsokkahreyfingin heldur opinn fund I Sokkholti annað kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Á dagskrá er stutt kynning á Rauðsokkahreyf- ingunni og starfi hennar og eru nýir félagar sérstaklega velkomnir. Á boðstólum eru næg verkefni fyrir áhuga- sama félaga og á fundinum á morgun verður tækifæri til þess að fræðast um og skipa sér i hópa þá sem nú eru starfandi í hreyfingunni eða mynda nýja. A fundinum flytur Inga Huld Hákonardóttir erindi sem hún nefnir ,,Sá sem ekki giftist mun mala korn húfu- laus til dómsdags”. 1 frétt frá Rauðsokka- hreyfingunnisegir að erindið fjalli um hvernig hugmyndir okkar um gott hjónaband eru mótaðar á siðskiptatimanum og sumar reyndar löngu fyrr og hvernig þær tengjast upp- byggingu iðnaðarþjóðfélags- ins sem við lifum i. í sambandi við þetta er reynt aö skýra litið eitt að- dragandanna að stöðu kvenna I dag (út frá söguleg- um forsendum) þar á meðal hvernig breytt viðhorf til barnauppeldis hafa mótað kvenimyndina ogíhvernig hin herskáa vikingakona varð siðprúð, rjóö og undirleit. —AI Gunnar Karlsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.