Þjóðviljinn - 05.04.1978, Side 5

Þjóðviljinn - 05.04.1978, Side 5
MtAvlkudagnr 5. aprll 1*78 ÞJóÐVlLJINN — SM»A S tsraelar geröu loftárásir á marga staöi noröan Litanl-fljrtts, þar á meöal á bæinn Uzai- tsraelskir hermenn f bse, sem stórskotaliöþeirra hefur aö mestu molaðniöur. skammt suöur af Beirut. Hálfur bærinn var lagöur i rástir og hundruö manna fórust og særöust. Mannfall varö ekki mikið í bardögum Israela og Palestinumanna í Suður- Libanon, miðað við það sem gerist i styrjöidum. Fregnum af því ber að vísu ekki saman, en að líkind- um hafa Israelar aðeins látið 60-70 manns fallna og Palestínumenn nokkur hundruð. Manntjón meðal óbreyttra borgara, bæði lí- banskra og palestínskra varð hins vegar miklu meira. Af þeim hafa að likindum mörg hundruð og jafnvel þúsundir verið drepnarog særðar. Við það bætist svo neyð um 265.000 óbreyttra borgara, sem flýðu bardagasvæðið. Fréttamaöur bandariska blaðs- ins New York Times segir frá gömlum manni, Kassim Atwi aö nafni, sem hann hitti á þjóövegi hjá dráttarvð, er hann haföi ætl- að aö flýja á noröur eftir. Sjúkra- bill, sem var á leið til Beirút með særöa menn, haföi rekist á dráttarvélina og laskaö hana, og sjálfur var gamli maður rifbrot- inn eftir áreksturinn. Hann gaf frá sér nfstandi vein, sem yfir- gnæföi háreystina i öðrum flótta- mönnum, sem hrööuðu sér fram- hjá. Sjfftar urðu hart úti Kassim Atwi hvislaöi hásri röddu að þennan sama dag heföi hann frétt að kona hans og tvö börn, seytjan ára piltur og 11 ára telpa, heföi veriö drepin er þau reyndu aö læöast inn i bæinn Bint Jubeil, rétt við landamæri Israels og Libanons, til þess aö ná i eitt- hvað af eignarmunum sinum til þess aö taka með á flóttanum. Dráttarvélin haföi kerru i eftir- dragi og á henni sat innan um húsmuni ýmsa litill drengur, sem sagði viö þá, er dokuöu við: „Fjögur systkina minna voru drepin.” Meirihluti flóttamannanna eru aö sögn féttamannsins Libanir, flestir þeirra af þeim trúarflokki innan Múhameðstúrar er Sjlitar er nefndur. Þeir eru fjölmennasti trúarflokkurinn i syöstu héruöum Libanons og búa yfirleitt viö mikla fátækt, enda sæta þeir fyrirlitnirigu jafnt af hálfu krist- inna landa sinna og Súnnita, sem eru einskonar rétttrúnaðarkirkja innan Múhameöstrúar. Libanir skiptast i fjölmarga trúflokka, og af þeim eru valdamestir Maronit- ar, austrænn kristinn trúarflokk- ur sem hefur tengsli viö kaþólsku kirkjuna, og Súnnitar. A svæöi þessu búa einnig marg- ir Maronitar, sem yfirleitt flýöu ekki israelska innrásarliöiö og tóku þvi jafnvel sumir fagnandi. Maronitar þessir hafa lengi átt i skærum viö Palestinumenn og vinstrisinnaöa múhameöska Libani um yfirráöin á svæöinu sunnan Litani-fljóts. Maronitarn- ir hafa notið verulegs stuðnings frá Israel, en hvorugir getaö á Sviðin jörð í Suður-Líbanon Fréttamenn segja frá eyöi- leggingunni eftir innrás ísraela öörum sigrast fyrr en nú, er Isra- elar skakka leikinn með beinni innrás. Heiminum er sama um okkur. Ahmed Fawas, miðaldra li- banskur bóndi, gat þess aö allur heimurinn heföi brugðist hart við af reiði og hneykslan er palestinskir skæruliöar drápu israelska borgara skammt frá Tel Aviv. „Israelar geröu Palestinumenn aö flóttamönnum, og nú veröum viö einnig aö flýja þá —- og heiminum og Banda- rikjunum viröist standa nokkurn- veginn á sama”. Fawas sagöist hafa flúiö vegna þess, aö frændi hans heföi sagt honum aö Israelar myndu slá þvi föstu