Þjóðviljinn - 05.04.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 05.04.1978, Síða 7
Miðvikudagur 5. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 JÞetta er hvorki þjófnaður né rán, heldur „góður buiscess”! Björn Bergsson Vestmannaey jum Ríkisrekin einkafyrirtæki A sama tima og menn biðja rikið um ásjá ef eitthvað bjátar á s.b. vandræði frystihúsanna héri Eyjum, er kvarðað yfir þvi að of stór hluti tekna einstakl- ingsins renni i rikissjóð. Þessi tviskinnungsháttur er i sjálfu sér talandi dæmi um pólitiskt ástand i landinu. Hitt er svo annað mál að skattpiningin er orðin of mikil. Spurningin um það hvernig á að bregðast við þessu vanda- máli þ.e.a.s. hvernig eigi að létta skattbyrði af almenningi þannig að um meiri ráðstöfun- artekjur verði að ræða fyrir þá sem nú þegar greiða of stóran hluta tekna sinna til rikissjóðs — greinir Alþýðubandalagið og Sjálfstæðismenn i tvær and- stæðar fylkingar. S j álf s tæ ði s m enn með ÓSKERT ATHAFN AFRELSI EINSTAKLINGSINS til að græða á náunga sinum, sem æðsta boðorð, vilja minnka um- svif rikisins hvað sem það kost- ar. Lykilorðiðer athafnamaður- inn.Hann á að yfirtaka „vissa” þjónustusem rikið hefur nú með höndum. Um það er ekkert spurt hvort slik breyting bæti þjónustuna við þegnana eða ekki. Aður en lengra er haldið er ekki úr vegi að athuga hvernig þetta er hugsað. Það sem HAMÖRKUN AGÓÐANS er trú- arsetning athafnamannsins er ljóst að hann hugsar um það eitt að græða sem mest með sem minnstri fyrirhöfn án tillits til þess hvort athafnasemi hans sé i þágu þjóðfélagsins eða ekki. Hvernig ætlar HIÐ FRJÁLSA HAGKERFI að tryggja að hagnaðarhvöt athafnamannsins beinist inn á brautir sem eru þjóðfélaginu fyrir bestu. JO, svo vitnað sé i stefnuyfir- lýsingu Sjálfstæðisflokksins: „Til þess að fullnægja hagn- aðarhvöt sinni verður atvinnu- rekandinn að inna af hendi eitt- hvert það starf sem er þýðing- armikið frá sjónarhóli annara og fullnægir þeirra þörfum. Ágóði hans er undir þvi tvennu kominn, hversu ódýrt honum tekst að framleiða vöru sina,og hversu velhonum tekst að selja hana. Þannig verða það óskir og þarfir neytendanna eins og þær koma fram i kaup- um þeirra á markaðnum sem ráða úrslitum um það hvað framleitt skuli”. Hér er gengið út frá þvi sem sjálfgefnu að þar með sé RAUNVERULEGA fullnægt RAUNVERULEGUM ÞÖRF- UM einstaklingsins. Ef maðurinn hefði aðeins meðfæddar þarfir sé ég litinn tilgang i öllum þessum auglýs- ingaáróðrisem dynur á þjóðinni sýknt og heilagt. Staðreyndin er sú að maðurinn hefur ekki aðeins meðfæddar liffræðilegar þarfir heldur einnig félagslegar þarfir. Þess vegna er hægt með linnulausum áróðri að telja fólki trú um það að það verði að skreppa til sólarlanda til að njóta sólarinnar;til þess að öðl- ast lifshamingjuna þurfir þú að aka i' bifreið frá FORD. Það er ekki nóg með að búnar séu til gerfiþarfir með auglýs- ingum heldur hafa vissir auð- hringir komið sér upp einokun- araðstöðu á markaðnum og ráða þar með verðlaginu. Fari siðan fyrirtæki á hausinn,og ætti þar með að hætta starfsemi sinni samkv. kokkabókum íhaldsins,þá