Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur22. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þegar þetta er dregiö saman kemur i Ijós að fjögur atriði hafa fyrst og fremst áhrif á valið á lestrarefni: ..ákveðnir þættir sem alla jafna vekja forvitni..það sem tengt er kunningsskap...fréttir úr átthögum og það sem tengist persónulegum áhugamálum Reynir Ingibjartsson: ÞJOÐVILJINN I STAÐ STALÍNS 1 nýlegri dagskrárgrein i þessu blaði var spurt, hvers vegna ekki væri skrifað um Þjóðvil^ann i stað Evrópu- kommúnisma, dilkakjöts, að ógleymdum Stalin sáluga. Já, hvers vegna ekki a.m.k. jafn- framt, og að i þessum þætti og annars staðar i blaðinu færi fram meiri umræðu um kosti og lesti Þjóðviljans en verið hefur. Föstudagurinn 17. mars. Með þetta i huga athugaði ég hvað ég las i Þjóðviljanum föstudaginn 17. mars sl., hvern- ig ég hagaði lestrinum og hve- nær. Þrisvar sinnum varö mér litið i ,,mál- gagnið” Fyrst yfir morgun- matnum i 5-7 minútur. Þá eftir hádegissnarl i um 15 minútur og loks þegar lagst var til náða upp úr miðnætti og þá lesið i um 20 minútur. Alls var þetta tæplega þriggja kortera lestur. Hvernig hagaði ég svo lestrin- um? í fyrsta skipti fletti ég öllu blaðinu frá fyrstu siðu til sið- ustu, en las ekkert til enda, nema fréttá baksiðu um listann fræga með nöfnum reikningseigenda i Finansbanken i K.höfn. I hádeg- inu las ég fyrst dagskrárgrein Gisla Gunnarssonar um Stalin og greip ofani viðtal við Gisla Pálsson um skólamálaráðstefnu Alþýðubandalagsins á sömu siðu. Einnig stutt viðtal við Ingibjörgu Guðmundsdóttur á 13. siðu um öldrunarfélagsfræöi. A bls. 5 leit ég yrir nöfn þátt- takenda á félagsmálanámskeiði Alþýðubandalagsins i Hvera- geröi, en slepppti, aldrei þessu vant.að lesa „klippt og skorið”. Hugsaði að geyma mér það til kvöldsins. Það fórst hins vegar fyrir, þótt efnið væri áhugavert. Um kvöldiö eða miðnættið réttara sagt fletti ég blaðinu i gegn og las fyrst spjall við Hjalta Kristgeirsson um föstu- dagsmyndina i sjónvarpinu, sem ég horfði á. Aftar i blaðinu las ég svo um páskaferð Otivist- ar um Snæfellsnes og á sömu siðu um sjónvarp frá kanadiska þinginu. t opnunni voru fréttir um samsöng Fóstbræðra og tón- leika Tónlistaskóla Kópavogs á Akureyri, sem ég greip ofani og virti fyrir mér andlit á mynd- um, sem fylgdu þessum frétta- tilkynningum. Undir lokin las ég svo i Land- pósti lista yfir laxveiði i einstök- um ám þrjú sl. ár. Það þótti mér fróðleg lesning og ég velti fyrir mér, hvers vegna engar tölur voru um veiði i Haffjarðará, einkagóssi Thorsaraættarinnar vestur á Snæfellsnesi fyrir sl. ár, og eldri tölur fundust mér grunsamlega lágar. Eitthvað leit ég svo á iþróttafrétt við hlið- ina, þar sem skammast var út i dómarann,og þá missti ég áhug- ann og hætti lestrinum. Jú, svo sá ég auglýsingu, þar sem óskað var eftir afgreiðslustjóra og af- greiðslumanni að Þjóðviljanum og tilgreint að afgreiðslustjór- inn fengi allgóð laun. Ekki hugs- aði ég mér þó að sækja um og lauk lestrinum þar sem