Þjóðviljinn - 30.03.1978, Qupperneq 7
Fimmtudagur 30. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
3„Þótt umrædan um íslenskt mál hafi snúist um auka-
atriði, grunar mig að hún boöi víötækar pólitískar
deilur um menningarmál og þegar allt komi til alls
II
Gisli Pálsson
verdi niöurstaðan síöur en svo „skaðlaus
9?
frá sjónarmiði valdastéttanna i landinu”.
Málhreinsun pólitík
Nokkrir alþingismenn lögðu
nýlega fram tillögu til þings-
ályktunar um islenskukennslu i
fjölmiðlum. 1 greinargerö sem
tillögunni fylgir segir svo:
„Engum dylst, að islenzk tunga
á nú i vök að verjast. A þetta
sérstaklega við um talaö mál,
framburð og framsögn. Einnig
fer orðaforði þorra fólks þverr-
andi og erlend áhrif hvers konar
vaxandi. Engum orðum þarf að
fara um lifsnauösyn þess, aö
stemma stigu við slikri óheilla-
þróun, og snúa við inn á þá
braut islenzkrar málhefðar,
sem ein veröur farin.ef islenzk
menning á að lifa og dafna.”
Flutningsmenn tillögunnar,
sem eru á góðri leið með að full-
vissa almenning i landinu um aö
skynsamlegast sé að banna um-
ræðu um islenskt mál i þingsöl-
um, eru greinilega ekki af baki
dottnir. En kannski hefur þeim
lika tekistað fullvissa sjálfa sig,
þvi nú leggja þeir til að stofnuö
verði opinber sorphreinsunar-
deild skipuð þrettán mönnum —
sem reyndar skulu kosnir af al-
þingi. Þótt greinargerðina, sem
fylgir áðurnefndri tillögu, megi
skilja á marga vegu, dylst eng-
um hver sú leið er „sem ein
verður farin” aö mati flutnings-
manna — svo er setunni m.a.
fyrir að þakka.
Þvi er gjarna haldið fram að
setufárið sem jafnan ber hæst i
allri umræðu um islenskt mál
þessa dagana sé liður i tafli
valdastéttanna, sem miðar að
þvi að slæva vitund fólks og
beina athygli þess inn á skað-
lausar brautir. Eflaust er nokk-
uð hæft i þessu, en þótt umræö-
an hafi snúist um aukaatriði
grunar mig að hún boði viðtæk-
ar pólitiskar deilur um menn-
ingarmál og þegar allt komi til
alls verði niðurstaöan siður en
svo „skaölaus” frá sjónarmiði
valdastéttanna i landinu.
Sennilega finnst mörgum full-
langt gengið að „bendla staf-
setningarumræðuna, sem fram
hefur farið að undanförnu, við
pólitik. En „það er bara allt
pólitik” eins og Hulda sagði við
Þórð karlinn föður sinn. Og það
skyldi þó ekki vera aö frum-
eindir málsins reyndust hafa
pólitiskt inntak við nánari at-
hugun? Vikjum nánar að þvi
siðar.
Sá hópur sem aðhyllist ný-
breytni og einföldun i ritun is-
lensks máls fer sem betur fer
stækkandi. Ensumir þeirra sem
teljast til þessa hóps hafa bara
gefist upp. Sjálfir eru þeir upp-
fullir af hugmyndum um hvaö
sé „rétt” mál og hvað sé
„rangt”, en þeir vita að hefð-,
bundin móðurmálskennsla, þar
sem miklum tima er sóaö i orö-
sifjar og réttritun, er „von-
laust” verk. Þessum mönnum
liður eins og hershöfðingja sem
hefur verið borinn ofurliöi, og
það tekur suma þeirra jafnvel
mörg ár að rétta lúr kútnum— að
sætta sig við ósigurinn. 1 þess-
um hópi eru menn sem reyndar
telja tilgangslaust að kenna
fólki að rita setu og jafnvel ypsi-
lon, en þeir eiga varla orð til aö
lýsa hneykslun sinni á þvi að
menn skuli segja „kaseiru” i
stað hvaö segirðu og „ranga
ring” i stað rángárþing. Viðhorf
af þessu tæi eru mjög áberandi
á meðal þeirra sem hafa lagt
stund á islensk fræði, eins og út-
varpsþátturinn sem ber hið
kynlega nafn „Daglegt mál”
ber iðulega með sér, en senni-
lega eru slik viðhorf almennt
einkenni á hugmyndaheimi is-
lenskra menntamanna.
Ugglaust slikur rétttrúnaður
á undanhaldi, þar sem þeirri
skoðun vex fylgi að hverjum
manni sé i sjálfs vald sett
hvernig hann orðar hugsun sina.