aö hann væri hryöuverka- maður ef hann yröi kyrr. Hann haföi á flóttanum oröið viöskila viö flesta ættingja sina. Sumir flóttamannanna sökuöu Bandarikin, Palestínumenn og Arabarikin um aö vera völd aö óhamingju þeirra, aðrir kölluðu þetta órannsaklega ráðstöfun al- mættisins. Sumar flóttafjölskyld- urnar sögöu aö Israelar heföu ráöist á þorp þeirra með sprengjukasti og stórskotahriö vegna þess aö palestinskir skæru- liðar heföu veriö þar, en önnur þorp höföu veriö sprengd I rústir enda þótt þar væru engir Palestinumenn. Slóð eyðileggingar Palestinumenn vörðust viöa snarplega, sumsstaöar meö stuöningi liössveita libanskra vinstrimenna, en áttu við ofurefli liös aö etja og skorti þar aö auki mjög þungavopn á við ísraela. Báöir striösaðilar hafa verulega striösreynslu aö baki. I siöastliöin tvö ár hafa þarna veriö stööug vígaferli milli Israelskra og krist- inna hægrimanna annarsvegar og Palestinumanna og múham- eöskra vinstrimanna hinsvegar. Fyrir innrásina sáust göt og gluf- ur viða i húsum eftir sprengikúl- ur. Nú sjást slik merki varla leng- ur — vegna þess að húsin hafa verið jöfnuð við jörðu. Frétta- maöur Washington Post segir aö Israelar hafi skiliö eftir sig slóö eyöileggingar þvert yfir Libanon, allt frá Hermon-fjalli i austri til hæðanna viö Týrus i vestri. A þessu svæöi hefur varla nokkrum bæ eöa þorpi veriö hlift, nema þar sem kristnir menn búa. Margir bæir hafa verið svo til gersam- lega jafnaðir við jörðu. israelar unnu ógrunsam- lega. Ljóst er aö lítiö er aö marka þær fullyröingar Israela aö þeir hafi einungis ráðist á stöövar Palestinumanna. Raunar mun hafa veriö erfitt að vinsa þær úr, vegna þess aö palestinsku skæru- liðarnir höfðu bækistöövar sinar viöa innan um byggöir lands- manna. Fréttamaöurinn segir aö Isra- elar hafi beitt þarna svipuöum hernaðaraöferðum og Banda- rikjamenn i Víetnam, haldið uppi gifurlegri stórskotáhriö á þorp og bæi jafnt sem herstöðvar i þeim tilgangi aö sem minnst mannfall yrði i liði sjálfra þeirra. Um hitt var ekki hirt hve margir óbreyttir borgarar yrðu drepnir ásamt palestinsku skæruliöunum. ísraelar sögöu fréttamanni að kristnir varðliðar færu ránshendi um yfirgefin þorp Múhameðstrú- armanna. I bænum E1 Kaim, þar sem Palestinumenn höfðu mikil- væga bækistöö, drápu varöliöarn- ir aö sögn um 70 Múhameöstrúar- menn, sem leitað höföu hælis i mosku. Kristnir menn á svæðinu eru sagöir vilja að Israelar veröi þar um kyrrt, þvi aö öörum kosti óttast þeir grimmilegar hefndir af hálfu Múhameðstrúarmanna. Vafasamur sigur I Randurya, bæ skammt frá Litani-fljóti, voru iranskir her- menn úr gæsluliöi Sameinuöu þjóðanna aö strengja plastábreiö- ur yfir útbúnaö sinn, en kalt var i veöri og úrfelli. Bærinn sjálfur var að mestu i rústum. Leifar af þrihjóli barns voru pressaöar nið- ur i gangstétt: heil runa af skriö- drekum haföi ekiö yfir það. Skammt frá var kolbrunninn pal- estinskur skriödreki, sem Palestinumenn höföu tekiö af Libanonsher i borgarastriöinu. Einnig sáust i bænum eyöilögö israelsk farartæki. Allsstaöar gat aö lita eyöilagöa bila, brotna og brenglaða, brennda og gataða af byssukúlum. Úr þessum eydda staö fór fréttamaöur Washington Post i kristin þorp, þar sem allt var með öörum brag. Þar voru menn önn- um kafnir viö aö búa sig undir aö halda föstudaginn langa og pásk- ana hátiölega og búöirnar voru fullar af vörum frá ísrael. Um tiundi hluti Libanons er nú á valdi