Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 16
PJOÐVHHNN M iðvikudagur 22. mars 1978 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 081333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Nýjar vigvélar reyndar á Keflavikurflugvelli: Jímabundin” fjölgun i herliðinu segir utanrikisráöherra Rikisstjórnin hefur góð- fúslega veitt leyfi sitt til //timabundinnar" fjölg- unar herliðs i landinu/ og hefur samþykkt hingað- komu allt að 200 //sér- fræðinga" vegna tilrauna með fljúgandi radarstöð: nýja hernaðaruppfinningu. Þessi „timabundna” fjölgun i herliöinu á Miönesheiði, stendur i beinu sambandi viö komu Awacs- radarflugvéla hingaö, en þær eru notaöar til þess aö leita uppi óvin- inn eina, ef hann skyldi einhvers staðar vera á sveimi i háloft- unum. Þjóöviljinn spuröi Einar Agústsson, utanrikisráöherra, aö þvi i gær, hvers vegna þessi Einar Ágústsson utanrikisráöherra. fjölgun heföi veriö leyfö og hversu mikil hún væri. Ráöherrann svar- aöi: „Þar sem þetta er i fyrsta skipti sem flugvélar þessar eru staösettar utan Bandarikjanna, munu fylgja þeim allir mögulegir sérfræöingar og aöstoöarfólk, svo aö úthald vélanna veröi sem bst tryggt. Hér veröur þó ekki um verulega • fjölgun aö ræöa, og mun nýja liöiö ekki fara fram úr 200 mönnum þegar mest er. Strax og reynsla verður fengin veröur þessu fólki fækkaö, enda um aö ræöa þjálfaöa sérfræöinga i meöferö nýrra, flókinna elektróniskra tækja, og er aö sjálfsögöu mikil not fyrir þá annars staöar.” -*Þ. Vist- menn slökktu eldinn sjálfir Rétt fyrir hádegiö i gær var Slökkviliöiö i Reykjavik kvatt út til aö slökkva eld aö vistheimilinu i Arnarholti á Kjalarnesi. Haföi hann kviknaö i herbergi i álmu sem ekki er nú búiö i en ætlunin er aö nota fyrir föndur i framtiöinn. Var herbergið alelds þegar aö var komiö og réöist starfsfólk og vistmenn að eldinum meö slökkvitækjum en þegar þau dugðu ekki voru tvær slöngur meö stút tengdar brunahana og þeim beint á eldinn. Þegar slökkviliöiö kom á vettvang haföi tekist aö slökkva eldinn. Gunnar Sigurðs- son varaslökkviliðsstjóri sagöi i samtli við Þjóöviljann i gær aö ekki væri nema mánuöur siðan slökkviliöið fór upp eftir til að kynna brunavarnir og heföu þá fyrrnefdum slöngum verið komiö fyrir. Taldi hann þaö og vaskleg framganga heimafólks heföi foröaö miklu tjóni. —GFr Finnbogi Jónsson t.v. en sonur hans Birgir t.h. viö blásara númer 1000 hjá Landssmiöjunni en þeir feSg- ar smiöuðu hann. Lengst til hægri er Markús Guðjónsson verkstjóri. (Ljósm. —eik—) Landssmiðjan: 1000. súgþurrkarinn Nývcrið var lokið við aö smiða 1000. súgþurrkarann, sem Lands- smiðjan i Reykjavik smiðar, cn smiðjan hefur um árabil séö bændum og búaliði fyrir blásur- um til súgþurrkunar I hlöðum, en einnig hafa samkomuhús keypt minnstu gerð þessara blásara og notað til loftræstingar. Aö sögn Markúsar Guöjónsson- ar verkstjóra i Landssmiðjunni eru framleiddar þrjár geröir af súgþurrkurum hjá smiðjunni. H-ll sem blæs 10-11.000 rúmmetr- um af lofti á klukkustund, H-12, sem blæs 21.000 rúmmetrum af lofti á klst. og loks stærsta gerðin, H-22 sem blæs 32.000 rúmmetr- um af lofti á klst. Eins og fyrr segir verða i ár smiðaðir 120 blásarar, 100 af gerðinni H-22 og 20 af gerðinni H-12. Verðmæti þessara blásara er um 50 miljónir króna og eru þeir smfðaðir á lager og kosta 540 þúsund krónur stykkið. Lands- smiðjan