sagt var frá sýningu Sigurjóns og Þorvaldar i Bogasalnum. Annaö las ég nú ekki i Þjóðviljanum þann daginn. Hvað olli þvi, að ég las áður- nefnt efni, en sleppti öðru? Fréttin um reikningseigendurna i Finansbanken kitlaði strax forvitnina um það, hverjir væru i slæmum málum, og þar sem nöfnin voru ekki birt, keypti ég Dagblaðið þá um dag- inn i von um nafnalistann og sjá — þar var hann. Dagskrárgreinar les ég yfir- leitt, nema þær séu þvi lengri eða ég þykist vita fyrirfram efni greinarinnar. Forvitni um skólamálaráðstefnuna var e.t.v. sprottin af spjalli við kunningja, sem ætlaöi aö sækja þessa ráð- stefnu. Mynd af Ingibjörgu Guð- mundsdóttur vakti forvitni um erindi hennar um öldrunarfé- agsfræði i útvarpinu. Sama var um félagsmálanámskeiðið — þar sá ég kunnug andlit og reyndi að þekkja gamlan sveit- unga vestan af Snæfellsnesi. Af sömu rót var sprottinn áhugi á páskaferð Utivistar og fjölda veiddra laxa m.a. á Snæfells- nesi. Samsöngur Fóstbræðra vakti eðlilega forvitni, þar sem ég er félagi i öðrum karlakór. A mynd af hljómsveitarfólki i Kópavogi var svo piltur með trompett og hafði sama ættarnafn og einn kórfélagi, og þá minntist ég þess að kórfélaginn hafði keypt trompett handa syninum i söng- ferð erlendis. Þetta gat þvi komið heim og saman. Iþrótta- siðurnar lit ég alltaf yfir, en las nú með minnsta móti. Þegar þetta er dregið saman kemur i ljós að fjögur atriði hafa fyrst og fremst áhrif á val- ið á lestrarefni. I fyrsta lagi ákveðnir þættir sem alla jafna vekja forvitni. 1 öðru lagi það sem tengt er kunningsskap á einhvern hátt. 1 þriðja lagi frétt- ir úr átthögum og i fjórða lagi það sem tengist persónulegum áhugamálum. Satt að segja kom mér þetta á óvart. Ég hafði sleppt að mestu aðalfréttum á forsiðu sem tengdust kjarabaráttu og þing- störfum. Erlendum fréttum sleppti ég einnig, þar sem ég hafði heyrt og séð efnislega það sama i útvarpi og sjónvarpi. Eins fór fyrir leiðaranum, þar sem ég er nærri hættur að hugsa um tölur tengdar verðbólgu. Hvers vegna las ég ekki „klippt og skorið” sem ég geri oftast? Helsta skýringin finnst mér vera sú,að i reynd les ég heldur óskipulega. Fannst málið við fyrstu sýn þess eðlis, að lesa þyrfti greinina vandlega, þ.e. um kjör leigjenda,og ætlaði mér betri tima, en las svo i þess stað fljótlesnara efni. Þjóðviljinn og aðrir fjöl- miðlar. 1 þessari dagskrárgrein verð- ur ekki rúm til að fjalla um markmið Þjóðviljans, efnisval hans og meðferð þess efnis að neinu marki. Hins vegar vil ég aðeins huga að stöðu Þjóðvilj- ans i samanburði við aðra fjöl- miðla. Islendingar eru vissulega miklir blaðalesendur og tilkoma sjónvarpsins virðist litlu hafa breytt i þvi efni. Mér segir svo hugur um að tilkoma Dagblaðs- ins breyti kannski meiru fyrir blöðin sem fyrir voru. Blað sem fylgir ekki flokkslinu hefur vissulega talsverða möguleika i landi, þar sem stjórnmálaflokk- arnir þykja úrræðalitlir, spilltir og fjarlægir kjósendum sinum. Viðleitni Dagblaðsins til að koma i kring og fá fram ýmsar