Hér er ekki aðeins um að ræða
andóf gegn hriflukenndum of-
sóknum á hendur einstökum
listamönnum sem aðhyllast
„framburðarstarfsetningu”,
heldur er einnig bent á að i land-
inu er andleg stéttaskipting.
Slik stéttaskipting er, hvort sem
mönnum likar betur eða ver,
eðlileg afleiðing af þeim ójöfn-
uði sem gegnsýrir allt þjóð-
félagið — hinni eiginlegu stétta-
skiptingu.
Það er ekki á minu færi aö
gera grein fy.rir mállýskum is-
lenskunnar. En varla er mál-
hreinsunaráráttan gersamlega
tilefnislaus hugarburður, og þvi
má væntanlega ganga út frá þvi
að þjóðin greinist i málfélög.
Reynt hefur verið að uppræta
muninn á málfélögunum, sbr.
herferðina gegn flámælinu og
réttritunarstaglið i skólunum, á
þeirri forsendu að sum afbrigði
islenskunnar séu ljótari og
ófullkomnari. en önnur. Ég held
þvi fram (og hér er alls ekki um
nýjan boðskap að ræöa) að mál-
gerðirnar eigi allar rétt á sér og
nauðsynlegt sé að hafa það i
huga i róttækri endurskoðun á
stöðu skólans i samfélaginu.
Málfar og þjóðfélags-
staða
Málið er mikilvægur miðill i
samskiptum fólks. Það er tæki
sem einstaklingurinn notar til
að koma hugsun sinni til skila.
En málfar einstaklingsins segir
einnig til um uppruna hans og
þjóðfélagsstöðu, á svipaðan hátt
og ættarnöfn og klæðaburður.
Vegna þess að málgerðirnar
njóta ekki jafnmikillar viður-
kenningar i samfél. er hætt við
að frami manna i skólakerfinu,
sem ræöur nokkru um völd
þeirra, tekjur og virðingu siðar
meir, helgist af þvi hvernig þeir
orða hugsun sina. Það málfar
sem litillar virðingar nýtur er
jafnan talið ófullkomið tján-
ingartæki, enda þótt það valdi
ekki meiri misskilningi en geng-
ur og gerist i samskiptum
þeirra sem hafa tamið sér það
allt frá blautu barnsbeini.
Ljóst er að málfar einstak-
lingsins segir nokkuð um þroska
hans og vitsmunalif. En það er
alls ekki þar með sagt að mál-
far, sem flyst frá einni kynslóð
til annarrar og sem er hóp
manna sameiginlegt, sé nokkur
visbending um hæfileika þeirra
sem halda þvi á loft, eins og gef-
ið er i skyn af þeim sem hafa
fengið völd i hendurnar til að
kveða upp dóm um hvað sé rétt
mál og gott.
Margir munu sjálfsagt tilbún-
ir aö andmæla fullyröingum um
að slikt eigi sér stað hér á landi.
En þótt ekki sé unnt að visa til
•ýtarlegra kannana á þessu fyrir-
bæri má minna á aö kennarar
kvarta oft undan þvi að móöur-
málskennslan sé þrotlaust
strit, og það hlýtur að benda til
þess að hiö formlega mál sem
skólinn boðar falli ekki i góðan
jaröveg hjá stórum hluta nem-
endahópsins. Og þaö er kunnara
en frá þurfi að segja að hlutur
verkalýðsins er fyrir borð bor-
inn i islenska skólakerfinu. Við
vitum það lika fullvel að alþýðu-
fólk veigrar sér við að láta
skoðanir sinar i ljós opinberlega
vegna þess að það óttast háðs-
glósur málspekinganna; bitur
reynsla hefur kennt þvi að betra
sé aö þegja.
011 rpálhreinsun sem miöar að
þvi aö uppræta muninn á mál-
félögunum i landinu felur i sér
valdbeitingu, sem ýtir enn frek-
ar undir vanmáttarkennd al-
þýðufólks, eins og Magnús
Kjartansson benti á i þeim
skemmtilegu orðaskiptum sem
hann átti við Þorstein frá Hamri
á siöum þessa blaðs fyrir
skömmu. Þeir sem hafa tileink-
að sér málfar sem litillar
virðingar nýtur veröa undir-
málsmenn i vitund hinna sem
tala „betra” mál.
Með þessu er ég ekki að halda
þvi fram að allt fagurfræöilegt
mat sé út i hött þegar málið ei
annars vegar og ekki megi gera
greinarmun á skýru máli og
óskýru. Ég er einungis aö benda
á að allt slikt mat er afstætt og
háð þjóðfélagsstööu og viðhorf-
um hvers og eins. Og allar kröf-
ur um að mat eins hóps skuli
gilda fyrir alla bera vott um
þröngsýni, egóisma og skort á
umburðarlyndi.