er hlaupið til rikis- stjórnarinnar og hún beðin um að bjarga málunum i gegnum bankakerfið. Eða eins og Bjarni Bragi benti réttilega á i Kast- ljósi á föstudagskvöldið — þá höfum við hingað til ÞJÓÐNÝTT TAPIÐ en ekki gróðann. Hámörkun ágóðans þýðir að auðhringir, kapitalistar og braskarar hugsa um það eitt að græða sem mest með sem minnstri fyrirhöfn. Það skemm- ir ekki ef hægt er að græða án þess að leggja nokkuð af mörk- um sjálfur. Best er auðvitað að fá lán til þess að stofna fýrir- tæki, lán til að reka þaðoglán til aðstanda undirtapinu. M.ö.o. rikisfyrirgreiðslu til að koma fyrirtækinu á fót, til þess að reka það og til þess að halda þvi gangandi þótt það beri sig ekki (enda hafa allir peningar sem inn hafa komið verið settir i annað en reksturinn sjálfan). Það sem Sjálfstæðismenn vilja i stað rikisrekinna fyrir- tækja eru rikisrekin einkafyrir- tæki. Að slikt kerfi bæti þá þjónustu sem rikið hefur nú með höndum held ég að enginn trúi. Að slikt kerfi minnki skattaálögur þeirra sem þegar greiða of stór- an hlut tekna sinna i skatt — væri barnaskapur að halda fram. Fyrst þyrftu þessir bless- aðir athafnamenn að greiða skatt sjálfir. Það er þvi engin furða þótt Alþýðubandalagið sé á öndverð- um meiði við Sjálfstæðisflokk- inn, þvi Alþýðubandalagið býð- ur upp á leið til lausnar þessu vandamali. Alþýðubandalagið vill endurskipuleggja þá þjón- ustu sem rikið hefur með hönd- um i þvi skini að hún verði markvissari og afkastameiri. Alþýðubandalagið viðurkennir fúslega þá staðreynd að rikið er valdatæki þeirrar stéttar sem fer með völdin i samfélag- inu, þess vegna vill Alþýðu- bandalagið nota rikið i þágu þeirrar stéttar sem fjölmennust er þeas verkalýðsstéttarinnar. Með markvissri notkun þess er stefnt að þvi að samfélagið skapi öllum þegnum sinum jafna aðstöðu til fullnægingar þarfa sinna. Alþýðubandalagið vill efla opinbera þjónustu, gera hana markvissari og hagkvæmari svo hægt verði að jafna þann félagslega mismun sem er til staðar um leið og það vill efla framleiðsluatvinnuvegina. Af- kastamestu fyrirtækin og þýð- ingarmestu fyrirtæki og stofn- anir sem sjá um hringrás vöru og fjármagns eru i ,,hinu frjálsa hagkerfi” i höndum auðfélaga, einokunarsamtaka og rikisins. Alþýðubandalagið, sem stefn- ir að sósialistisku þjóðskipu- lagi telur að þessar stofnanir eigi að vera i höndum al- menningsvaldsins. Má hugsa sér þaðskipulag með ýmsu móti og er fyrirfram aðeins hægt að greina útlinur þess. Rikið, sveitarfélöginogsamtök þeirra, samvinnufélög viðkomandi starfsmanna, samsteypur fyrr- greindra aðila svo og ýmiss konar almannasamtök önnur munu verða helstu rekstraraðil- ar sem taka við þvi hlutverki sem auðmenn og auðfélög nú gegna. Rikisrekstur einn sam- an skapar ekki sósialisma. Það þarf að eiga sér stað eðlisbreyt- ing á opinberum rekstri frá þvi sem nú er. Bæði að þvi er varðar aðferðir við að reka hann og á tilgangi hans. Hvort tveggja þarf að koma til, breyting á hinni pólitisku yfirstjórn og virk varðstaða starfsmannahópsins i hverju fyrirtæki um hagsmuni sina og heildarinnar. Alþýðubandalagið