Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Viöurkenning Ólafs Jóhannessonar 1 sunnudagsblaði Þjóðviljans var sýnt fram á það siðastliðinn sunnudag, með súluriti, hvernig verðhækkanir innflutnings i erlendri mynt hafa haft áhrif á verðþróunina undanfarin 12 ár. Þar komu fram eftirfarandi meginatriði: Á valdaárum viðreisnarstjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins náði verðbólgan upp i 21% á ári samkvæmt , visitölu framfærslukostnaðar. Á þeim ár- um varð þó engin hækkun að marki á innflutningi, og sum árin varð um hreina lækkun að ræða. Á valdaárum vinstristjórnarinnar varð hlutfallsleg hækkun verðbólgunnar minni en hlutfalls- leg hækkun á verðlagi innflutnings i erlendri mynt. Á valdaárum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins hefur verðbólgan innanlands verið margfalt meiri en verðhækkanir innflutningsins. Þær tölur lita svona út: 1975 varð verðhækkun innflutnings i erlendri mynt 5%, en verðbólgan samkvæmt visitölu framfærslukostnað- ar 10 sinnum meiri eða 49%. 1976 varð verðhækkun innflutnings í erlendri mynt 5%, en verðbólgan hins vegar rúmlega sex sinnum meiri eða 32%. 1977 varð verðhækkun innflutnings 6% en verðbólgan alls rösklega fimm sinn- um meiri eða 33%. 1978 er gert ráð fyrir þvi, að verð- bólgan verði 40% eða um sex sinnum meiri en verðhækkun innfiutnings i erlendri mynt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að verðbólgan undanfarin ár hægristjórnarinnar á — eins og á við- reisnarárunum — rætur sinar að rekja til stjórnarstefnunnar, þvi að verðbólgan er notuð til þess að klekkja á launafólki, til þess að ná þvi aftur sem vinnst i kjara- samningum á hverjum tima. Þjóðviljinn hefur margoft áður bent á þessar efnahagslegu staðreyndir. Einnig hefur blaðið bent á hagsmunatengsl islensku braskaranna við þessa þróun efnahagslifsins. Stjórnarflokkarnir hafa sem kunnugt er ekki viljað viðurkenna þessar augljósu skýringar islenskra sósialista og verkalýðshreyfingarinnar; i staðinn er þvi haldið fram að rikisstjórnin sé einlægt að berjast gegn verðbólgunni. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra kem- ur fram i sjónvarpi einu sinni i viku eða svo og segist ævinlega vera að ná árangri i baráttunni gegn verðbólgunni. Sem-kunn- ugt er lofaði hann þvi er hann tók við stjórnartaumunum að koma verðbólgunni niður i 15% 1975. Efndirnar urðu þær sem að ofan greinir: 32-40% verðbólga þrátt fyrir litlar og óverulegar erlendar verð- hækkanir á innflutningi landsmanna. Þegar Framsóknarflokkurinn fór i rikisstjórn með Sjálfstæðisflokknum lýsti hann þvi yfir, að forsenda stjórnarsam- starfsins væri að kveða verðbólgudraug- inn niður. Reynslan sýnir hvernig þetta hefur tekist og nú er svo komið að Ólafur Jóhannesson viðurkennir á flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið var i Reykjavik á dögunum, að meginástæður verðbólgunnar séu af innlendum toga. Hann sagði orðrétt i setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknar: „Skuggarnir eru þeir að við höfum ekki þrátt fyrir að ýmsu leyti hagstæðar ytri aðstæður náð þeim tökum á efna- hagsmálum sem þurft hefði.” Staðreyndirnar eru semsé viðurkenndar af formanni Framsóknarflokksins. Sjald- an hefur einn flokksformaður viðurkennt á aumingjalegri hátt gjaldþrot fjögurra ára