Ef það er rétt sem hér er gefið
i skyn aö ástæða þess aö verka-
lýöurinn á ekki upp á pallborðið
i skólakerfinu sé m.a. sú að
skólarnir gera upp á milli mál-
samfélaga, sem eiga jafn mik-
inn tilverurétt, hlýtur endur-
skoðun sósialista á stöðu skól-
ans að fela i sér kröfu um að
skólinn virði mál og uppruna
nemandans, en visi honum ekki
á dyr eins og alltof oft hefur
gerst á þeirri forsendu að
tungutak hans sé ljótt og
ómerkilegt.
Bjarni M. Jónsson:
Spilling
„Taktu daginn snemma, þvi
morgunstund gefur gull i mund.
Sviktu aldrci gefiö ioforö. Hjálp-
aöu þeim snauöu, þá mun þér vel
farnast.”
Þetta heilræði gaf tengdafaðir
minn mér, sjötugur öldungur, aö
skilnaði eftir eins árs dvöl mina á
hans sveitasetri. Þetta var
sumarið 1929. Það var ylur i lofti
og birta i sál okkar beggja, þá
hann hvislaði þessu út i voriö.
Þeir, sem gerst þekktu Sigur-
jón, vissu, að hann þurfti á þessu
boðoröi að halda. Hann var
umsvifamikill dugnaöar- og gáfu-
maður, lögfróður og varði ekki
aðeins sinn eigin málstað heldur
margra annarra og farnaðist vel.
Siðar sagöi hann mér: „Þaö er
hægtaö vinna rangan málstaö, en
ekki að sama skapi drengilegt.”
Að sjálfsögðu gekk mér misjafn-
lega að halda þessar reglur. Það
hefur veriö mitt eðli að risa
snemma úr rekkju. En að standa i
skilum og svikja ekki gefið loforö
var stundum erfitt fyrstu
búskaparárin, þegar kreppa,
atvinnuleysi og pólitiskar
ofsóknir herjuðu með öllum
sinum þunga, varð maður stund-
um að ýta þeim mönnum frá sér,
sem annars hefðu af náð sinni út-
vegað snöp. Mér var ómögulegt
að láta meta hugsjónaeld minn
eins og markaðsvöru, og hann að
sjálfsögöu ekki dýru verði
keyptur. Ég held, að ég hafi
sparkað vægast i þá, sem minni
máttar voru. Börn og gamal-
menni hafa ætið verið minir vinir.
1 elli minni og heilsuleysi er ég i
hjarta minum glaður að vera þess
meðvitandi, að barnið er aö
hreiöra um sig i sál minni og
likama. Ég held, að ég þyrði ekki
að taka sénsinn á þvi að fá vinnu-
þrek mitt aftur, þó ég ætti þess
kost, þegar allir eru að tapa og
enginn atvinnurekandi treystir
sér til að kaupa vinnuaflið. Og
þessi rikisstjórn ætlar aö
skammta kaupið. Allir þekkja
þennan tón og ekki sizt gamla
fólkið. í skjóli hans á að svikja
loforð, undirritaöa samninga,
ræna vinnandihendur, vega aftan
að barnafjölskyldum, gömlum,
sjúkum og særðum. Eigum við að
trúa þvi, að þeir, sem greiddu
þessari svivirðu atkvæði 1 þing-
sölum hafi sjálfir á niunda
hundraö þúsund krónur á mánuöi
og aðrir meira? Ef svo er, þá er
það glæpur. Við fyrirgefum þeim
aldrei, þvi þeir vita hvað þeir
gera. Þaö er vandalaust aö heyra
falsið i þessum tón. Tökum eitt
dæmi af mörgum.
Ariö 1932 seint i júni ákváðu
þeir bræöur Sigurður Sumar-
liöason skipstjóri og Ólafur stýri-
maður og nótabassi aö taka á
leigu 100 tonna ryðkláf, sem
Guðmundur Pétursson útgerðar-
Bjarni M. Jánsson
maöur átti og hét Bláhvalur.
Guðmundur var hættur aö nota
bátinn, og hafði hann ekki veriö i
förum sumarið áður og lá fyrir
festum út á Krossanesbót. Þeir
bræöur höfðu áhuga á, að allir
skipsmenn mynduðu félag og
gerðu út sameiginlega, nema 1.
meistari, sem við þá greiddum
kaup. Sigurður hafði allar út-
réttingar og reikningshald, sem
við siöar greiddum. Eftir mikið
málþóf var samningur gerður og
ákveðið að greiða tiu þúsund
krónur fyrir skipið, nót og báta
Skipiö var eins og áður segir
gamalt og úr sér gengið og
kostaði okkur ærið fé að fá það i
lag, sem þarfnaðist viðgerðar.
