Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. mars!978 Hvað það verður veit nú engimi • Fyrirsjáanlegur hallarekstur á verksmiðjunni á Grundartanga. • Afurðaverð fer enn lækkandi frá því sem var þegar gert var ráð fyrir að hallinn á verksmiðjunni væri miljarður á ári „Afkomu fyrirtækis eins og járnblendiverksmiðjunnar, sem fer i gang að hálfu eftir nær heilt ár og að fullu eftir hálft þriðja ár eða svo, verður ekki spáö með neinni nákvæmni. Reynsla liö- inna ára leiðir i Ijós, að verðiag á klsiljárni er háð nokkrum sveifl- um eins og raunar titt er um dt- flutningsvörur tsiendinga, auk þess sem forsendur um almenna verðlagsþróun, kaupgjaldsþróun, verðiag á ýmsum aðföngum og gengi, ráða úrslitum I þess konar afkomuspám. Það á við um þennan iðnað, þegarsamið hefur verið um orku- verð, að söluverð framleiðslunn- ar og sölumagn eru mikilvægustu þættirnir, sem ákvarða afkom- una. Verðlag á hráefnum, flutn- ingum og öðrum aðföngum er að visumikilvægtog getur snúist um mikla fjármuni. Sama máli gegn- ir um kaupgjald. Þá skiptir þjálf- un, aðgæsla og lagni við sjálfan ofnreksturinn miklu máli, þvi að slik atriði geta ráðið framleiðslu- magninu, sem fæst úr sama magni aðfanga, þ.e. nftingu, sem jafnvel nemur 10% til eða frá. En söluverðið vegur alltaf þyngst i afkomunni. Hin siöustu misseri hefur markaður fyrir kisiljárn verið mjög þröngur. Eftirspurn eftir þessu efni hefur á þessum tima, eða frá 1975 verið talsvert minni enframboðið og afleiöingin hefur verið veruleg verðlækkun, sem bæði hefur verið meiri og varað lengur en gert var ráð fyrir, t.d. á siðasta ári, þegar járnblendi- verksmiðjan var til umræðu og ákvöröunar á Alþingi. Eftirspurn eftir kisiljárni ræðst svo til al- gjörlega fram framleiðslumagni af stáli, þar eð efnið er ómissandi iblöndunarefni (2.7-3.5 0/00) við stálframleiðslu. Sá langvarandi samdráttur i viðskiptum og hag- þróun i heiminum,sem sett hefur mark sittá undanfarin ár, er und- irrót þessa ástands. Þvi er verðlag á kisii- járni lágt um þessar mundir og taisvert miklu lægra en svo að það verði framieitt með hagnaði. Verðið er nú veru- lega lægra en gert var ráð fyr- ir I áætlunum um verksmiðj- una. Hin opinbera viðmiðun, sem oft er notuðum verðlagaf þessutagi, er hið skráða verð Metal Builetin, sem er breskt timarit. Fylgir hér með h'nurit, sem þjóðhagsstofnun gerði I ársbyrjun 1977 og gefur yfirlit um þróun þessa skráða verðs á 75% kisiijárni á árunum 1971-1976. Inn á linuritið er merkt það verð, sem nú er skráð (mars 1978), 235-250 pund per tonn, sem svarar til 2400-2560 n kr. pr. tonn (114.000-122.000 ísl. kr.),. Þetta skráða verð hefur rika hneigð til að vera of hátt, ekki sist þegar verðlag hefur farið lækkandi. Þar að auki er verðlag á ki'siljárni i Bretlandi hærra en í mörgum öðrum Iöndum. Þvi er þetta verð og hefur undan- farin ár verið hærra en skil- verð til norskra kisiljárn- framleiðenda. Það skilaverð þykir hins vegar af sam- keppnisástæðum ekki fært að gefa upp opinberlega. Þegar þessar upplýsingar eru bornar saman við bestu spár sem fyrir lágu um þetta leyti fyrir ári og þá voru kynntar Alþingi er ljóst, að þróun verðlags á kisil- járni hefur orðið önnur en þá var vænst. Á þetta raunar bæði við um sölumagn og verðlag. Þvi faramennsér varlega að spá um þessa þróun næstu misseri. Vöxt- ur f stáliðnaði er hægur, þar eð efnahagsbati i iðnrikjunum hefur látiðá sérstanda. Þvi er gert ráð fyrir að verðlag á kísiljárni, sem fór lækkandi á árinu 1977, verði áframhaldandi mjög lágt árið 1978. ,, Hins vegar verður nú vart greinilegrar aukningar i sölu- magni samtaka norsku kisiljárn- framleiðendanna, sem mun stafa að einhver ju leyti af þvi að ofnar hafa verið teknir Ur framleiðslu i viðskiptalöndunum. Þessar magnbreytingar