stjórnarsamstarfs. Forsenda sam- starfsins, sem var baráttan gegn verð- bólgunni, er brostin, ,,þrátt fyrir að ýmsu leyti hagstæðar ytri aðstæður”, þ.e. hækkandi verðlag á afurðum landsmanna erlendis og óverulegar hækkanir á innflutningi okkar erlendis frá. Allir stjórnmálamenn aðrir en forystumenn Framsóknarflokksins hefðu dregið þá rökréttu ályktun af þessu gjald- þroti stjórnarsamstarfsins að slita sam- starfinu eða þá að minnsta kosti að lýsa þvi yfir, að það yrði ekki aftur upp tekið eftir kosningar. Þetta gerir Framsóknar- flokkurinn hins vegar ekki. Hann ætlar að halda áfram stjórnarsamstarfinu með ihaldinu eftir kosningar. Það kemur einnig fram i flokksþingsræðu Ólafs Jóhannessonar. Ólafur ætlar með öðrum orðum að aðstoða Geir Hallgrimsson áfram við að ,,ná árangri” i glimunni við verðbólguna, „árangri” sem birtist i margfalt meiri hækkunum en ástæður eru til. Það er hins vegar hætt við,að kjósend- ur hjálpi Framsóknarflokknum að gera sér grein fyrir staðreyndunum i vor. Þeim fjölgar áreiðanlega ekki atkvæðum ólafs Jóhannessonar i hlutfalli við verðþensluna á stjórnartimabilinu með Geir Hallgrims- syni. Þvert á móti benda likur allar til þess, að hlutfallið verði þveröfugt. —s. Áhrif kjarn- orkusprengju á Keflavik Annað tölublaö Dagfara, mál- gagns Samtaka herstöövaand- stæðinga, 1978, er nýkomiö út. Meðal efnis er kafli úr erindi sem Guömundur Georgsson flutti í Menntaskólanum við Sund 15. mars s.l. „Skotmark hérlendis i kjarn- orkustyrjöld yrði fyrst og fremst Keflavikurflugvöllur. Beinum athyglinni að afleið- ingum kjarnorkuárásar á Keflavikurflugvöll. Manntjón, sem af þvi hlytist, er háð ýms- um skilyrðum, svo sem sprengjustærð, i hvaöa hæð sprengjan spryngi, vindátt og hversu margir væru i vari fyrir sprengjuáhrifum. Ahrifunum má skipta i tvennt, annars veg- ar bein áhrif, sem kæmu fram strax i næsta nágrenni og hins vegar áhrif geislavirks úrfellis, sem byrjaði að gæta á fyrsta sólarhring. Vindátt og vindhraöi hafa einkum áhrif á manntjón vegna þessa þáttar, þ.e. geisla- virks úrfellis. Ef beitt yröi eins megatonns kjarnorkusprengju, sem sprengdyrði niöur viö jörð, sem telja verður mjög liklegt form árásar, myndaöist á miljónasta hluta úr sekúndu afar skær eld- kúla. Þrýstingur inni i kúlunni nemur miljónum loftþyngda, og hitinn tugmiljónum gráða. Eftir lOsekúndur yrði eldhnötturinn 6 sinnum stærri en sólin að sjá úr Reykjavik,og 270 sinnum bjart- ari. Allir i Reykjavik eða ná- grenni, sem litu til sprengju- staðarins, blinduöust. Staðbundin bein áhrif uröu fyrstogfremst vegna geislunar, þrýstings og hita. Fyrsta mynd sýnir , hversu langt þessi mis- munandi áhrif næðu frá sprengjustað. Búast má viö, aö allir innan innsta hringsins, sem er 5 km i þvérmál, færust oglangflestir, ef ekki allir innan næststærsta hringsins, sem er 16 km i þvermál. Kæmi þar til bein geislun, þrýstingur og hita- áhrif. Eins og sést á myndinni, eru Keflavik, Njarðvikur og Hafnir innan þessa geira, og þar búa, skv. siðasta manntali frá 1977, um 10.000 manns. Þrýstingsáhrifa gætti raunar allt að jöðrum ysta hringsins og jafnvel lengra, þ.e. i 16 km f jar- lægð frá sprengjustað, en yllu á þvi svæði sennilega óverulegu manntjóni. Hins vegar gæti fólk á þessusvæðihlotiöannarsstigs bruna vegna hitaáhrifa, ei það getur leitt til dauða, ef læknis- hjálp verður ekki við komið. Reikna má meö, að allt að 40% af fólki á þessu svæði væri ann- að hvort úti við eöa hefði ófull- nægjandi skjól. Hinir, sem eftir lifðu á þessu svæöi, yröu siðan geislavirku úrfelli að bráö. Alls má þvíætla, að hinir tæplega 11 þús. ibúar á þessu svæði færust allir. 