Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 5
Miövikudagur 22. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af erlendum vetivangi Bandarískir kolanámu- menn: Þegar þetta er ritað eru loksins horfur á þvi, tvisýnar þó, aö séö sé fyrir endann á verkfalli 160.000 kolanámumanna i miövestur- og austurrikjum Bandarikjanna. Harkan i þessari viöureign námu- manna annarsvegar og atvinnu- rekenda og rikisvalds hinsvegar er slík, að menn minnast ekki annars eins siðan á fjóröa og fimmta áratugi aldarinnar. Efa- laust er þetta eitt merld efna- hagskreppunnar, sem hrjáð hefur Bandarikin, — sem og önnur vest- ræn iðnriki — siöan 1973, þannig að ástandið i efnahags- og at- Verkfalismenn standa saman sem einn maöur, þótt forustan hafi brugöist Yfir 100 daga stríð vinnumálum landsins hefur Hk- lega aldrei verið bágara frá þvi að siðari heimsstyrjöldin og her- gagnaframleiðslan, sem henni fylgdi, frelsaði Bandarikin úr klóm kreppunnar miklu fyrir striðið. Svo er að sjá að atvinnurekend- ur hafi af ráðnum hug látið koma til verkfallsins sem nú hefur stað ið i yfir 100 daga. Með núverandi efnahagskreppu og hækkandi oliuverði stórjókst eftirspurnin eftirkolum sem orkugjafa, fram- leiðslan á þeim var aukin, og að dómi atvinnurekenda var orðið um offramleiðslu að ræða. Þeir reiknuðu dæmið eðlilega þannig, að kolaskorti af völdum verkfalls myndi fylgja hækkað kolaverð og þar með aukinn gróði á námun- um. Þar að auki vissu námurek- endur að verkalý ðssamband kolanámumanna (UMW) var illa á sig komið vegna spillingar for- ustumanna og sundrungar. Námurekendurgerðu sér þvi góð- ar vonir um að hægt væri að neyða námumenn til þess að semja upp á laun, sem ekki heföu við verðbólgunni næstu árin, auk þess sem ymis réttindi námu- manna yrðu skert og að námu- rekendurgætu eftir geðþótta rek- ið þá námumenn, sem þeir hefðu vanþóknun á. Carter brást bænheyrsl- an Námumenn reyndust hinsvegar miklu harðari i horn að taka en búist hafði verið við. Þeir halda ennþáút, enda þótt þeir hafi bæði námurekendur og rikisvaldið á móti sér. Þeir kærðu sig kollótta þótt Carter forseti bæði Guð að mýkja hug þeirra og einnig þegar hann beitti gegn þeim illræmdum þvingunarlögum, sem kennd eru við Taft og Hartley. Samkvæmt þeim lögum er hægt að neyða verkfallsmenn til að taka upp vinnu um 80 daga skeið, á meðan reynt sé að koma á samningum. Innan við 100 verkfallsmanna beygðu sig fyrir þvingunarlögum þessum, svo aðþað er engu likara en Carter, svo mikill trúmaöur sem hann er að sögn, hafi Guð á móti sér i þessu máli. Sumir telja að verkfall þetta marki timamót i samskiptum verkalýðssamtaka og atvinnu- rekenda i Bandarikjunum. A ár- unum eftir siðari heimsstyrjöld, þegar mikill hagvöxtur var, komst á snurðulitil samvinna milli verkalýðssamtakanna annarsvegar og atvinnurekenda og rikisvalds hinsvegar. Launa- hækkanir voru tengdar aukinni framleiðslu. Þetta hafði i för með sér batnandi hag verkamanna og ró á vinnumarkaðnum — meðan efnahagslifið blómstraöi. Þegar kreppan hinsvegar byrjaði á ný, fóru atvinnurekendur að knýja fast á verkamenn um aukin af- köst og setja sig haröar upp á gegn ríkisvaldi, atvinnu- rekendum og verkalýös- forustu móti launakröfum. Jafnframt er reynt að takmarka verkfallsrétt- inn. Spillt og einræðiskennd forusta Harka og samstaða námu- mannanna er ekki hvað sist aðdá- unarverð með tilliti til þess, að forusta verkalýðssambands