má skýra sem fyrstu bendingar um aö markaðurinn sé að snúa i átt til meira jafnvægis. Framboð á „kisiljárni hefur hin siðustu ár verið meira en eftirspurn eins og fyrr var frá sagt, sennilega sem svarar 10-15%. Fyrsta skrefið til að verðþróun lagist er, aö magn- jafnvægi skapist milli framboös og eftirspurnar. Eftir að þvi stigi er náð má vænta þess, að verðlag færist i raunhæfara horf i saman- burði við framleiðslukostnað. Telja raunar margir að umskipti þessi geti orðið mjög hröð þegar að þeim kemur og allir virðast sammála um, að eina spurningin sé hvenær það gerist, en ekki hvort það verður. Við þessar aðstæður er þess vegna hægt að gera afkomu- spá fyrir fyrirtækið, sem gef- ur nánast hvaða niðurstööu sem er, allt eftir þvi hvaða forsendur eru settar um sölu- verð framleiðslunnar. Það ber að hafa i huga i þessu sambandi, að járnblendifélagið verður mjög stórt fyrirtæki á is- lenskan mælikvarða, sem veltir mjög háum fjárhæðum ár hvert. Tap sliks fyrirtækis getur þvi i slæmu m arkaðsárferði orðiö mik- ið og hagnaður sömuleiðis I krón- um talið þegar betur árar. Þegar frumvarp til laga um járnblendiverksmiðjuna var til meðferðar i iðnaðarnefnd neðri deildar Alþingis i fyrra, gerði þjóðhagsstofnun áætlun fyrir eitt ár í fullum rekstri verksmiðjunn- ar miðað við verðlag kisiljárns á árinu 1976, nkr. 2.388,- (114.000 ísl. kr.) fyrir hvert tonn nettó. Sam- kvæmt þeirri áætlun, sem allviða var birt, hefði tap á fyrirtækinu verið 22mnkr. (1.050 milj. ísl. kr.) eða sem nam þvi sem næst öllum reiknuðum afskriftum. Slik áætl- un, sem gerð væri i dag, áður en samið hefur verið um hráefna- kaup og fragtir, væri ekki mjög frábrugðin og mundi þvi gefa svipaðar niðurstöður. Verðlag á kisiljárni er hins vegar enn lægra nú en það var 1976 ogafkoma fýr- irtækisins við verðlag dagsins i dag væri þvi enn lakari en þetta. Slik áætlunhefði þóekki gildi til annars en sýna fram á, hversu mikið lán það var, að bygging verksmiðjunnar samkvæmt áætl- unum með Union Carbide skyldi frestast. Hefði verksmiðjan verið byggð eins og upphaflega var Framhald á 14. siðu Orðréttur kafli úr upplýsingum forráðamanna íslenska járn- blendifélagsins um verksmiðjuna Alþýðubandalagið í hörkusókn Fólkiö búaði á atvinnu- Vestmannaeyinginn Árna Johnsen, en formaður SUS sagðist hafa verið verkalýðsleiðtogi Þorði íhaldið ekki? Þriðji fundurinn i kappræðu- fundaröð Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins og Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna var haldinn i Vestmannaeyjum um siðustu helgi. í fundarauglýs- ingu sagði að fundinn ætti að halda kl. 14 á sunnudeginum. Kl. 14 voru ræðumenn ÆnAB ásamt hátt á annaðhundrað eyjaskeggj- um mættir á fundarstaö. Þá var enginn íhaldsræðumaður mættur, en i stað þeirra hafði borist skeyti, þar sem sagði að Dialdið kæmist ekki vegna samgöngu- erfiðleika. Ákveðið var þó á staönum að skikka drengina til að keyra I Þorlákshöfn og taka Her jólf. Var fundi frestaö til kl. 21 um kvöldið. Baldur Óskarsson notaði hins vegar tækifærið og hélt eina ræðu um vandamál kjördæmisins fyrir fundamenn og sat fyrir svörum á eftir. Þótti þetta góð upphitun fyrir fundinn um kvöldið. Kappræðufundurinn hófst siðan um kvöldið og mættu um 130-150 manns á hann. Ræðumenn af hálfu ÆnAB voru: Baldur Óskarsson, Björn Bergsson og Rúnar Ármann Arthúrsson. Ræðumenn ihaldsins voru þeir Árni atvinnuvestmannaeyingur Johnsen, Hreinn Loftsson og Jón Magnússon. Fæddist Árni meðúr. Björn Bergsson tók fyrstur til máls og vildi byrja á þvi að leið- rétta þann misskilning dagblaðs- ins Visis á aldri hans. Hann væri fæddur 1949 og þvi ekki á fertugs- aldri eins og „Sandkorn” Visis haföi sagt. Atvinnuvestmanna- eyingurinn ætlaði að nota tæki- færið til að vera fyndinn á heima- velli