94-100 þúsund fœrust En þá kemur aö öðrum þætti áhrifa sprengingarinnar, en það er áhrif geislavirks Urfellis, sem á upptök sin i geislavirkum efn- um, sem myndast viö spreng- inguna og þúsundum tonna af jarðvegi og öðru efni, sem bráðnaöi og gufaöi upp viö hit- ann af sprengingunni og bærist með eldhnettinum upp i allt aö 18 km hæð, þar sem eldhnöttur- inn kólnar og stigi ekki hærra. Háloftavinda.- bæru siðan mökýinn og ráöa þeir mestu um stefnu og stærö geirans, sem Ur- fellis yrði vart, en einnig hefðu vindáttir og vindhraði i neöri loftlögum áhrif á breidd hans. Fyrsta mynd sýnir stærö geir- ans, ef reiknað er meö vest-suð- vestan átt, sem mun vera rikj- andi háloftavindátt og 60 km hraða á klst. Innan minni geir- ans yrði hámarksskammtur að jafnaði 1350 Röntgen, sem er mælieining á geislun, á þá, sem væru utanhúss, og 450 Röntgen á þá, serr. væru innanhúss. Allir, sem væru utanhúss, dæju úr geislaveikioghelmingur þeirra, sem væru innannúss, ef miðaö er viö venjulegar byggingar Alls færust um 83.000 manns af 119.000 ibúum á þessu svæöi úr geislaveiki. Heildarmanntjóniö yröi þvi um 94.500 manns af alls ca. 130.000 ibúum á þessu svæði. Við þetta bættist sennilega um það bil helmingur þeirra, sem búa innan geirans þar sem geislun yröi 450 Röntgen utan- húss og hefðu ekkert eða litið skjól. Sá geiri sneiddi sennilega hjá þéttbýium stööum svo sem Akranesi og Hveragerði en tæki yfir Hvalfjörð og einnig upp- sveitir Arnessýslu. Ógnvekjandi staðreyndir Orfellisgeirinn, þar sem geislun yröi 150 Röntgen, en það er á mörkum þess að valda manntjóni, teygist alla leiö austur á Hérað. Eflaust má reikna með nokkrum þúsunda dauðsfalla á þessu svæöi til við- bótar, þannig að manntjónið af völdum eins megatonns kjarn- orkuspengju á Keflavfkurflug- völl yrði nær 100.000 manns. En þar meö er ekki öll sagan sögö. Hér er um aö ræða áhrif, sem koma fram vegna geislunar á fyrstu stundum eða dögum eftir sprengingu, en geislavirkni héldist mun lengur, þótt hún færiört lækkandi. Þeir, sem eft- ir lifðu, gætu fengið viðbótar- geislun um alllanga hrið og veröur að ætla að þeir yrðuað vera i vari í allt aö mánuð. Þvi má ætla, að verulegur hluti af þeim 35.000 manns, sem ekki færust vegna geislunar fyrstu dagana á Reykjanesskaganum og Stór-Reykjavikursvæöinu gætu orðið fyrir það mikilli við- bótargeislun, aðþað drægi þá til dauða. Og enn er öll sagan ekki sögö, þvi að áhrifa geislunar héldi áfram að gæta á næstu áratugum m.a. sem aukin tiöni erfðagalla og illkynja æxlis- vaxtar. Sú saga skal ekki rakin hér, þvi að sá heimur, sem blasti við þeim sem eftir lifðu, yröi litt aðlaöandi vistarvera. Þetta eru ógnvekjandi stað- reyndir, en ég held, aö það sé full þörf á þvi, aö fólk sem aö- hyllist Aronskuna, leiði hugann að þvi, hvert gjaldið kynni að verða, sem þaö yrði sjálft aö greiða fyrir þá þóknun, sem það vill krefja Bandarikin fyrir hernaöaraöstööu”. —e.k.h., T ■ I ■ I ■ I n I ■ I ■ I ■ I I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.