þeirra er spillt, deig gagnvart at- vinnurekendum og rikisvaldi og hefur eftir bestu getu reynt að taka sér einræðisvald yfir verka- mönnum. Þetta er að likindum að miklu leyti afleiðing langrar samhygðar verkalýösforustu annarsvegar og atvinnurekenda ogrikisvalds hinsvegar. Sem aör- ar ástæður til þessa ástands má nefna ofbeldið, sem viðast hvar er skammt undan i bandarisku þjóð- lifi, og hitt að verkalýðssamtökin eru ópólitisk með öllu, eða sama sem. Andkommúnismi og and- sósialismi hefur I marga áratugi veriö trúarbrögð fýrir megin- þorra Bandarikjamanna, enda hefur ekki verið hikað við að gripa til „kommagrýlunnar” til þess að koma af stað galdraof- sóknum á hendur verkamönnum, sem að dómi valdhafa — og verkalýðsforingja — hafa þótt ósamvinnuþýðir. Mafiuaðferðir gegn verkamönnum Þar að auki hefur verið beitt alþekktum mafiuaðferðum gegn óþjálum talsmönnum verka- manna. Leiðtogi kolanámu- mannasambandsins á fjórða og fimmta áratugnum var John L. Lewis, haröur af sér i kröfum fyr- ir hönd verkamanna, en stjórnaöi samtökunum I raun sem ein- ræðisherra. Hann valdi sem eftir- mann sinn Tony nokkurn Boyle, sem var rikisvaldi og atvinnurek- endum einkar samvinnuþýður, engu minni einræðisherra en Lewis og geröi forustu sambands- ins að hreiðri spiliingar og glæpa, en sömu söguna er raunar að segja af fleiri bandariskum verkalýðssamtökum. 1969 var Boyle fundinn sekur um að hafa látið myrða Jock Yablonski, um- bótasinna sem sótti um for- mennsku UMW á móti Boyle. Umbótamenn og andstæðingar einræðis i námumannasamband- inu buðu þá fram Arnold Miller, og varð hann formaður sam- bandsins 1972. Huglaus og ráðlaus for- ingi Fljótlegasóttihinsvegar i sama horfiö með Miller og fyrirrennara hans. Þótt hann sé aðeins rúm- lega fimmtugur, er hann farinn að heilsu, bæði af völdum áverka úr siðari heimsstyr jöld og lungnasjúkdóms, sem hann fékk i námunum eins og svo fjölmargir starfsbræður hans. Hann hefur um sig lifverði og tók fljótlega til við að beita óþjála undirmenn hrottaskap og ógnunum. Hann er hinsvegar ekkert hörkutól á við fyrirrennara sina, og nú er svo komiðað hanner jafnhræddur við rikisvald og námurekendur ann- arsvegar og námumennina hins- vegar. Hann stóð að samkomu- laginu, sem námumenn voru ein- huga um að fella, enda má svo að orði kveða að hann hafi misst öll tök á UMW. „Miller geturekki og vill ekki stjórna og er óhæfur til þess að stjórna,” segir fyrrver- andi aðstoðarmaður hans, og tug- þúsundir félagsmanna i UMW hafa skrifað undir áskoranir til hans um að láta af störfum. Kröfur námumanna Námumenn hófu yfirstandandi verkfall þegar fyrri samningur þeirra rann út, án þess að nýr hefði verið gerður, og er þetta samkvæmt gamalli hefö. Þeir krefjast ekki einungis launa- hækkunar, heldur og aukinna trygginga gegn sjúkdómum og slysum. Hátt á annað hundrað manns farast árlega i námuslys- um i Bandarikjunum og margir verða öryrkjar fyrir aldur fram — likt og Miller — vegna óhollust- unnar sem fylgir þvi að draga kolarykið ofan i lungun mestan hluta ævinnar. Einnig er krafist þess að eftirlaun verði jöfnuð — námumenn sem hættu vinnu fyrir 1950 fá miklu lægri eftirlaun en aðrir. Siðasten ekki sist krefjast námumenn þess að verkamenn, sem gera verkfall án fyrirskipun- ar frá foustunni, sleppi refsinga- laust. Þessa kröfu er námurek- endum hvað verst við, en slik verkföU hafa orðið mjög tið i kolanámunum