skoðanir m.a. i kjallagreinum blaðsins, hefur vissulega opnað nýjan vettvang fyrir þá, sem ekki vilja skrifa undir flokks- stimpil eða skrifa fyrir stærri lesendahóp en lesendur flokks- blaðsins. Þar með er Morgun- blaðið ekki lengur neinn val- kostur, þegar velja þarf á milli stórs almenns lesendahóps og lesenda flokksblaðs eins og t.d. Þjóðviljans. I dag virðist þannig búið að fréttaflutningi i rikisfjölmiðl- um, einkum útvarpinu, að ekki er hægt að tala um samkeppni. Reyndar virkar einhæfur frétta- flutningur i útvarpi án efa letj- andi á blöðin. Morgunblaðið hefur sennilega glatað fyrir fullt og allt yfir- burðum sinum sem blað hins borgaralega þenkjandi hluta þjóðarinnar, jafnframt þvi að vera flokksmálgagn, og getur svo farið, að blaöið þurfi að velja þarna á milli. Svo getur og farið að Visi verði ekkert til bjargar nema einhver ótæm- andi fjárkista eða mjög hæfir og sjálfstæðir blaðamenn og útgef- endur. Timinn er eins og fram- kvæmdastjórinn og yfirritstjór- inn að þykkt og blaðsiðufjölda er i öfugu hlutfalli við efni og innihald. Þar verður erfiður róður til bjargar og hætt við að ekki dugi að varpa skipstjóran- um fyrir borð. Kannski Sam- bandið taki við útgáfunni? Um Alþýðublaðið þarf varla að fara mörgum orðum. Tæpast verður það liðið til lengdar að þvi blaði verið haldið úti fyrir erlent gjafafé, svo slæmt fordæmi sem það er, og ekkert útlit er á að Alþýðuflokknum bætist á næstu árum hugsjónarikir og fórnfús- ir flokksmenn, sem haldi úti dagblaði af metnaði og hugsjón eins og stuðningsmenn Þjóðvilj- ans hafa gert. Stór orö — málgagn sosíalisma, verkalýös- hreyfingarog þjóðfrelsis. Eg get ekki betur séð en staða Þjóðviljans sé viðunandi miðað viö aöra fjölmiðla, ef tekið er mið af fortiðinni. Hins vegar er útbreiðslan allt of litil. Enn er til fólk, sem veigrar sér við að ger- ast áskrifendur af ótta við að fá á sig „kommastimpilinn”. Útlit og umbrot blaðsins er til fyrir- myndar og efnið verður stöðugt fjölbreyttara, og þjóðfélags- umræða fyrirfinnst ekki meiri i öðrum fjölmiðlum. Sumir blaðamenn verða þó að gæta sin á að rugla ekki um of saman pólitiskum skoðunum sinum og eðlilegum og heiðar- legum fréttaflutningi. Þjóðvilj- inn er höfuðblað stjórnarand- stöðunnar og verkalýðshreyf- ingarinnar og hefur miklar skyldur sem slikur. Þó er ekki siður um vert að Þjóðviljinn sé ætið sverð og skjöldur allra þeirra, sem minna mega sin i þjóðfélaginu,og þjóni þeim mál- stað, sem stendur vörð um þjóð- frelsi og islenska hagsmuni. 011 félagsleg sjónarmið sem standa gegn auðhyggju og óheftu ein- staklingsbrölti þurfa að eiga Þjóðviljann að, og þá þarf að gæta þess- að villast ekki á þröngum flokkshagsmunum og einhliða kröfugerö. Það eru stór orð — sósialismi, verkalýðs- hreyfing og þjóðfrelsi. Neytendasamtökin 25 ára Á morgun, fimmtudag- inn 23. mars, veröa Neyt- endasamtökin á Islandi 25 ára. í tilefni af afmælinu boöaði stjórn þeirra til blaðamannaf undar og þar lýsti formaðurinn, Reynir Ármannsson, því yfir að samtökin væru