vill þvi endurbæta opinbera þjónustu svo hún geti eytt þeim félags- lega mun sem þegnar nú búa við i stað þess að láta auðhringum og kapitalistum eftir að féflétta hinn almenna borgara. En hver er svo hin félagslega þjónusta sem Sjálfstæðismenn vilja taka frá rikinu og láta i klærnar á kapitalistum? Þau fyrirtæki sem helst hafa verið nefnd eru Fræðslumynda- safnið, Ríkisútgáfa námsbóka, Bókaútgáfa menningarsjóðs, Ferðaskrifstofa rikisins, Landsmiðjan, Rikisskip, Sigló- sild og Rikisprentsmiðjan Gut- enberg. Það er jafn nauðsynlegt að hafa yfir að ráða sérfræðiþekk- ingu varðandi val og gerð námsefnis eins og að hafa siglingafræðikunnáttu við skip- stjórn. Ef Rikisútgáfa náms- bóka yrði lögð niður og einkaað- ilar tækju ALFARIÐ að sér að sjá um kennslubókaútgáfu yrði útkoman hörmuleg. Er þá ekki miðað við annað en ástandið i útgáfumálum i dag hér á landi. Ekki yrði hugsað um gæði námsefnis og hversu hentugt það væri til sins brúks, heldur hversu scljanlegt það væri — enda er það i samræmi við trúarsetninguna um hámörkun ágóðans. Það er hinsvegar ekki ný bóla að Sjálfstæðismenn vilji taka vel rekin fyrirtæki úr höndum hins opinbera og færa þau i einkaeign. Ég leifi mér að taka hér dæmi um áburðarverksmiðjuna. Hún var eitt þeirra fyrirtækja sem komið var á laggirnar vegna Marshallaðstoðar frá Banda- rikjunum. Sú aðstoð hafði al- mennt þann tilgang: í fyrsta lagi aðendurreisa efnahagsli'fið i Evrópurikjum og auka kaup- getu þeirra á bandariskum vör- um og i öðru lagi að stemma stiguvið útþenslu kommúnista. Þetta markmið kemur glöggt fram i leyniskýrslu frá Washington 23. ágúst 1949. Þar segir m.a. „Með efnahagsstefnu okkar gagnvart Islandi höfum við i' huga að tryggð verði lifs- kjör sem séu nægjanlega miklu betri en þjóðin bjó við fyrir strið, til þess að kommúnistar geti ekki hagnýtt sér þetta mál”. Skilyrðið sem sett var fyrir stofnun fyrirtækja hér á landi var að þau væru i einkaeign. Þó fékkst það i gegn eftir harða baráttu á Alþingi að stofiiað skyldi hlutafélag um áburðar- verksmiðjuna. Var hlutafé 10 milj. þar af átti rikið 6 milj. Seinna var Framkvæmda- bankanum heimilað með LOGUM að selja hlutabréf rikisins til einstaklinga á NAFNVERÐI. Þá þegar hafði uppbygging fyrirtækisins kost- að yfir 200 miljónir og fyrirtækið var auðvitað miklu dýrmætara. Það tókst að hindra að þessi heimild væri notuð en samþykkt hennar sýnir hvernig fulltrúar einkabrasksins á Alþingiætluðu sér að fara að þvl að komast á ó- dýran hátt yfir eigur rikisins. Við skulum taka annað dæmi t.d. hvernig þeir hugsa sér að færa prentsmiðjuna Gutenberg úr rflriseign yfir i einkaeign. Fyrster prentsmiðjunni breytt i hlutafélag með t.d. 100 miljóna hlutafé — miðað við að verð- mæti verksmiðjunnar sé 1000 miljónir. Hlutabréfin eru síðan seld hinum valinkunnu fulltrú- um einkaframtaksins á nafn- verðiog af þvi þeir eru blankir fá þeir lán hjá rikisbönkum fyr- ir þessum 100 miljónum i t.d. 20 ár. Slðan fá þeir flokkasina og rikisstjórn slnatil að fella geng- ið þannig að krónan verði eftir 20 ár einn tiundi þess sem hún var