Lengi var ég á báðum áttum
með aö slá i púkkið og hafði orö á
þvi við þá bræður, hvort þetta
væri nokkurt vit, þar sem öllum
væri kunnugt, að Guðmundur
hefði að eigin sögn tapað á allri
sinni útgerð undanfarin sumur.
Þeir bara hlógu að þessu og
sögðu: „Við þekkjum þessa
karla.” Þaö þýddi ekki að ljúga
aö þeim, þeir höfðu reynsluna
bæði að fiska sildina og gera hana
markaðshæfa. Þetta sumar var
yfirleitt hagstætt, hvaö veður og
sildarmagn snerti. Við fiskuðum
eitthvað á ellefta þúsund tunnur
og mál. En Kristján, stærsta og
bezta skip Guðmundar hafði
sjötiu málum meira en við.
Söltunartala var mjög svipuð hjá
báðum. Eftir 33% reglunni gerði
hluturinn hjá okkur tæpar fimm-
hundruð krónur, en hlutur
Kristjáns manna fáeinar krónur
þar yfir. Þegar búið var að greia
allt, sem góðum útgerðarmanni
ber, svo sem tryggingu, kol, oliu,
vatnsskatt, hafnargjöld og
Guðmundi sinar tiu þúsund
krónur, þá áttum við i hreinan
gróða niu þúsund og sextiu
krónur. Ekki man ég hvernig
skiptin voru eftir stöðu mann-
anna. En hlutur háseta var réttar
þrjú hundruð og áttatiu krónur og
var það sú bezta hlutabót, sem ég
hef fengiö um mina daga. Sigurði
skipstjóra sagðist svo frá:
„Þegar ég afhenti Guðmundi
peningana, tók hann viö þeim
með ólund, alveg eins og hundur,
sem rétt er heil kaka.” Þetta
sumar tapaði Guðmundur á öllum
sinum skipum og ekki sizt á
Kristjáni. Ekki vissum við hvaöa
reikningsaðferð notuö var norður
þar við útveg. Nema hún væri
likust útkomunni hjá Sölva H.
Gúðmundsen, þegar hann
reiknaði svart og hvitt i eina
franska. Þá leið yfir mótherjann.
Við Akureyringar vorum þessu
svo vanir, að við sluppum við
óverulegan svima. Annars var
Guðmundur Pétursson mesta
ljúfmennLEn hann varð að ganga
i grátkórinn og syngja i sömu tón-
tegund og hinir.
Mér var ekki hlátur i huga um
daginn, þegar blessuð.ásjóna for-
sætisráðherrans birtist á sjánum
og sagði þjóöinni þau tiðindi, sem
raunar allir vissu, að landiö væri
svo fátækt, og eina ráöið væri að
taka fulla tiund af láglauna-
stéttunum og hinum, sem ekkert
hafa, og þar meö lama dyggar
vinnuhendur til sjós og lands. Ja,
hvað þetta er likt bölvaðri vit-
leysunni i honum Guöbjarti Jóns-
syni frá Sumarhúsum, mesta
ihaldsfábjána, sem sögur fara af,
-þegar engin matbjörg fannst I
hans húsi nema dropinn úr kvigu-
stiklunni. Drap hann hana til þess
að börnin og kerlingarálkan
skrimtu. Ég held, að þeir hljóti að
hafa verið skildir Bjartur og Geir.
Það eru ekki allar syndir guði að
kenna og svo má segja um verð-
bólguna. Það var spurninga-
þáttur á skjánum siðari ár við-
reisnarstjórnarinnar sáiugu. Þá
var það Magnús Kjartansson
alþingismaöur, sem spurði
Bjarna heitinn Benediktsson, sem
þá var forsætisráðherra.
Eins og vænta mátti varð
Magnúsi okkar tiðrætt um
fátækramálin, og Bjarni varöist.
Að siðustu spurði Magnús: „Af
hverju kemur þessi svokallaða
verðbólga?” Bjarnisvaraöi þessu
bæði fljótt og afbragösvel, svo að
ég skrifaði hjá mér svariö. Hann
sagði: „Ég held, að veröbólgan
stafi aöallega af þvi, að viö höfum
of marga menn, sem taka meira
til sin en þeir láta i staðinn.”
Hvaða menn voru þetta, sem for-
sætisráðherra átti við? Eigum við
að gizka? Voru það bændur, sem
Framhald á 14. siöu