og skaut inn i, klukkan hvað Björnværi fæddur. Björnsvaraði að bragði að hann hefði ekki verið fæddur með úr og salurinn skelli- hló, en Arni brosti vandræðalega. Rasða Björns fjallaði fyrst og fremst um eðli kapitaliska hag- kerfis, um að atvinnurekendur kynnu ekki að reka fyrirtækin og vandamál frystihúsanna i Vest- mannaeyjum. Fullir kommar Arni Johnscn talaði næstur. Undirritaður verður nú aö viður- kenna það að ekki fannst honum 5.maður álista ihaldsins i Suður- landskjördæmi rishár ræöumaö- ur. Ræður hans fjölluðu að mestu um hvað kommarnir eru vondir sérstaklega ungkommar, þvi þeir drykkju sig fulla til að halda upp á það þegar illa gengi hjá ihaldinu. Arni fjallaði á vellulegan hátt um það hvernig vondu kallarnir uppi á landi hefðu svikið og prettað Vestmannaeyjinga eftir gosið með Viðlagasjóði, og stolið af þeim i þokkabót. Sérstaklega hefði verið siæmt ástandið á vinstristjórnarárunum. Vinstri- stjórnin, sérstaklega kommarnir i stjórninni hefðu ekkert vilja fyr- ir eyjaskeggja gera og óskað þeim bara alls hins versta. Hjálp- in hefði komið illa og seint. Á meöan Arni malaði um vonsku vinstristjórnar, var hann sleginn út af laginu meö þessu frammi- kalli frá einum innfæddum, sem veit liklega betur en Eyjasnobb- arinn sjálfur, hvað raunverúlega gerðist: ,,Af hverju hafiö þið þá ekki kippt þessu öllu i lag”. Arni gat ekki svarað þvi öðru visi en á þann hátt að allir stjórnmála- flokkar ættu sök á ófarnaði inn- fæddra. (Þeir hafa sennilega hleyptgosinuafstaðlika. Hvaðer maðurinn aðgerai framboði fyrir ihaldið). Arni sagði siðan sögur af Birni bónda á Króki i Húnavatns- sýslu. Rúnar Ármann ræddi um upp- byggingu herliðsins á Keflavikur- flugvelli, tviskinnungshátt ihaldsins i landhelgismálinu og eðli Nato. Undirródurs- starfsemin Hreinn Loftsson Heimdellingur úr Reykjavik gerði grein fyrir ut- an rik is stef nu Sj álf stæöisflo kks ins og sovéska kommúnistaflokksins. Hann endurtók jafnframt nokkra bestu frasa Friðriks Sóphussonar frá fundinum á Selfossi. Siöan fór Heimdellingurinn ungi að verja efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar. Þar var Hreinn staddur á vitlausum stað. Hann kallaði það undirróðursstarfsemi, blekk- ingar og svikamyllu kommúnista að fólk tapi einum og hálfum mánaðarlaunum. Ráðstafanir voru nauðsynlegar til að tryggja kaupmátt, óskert laun og fulla atvinnu söng þessi laganemi, en fólkið baulaði á hann, þangað til heyrðist hátt og snjallt úr einu horninu: „Bittu i (þið vitiö) á þér helv. þitt”. Hreinn missti málið, en salurinn rifnaði af hlátri og klappi. Baldur óskarsson ræddi um þann smánarblettsem ihaldiö er i þessu þjóðfélagi. Hann gerði að umræöuefni tillögurnar „báknið burt”, ræddi spillinguna, fjallaði um islenska atvinnustefnu, stór- iðjumálin og hermálið. Hann ræddi einnig um hvernig Þjóð- viljahúsið var fjármagnað og tap blaðsins væri greitt. Ihaldsdindl- ar skildu þaö nefnilega ekki að enn væri til heiðarlegt fólk sem værii pólitik af hugsjónaástæöum og það væri þetta alþýðufólk sem legði fram fé i blaðið. Það væri ekki skritið að ihaldsdindklarnir skildu það ekki, þvi þeir byggja upp sinn flokk með mútufé og braskpeningum og væri Armannsfellshneykslið ágætis- dæmi um það. V erkalýðsleiötoginn Jón Jón Magnússon taiaði siðastur. Hannsagðist hafa verið einusinni verkalýðsleiðtogi. (Hann var verkstjóri f unglingavinnunni. (Innsk. Þjóðv.)) Siöan heimtaöi Jón reikninga Þjóöviljans. Þá fjallaði hann vitt og breytt um pólitisk sjálfsmorð, einkum hvernig þau væru tíðkuö i Afriku. Hann lauk siðan máli sinu á þvi að fjalla um, aö þvi er hann taldi eitthvert stórkostlegasta framlag fyrr og siðar til islenskra stjórn- mála, þ.e. báknið burt tillögurn- ar. —Þig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.