er þeir fengu lánið. Þá er eignin orðin 8000 miljón kr. virði. Þeir greiða þvi I raun svona 30—40 miljónir fyrir 8000 miljóna fyrirtæki. Þetta er hvorki þjófnaður né rán heldur „góður buisness”. Er þó ekki tekið inn i dæmið sá möguleiki að fyrirtækið græddi 30—40 miljónir kr. með þvi' að hækka prentunarkostnað rikis- ins semhefðiekkii annað hús að venda. Þetta er það sem Sjálfstæðis- menn eiga við þegar þeir tala um báknið burt. Ekki aðeins á aðláta athafnamanninnfá frelsi til þess að græða á náunga sin- um heldur á helst að stela þeim fyrirtækjum sem nú eru i eigú rikisins. Rís fullkomið fuglasláturhús? i undirbúningi er að koma upp fuglasláturhúsi hérlendis og hefur bygg- inganefnd undirbúið mál- ið. Það er nú komið á framkvæmdastig og hefur verið ákveðið að gefa f leiri framleiðendum alifugla- K ve ns túdentar Árshátið kvenstúdentafélags íslands, verður haldin og 50 ára afmælis félags is- lenskra háskólakvenna minnst, föstudag- inn 7. april n.k. i Vikingasal Hótels Loft- leiða. Hófið hefst kl. 19.30. Aðgöngumiðasala og borðapantanir i hótelinu fimmtudaginn 6. april milli kl. 17-19. Stjórnin Þetta er pökkunarvél fyrir innmatúralifuglum. afurða kost á að taka þátt í félagsskapnum. Bygg- ingarnefndin hefur boðað til fundar og umræðna um þessi áform að Hótel Esju í Reykjavík laugard. 8. apríl kl. 13.30. Kjöt alifugla er nú mjög eftirsótt vara hérlendis og vegna siaukinna krafna um vörugæði, vörumat og heilbrigðisviðhorf er talin nauðsyn á að fullkomið alifuglasláturhús leysi af hólmi litil sláturhús einstaklinga á Suður- og Vesturlandi sem mörg hver eru forn orðin og úr sér gengin. Stofnaður hefur verið félags- skapurinn Félag kjúklingabænda og hefur hann fengið til liðs við sig félagið Hreiður h.f. sem stofnaö var árið 1946. Þessir aðilar vilja vinna að þvi á breiðum grundvelli að horfið verði að byggingu eins sláturhúss með félagslegu framtaki. 1 frétt frá byggingar- nefndinni segir „Undirbúningur athafna er þaö á veg kominn, að fengin er lóð i Mosfellshreppi, teikningar eru tilbúnar og leitað hefur verið til- boða i vélasamstæðu, er getur afkastað slátrun 500 fugla á klukkustund, og með ákveðnu starfsliði má gera markaðshæfa vöru af þeim á sama tima. Miðað við þessi afköst þarf annan búnað samræmdan til kælingar og hraðfrystingar á staðnum. A teikningum eru þessi atriði tekin með ásamt og geymslu- skilyrðum af öðru tagi og aðstööu allri fyrir starfsfólk. Ennfremur skal þess getið, að kerfið er viðfeðmara. Til viðbótar koma skipulögð atriði, sem hljóta að vera og verða þáttur I starfsem- inni, en þaö eru viðeigandi farartæki og svo flutningakassar til þess að sækja fuglana heim til bændanna og flytja á sláturstað. Allt er kerfið mótað að fullkomnustu nútimafyrirmynd- umerlendum, en að sjálfsögðu mefNtilliti til þess að þetta sláturmis er litið miðað við það, er annars^staðar gerist. öll meðferð fuglanna, og svo vörunrtár i allri umferð, er kerfuð i samræmi við fullkomnustu heilbrigðis- og hreinlætisráðstaf- anir, sem á okkar timum er krafist.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.