Israela, mikill hluti þess svæöis sviöin jörö. Fréttamaöur- inn segir aö jafnvel Israelar séu farnir aö efast um, aö þeir hafi i raun nokkuð grætt á þessu li- banska ævintýri sinu. PLO aöal- samtök Palestinumanna, hafa orðiö fyrir skakkaföllum, en eru ekki úr sögunni. ísraelar hafa i hæsta lagi haft upp úr innrásinni stundarávinning, og frambúðar- friöur á milli þeirra og araba virðist eins langt undan og nokk- urntíma áöur. * (Byggtá International Herald Tribune) dþ. erlendar bækur Man through the Ages John Bowle. W.eidenfeld and Nicolson 1977. Nútiminn er tími þotunn- ar, sjónvarps og gervi- hnatta, magnaðrar fjöl- miðlunar og mónókúltúrs. Þótt merkilegt starf sé unnið í sagnfræðum, er áhuginn fyrir slíku tak- markaður við fræðimenn og fámennan hóp áhuga- manna, það er lítill al- mennur áhugi á sagnfræði meðal almennings víðast hvar um heim. Nútíminn er altækur og f lestar vörur afþreyingarmarkaðarins eru gróðavænlegri en saga fyrri alda. Slitin viö fortiöina eru áþreifanleg og auöheyranleg, smekkurinn héfur tekiö miklum breytingum, tiskan er mótuö af gróöaöflum, sem móta nú tiskuna um allan heim i sama far, og i stjórnmálum hefur hin rótslitna manngerö haslaö sér völl, svo aö einskis aöhalds er aö vænta frá áhrifamönnum á stjórnmálasviö- inu. Eitt einkenni nútimans bæöi hér á landi og annars staöar er niöurkoönun málsins, álappalegt málfar oft litt skiljanlegt. Þar kemur til sú rýrnun meövitundar- innar sem er Iskyggilegasta ein- kenni vorra tima, fjölbreytileik- inn er á undanhaldi, mötunin er i algleymingi og sljóleikinn ræöur. John Bowle er einn þeirra manna sem hefur þá skoöun aö biliö milli nútlöar og fortiöar fari breikkandi og hér þurfi aö vinna bót á. Hann telur aö þekking á sögu og söguskilningur muni veröa upphafiö aö endurupptöku tengslanna viö fortiöina, „þvi aö skilningur á sagnfræöi sé nú- timanum lifsnauösyn”, ef ekki á ver aö fara. Þvi hefur hann sett saman þennan mannkynssögu-úr- drátt, en hann telur aö saga for- tiðarinnar auki skilning á viö- fangsefflum nútiöarinnar og skilning þjóöa i milli. Þótt Bowle állti áhrif sögunnar mikil, þá myndi trúlega litiö skána menningarástandið þótt sögumötuninni yröi bætt við aör- ar fjölbrautarmatanir. Orsakirn- ar aö koönuninni liggja vitt um heim og þá ekki sist i starfsemi fjölmiðlunarhringa, og þaöan, aö þvi er sumir álíta, liggja þræöirnir til „Mafiunnar” og „Morös h/f” og þess rikis þar sem þessháttar einstaklings- framtak á sér mestan blóma. Marcel Proust A Biography. I-II. George D. Painter. Penguin Books 1977. Þessi ævisaga kom fyrst út 1959 og var þá tekið mjög vel af gagn- rýnendum, sumir þeirra töldu að ekki væri hægt að gera betur. Painter er bókfræöingur og sér- grein hans eru incunabúlur eða vögguprent, bækur prentaðar á fyrstu öld prentlistarinnar. Hann starfaöi viö British Museum sem bókavörður frá 1954-1974. Hann hefur einnig skrifað ævisögu Gides. A la Recherche du Temps Perdu er lif i list og fortiðin end- ursköpuö i minningum, sú bók hefur haft geysiviötæk áhrif á bókmenntir tuttugustu aldar og stendur þó sér, heimur horfins tima, nærfærinslega uppdreginn slikri iþrótt aö samlikingar stoöa ekki. Eftir aö bók Painters kom út veröur verk Prousts vart lesiö nema ævisagan sé lesin um leið. Ævisagan er öörum þæröi komm- entar viö skáldsöguna og jafn- framt nákvæm ævisaga höfund- arins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.