hefur enga aðstoö fengið i bönkunum til þessarar fram- leiðslu. Aö staðaldri vinna 3 menn við smiði þessara blásara hjá smiðj- unni en i veturhafa 8 menn unniö við smiðina, sem er einskonar uppíyllingar vinna hjá Lands- smiöjunni yfir vetrarmánuöina, þegar minnst er að gera i öðrum verkum. —S.dór Skákþing tslands: Helgi Ólafsson í efeta sæti Skákfréttamaður Þjóðvilj- ans, Helgi Ólafsson hefur forystu i landsliðsflokki á Skákþingi tslandsað loknum 5 umferðuin. Hefur Helgi hlotið 4,5 vinninga. Urslit i 5. umferð urðu sem hér segir: Jón L. vann Jóhann Hjartarson, Haukur Angan- týsson vann Björgvin Viglundsson, Margeir Pétursson vann Þóri Ólafs- son, Bragi Halldórsson vann Björn Sigurjónsson, en jafn- tefli gerðu Helgi ólafsson og Asgeir Arnason og skák Jó- hanns Arnar og Sigurðar Jónssonar fór i bið. 1 áskorendaflokki er ómar Jónsson efstur með 4,5 vinn- inga. I þeim flokki er afar hörð keppni en tveir efstu menn i áskorendaflokki færast uppi landsliösflokk. —S.dór Fjórir kórar í Háteigskirkju I dag miövikudaginn 22. mars efna fjórir skólakórar til tónleika i Háteigskirkju og hef jast þeir kl 8.30 s.d. Kórarnir eru Kór Gagn- fræðaskólans á Selfossi, stjórn- andi Jón Ingi Sigurmundsson, Barnakór Akraness, stjórnandi Jón Karl Einarsson, Kór Hvassa- leitisskóla. stjórnandi Herdis Oddsdóttir, og Kór öldutúns- skóla, stjórnandi Egill Friðleifs- son. Efnisskráin er mjög fjöl- breytt, en þar er aö finna innlend og erlend lög allt frá 16.du öld til okkar daga. Kórarnir munu koma fram hver i sinu lagi og einnig sameiginlega, og eru kórfélagar samtals um 140. Borgín tekur 16% refsifrádrátt vegna verkfallsins Eins og menn minnast stóð ekki á heitingum hjá borgarstjórnarmeiri- hlutanum i Reykjavík fyrir og eftir verkfallið 1. og 2. mars s.l. Strax og fjármálaráðu- neytið hafði fellt umburðarbréf ið úr gildi og hótað tvöföldum yfir vinnufrádrætti tók meiri- hluti Sjálfstæðisf lokksins i borgarstjórn sig til og ákvað gegn 3 atkvæðum Alþýðubandalagsins að draga 32% af mönnum sem ekki mættu i vinnu þessa tvo daga. Nú hefur borgarstjóri kúvent i málinu og ákveðið að feta nú enn í fótspor þeirra í ráðuneytinu og draga 16% af þeim 100 borgarstarfsmönnum, sem ekki mættutil vinnu 1. og 2. mars. A borgarráðsfundi i gær skýröi borgarstjóri frá þessari ákvöröun sinni, en áöur haföi hann tilkynnt um hana i Mogganum. Sigurjón Pétursson og Kristján Bene- diktsson sátu hjá við afgreiöslu málsins, þar sem mótatkvæöi hefði þýtt aö ákvöröun borgar- stjórnar um 32% launafrádrátt heföi staöiö áfram. Sigurjón Pétursson lét bóka eftirfarandi: Eg fagna þvi aö borgarstjóri skuli hafa heykst á þeim hefndar- aögeröum sem hann fékk sam- þykktar i borgarstjórn gegn þeim borgarstarfsmönnum, sem lögöu niöur vinnu dagana 1. og 2. mars eftir hvatningu forystumanna launþegasamtakanna. Þótt þessi frádráttur sé helmingi vægari en þaö sem borgarstjórn haföi samþykkt, þá tel ég að enn sé beitt óeölilegti hörku i þessu máli. Eölilegt væri aö draga frá sem nemur launum þessa tvo daga án allrar refsingar. —A1 HIBSTlÍMMfflSTttflHEAH Helgi Þórhildur Tryggvi Baráttufundur í Háskólabiói 30. mars kl. 21.00 Ávörp: Þursaf lokkurinn Helgi Guðmundsson Kvintett úr Tónlistarskóla Þórhildur Þorleifsdóttir Þættir úr íslandsklukkunni Tryggvi Gíslason og ýmislegt fleira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.