enn að heyja baráttu fyrir tilveru sinni og að komast úr þeim vítahring sem þau hafa verið í um mörg ár. Bæði af þeim orsökum og ýms- um öðrum aðstæðum væri staða islenska neytandans slæm. Neytendasamtökin reka nu skrifstofu að Baldursgötu 12 þar sem einn maður vinnur 3/4 úr starfi og gefa út Neytendablaöiö. Félagsmenn eru 3004 núna, en þyrftu að vera a.m.k. lOþúsund ef reka ætti hliðstæða starfsemi og t.d. i Belgiu, en þar eru Neyt- endasamtökin mjög öflug og óháð rikisvaldinu, en njóta hins vegar styrkja frá verkalýðshreyfing- inni. Á Norðurlöndum eru neyt- endasamtök I höndum rikis- valdsins,en á blaðamannafundin- um kom fram hjá stjórninni að hún teldi slikt fyrirkomulag óheppilegt hér með hliðsjón af þvi hve rikið er umsvifamikið á sviði vörusölu og þjónustu. Staða islenska neytandans er m.a. slæm vegna gegndarlausrar verðbólgu sem gerir almenningi erfitt að fylgjast með verðlagi og þjónustu; islenska dómkerfiö er ákaflega seinvirkt og dómstólar viðurkenna ekki að heldur verð- bólguna, og eru þvi sektir og bæt- ur ekki i samræmi við tjónið þeg- ar dómur loks fellur. Þá er hér ákaflega mikill upplýsingaskort- ur m.a. vegna fjarlægðar við önn- ur markaðssvæði og hér er mikiö vöruúrval, en einingar þó allar smærri en viðast erlendis. Neytendasamtökin vinna nú aö þvi að koma á sameiginlegum matsnefndum meö framleiðend- um og innflytjendum til að koma I veg fyrir að inn verði fluttar og framleiddar lélegar vörur og von- ast til að þær verði fyrsti visirinn að neytendadómstólum sem við- ast hvar þekkjast erlendis. Þá er unnið að þvi að komið verði á neytendafræðslu i skólum t Danmörku hafa Neytendasamtökin virkjað flokka félagsmanna tii að gera verðlags- og þjónustukannanir og nú hafa Neytendasamtökin á ts- landi á prjónunum að gera sllkt hið sama i samvinnu við skrifstofu verðlagsstjóra. og stefnt að fjölgun félagsmanna um land. Fyrir skömmu var slik- m.a. með kynningarfundum úti Ur fundur haldinn i Borgarnesi sem varð til þess að félagsmönn- um þar fjölgaði úr 2 i 80. Einn umsvifamesti þáttur i starfi Neytendasamtakanna á ts- landi er kvörtunarþjónusta þeirra. Berast skrifstofunni mörg mál til úrlausnar og reynir að miöla málum og ná sáttum svo að báöir aðilar megi vel við una. A árinu 1977 bárust 403 kvartanir og tókst að miðla málum i um 65% tilfella sem er svipaö hlutfall og erlendis. Flestar kvartanir berast vegna vefnaðarvöru og raf- magnstækja. Þá barust 750 fyrir- spurnir. A skrifstofunni liggja frammi fjölmörg erlend neytendablöð meö mikilvægum upplýsingum um vörur, en vegna fjárskorts gega neytendasamtök- in hér að mjög takmörkuðu leyti gert slikar kannanir. Fyrsti formaður Neytendasam- takanna var Sveinn Asgeirsson,en núverandi stjórn skipa: Reynir Armannsson formaður, Jónas Bjarnason varaformaöur, Rafn Jónsson ritari, Sigriöur Friðriks- dóttir gjaldkeri og meðstjórnend- ur Arni B. Eiriksson, Gunnlaugur Pálsson, Guðmundur Einarsson og Steinunn Jónsdóttir. —GFi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.