Þjóðviljinn - 30.03.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1978, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. mars 1978 MINNINGARORÐ: Jón Jónsson Fœddur 6.6. 1889 D. 17.3. 1978 „Sælir eru hógværir, þvi að þeir munu landið erfa.” Um fáa menn eöa enga, sem ég hef þekkt, eiga þessi orð betur við en Jón heitinn, hógværð hans var einstök. Það var fjarri honum að trana sér nokkurs staðar fram eða láta á sér bera, og sjálfsagt var honum fyrir þá sök stundum veitt minni athygli en verðugt hefði verið. Sjálfum var honum nóg að vita sig gera skyldu sina og vinna störf sin af trúmennsku og samviskusemi. Þá eiginleika átti hann i rikum mæli, en þvi miðureru þær dyggðir ekki mjög hátt metnar eða virtar i þjóð- félaginu á þessum timum. Jón Jónsson var fæddur að Litlu-Hvalsá i Hrútafirði, 6. júni, 1889. Hann ólst þar upp hjá móð- ur sinni, en föður sinn missti hann á unga aldri. Ungur fór hann að vinna fyrir sér við ýmis sveita- störf, eins og titt var um unglinga á fátækum alþýðuheimilum þá. Arið 1917 giftist Jón Ingibjörgu ólafsdóttur frá Kolbeinsá i Hrútafirði, og bjuggu þau fyrst á Kolbeinsá, og siðar nokkur ár á Fögrubrekku i sömu sveit, uns þau fluttu til Reykjavikur, haust- ið 1934. 1 Reykjavik stundaði Jón fyrstu árin búskap á ýmsum býl- um þar, einkum á Grimsstaða- holtinu. En á hernámsárunum hættu þau hjónin við búskapinn, og eftir það stundaði Jón ýmsa al- menna verkamannavinnu, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Lengst af áttu þau hjónin heimili i Vestur- bænum i Reykjavik, nú siðast á Sólvallagötu 43. Konu sina missti Jón fyrir all- mörgum árum eftir mikla van- heilsu, og hefur Elisabet, dóttir þeirra, séð um heimilið siðan og annast föður sinn hrum- an siðustu árin, en hann lést i Borgarspitalanum 17. þ.m., eftir stutta legu þar. Fósturson tóku þau Jón og Ingibjörg nokkru eftir að þau komu til Reykjavikur, og á heim- ili þeirra ólst einnig upp sonur Elisabetar. Þetta er I örstuttu máli æviferill Jóns heitins, þessa hógværa, fá- láta alþýðumanns. En i þessa mynd vantar mjög mikið. Saga þrautseigs og eljusams bónda á Kannski Gúndi á horninu, Steinka í mjólkurbúðinni eða jafnvel Bensi frœndi (þó hann eigi það ekki skilið). Nú, það er tilfellið, þau eiga ölljafnmikla möguleika og ég, því öll erum við áskrifendur að Vísi, (ég dreif mig að vísu í það í gær). Þið hin sem ekki eruð áskrifendur fáið sjálfsagt bara að hlaupa apríl eins og venjulega. Ekki satt? ■ Askrifendagetraun Síminn er86611 erfiðum búskaparárum norður i Hrútafiröi, er ekki sögð hér, ekki heldur saga bóndans á mölinni hér syðra á atvinnuleysisárunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Ég dreg ekki i efa, að oft hafi verið dökkt i álinn hjá þeim Jóni og Ingibjörgu, en hann kvartaði aldrei né æðraðist, heldur tók hverju þvi sem að höndum bar með sömu æðrulausu róseminni. Þvi fór þó viðs f jarri, að Jón heit- inn léti sig hagsmunamál stéttar sinnarengu skipta. Hann fylgdist vel með i þjóðmálum og bar gott skyn á kjör verkalýðsins, enda skipaði hann sér þar i sveit, sem einarðast var barist fyrir bættum hag alþýðunnar. Hann var stétt- vis og trúr Dagsbrúnarfélagi og sótti jafnan fundi i þvi félagi meðan hann hafði heilsu til þess En það var ekki tilgangurinn met þessum linum að segja ævisögu Jóns heitins, þessa hógværa al- þýðumanns, þótt vissulega vær til þess full ástæða, heldur skulu hér að lokum bornar fram inni legar þakkir fyriráratuga löng og ómetanleg kynni. B.G Fyrirlestrar hjá MÍR 1 lok marsmánaðar og byrjun april gengst MIR, Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórnar- rikjanna, fyrir erindaflutningi fyrir almenning i MlR-salnum, Laugavegi 178. Fyrsta erindið verður flutt i kvöld fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 20.30. Þá ræðir Vladimir K. Vlassof verslunarfulltrúi um viöskipti Islands og Sovétrikj- anna. Laugardaginn 1. april kl. 15 ræðir Mikhail M. Bobrof, sovésk- ur iþróttaþjálfari sem starfar hér á landi nú, um likamsrækt i Sovétrikjunum og undirbúning Olympiuleikanna i Moskvu 1980. Fimmtudaginn 6. april kl. 20.30 spjallar Ólafur Ag. örnólfsson loftskeytamaður um Siberiu fyrr og nú,og laugardaginn 8. april kl. 15 ræðir Ragnar Björnsson organisti og hljómsveitarstjóri um tónleikaferðir sinar til Sovét- rikjanna og kynni af sovésku tón- listarlifi. Laugardaginn 15. april kl. 15 flytur svo dr. jur. Alexander M. Jakovléf lokaerindið, og fjallar það um hina nýju stjórnarskrá Sovétrikjanna. Dr. Jakovléf kem- ur hingað til lands i boði MIR frá Danmörku þar sem hann flytur fyrirlestra. Fyrirlestrarnir i MlR-salnum eru öllum opnir. Kvikmyndir verða sýndar með hverjum fyrir- lestri. (Frá MIR). Skrúfa fyrir olíu til Seydfirdinga A Seyðisfirði eru reknar 2 disel- stöðvar og þegar bræðslustöðv- arnar eru i gangi er þær keyrðar á fullu og eins þegar vatnslitið er. Nú hefur Oliufélagið ákveðið að hætta að afgreiða RARIK með oliu vegna vanskilaskulda,en það er einmitt Oliufélagið sem hefur útvegað oliuna i diselstöðvarnar á Seyðisfirði. Gisli Sigurðsson fréttaritari Þjóðviljans á Seyðis- firði sagði i gær að næg olia væri til að keyra þessar stöðvar i 14 daga i viðbót. Hins vegar er Austurland allt samtengt, og ef skortur verður á rafmagni vegna stöðvunar diselstöðvanna bjóst hann við að Seyðfirðingar fengju rafmagn annars staðar frá ef eitt- hvað verður aflögu á Austurlandi. —GFr 12 rithöfundar lesa úr verkum sinum Félag islenskra rithöfunda heldur kvöldvöku i kvöld, fimmtudagkl. 20.30,að Hótel Esju (2. hæð). 12 rithöfundar lesa valda kafla úr verkum sinum. Ahugafólk um bókmenntir vel- komið meðan húsrúm leyfir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.