á undanförnum árum, að sögn verkamanna eink- um sökum þess, að þeir hafa þrá- sinnis mátt sanna aö þau eru eina leiðin tU þess að fá i gegn kröfur um öryggisráðstafanir á vinnu- stað. Frábær einhugur Hugrekki og samstaða banda- riskra kolanámumanna i þessu 100 daga striði gegn rikisvaldi, atvinnurekendum og raunar einnig eigin forustu er eitthvert markverðasta afrek, sem unnið hefur verið i verkalýðsbaráttu i heiminum siðustu árin. Atvinnu- rekendur eru áreiðanlega fyrir löngu farnir að sjá eftir óbilgirni sinni i' upphafi, þvi að nú vofir yfir stöðvun mikils hluta iðnaðarins i Miðvestur- og austurrik junum, ef ekki semst fljótlega. Rafmagns- skortur vofir einnig yfir á þessu svæði, og er sagt að á hverri stundu gætu ljósin farið af mörg- um stórborgum, likt og New York á dögunum. Þá gengu fátæklingar og utangarðsmenn skuggahverf- anna berserksgang, rændu og spilltu þvi, sem þeir máttu ekki með komast. Þá sögðu menn að hið sama myndi gerast I flestum bandariskum stórborgum, ef þær myrkvuðust. Kolanámumenn virðast i fylkingarbrjósti. Verkfallssjóðir námumanna voru léttir i upphafi verkfallsins, svo að nú búa flestir verkfalís- mannanna við þröngan kost og hafa margirorðið að selja eignir, sem þeir hafa komið sér upp með súrum sveita, til þess að fram- fleyta sér og sinum. Samt segja fréttamenn að ekkert lát sé á i------—----------------------- þeim. Einn fréttamaður skýrir baráttumóð þeirra svo, að sið- ustu árin, eftir að kol fóruaftur að verða mjög eftirsótt orkulind, hafi margir ungir menn byrjað vinnu i námunum, þar á meðal margir fyrrverandi hermenn úr Vietnam-striðinu og aðrir, sem tekið höfðu virkan þátt i barátt- unni gegn þvi striði. Þetta séu piltar, sem ófúsir séu að láta hlut sinn fyrir neinum. Annar bendir á að námumenn séu flestum öðr- um verkamönnum sámheldnari og þar af leiðandi harðari af sér i kjarabaráttu. Stemmningin i myrkrinu, háskanum og óhollust- unni fleiri kilómetra undir yfir- borði jarðar geri að verkum, að þeir, sem árum saman vinni sam- an við sfikar aðstæður, standi saman gegnum þykkt og þunnt, hversu mikið sem ofureflið sé. Og vist er um það að kolanámumenn eru flestum öðrum harðari af sér i kjarabaráttu. Þetta er reynslan frá löndum jafnt vestan tjalds og austan. Alkunnugt er að breskir kolanámumenn eru jafnan i fylk- ingarbrjósti i verkalýðsbarátt- unni þar i landi, og i Rúmeniu haf, kolanámumenn ekki alls fyrir löngu velgt stjórn Ceause- scus undir uggum. Stuðningur frá Detroit Ekki hafa verkfallsmennirnir fengið mikinn stuðning utan frá tíl þessa, en eftirtektarvert er að hvaðfyrstír til þessað bregða við þeim til hjálpar urðu verka- menn i bifreiðaverksmiðjunum i Detroit, og yrðu þeir þó meðal þeirrafyrstu til að missa atvinn- una, ef orkuskorturinn af völdum verkfallsins færi fyrir alvöru að gera sig gildandi. Þeir eru farnir að safna mat og fötum handa nauðstöddum verkfallsmönnum. Verkamennirnir i Detroit sýna að þeir hafa hjartað á réttum stað, gagnstætt þvi sem er um mann- réttindakrossfarann Carter, sem auglýsir raunverulega mannrétt- indaást sina með þvi að gerast verkfailsbrjótur á grundvelli Taft-Hartley-ólaganna. -dþ. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúar- mánuð 1978, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 28. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. mars 1978

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.